Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 103.tbl.81.árg. SUNNUDAGUR 9. MAI 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mega aðeins reykja heima BARÁTTAN gegn reykingum tók nýja stefnu í Bandaríkjunum í vikunni er rikisþingið í Vermont samþykkti 18g sem banna reykingar með öllu innan dyra í hótelum og öðrum gististöðum, krám, veitingahúsum, jafnvel leik- tækjasölum, fyrirtækjum og öllum opin- berum byggingum um gjörvallt ríkið. Þegar bannið kemur að fullu til fram- kvæmda 1. júlí 1995 geta reykingamenn einungis reykt heima hjá sér, reykbann verður í öllum byggingum öðrum, nema næturklúbbum sem bjóða upp á kaba- rettsýningar og hafa a.m.k. helming tekna sinna af áfengissölu. Þannig verða reyksvæði upprætt á veitingahús- um og börum. Bann af þessu tagi er í gildi í 66 borgum og bæjum í Bandaríkj- unum, þar af er bannað að reykja í ölluni skrifstofubyggingum og veit- ingahúsum í 39 borgum í Kaliforníu, þar á meðal í Oakland. Sannir Skotar reknir úr landi NÍU Skotar voru sektaðir og reknir úr landi í Portúgal á miðvikudag fyrir að spila fótbolta berrassaðir í bænum Albufeira á suðurströndinni. Um 50 knattspyrnuáhugamenn voru þar staddir og allt í einu varð löngunin til að skipta í lið og spila uppáhaldsíþrótt- ina öllu yfirsterkari. Heitt var í lofti og því nauðsynlegt að fækka fötum. Var þá ekki um annað að ræða en skella sér úr þjóðbúningnum. Eins og aðeins sönnum Skotum sæmir voru þeir brók- arlausir undir pilsunum en sú sjón sem við blasti er þeir smeygðu sér úr þeim átti ekki upp á pallborðið hjá siðprúðum bæjarbúum sem kvöddu til lögreglu. Fengu Skotarnir að veh*a milli fanga- vistar eða snemmbúinnar heimferðar og vðldu þeir síðarí kostinn. Hávaði veldur heilaskemmdum FYRSTU niðurstöður nýrra rannsókna breskra vísindamanna benda til þess að samband sé á milli hávaða og heila- skemmda af völdum kemískra efna sem notuð eru m.a. í litarefnum. Við hávaða verður heilinn fyrir ertingu sem gerir hann viðkvæmarí. Vísindamennirnir sögðu að ætla mætti að sterkt h'ós hefði sðmu áhrif á heilann og hávaði. Undir fullum seglum Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞÝSK skólaskúta, Friðþjófur Nansen, kom í vikunni til Akureyrar. Hefur skútan nokkurra daga viðdvöl hér við Iand. Áhöfnin er að mestu skipuð ungu fólki sem hlýtur þjálfun í sjómennsku. I fyrradag voru segl undin upp og skroppið til Hríseyjar og þar varð skútan að leita vars vegna veðurs. Ráðgert var að sigla í næsta áfanga til Húsavíkur en síðan átti að halda til Reykjavíkur. Var myndin tekin er skútan klauf Eyjafjarðarölduna í Hríseyjarferðinni. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ítrekar fyrri kosti Bosníu-Serba Verða að fallast á friðar- áætlun Vance og Owens New York. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) ítrekaði í fyrrinótt að Bosníu-Serbar yrðu að fallast á áætlun milligöngumannanna Cyrus Vance og Owens lávarðar um frið í Bosníu. Um aðrar leiðir til þess að binda enda á stríðið væri ekki að ræða. Ósam- komulag varð um hvassyrta tillögu Frakka, sem Bretar studdu, þar sem Bos- níu-Serbar voru fordæmdir fyrir að hafna áætluninni sl. fimmtudag og framkvæmda- sljúni SÞ falið að hrinda henni í fram- kvæmd. Fulltrúar Bandaríkjanna og fleiri ríkja lögðust gegn tillögunni þar sem þeir töldu að í henni fælist viðurkenning á svonefndri fulltrúasamkomu Serba og vís- bendingar um að beðið væri niðurstöðu úr þjóðaratkvæði um áætlunina í næstu viku en talið er að sú atkvæðagreiðsla verði með öllu marklaus. Öryggisráðið hefur litlu áorkað alla vikuna vegna ferðar Warrens Christophers utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna til Evrópu þar sem hann hefur leitað eftir stuðningi við loftárás- ir á stórskotaliðsstöðvar Serba í Bosníu og afnám vopnasölubanns til múslima. Heimildir hermdu í gær að Evrópuríkin hefðu reynst treg tíTað styðja loftárásir en þó ekki lagst gegn þeim. Þau hefðu hins vegar alfarið lagst gegn afnámi vopnasölubanns til múslima af ótta við að það yrði einungis til að áuka á baráaga í Bosníu. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sagði í fyrradag að samkomulag Evrópu- ríkjanna og Bandaríkjarnanna um sameigin- legar aðgerðir í Bosníu væri nánast í höfn. Hann sagði ekki í hverju það yrði fólgið en gaf nánast til kynna að loftárásir yrðu þar á meðal. Umsátri aflétt Philippe Morillon yfirmaður friðargæslu- sveita SÞ í Bosníu samdi í gærmorgun við Ratko Mladic yfirmann hersveita Bosníu- Serba um að hann drægi heri sína um helg- ina frá bæjunum Zepa og Gorazde þar sem sveitirnar hafa haldið um 60.000 múslimum í herkví. Verða eftirlitsmenn og friðargæslu- liðar sendir til bæjanna sem eru á sérstökum verndarsvæðum SÞ samkvæmt ákvörðun ör- yggisráðsins frá því á fimmtudag. Leiðtogar múslima neituðu síðar að skrifa upp á sam- komulag Morillons og Mladics. „frhlýrra hinum megin?" Fædingasprengja í kreppunni Lifsgleði Groöurmynd al tsiandí 26 B 6MHM STJÓRHS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.