Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 nausMtn " £ honum cuf íejha sér m&5 hnifa ? Hann star- garésiönguna. mlnei.' Þetta gengtir ekki lengur, Sig- urður. Nú verður þú að kaupa þér hárkollu. Passaðu þig. Konan mín er MJOG skapstór. HÖGNI HREKKVISI , HANN B/EKTAe LfÓFPBNGA St/EPPl i GÖNGUNUMl" BRÉF ITL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Umbúðir í hag neytenda Frá Gunnari Hersveini: I : '■ ■» 1 STJÓRNMÁLAMENN og ferða- málasamtök vilja auglýsa ísland sem hreinasta land í heimi. Mark- miðið er að laða ferðamenn til landsins. En geta erlendir ferða- menn lært eitthvað af okkur? Stundum eru skrifaðar greinar í blöð og landsmenn hvattir til -að lifa visthæfu líferni. Fara í strætó, hjóla í vinnuna o.s.frv. Margir lifa visthæfu lífi af eigin hyggjuviti. Þeir eiga t.a.m. innkaupatöskur sem þeir nota í stað þess að kaupa plastpoka. Þeim þykir það mót- sögn að kaupa plastpoka til að skapa „hreint land, fagurt land“. En hvaða sögur hefur erlendur ferðamaður að segja af hinum vist- hæfu Islendingum þegar heim kemur? „Þeir hjóla í vinnuna, nota innkaupatöskur og kaupa vörur í notadijúgum umbúðum.“ Nei, því miður getur hann ekki sagt þvíum- líkar sögur. Tilefnið að bréfi mínu er efinn um að íslenskir framleiðendur og hönnuðir séu með á nótunum. Fjöl- margir neytendur vilja vera vist- hæfir en það er eins og þeir fái engan stuðning frá framleiðend- um. Sælgæti er selt í margföldum umbúðum: Innri klæði, ytri klæði og veittur er sérstakur afsláttur á skólajógúrt ef keypt eru þijú stykki í aukaumbúðum. Og nýj- asta uppfynding íslenskra fram- leiðenda og hönnuða eru umbúð- irnar utan um abt-mjólkina. Ég hef keypt ab-mjólk í lítra papp- aumbúðum sem dugar mér í 10 daga. Á pakkninguna er prentað: „Framleiðandi MBF Selfossi. MS.“ Óg slagorðið hljómar svona: „Holl- usta í hag neytenda.“ Abt-mjólkin er skref fram á við, en pakkningin er óumdeilanlega skref aftur á bak og á skakk og skjön við alla hags- muni. Innihaldið er einn skammtur í plastboxi. Boxið er með loki og ofan á því er dálítið múslí og plast- skeið. Utan um það er aukaplast- poki. Framleiðendur auglýsa síðan þessar umbúðir með stolti. Ef það á að selja útlendingum farmiða til íslands á þeim forsend- um að landið sé hreinasta landið í heiminum tel ég brýnt að þeir geti lært eitthvað af hugsun okkar og hátterni. Fjölmargir íslenskir neytendur vilja vera visthæfir _en þeim er ekki boðið upp á það. ís- lenskir framleiðendur spyija: „Ilvernig get ég selt vöruna?“ Áður en þeir svara þurfa þeir að spyija tveggja annarra spurninga: „Hvað vilja neytendur?“ og „Hvemig er rétt að selja hana?“ Svarið er þó eitt og hið sama: Neytendur hljóta að vilja fá vöruna í visthæfum umbúðum og það hlýt- ur _að vera réttara en hitt. Ég vona að í framtíðinni verði söluhæsti framleiðandinn sá sem býður upp á vöru sína í visthæf- ustu umbúðunum og að erlendir ferðamenn geti sagt sögur í heimalöndum sínum af hinum vist- hæfu íslendingum. Það finnst mér verðugt markmið. Ég óttast, á hinn bóginn, að svo verði ekki og að sala á flugmiðum til „hreinasta lands í heimi,“ verði fyrst og fremst byggð á blekkingum. GUNNAR HERSVEINN, Ártröð 6, Egilsstöðum. Yíkveiji Athyglisvert var að hlusta á umræður á Alþingi í fyrra- kvöld á sjónvarpsstöðinni Sýn, þar sem til umræðu var forsíðufrétt Morgunblaðsins þá um morguninn, eða síðastliðinn fimmtudag. Þá komu fulltrúar Alþýðubandalagsins hver af öðrum í pontu og lýstu áhyggjum sínum á að fararsnið væri á varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Hver skyldi hafa trúað því að þetta ætti eftir að gerast og ein alþingiskonan sagði: „Þeir fara, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Já „öðruvísi mér áður brá“, má um slík ummæli segja. Hver man ekki eftir gífuryrðum þessara sömu manna um heimsyfirráðastefnu eða heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og þess vegna væri herinn hér og myndi aldrei fara. Nauðsynlegt væri að reka hann af landi burt og til þess væri enginn hæfur nema Alþýðubandalagið. Nú virðist komið annað hljóð í strokkinn, enda at- vinnuöryggi fjölda innlendra starfs- manna varnarliðsins í óvissu, en á síðastliðnu ári greiddi varnarliðið tæplega 2,3 milljarða í laun til Is- lendinga, sem starfa á Keflavíkur- flugvelli. Það getur á stundum verið lær- dómsríkt að hlusta á umræður á Alþingi íslendinga. skrifar Um síðustu helgi fór fram _ á vegum Dansráðs íslands ís- landsmeistarakeppnin í samkvæm- isdönsum. Þessi íþrótt, sem dansinn er, nýtur sívaxandi vinsælda á ís- landi og er það vel, enda eru fram- farir þátttakenda í slíkum mótum undraverðar. Á þriðjudag birti Morgunblaðið síðan öll úrslit keppninnar, en fjöldi þátttakenda var mikill. Með mynd- um tók frásögn og upptalning á sigurvegurum, þeim sem hlutu ann- að sæti og hið þriðja, um það heila síðu í Morgunblaðinu, en úrslitin fékk blaðið sem tölvuútskrift frá Dansráðinu. Á þriðjudag linnti varla símhring- ingum á ritstjórn Morgunblaðsins frá aðstandendum þeirra, sem unn- ið höfðu til verðlauna og var verið að benda á villur í hinum langa lista. Pör voru kennd við ranga dans- skóla, sem er viðkvæmt mál, nöfn þátttakenda voru röng, sem er enn viðkvæmara, o.s.frv. Áð vísu urðu villur, þar sem úrslit féllu niður og mun það hafa gerst í setningu list- ans, en aðrar villur voru í tölvuút- skriftinni, sem blaðið fékk sent. Það er aldrei nógsamlega brýnt fyrir aðilum, sem standa að slíkri fjölda- keppni sem þessari, hve nákvæmni í meðferð nafna er mikilvæg. Nafn manns er hluti af persónunni og slæmt er þegar það birtist rangt opinberlega. xxx Góðan dag, Reykjavík — eru ein- kunnarorð viku eldri borgara í miðborg Reykjavíkur, sem hefst á morgun, sunnudag. Arið 1993 er ár aldraðra í Evrópu og hefur Félag eldri borgara í Reykjavík átt frum- kvæði að því að halda þessa vikuhá- tíð nú á vordögum og er vonandi að vel viðri á gamla fólkið í mið- borginni. í blaði, sem félagið hefur gefið út, flytur Markús Örn Antons- son stutt ávarp, sem Víkveiji tekur undir, en borgarstjóri segir: „Það er ánægjuleg viðbót við bæjarbraginn að Félag eldri borg- ara skuli hafa frumkvæði að jafn- myndarlegri dagskrá í miðborg Reykjavíkur og raun ber vitni. Ekki er ólíklegt að miðbæjarvika eldri borgara nú gæti verið upphaf- ið að árlegum viðburði í borginni á vegum þessa áhugasama hóps, enda kunna Reykvíkingar vel að meta þá bjartsýni og hlýhug til miðbæjarins sem kemur fram í já- kvæða hugarfari þeirra sem að málum standa. Ég er þess fullviss að miðbæjarvika eldri borgara verð- ur skipuleggjendum til sóma. Jafn- framt skal látin í Ijós von um að hún verði þátttakendum til gleði og ánægju. Góðan dag, Reykjavík."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.