Morgunblaðið - 16.05.1993, Page 27

Morgunblaðið - 16.05.1993, Page 27
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 27 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Skemmtileg alvara eða leiðinlegt gaman MEÐAN danskir kjósendur búa sig undir EB-prófið á þriðjudag- inn eru 9. bekkingar, sem á íslensku eru 10. bekkingar, að sveitast í gegnum samræmdu prófin. Sveitast, af því það er svo gott veður þessa dagana, en próflesturinn kemur varla út á þeim svitanum og prófskrekk þurfa þeir ekki að hafa. Þeir eru nefnilega þegar búnir að fá stimpilinn um hvort þeir, sem ætla í framhaldsskóla, séu hæfir eða ekki hæfir til þess og það að mestu án prófa. í mars eiga krakkarnir að sækja um þá skóla, sem þau ætla í, og kostimir eftir grunnskólann eru nokkrir. Þau geta valið um að fara í einn bekk ennþá í grunnskólanum, nefnilega 10. bekk, sem þá væri 11. bekkur á íslenskan mælikvarða, því hér er talið frá sjö ára aldri, ekki sex. Hann er fyrir þá sem kerfíð ætlar að eigi enn eftir nokk- um óúttekinn þroska eða þá sem eru óákveðnir í hvað þeir ætli sér á næsta námsstigi eftir grunnskól- ann og nokkrir sérskólar æskja þess að nemandi hafí lokið 10. bekknum. Námsefni þar er hverjum skóla í sjálfsvald sett að nokkru leyti og er oft einhver ítrekun fyrra efnis og svo verkefnavinna. Eftir 10. bekk geta krakkar far- ið í menntaskóla, tækniskóla eða svokallað æðra próf, sem heitir auðvitað skammstöfun eins og allt annað, HF. Upphaflega var HF nokkurs konar öldungadeild, sumsé ætlað fyrir þá sem vildu komast í framhaldsnám, en höfðu ekki til- skilið próf og voru orðnir of gamlir til að fara í menntaskóla eða aðra skóla á sama skólastigi. Hf er ekki hægt að fara í fyrr en eftir 10. bekk eða síðar, getur verið tveggja ára nám eða meira. Annar möguleiki eftir grunn- skólann eru svokallaðir eftirskólar, sem eru heimavistarskólar. Þeir eru svipaðir og 10. bekkimir, en leggja mikla áherslu á að krakkarnir spjari sig sjálfir, eldi og hugsi á annan hátt um sig. Sumir leggja sérstaka áherslu á íþróttir, aðrir á verkleg fög og svo framvegis. Þess- ir skólar eru gjarnan sóttir af krökkum, sem eiga í erfiðleikum heima fyrir, til dæmis vegna sam- skipta- og umgengniserfíðleika við foreldra, eða em í slæmum félags- skap. Ein ung vinkona mín er ein- mitt að fara í slíkan skóla næsta vetur. Hún segist vera gangandi unglingavandamál og stendur uppi í hárinu á foreldrunum, einkum móðurinni, því faðirinn er svo lítið heima að hún getur sjaldan staðið uppi í hárinu á honum. Mín skoðun er reyndar sú að unglingavandamál sé foreldravandamál, en þar sem ekki hefur verið komið upp eftir- skólum fyrir foreldra, þá eru það bömin en ekki þeir, sem fara að heiman. Margs konar tækni- og verslun- amám stendur til boða í svoköll- uðum HTX-skólum. Þaðan er hægt að taka próf, sem veita rétt til inn- göngu í tækniháskóla og ákveðnar háskólabrautir, en h'ka bara venju- legt lokapróf eins og iðnpróf. Um fjörtíu prósent af hveijum árgangi iýkur stúdentsprófí eða sambæri- legu prófí, en var tíu prósent fyrir aldarfjórðungi. Á íslandi ljúka 40-45 prósent slíkum prófum. Inn í menntaskóla og HTX þarf blessun grunnskólans. Áður en krakkamir sækja um skóla í mars fá þeir sem ætla í menntaskóla umsögn grunnskólans um það hvort þeir séu hæfír, óhæfír eða kannski hæfír til námsins. Matið er byggt á vetrarprófum og á mati kennarans á vinnu og námsþroska krakkanna. Próf upp á grín Og til hvers þá samræmdu próf- in? Þegar ég spurði skólastjóra nokkum vafðist honum tunga um höfuð. Jú, svona tl að fá tölfræði- legt yfírlit yfír árangurinn og kannski til að skera úr um vafatil- felli varðandi inngöngu í mennta- skóla eða HTX. Prófín hafa sumsé enga beina þýðingu fyrir nemend- uma, því eins og áður sagði em þeir sem þurfa þegar búnir að fá hæfnisstimpilinn. Ef hins vegar einhveijir vilja fara í framhalds- skóla en hafa ekki verið dæmdir hæfír eða fengið dóminn „kannski hæfur“ geta þeir notað góðar vor- einkunnir umsókn sinni til árétting- ar. Ef þær eru það ekki og þeir eru enn við sama heygarðshomið geta þeir fræðilega séð beðið um að fá að fara í inntökupróf. Auðvit- að er það sárasjaldgæft, því kerfíð hefur einstakan hæfíleika til að innprenta bömunum og foreldrum þeirra hvað þeim sé fyrir bestu, því innanborðs sitja sérfræðingarn- ir og hvað á venjulegt fólk með að ætla sér að halda að það viti betur en þeir? Allir menntaskólarnir em nokk- um veginn eins skipulagðir, enda er skólakerfíð eins og það leggur sig ákaflega miðstýrt. Námið tekur þijú ár, ekki fjögur eins og á ís- landi, skólaárið líka lengra hér. Með minnkandi árgöngum keppa menntaskólamir hart um nemend- ur, því annars koma bæjarstjómar- menn með sparnaðarhnífínn og skera skólann burtu. Meginskipt- ingin er milli mála- og stærðfræði- deildar eða -lína, eins og það heitir hér. Innan máladeildar er svo hægt að velja mismunandi mál að vild, jafnt nýmál og fornmál, og sama er í stærðfræðideild, þar sem hægt er að velja mismunandi greinar eins og stærðfræði, eðlisfræði eða efna- fræði eftir áhuga og fyrirætlan. Auk skyldufaga em svo valfögin. Við nánari athugun kemur þó í ljós að nemendur em í raun fjarska bundnir, vegna þess að kerfíð fyrir- skipar að þeir taki svo og svo mik- ið af fögum til að uppfylla skilyrði um samsetningu námsins. Og ef námið á að vera markviss undir- búningur undir næsta námsStig, háskólastigið, þurfa þau helst að vita um það bil hvað þau ætla sér þar. Einstefna í skólakerfinu Til að takmarka aðsókn og gera hana markvissari hafa háskólamir auðvitað inntökuskilyrði, en ekki bara um stúdentspróf eða sambæri- legt próf, heldur hvemig það skuli samsett. Ef krakkarnir hafa ekki hugsað um það í menntaskóla standa þau kannski uppi með glop- pótt stúdentspróf, miðað við það nám sem þau ætla sér í. Þeir sem ætla í stærðfræði verða að hafa lesið svo og svo mikið af henni og svo framvegis, Því hefur verið bent á að í raun þurfí nemendur að velja framtíð- amámið og um leið framtíðarstarf- ið að nokkm leyti þegar í byijun menntaskóla og það þykir mörgum óþarflega snemmt. Það er því ekki nóg að ná góðum árangri almennt, heldur þurfa nemendur að hafa tekið ákveðnar greinar tl að vera gjaldgengir. Þó eru þeim ekki allar bjargir bannaðar, þó að eitthvað vanti í stúdentsprófíð, því þá er bara að skella sér f HF og taka einstök fög þar til að stoppa í göt- in, en það kostar þá auðvitað heils árs seinkun. Dönsku háskólamir bjóða því nemendum ekki upp á sömu mögu- leika og ég þekki frá nokkmm ít- ölskum vinum mínum, sem allir em eðlisfræðingar. Þeir gengu i klass- íska menntaskóla, lásu bara latínu, grísku, heimspeki, mannkynssögu, listasögu og svolitla eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði áður en þeir hófu eðlisfræðinámið og em allir sammála um að þeir hefðu ekki viljað missa af því klassíska. Þó að þeir noti ekki latínubeyging- amar daglega, þá veitti námið þeim víðsýni og kenndi þeim að vinna vel og markvisst, því latínan og heimspekin, auk hins, þjálfaði þá í hugsun og vinnubrögðum. Nú er endurskoðun gmnnskóla- laganna nýlokið og gekk ekki hljóðalaust fyrir sig. Það vom ekki síst samræmdu prófín, sumsé loka- prófín, sem stóðu í stjómmála- mönnunum. Bitbeinið var hvort grófín ættu að vera próf eða ekki. Á endanum varð ofan á að prófín haldast, en í viðbót við þau verða þverfagleg verkefni í mars og apríl. Þverfaglegt hefur verið lausnarorð- ið í þeirri stefnu að gera skólann að skemmtistað, sem aðeins gáraði í yfirborðinu, en það er nú önnur saga. Annað deilumál var hvort ætti áfram að leyfa kennumm að skipta bekkjum á einhvern hátt. Hér má auðvitað ekki raða í bekki eftir getu og sumir kennarar hafa kvart- að yfir að þurfa að hafa alla í einu, bæði þá stilltu, þá með æðiberið í rassinum, og innflytjendaböm, sem varla skilja dönsku. í yngri bekkj- um er reyndar mjög algengt að fleiri en einn kennari sé í tíma og þeir geta þá skipt með sér verkum. Kennarar hafa í vissum mæli mátt skipta bekkjum í hópa eftir getu, en með nýju skólalögunum má það ekki lengur. Töfraorðið ámáli inn- fæddra nú er „undervisningsdiffer- entiering", sem mætti kannski þýða sem kennsluaðgreiningu og þýðir að kennarar mega skipta bekknum, en ekki eftir getu heldur til dæmis að hafa hópa bæði með góðum og lélegum nemendum, þar sem þeir góðu hjálpi hinum. „Ástúðlegur en losaralegur" í fyrra sagði Bertel Haarder, þáverandi kennslumálaráðhera, að grunnskólinn danski væri „ást- úðlegur en losaralegur". Þá hafði hann slegist við kennarasamtök og kennslufræðinga í heilan áratug til að herða á, en fengið heldur óblíð- ar móttökur. Erlendir sérfræðing- ar, sem stunda rannsóknarstörf hér og kenna stúdentum á lokaspretti háskólanámsins, segja mér að þeir fái varla lengur góða, danska stúd- enta. Harði kjarninn hjá þessum kennurum eru útlendingar, sem koma hingað í stutta námsdvöl. Þeir dönsku séu einfaldlega ófærir um að leggja jafn hart að sér við námið og þarf til. Það er óneitanlega undarlegur hugsanaklofningur að tala annars vegar um að í þjóðfélagi með miklu atvinnuleysi þurfí skólakerfíð að innprenta fólki áræði og kjark til að takast á við nýja hluti en hins vegar að gera skólakerfið að ein- hveijum vemduðum gróðurreit, þar sem meginatriðið er eitthvert mein- ingarlaust gaman, sem er auðvitað hundleiðinlegt til lengdar, í stað - þess að leyfa nemendum að fínna gleðina er liggur í að læra í al- vöru, taka hressilega til höndunum og afkasta einhveiju. Og hvar ættu krakkar að læra ánægjuna af að nota og rækta hæfileika sína, ef ekki í skólanum? En vísast á pendúllinn eftir að slást til baka. I haust sagði Ove Nathan, rektor Hafnarháskóla, að nemendur nú væru orðnir áberandi markvissir í nájni.._Þeir kærðu sig lítt um hið ljúfa stúdentalíf, vildu frekar líta á sig sem nemendur en stúdenta og á prófessorana sem kennara frekar en fræðimenn. Honum þótti þetta nánast einum um of, því þar með yrði námið ekki þekkingarleit heldur bara þekkingameysla. En eftir að krökkunum hefur verið haldið frá að fá nokkuð að vita í gegnum allt skólakerfíð er kannski ekki að undra þó að þeir séu orðnir hungr- aðir þegar í háskólann kemur... og vilji þá heldur láta mata sig en vinna, því hvenær ættu þeir að hafa lært það? Sigrún Davíðsdóttir. Inga Þórbjörg Svavars- dóttír - Minning Fædd 11. júni 1938 Dáin 9. maí 1993 Til minningar um elskulega tengdamömmu. Sorgin er gríma gleðinnar. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Inga Þórbjörg var okkur öllum góð tengdamamma, sem tók okkur öllum opnum örmum inn á heimili sitt, sýndi okkur mikla umhyggju og vildi allt fyrir okkur gera. Með Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 henni áttum við margar góðar stundir sem við þökkum og getum hugsað til í sorg okkar. Elsku Guðmundur, Helga amma, Ingimar, Ármann og Svavar. Guð styrki okkur öll eftir þennan mikla missi. Tengdadætur. Friójinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Nýkomin sending Fætur okkar eru grunnur að vellíðan okkar, ara¥ Fítness heilsuskórnir stuðla að því. Loftbólstraður sóli fró hæl að tóbergi. Laut fyrir hæl sem veitir stuðning. Ekta korkblanda (einangrar). Tógrip sem örvar blóðrósina. Ilstuðningur sem hvílir. FJOLBREYTT URVAL TEGUNDA Stamur innsóli. Microcellu sóli, sem dregur úr þreytu, virkar dempandi. erndið fæturna andið skóvalið V STEINAR WAAGE J SKOVERSLUN ^ SÍMI 18519 <P <xr STEINAR WAAGE ^ SKOVERSLUN ^ SÍMI 689212 ^ J i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.