Morgunblaðið - 09.05.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.05.1993, Qupperneq 14
-MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 Á JAFNRÉTTIS- GRIIDVELU eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur VALDABARÁTTA á sjúkrahúsum er ekki nýtt fyrirbæri á íslandi. Að undanförnu hefur verið fjallað um frumvarpsdrög sem eiga að sögn að skerða mjög ábyrgð og áhrif hjúkrunar- fræðinga en auka völd lækna. Hjúkrunarfræðingar hafa brugð- ist hart við og fullyrt að farið verði í hart verði þessu sjónar- miði haldið til streitu. „Góð hjúkrun er oft sama og lækning. Sá sem hjúkrar er brot af lækni, en ekki meira. Hjúkrunarfræð- in er ekki nema lítil grein af læknisfræðinni. Enginn skal halda að hún geti orðið læknir af að lesa einhverja lækningabók eða rit eins og þetta ..." segir í í gamalli kennslubók eftir Stein- grím Matthíasson. Strax upp úr aldamótum fóru Iæknar að verða varir um sig að missa ekki völd sín um of í hendur hjúkr- unarkvenna. Nú virðist svo sem læknum þyki hlutur sinn ekki nægjanlegur ef marka má fréttir af umræddum frumvarps- drögum. Dr. Kristín Björnsdóttir hélt fyrir skömmu fyrirlestur sem hún nefndi Orðræða og völd og fjallaði um þær breyting- ar sem orðið hafa á skilningi íslenskra hjúkrunarkvenna og síðar hjúkrunarfræðinga á hjúkrun. „í þeirri umfjöllun byggði ég á rannsóknum þeim sem ég vann að í tengslum við doktors- verkefni mitt á árunum 1988 til 1992,“ sagði Kristín í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Dr. Kristín Björnsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir I iðurstaða mín er að I I skilningur hjúkrunar- kvenna á hvað væri mikilvægt í starfi þeirra hafí breyst, sam- fara ýmsum breytingxim, einkum sem snertir stöðu kvenna í samfélag- inu og þeirrar þróunnar sem orðið hafa í læknavísindum. Fyrstu konurnar sem kallaðar voru hjúkrunarkonur á íslandi voru ráðskonur á litlum sjúkrahúsum sem reist voru á nokkrum stöðum á land- inu. Þær virðast hafa rekið hús- stjórnarþátt sjúkrahúsanna, fengið ákveðna upphæð til þess og reynt að sjá um að hún dygði. Ekki er annað að sjá en það hafi gengið vel, þær fengu orð fyrir myndarskap. Fyrsta menntaða hjúkrunarkonan sem kom til landsins var Christophine Jurgensen Bjarnhéð- insson. Hún var ráðin sem forstöðu- kona á Holdsveikraspítalann í Laug- arnesi árið 1898. Hún giftist nokkru síðar yfirlækninum þar, Sæmundi Bjarnhéðinssyni, sem var bróðir hinnar þekktu kvenréttindakonu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Christop- hine hafði mjög áhugaverðar hug- myndir um hjúkrun. Eg hef því mið- ur ekki fundið mikið af hennar skrif- um, sem er mjög dæmigert, það ligg- ur yfirleitt ekki mikið af skrifum eftir konur. Líknarstarf Christophine lagði mikla áherslu á að hjúkrun væri líknarstarf, sem væri unnið væri til hjálpar fátækum. Hún leit á þetta sem umbótastarf, unnið í þágu þjóðfélagsins. Hún lagði áherslu á að hjúkrunarkonur væru miklir „menningarfrömuðir", eins og hún kallaði það. Þær byggju yfír upplýsingum um heilbrigðismál, sem þær kæmu á framfæri við almenn- ing. Að hennar frumkvæði var Hjúkrunarfélagið Líkn stofnað árið 1915. í stjórn þess félags voru jafn- an konur og kona var alltaf formað- ur þess. Christophine rak þetta félag til ársins 1930, þá tók Sigríður Ei- ríksdóttir við og var formaður þar til Heilsuverndarstöðin tók til starfa árið 1956.. A vegum Líknar var fyrst skipu- Iögð heimahjúkrun fyrir fátæka, þar var lögð áhersla-á að hjúkrunarkon- ur sem sinntu heimahjúkrun veittu líka fræðslu. Líkn stofnaði berkla- varnarstöð árið 1919. Berklar voru mesta heilbrigðisvandamál lands- manna þá. í berklavarnarstöðinni fékk fólk ókeypis berklaskoðun og hjúkrunarkona stöðvarinnar hafði samband við þau heimili þar sem berklasmit hafði komið upp. Síðar stofnaði Líkn ungbarnavernd og svo mæðravernd. Þessi starfsemi var öll beint svar við þörfum og vanda al- mennings, ekki síst kvenna. Það er mjög áhugavert að sjá hvað konur í byrjun aldarinnar voru virkar og hvað þær höfðu mikinn áhuga á þjóðfélaginu. Þær höfðu í verulegum Dr. Kristín Björns- dóttir fjallar um bar- áttu hjúkrunarfræð- inga fyrir stöðu sinni innan heilbrigðis- þjónustunnar að fornu og nýju mæli frumkvæði að því að skapa þetta nútíma velferðarþjóðfélag sem við nú búum í. En eftir 1930 gerðist eitthvað sem breytti þessu, kannski var það kreppan, sem olli því að konur drógu sig til baka. Á tímum seinni heimsstyijaldarinnar urðu konur víða í Evrópu á ný mjög virk- ar. En þær voru reknar aftur inn á heimilin með harðri hendi um leið og stríðinu slotaði. Þegar Líkn var lögð niður og Heilsuverndarstöðin tók við þá var engin kona lengur í stjórn og þar með misstu konur mikilsverð tæki- færi til þess að hafa áhrif á mörkun ims ri AŒi U Himi i/ * ITímariti félags íslenskra hjúkrunarkvenna í októ- ber 1926 birtist grein eftir Harriet Kjær sem hún nefnir: „Til ungu stúlknanna frá gamalli hjúkr- unarkonu." Harriet var dönsk en starfaði sem hjúkr- unarkona á Islandi um áratuga skeið. I skrifum hennar koma að ýmsu Ieyti vel fram fyrri tíma skoð- anir á hjúkrun: „í gamla daga þurftu konur ekki annað en einlægan vilja til þess að verða nothæfar til hjúkrunar," segir Harriet í upphafi greinar sinnar. „Þeir, sem tókust hjúkrun á hendur voru oftast — að undan- skildum ýmsum reglusystrum og bræðrum — konur sem brotið höfðu skip sín á siglingu lífsins. Mér er fyrir minni frá bernskudög- unum, að ég heyrði komist svo að orði um konu sem vildi gerast hjúkrunarkona: „Hvaða sorg hefur hún þá orðið fyrir?“ Harriet segir síðan að þetta hafi breyst, komnar séu fram menntaðar hjúkrunarkon- ur sem stofnað hafi með sér félög en varar við að ekki verði skotið yfir markið í umbótunum. „Ég hefi heyrt sjuklinga, sem legið hafa á þessum stóru, ágætis-nýtísku sjúkrahúsum, kvarta undan þessum fínu ungfrúm, sem hafa snjóhvít klæði og hendur, sem virðast varla hafa verið brugðið í kalt vatn og svo heilmikið af frídögum og frístundum sem frem- ur öllu öðru er haft auga á.“ Síðan áminnir Harriet hjúkrunarkonur um að kunna sér hóf í bóklærdómin- um og vísa ekki sjúklingunum frá sér með kulda. „Hjúkrunarkona má ekki gefa neitt upp á eigin ábyrgð. En hversu mikið getum við ekki „gefið“ með hlýlegri hluttekningu, með því að skifta um umbúðir, laga til í rúminu, gefa heitt eða kalt að drekka, í stuttu máli; með því að sýna sjúklingnum, að við finnum til með honum og vildum fegnar hjálpa." Síðan ræðir hún um skyldur hjúkrunar- kvenna: „Einu sinni var læknir, sem spurði hjúkrun- arkonu: „Getið þér sagt mér hve langt skyldur hjúkr- unarkonunnar ná? Hvernig ætti hún, helst af öllu, að vera?“ Hjúkrunarkonan andvarpaði og sagði: „Helst þyrfti hún að vera engill af himnum — ef það hrykki þá til.“ Harriet telur þrjá eiginleika mikilvægasta í fari hjúkrunar- kvenna: 1. áreiðanleiki. 2. athygli. 3. Glaðlyndi. Um fyrsta atriðið seg- ir hún: „Ef sjúklingur á að geta treyst hjúkrunarkonu sinni þá verður hann að vera viss um, að hún geri allt, sem hún leysir af höndum — hvort sem það er, að búa um hann, gefa honum inn eit- urlyf eða sprauta því inn í hann — eins og á að gera það.“ Um athyglina segir hún: „Við getum hæglega gert okkur í hugarlund hve óbærilegt það hlýtur að vera fyrir kvíðafulla sjúklinga, þegar hjúkrunarkonan er eins og úti á þekju eða síblaðr- andi við aðra um eitthvað sem ekkert kemur verk- inu við, meðan hún er að skifta um umbúðir, gefa inn meðöl eða gera annað af því sem að vísu getur verið venjulegt hversdagsverk fyrir hjúkrunarkonu en hlýtur allt af að vera mikilvægt í augum sjúkling- anna.“ Um þriðja og síðasta atriðið, glaðlyndi, segir Harriet: „Þegar ég vegsama glaðlyndi á ég auðvitað ekki við skellihlátra eða hávært tal, að hjúkrunar- konurnar séu að spreyta sig á fyndni eða að syngja í sjúkrastofum. Ég á við glaðlyndi sem kemur fram í fjörlegri, hlýlegri og nærgætnislegri framkomu. Sjúklingarnir verða að finna, að þar sem hjúkrunar- konan er eiga þeir vin, sem vill þeim vel og þeir geta reitt sig á.“ BROTÚRBRÉFI FRÁ GAMALLI HJÚKRUNARKONU stefnu í heilbrigðismálum. Það er athyglisvert að sjá hve völd kvenna í heilbrigðisþjónustunni verða lítil þegar líða tekur á þessa öld. Fyrir mig er sagan leið til þess að skilja stöðu hjúkrunarfræðinga í dag. Áherslur í hjúkrun undanfarin 20 til 30 ár hafa ekki verið þær sem Líkn setti á oddinns t.d. í sambandi við heimahjúkrun. A vissan hátt má segja að heilbrigðisþjónustan hafi ekki verið þróuð í samræmi við þarf- ir fólks. Sumir þjóðfélagshópar, t.d. aldraðir, fá ekki nægan stuðning. Þetta segir okkur að ástæða sé til að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna betur í tengslum við þarfir þeirra sem hennar eiga að njóta. Tækniþróun og umönnun Við á Vesturlöndum höfum haft mikla trú á vísindunum. Hér á Is- landi höfum við lagt mikið uppúr að nýta þá möguleika sem okkur hefur verið unnt á því sviði. Þetta hefur að mínu mati orðið á kostnað annarra þátta, t.d. stuðnings við aldraða. A Norðurlöndum er þróun slíkrar þjónustu mun lengra komin. Tæknihliðin hefur um of haft for- gang hér. í fyrstu árgöngum Tímarits ís- lenskra hjúkrunarkvenna sér maður greinilega að hjúkrunarkonur leggja mikla áherslu á að tengjast skjól- stæðningum sínum, t.d. innan sjúkrahúsa. Lögð er áhersla á að sinna sjúklingnum ekki síður and- lega en líkamlega. Umönnun er sem sagt rík í þeirra huga og þær skilja starf sitt út frá henni. Þessar áhersl- ur eru að koma fram á ný, þær eru mjög ráðandi í viðhorfum hjúkrun- arfræðinga í dag. Þetta er breyting frá því viðhorfi sem segir að með því að meðhöndla sjúkdóma með aðgerðum eða lyfjum sé heilbrigðis- vandinn leystur. Það viðhorf tekur ekkert tillit til þess hvaða áhrif sjúk- dómar hafa á líf einstaklingsins, aðstæður hans og aðstandendur. Það vantar mikilvægan þátt í heilbrigðis- þjónustu sem aðeins tekur mið af sjúkdómnum sem slíkum, en ekki til þess einstaklings sem þarf að beij- ast við hann með öllu sem því fylgir. Gamlar hjúkrunarkonur hafa lýst því hve mikið þær gátu gert fyrir lungnabólgusjúklinga með umönnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.