Morgunblaðið - 16.05.1993, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.05.1993, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1998 eftir Guðna Einarsson NÝLEGA voru íslensk útvarpslög löguð að samningnum um evrópska efnahagssvæðið og þýðingarskyldu á sjón- varpsefni aflétt. Með þeirri breytingu er leyft að endur- varpa samfelldri og óbreyttri dagskrá erlendra sjónvarps- stöðva hér á landi. Endurvarp erlendra stöðva kann að hefjast þegar í haust. jósvaka- miðlun hér á landi hefur lengst af verið mikl- um tak- mörkunum háð. Ekki eru nema tæp átta ár síðan einkarétti Ríkisútvarpsins var aflétt og nú hverfa þær hömlur sem voru í vegi viðstöðulausrar dreifingar erlends sjónvarpsefnis hér á landi. Mörg sjónarmið eru á kreiki varð- andi þetta mál. Annars vegar ótti við skaðleg áhrif útlendra sjónvarps- sendinga á íslenska menningu, hins vegar sú skoðun að verndarstefnan hafi beinlínis haft slæm áhrif á þróun Ijölmiðlunar hér á landi. Bogi Ág- ústsson fréttastjóri Sjónvarpsins hef- ur ákveðna skoðun á verndarpólitík- inni. „íslensk stjórnvöld hafa með þýðingarskyldunni, þessari meintu vöm íslenskrar menningar, leynt og ljóst lagt stein í götu þess að Islend- ingar geti notið erlends sjónvarpsefn- is. Þessi vemdarstefna hefur komið í veg fyrir að hægt væri að bjóða það besta sem verið hefur á gervi- hnöttunum, eins og norrænu stöðv- arnar og BBC. Verndarstefnan hefur beint erlendu sjónvarpsáhorfi að því lakasta sem býðst.“ Kapalkerfi Þróun í dreifikerfum sjónvarps hefur orðið með öðmm hætti hér á landi en í nágrannalöndum. Þar eru víða í stærri byggðarlögum viðamik- il kapalkerfi, sem dreifa efni frá gervihnöttum og staðbundnum stöðvum til áhorfenda. Á 9. áratugn- um varð ör uppbygging kapalkerfa víða um land. Þessi kerfi voru einka- framtak áhugamanna sem ekki vildu una ríkjandi fábreytni í sjónvarps- málum og tóku lögin í sínar hendur. Kapalkerfin byggðust á því að mis- mörg heimili tengdust einu eða fleiri myndbandstækjum sem einhver áhugasamur sá um að mata á mynd- böndum. Þessi starfsemi var kolólög- leg jafnt með tilliti til höfundarréttar- laga, fjarskiptalaga og útvarpsiaga. Ný útvarpsiög tóku gildi 1985 og opnuðust með þeim ýmsir nýir mögu- leikar. Páll Jónsson, yfirtæknifræð- ingur hjá fjarskiptasviði Pósts og síma, segir að um miðjan síðasta áratug hafi stofnunin sett fram hug- myndir um að kapalvæða höfuðborg- arsvæðið. Helsti kostur kapalkerfis umfram þráðlausa dreifíngu er að kapalkerfið er tvívirkt, boð geta bor- ist í báðar áttir. Notandinn getur því notað kerfið til að hafa samband við aðra, í stað þess að vera einungis viðtakandi. Ætlunin var að Póstur og sími sæi um lagnakerfi sem dreif- ingarfyrirtæki gætu síðan hagnýtt. Þessar hugmyndir voru m.a. kynntar Samtökum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, Reykjavíkurborg og fleirum. Ekkert varð úr þessum hug- myndum því „þegar Stöð 2 fór af stað haustið 1986 fór af þessu þrýst- ingurinn", eins og Páll Jónsson orðar það. Útsendingarkerfi með myndlás, líkt og Stöð 2 notar og hyggst koma á fót fyrir endurvarpið, hefur verið kallað „þráðlaust kapalkerfi". Mót- taka efnisins er skilyrt við þá sem greiða hafa myndlykil og greiða af- notagjald. Þetta er sama fyrirkomu- lag og þróaðist í kapalkerfum erlend- is, munurinn er sá að sjónvarpsmerk- ið berst um loftið en ekki þráð. Margir hafa litið til ljósleiðarans sem framtíðarmiðils fjölmiðlunar og fjarskipta. Ör uppbygging ljósleið- arakerfisins hér á landi og tii ann- arra landa mun hafa byltingu í för með sér. Það eru skiptar skoðanir innan Pósts og síma, hvað þá annars staðar, um hvemig ljósleiðaratæknin kemur til með að nýtast í dreifingu sjónvarpsefnis á næstu árum. Frá árinu 1986 hefur stofnunin lagt rör í jörð þar sem unnið hefur verið að tengingum nýrra íbúðarhverfa. Röralagnimar eru m.a. með lagningu ljósleiðara í huga. Hugmyndir hafa verið um að leiða ljósleiðara í götu- kassa símans og nota síðan kopar- strengina til að tengja heimilin við netið, en engar mótaðar áætlanir era enn í þessu efni enda um dýra fram- kvæmd að ræða. Opinber símafyrirtæki í nágranna- löndum, m.a. í Skandinavíu, hafa talsverðar tekjur af að reka kapai- kerfi. Þau annast lagnir og tæknileg- an rekstur kerfanna en kapalfélög sjá um efnisútvegun og þjónustu við áhorfendur. Páll Jónsson tæknifræð- ingur álítur að ákvörðun íslenska útvarpsfélagsins hf. (ÍÚ) um ör- bylgjusendingar muni seinka kapal- væðingu hér á landi. „Eg tel að ör- byigjukerfíð gegni sínu hlutverki að minnsta kosti næstu 10 árin.“ Hannes Jóhannsson, _ _ fram- kvæmdastjóri tæknisviðs IÚ, segir ástæðu þess að félagið velur ör- bylgjuútsendingar einfaldlega þá að hér er ekkert kapalkerfí og telur hann of langt að bíða þess að það Fyrirhugaó er aó hef ja endurvarp erlendra sjónvarpsrása hér á landi og undirbúningur samnorrænnar f réttarásar í gangi komi til sögunnar. „Einhvern tímann kemur að því að það verður kapall í Reykjavík, en það eru einhver ár í það. Þar sem kapalkerfi eru í stór- borgum era örbylgjuútsendingar not- aðar jafnhiiða þar sem byggðin dreif- ist.“ Að sögn Hannesar er tæknilega mögulegt að hefja endurvarpssend- ingamar þegar í haust. Togstreita um tíðnir Sagt er að lengi taki sjórinn við og það sama álíta margir um bylgju- svið útvarps- og sjónvarpsrása. Raunin er önnur og með þeirri út- sendingartækni sem notuð hefur ver- ið til þessa rúmast á hveiju útsend- ingarsviði, eða „bandi“, einungis til- tekinn fjöldi rása. Allt til 1986 var Ríkissjónvarpið eitt um hituna og því friður um útvarpstíðnirnar. Þrátt fyrir afnám einkaréttarins voru ýmis ljón í vegi þeirra sem hugðu á sjón- varpsútsendingar. VHF-tíðnir á höf- uðborgarsvæðinu voru sem næst full- nýttar og Ríkisútvarpið vildi sitja að þeim. Stöð 2 var samt veitt VHF- tíðni og þessi gjörð á vafalítið þátt í örri útbreiðslu stöðvarinnar í upp-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.