Morgunblaðið - 16.05.1993, Side 16

Morgunblaðið - 16.05.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 VERSLUNIN VERO MODA SELUR KVENFATNAÐ Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI OG TELJA NEYTENDUR AÐ HÚN GETI HAFT ÁHRIF Á VERÐLAG HÉR HEIMA OG DREGIÐ ÚR INNKAUPAFERÐUM TIL ÚTLANDA eftir Kristínu Marju Baldursdóttur ÖRTRÖÐ í kvenfataverslunum utan venjulegsútsölutíma er ekki algeng sjón á Islandi, en í versl- unum Vero Moda sem eru á Laugavegi og í Kringlunni hefur verið troðfullt út úr dyrum á degi hveijum í nær tvo mánuði. Þegar best lætur hefur viðskipta- vinum verið hleypt inn í hópum. Ástæðan fyrir miklum viðskipt- um í ofangreindum verslunum er sú að þar er boðið upp á fjöl- breyttan kvenfatnað á viðráðan- legu verði. Menn spyija sig hvort það vöruvérð sem verslunin býð- ur upp á geti haft áhrif á verðlag og viðskipti í öðrum verslunum og jafnvel dregið úr innkaupa- ferðum Islendinga til útlanda. Kaupmenn sem rætt var við ef- ast um að verðlag í þeirra versl- unum breytist nokkuð þótt ein verslun bjóði upp á lágt vöru- verð, en neytendur telja að kaup- menn verði að lækka verð sitt vilji þeir ekki missa viðskiptavini. nýlegri könnun JfP* Hagfræðistofn- -ífgssa, unar kemur I fram að íslend- ÆL ' ' Jff ingar keyptu 00L ijff fatnað og aðrar ÁW vörur í útlönd- Æff um fyrir um jW 880 milljónir qgr króna á tímabil- inu frá 4. októ- bertil 8. desem- ber 1992. Tæplega 45% af heildar- innkaupum á þessum tíma voru gerð í Dyflinni, Edinborg og Newc- astle. Ef innkaupin hefðu átt sér stað hér á landi hefði landsframleiðsla aukist um 787 milljónir og atvinnu- tækifærum í verslun hefði fjölgað um 72 ársverk. Þótt slíkar tölur veki ugg í bijóstum kaupmanna og yfirvalda og þótt báðir aðilar býsn- ist yfir ábyrgðarleysi neytandans í þessum efnum, er næsta víst að neytendur kæra sig kollótta. Þeir sem standa í því alla daga að láta endana ná saman, versla þar sem verðið er best. Alfatnaður á 25 þúsund Margir álíta að nefndar inn- kaupaferðir hafi orðið til þess að verð á fatnaði hafi lækkað hér Morgrinblaðið/Sverrir heima síðustu mánuði. Að minnsta kosti hafi það ekki hækkað. Nokkrar kvenfataverslanir hafa boðið vörur á góðu verði, en engin hefur þó sópað að sér jafn stórum hópi viðskiptavina og Vero Moda hefur gert síðustu vikurnar. Ekki nægir að benda á verðið eingöngu í því sambandi, því svo mikið er víst að hinir vandlátu íslendingar, sem vilja ekkert nema hágæðavöru ef marka má orð kaupmanna, fylltu ekki verslunina dag eftir dag, ef þar væru ekki boðlegar vörur til sölu. Vero Moda er alþjóðleg verslun- arkeðja með rætur í Danmörku þar sem hönnun fer fram, en fatnaður- inn er framleiddur á Ítalíu, í Portúg- al og víðar. Sem dæmi um verð á vörum má nefna að hægt er að fá dragt á kr. 12.000, buxur á kr. 4.000, blússur á kr. 3.000 'og jakkapeysur á kr. 4.500. Einnig er hægt að fá fatnað fyrir enn minni upphæð, til að mynda sumarkjóla á rúmar tvö þúsund krónur. Kona nokkur hafði keypt sér jakka, pils, buxur, blússu, jakkapeysu og topp fyrir rúmar 25.000 krónur. Er það verð einnar dragtar í sumum verslunum. Áhrif á verðlag Lausleg verðkörinun í öllum kvenfataverslunum á Laugavegi og í Kringlunni sýnir að verð hefur í flestum tilvikum lækkað, ef miðað er við það verð sem algengt var á kvenfatnaði í nóvember síðastliðn- um. Þar með er ekki sagt að allar vörur hafi lækkað, heldur er meira úrval af vörum á lægra verði en áður var. Sumarfatnaður er yfirleitt ódýrari en vetrarfatnaður og getur það haft áhrif á verðlag. Gísli Haraldsson kaupmaður í versluninni Katz, segir að vissulega hafi verðlag Vero Moda áhrif á við- skiptin eins og er, en í flestum til- vikum hafi kaupmenn þó lækkað álagningu á kvenfatnaði um 20-30% síðastliðið haust til að standast samkeppni við erlendar verslanir. „Ég get ekki séð að unnt sé að lækka verð meira en gert hefur verið, en hins vegar er komið að flutningsaðilum að lækka flutn- ingskostnað og yfirvöldum að lækka virðisaukaskatt og önnur gjöld til að samræma verð við það sem gerist í nágrannalöndum. Það fé mundi skila sér aftur í ríkiskass- ann með aukinni veltu.“ P

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.