Morgunblaðið - 16.05.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.05.1993, Qupperneq 7
AlphaAXP er með hraðvirkasta örgjörva í heimi! - eina tölvuhögunin sem hægt er að byggja á til framtíðar! - með langbesta verð- / afkastahlutfall tölvuiðnaðarins! - eina tölvuhögunin sem býður upp á val á þremur af helstu stýrikerfum markaðarins! - opnasta tölvuhögun sem um getur! - frambúðarlausn á afkastavandamálum tölvuvinnslunnar! - eina alhliða tölvuhögunin, allt frá fistölvum til ofurtölva! Digital er fyrstur tölvuframleiðenda með tölvuhögun sem hönnuð er til að endast langt fram á næstu öld. Alpha AXP er 64 bita RISC högun, með 4.000.000.000 sinnum stærra línulegt vistrými en hinn dæmigerði 32 bita örgjörvi nútímans og margföld afköst. Alpha AXP tölvur Digital eru þær einu á markaðinum sem hafa vistrými, afköst og aðlögunarhæfni fyrir viðfangskerfi 21. aldarinnar, t.d. risagagnasöfn, gervigreind, margmiðlun, raunveruleikahermun og háþróuð notendaskil sem skilja og tala mannamál. Það skiptir ekki máli hvaða afkastamælingar eru notaðar, Alpha AXP tölvur Digital skara fram úr í þeim öllum. Ef þig vantar vinnustöð sem afkastar 165 SPECmark eða miðlara upp á 1158 SPECmark eða upp undir 2000 færslum á sekúndu (TPC-A ), er Alpha' AXP eini kosturinn. Alpha AXP tölvur byggja á opnum kerfisstöðlum í alla staði og falla óaðfinnanlega inn í opin kerfisumhverfi Digital og annarra framleiðenda. ^ Þú getur valið á milli helstu stýrikerfa markaðarins: DEC OSF/1 (UNIX) og Open VMS frá Digital og Windows NT frá Microsioft. Senn bjóða þau upp á byltingakenndar nýjungar í stýri- kerfistækni og fjárfestingavernd í þeim hugbúnaði sem þú notar nú. Það mælir allt með því að velja Alpha AXP, ekki bara framúrskarandi tækni, heldur einnig ótrúlega hagstætt verð og 25 - 300% betra verð- / afkasta- hlutfall en aðrir geta boðið. Ef þú vilt tjalda lengur en til einnar nætur, veldu Alpha AXP! Alpha AXP er - og verður öruggasta fjárfestingin fyrir tölvuvinnslu framtíðar! f s Í2 < o o D 1 GITAL Á ÍSLANDI = ÖRTÖLVUTÆKNI M Skeifunni 17 sími 687220

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.