Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 40
............. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ- 1993 lí 40 Minning Gestur Jónsson Hróarsholti, Flóa Fæddur 14. desember 1891 Dáinn 1. maí 1993 Lífínu hér á jörðinni hefur oft verið líkt við ferðalag og að ferða- lokum snúi allir heim. Sé svo, þá hefur heimkoma Gests í Hróars- holti verið fagnaðarfundur. Bæði var að Gestur var orðinn aldraður og lúinn eftir vinnusama og langa æfi sem o'g hitt að söknuður hans til Guðrúnar lífsförunautar síns var mikill. Gestur og Guðrún kynntust að Hróarsholti í Villingaholtshreppi í kringum 1930 og varð það síðar þeirra lifstíðarheimili og sælureitur. Gestur var um þetta leiti ráðsmaður að Hróarsholti en hafði áður stund- að sjómennsku í Vestmannaeyjum sem og verkamannavinnu á eyrinni í Reykjavík. Hann var fæddur að Vorsabæ í Gaulveijabæjarhreppi, sonur Jóns Guðnasonar frá Brands- húsum (dó þegar Gestur var 3ja ára) og Guðlaugar Guðmundsdótur frá Súluholti. Guðrún Tryggvadótt- ir, fædd 13. september 1900 á Vopnafirði, kom sem vinnukona að Hróarsholti 1929 eftir að hafa dval- ið í Noregi um tíma. Ráðsmaðurinn og vinnukonan í Hróarsholti felldu hugi saman og giftu sig 1931 og hófu búskap í Hraungerði, en þegar ástarhreiðrið Hróarsholt var falt þrem árum seinna slógu þau til og bjuggu þar til dauðadags. Gestur var fljótt áberandi í hópi jafningja fyrir hversu úrræðagóður hann var auk dugnaðar og ljúf- mannlegrar framkomu. Það ber vott um traust og virðingu sveit- unganna í garð Gests, að þegar mikið lá við, þá var leitað til hans. Þegar t.d. niðurskurður á sauðfé átti sér stað á Suðurlandi í kringum 1950 valdist Gestur til að fara norð- ur og velja nýtt fé í nýjan Suður- landsstofn. Þar kom til glöggt auga hans fyrir góðu fé enda ætíð verið fjármaður góður, ræktaði og betr- umbætti sinn stofn og átti oft glæsi- lega forystusauði. Þá var ætíð leitað til Gests með fjallferðir á haustin. Til þeirra verka völdust í þá daga þeim sem best var treyst. Ekki síst í seinni leit því þar þurfti árvökul augu og menn sem þekktu fé út og inn. Var Gestur ætíð kjörinn til þess verks. Eflaust hefur það hjálp- að honum mikið í þessum fjallaferð- um hversu góður hestamaður hann var enda þekktur tamningamaður og átti jafnan afburða hesta. Enda þegar hestamannafélagið var stofn- að á Suðurlandi var leitað til hans til að hafa leiðsögn í því máli og var hann einn af frumkvöðlum og stofnendum hestamannafélagsins „Sleipnis“. Menn tóku eftir gæðing- um Gests enda sönnuðu þeir oft gæðin í kappreiðunum sem stund- um voru haldnar inn í Hróarsholts- klettum og var þá ætíð fjölmenni, sölutjöld og mikil stemmning. Og á haustin þegar hann fór í sínar ár- legu ijallgöngur með 4 gæðinga til reiðar var mikil reisn yfír Gesti. Dýralækningar voru snar þáttur f daglegu lífí Gests hér áður fyrr. Til þeirra starfa eins og annarra hjálpaði reynslan, góð greind og neyðin sem kennir naktri konu að spinna. Menntun þekktist ekki þá hjá fólki sem fór að vinna fyrir sér upp úr fermingu, en í dýralækning- um sem öðru fengu menn traust á Gesti. Okkur er minnisstætt þau sumur er við dvöldum í Hróarsholti var æði oft kallað á Gest þegar dýrin voru veik eða slösuð og sagði okkur núlifandi bóndi í hreppnum að Gest- ur hafí verið þeirra dýralæknir alla tíð og svo bóngreiðugur að alltaf hefði hann gefið sér tíma til að sinna öðrum og þau voru orðin mörg dýr- in sem hann hefði bjargað. Enda var Gestur ætíð með ýmiss lyf og tæki til þessarra starfa. Þegar litið er um öxl þá virðist eins og allt hafi runnið svo hnökra- laust. Beljurnar komu í fjósið og fóru á ákveðnum tíma og eins var- með matmál og mjólkurbílinn. Sauðburður og réttir, heyskapur og töðugjöld. Allt hafði sinn tíma, ekk- ert stress eða árekstrar, þrátt fyrir þrengsli og þétt skipaðar baðstofur. Þetta voru dýrleg sumur undir lipri en fagmannlegri stjórn Guðrúnar og Gests. Þaðan eigum við okkar ljúfustu minningar og þar lærðum við margt af því sem hefur reynst okkur best. En sú saga verður ekki tíunduð hér heldur aðeins þökkuð á þessum tímamótum þau forrétt- indi að fá að vera samferða fjöl- skyldunni að Hróarsholti þessi fimm til sex sumur. Guðrún og Gestur eignuðust 6 börn, Ragnheiði 1932, Tryggva Kristinn 1933, Guðjón 1934, Hólm- fríði Salóme 1938 og Kristínu 1941. Öll sérdeilis vönduð og dugleg enda veganestið gott og laust við íburð og prjál. Við erum þess fullviss í dag að forsjónin hefur ekki valið Gést og Guðrúnu af handahófi til að búa að Hróarsholti í eins miklu návígi við huldufólk og aðra vætti sem staðurinn er þekktur fyrir. Enda var Gestur lítt gefinn fyrir ys og þys nútímans. Hann kaus ætíð frið- inn á sinni jörð og þrátt fyrir að hann hafi lifað óvenjulegt þróunar- tímabil (1901-1993), þá hélt hann alltaf sinni stefnu og ró og horfði á þessa hluti úr fjarlægð. Nytjaði þá tækni sem nýttist honum við búskapinn en lét aðra um hitt og datt aldrei inní hið stressaða tækni- þjóðfélag. Foreldrar okkar hafa oft vitnað til þess að þegar húsakostur var endurnýjaður að Hróarsholti þá voru fyrst byggð yfir dýrin vönduð Halldóra Ásmundsdóttir var faedd 8. apríl 1896 á Hnappavöllum í Öræfum og Iést 26. apríl 1993 á hjúkrunardeild Seljahlíðar í Reykja- vík. Dóra var dóttir hjónanna Þuríðar Runólfsdóttur og Ásmundar Dav- íðssonar. Af sex börnum þeirra hjóna náðu aðeins þrjú fullorðins- árum, Runólfur, Halldóra og Davíð. Með þessari fjölskyldu voru ætíð miklir kærleikar og öll hin fjögur, foreldrar og bræður, áttu eftir að dvelja síðar á ævinni á heimili Dóru um lengri eða skemmri tíma. Davíð lifir systur sína, en hann sýndi henni mikla ræktarsemi og kærleika til síðasta dágs. Dóra ólst upp í Öræfasveit, einni einangruðustu byggð landsins, fyrstu tvö árin á Hnappavöllum, en þá fluttust þau að Hofi. Fátækt var mikil og man ég vel hvernig hún lýsti eggjatöku á vorin og fugla- veiði sem hún taldi að hefði bjargað ijölskyldunni frá hungri. Aldrei var þó svo þröngt í búi, að ekki væri hægt að gefa öðrum börnum í ná- grenninu bita. Prestssonur einn á Sandfelli kom oft að Hofi og fékk margan bitann. Einu sinni þegar hann kom, sagði hann við húsmóð- urina: Mamma sagði að þú skyldir hafa það lítið, en hafðu það dálítið mikið. Sýnir þetta að enginn fékk nægju sína á þessum tímum, enda mat Dóra það mikils að hafa síðar á ævinni nóg og geta veitt gestum vel. Sérlræðingar i blóinaskrcyiinguin vió «11 lirkiCa'iM Bblómaverkstæði I INNA*J Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 hús áður en endurnýjað var íbúðar- húsið sem þó var komið verulega til ára sinna. Þannig var framkom- an hjá Gesti og Guðrúnu, hugsað fyrst um aðra, bæði dýr og menn. Þess skal þó getið að Gestur Jóns- son var ekki skap- og skoðanalaus. Hann var mikill sjálfstæðismaður og lét engan vaða ofan í sig hvorki í pólitík né öðru og hefur efalaust sent sínum andstæðingum tóninn eins og t.d. þegar kaupfélagið sá til þess að aðeins þess vörur voru fluttar með mjólkurbílnum. Slíkt SÍS-svínarí átti ekki uppá pallborð- ið hjá Gesti og Þjóðviljinn var á of lágu plani til að nota mætti hann á kamarinn hvað þá til lestrar. Þá voru Gestur og Magnús hreppstjóri í Flögu ekki alltaf sammála enda Dóra yfírgaf sveit sína tvítug að aldri árið 1916 og réð sig í vist til Siguijóns Markússonar sýslumanns í Vík. Varla átti hún til nógu sterk orð, þegar hún talaði um ljósadýrð- ina er blasti við er hún sá til Víkur austan af MýrdalsSandi. Sagði hún að það hefði verið stærri viðburður að koma þangað heldur en þegar hún seinna leit höfuðborgina í fyrsta sinn. Hún var þijú ár í vist- inni, líkaði vel og lærði margt nyt- samt. Siguijón fluttist með fjöl- skyldu sína til Eskiíjarðar 1918 og var Dóra þar hjá þeim í eitt ár. Þangað sótti hana unnusti hennar Magnús Jónsson trésmiður. Þau giftu sig 29. nóvember 1919 og settust að hjá foreldrum hans í Vík og bjuggu þar til ársins 1926 er þau fluttust til Reykjavíkur. Þau eignuðust fjögur börn. Sóley, f. 1920, lést aðeins nokkurra daga gömul. Má nærri geta hvílík sorg það var að missa sitt fyrsta barn, enda var Dóra orðin æði fullorðin þegar hún gat minnst á hana án þess að tárast. Síðan eignuðust þau þijá syni, sem allir komust til full- orðins ára: Ásgeir Þórarinn, f. 1921, lögfræðingur, lést aðeins 55 ára árið 1976 og varð öllum er til þekktu mikill harmdauði; Karl, f. 1924, vélstjóri, og Jón Reynir, f. 1931, verkfræðingur. Erfitt var að fá vinnu á þessum árum í Reykjavík og var Magnús oft langtímum saman úti á landi og vann við húsasiníðar, m.a. á Siglufirði og Hornbjargi. Dóra afl- aði einnig tekna með því að taka kostgangara og þvo þvott. í 18 ár bjuggu þau í leiguíbúð á Njarðar- götu 7. Þá eignuðust þau hús á Lindargötu 52 og bjuggu þar síðan. Þegar fækkaði á heimili og Dóra var orðin 60 ára fór hún að vinna hálfan daginn á saumastofu og vann þar næstu 20 árin. Mann sinn missti hún á 75. af- mælisdegi sínum árið 1971. Hún bjó áfram í húsi sínu þar til hún fluttist í dvalarheimilið Seljahlíð 1986, níræð að aldri. Þar leið henni vel í fjögur ár, en þá tók að halla undan fæti. Heilsan bilaði og síð- ustu árin hefur hún dvalist á hjúkr- Magnús framsóknarmaður. Mest var þetta þó stríðni og aldrei urðum við vör við neina vonsku enda stutt í hláturinn og þannig enduðu flest mál þegar bændurnir hittust í hverfínu. Það var líf og fjör í Hróarsholts- hverfinu í þá daga, fjölmenni á hveijum bæ og mikið um að vera sérstaklega yfír sumartímann. , Nú er fallinn í valinn síðasti bónd- inn af þeirri kynslóð er hóf búskap þar í kreppunni 1930 og kreppan 1990 skollin á. Vonandi tekst þjóð- inni að temja sér þeirra siði, þ.e. dugnað, heiðarleika og nægjusemi, til að glíma við núverandi kreppu. Sumum sem lesa þessa grein og/eða þekktu til Gests fínnst hann eflaust hafa farið á mis við hin veraldlegu gæði sem svo mörgum fínnst svo mikils um verð og í sjálfu sér eru ekkert slæm ef rétt er á haldið. Gestur einfaldlega valdi aðra leið og hann uppskar ríkulega þar. Hann lifði vel og lengi með sinni yndislegu eiginkonu og þau ólu upp 6 mannvænleg börn. Voru út af fyrir sig á sinni jörð þó í félagsskap góðra granna sem virtu þau. Þar gátu þau rétt fram hjálparhönd og leiðbeint í því samfélagi sem þau sjálf völdu, þau voru sátt, hamingju- söm, áttu ekki í illdeilum við neinn og skulduðu engum neitt. Það er kannski ekki von að allir skilji þetta í dag því svo fáir upplifa þetta í þjóðfélagi nútímans. Gestur kveður sáttur, heimkom- an til Guðrúnar og allra gömlu kunningjanna bætir upp heilsubrest síðustu árin. Maður uppsker eins og maður sáir og Gestur sáði vel. Far í friði og Guðs blessun góði vinur. Sonja og Guðmundur. unardeild Seljahlíðar og notið þar mikillar umhyggju og mjög góðrar hjúkrunar starfsfólksins. Eg vil færa því öllu innilegt þakklæti fyrir það hversu vel það hugsaði um hana frá fyrsta degi til hins síðasta. Með Dóru er gengin mannkosta- kona, sem þeir er kynntust henni munu lengi minnast og afkomend- urnir mega vera stoltir af. Ég var barn að aldri þegar ég heyrði fyrst talað um Dóru. Hún var góða og glæsilega konan hans Magnúsar frænda og hún var konan sem alltaf gat gert allt fyrir alla í fjölskyldunni hvort sem það þurfti að kaupa eitthvað í Reykjavík eða hýsa þá sem fóru suður ýmissa er- inda. Þegar ég 14 ára gömul missti móður mína kom Dóra til Víkur og dvaldi hjá okkur um hríð. Það var mér mikils' virði og má segja að ég hafí litið á hana sem mína aðra móður alla tíð síðan. Ég dvaldist hjá þeim hjónum þegar ég var við nám í Reykjavík. Það var alveg sjálfsagt að taka við mér, þótt fyr- ir væru átta manns í heimili. Síðan eru liðin mörg ár, en ég hef alltaf notið vináttu hennar, svo að aldrei hefur fallið neinn skuggi þar á. Þegar ég eignaðist mann og son var hún hin sama við þá. Fyrir þetta allt erum við innilega þakklát. Eftirlifandi ástvinum hennar sendi ég samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Sigurbjörg Valmundsdóttir. t Hjartkær móðir mín, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Hátúni 10, andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 6. maí. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Aðalheiður Helgadóttir. t Hjartkær móðir mín og dóttir, ERNA JAKOBSDÓTTIR aðstoðarlyfjafræðingur, Kotárgerði 10, Akureyri, andaðist fimmtudaginn 6. maí. Útförin verður auglýst siðar. Ólöf Jakobína Þráinsdóttir, Margrét Jónsdóttir. t Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda sam- úð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR STEFÁIMSDÓTTUR frá Kleifum, Gilsfirði, Grandavegi 47, Reykjavík. Kári ísleifur Ingvarsson, Katrín Sigríður Káradóttir, Ölver Skúlason, Stefán Arnar Kárason, Stefania Björk Karlsdóttir, Anna Káradóttir, Karsten Iversen, barnabörn og barnabarnabörn. Halldóra Asmunds- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.