Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 31 Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Norðurlöndum 1990* ;------------------------------------------1.000 A hverja 100 þús. íbúa. Aldur 55-64 ára. * Sænsku tölumar eru frá 1989 o: t . □ ÍSLAND Svíþjóð Danmörk Noregur Finnland lifði almennt lengur sem fækkun hjartasjúkdómanna nemur eða hvort aðrir sjúkdómar yxu að sama skapi. Niðurstaða okkar var sú að meðalæ- vin hafi lengst um fjögur ár, miðað við fæðingu, en um allt að þrjú ár í elstu aldursflokkunum. Segja má að við spörum 150 til 200 mannslíf árlega. Fólkið sem vegna þessarar þróunar heldur nú lífi er flest á góð- um aldri og því þýðingarmikið í störfum samfélagsins. Fækkun hjartaáfalla þýðir líka mikinn sparn- að fyrir þjóðarbúið, það er dýrt að hjúkra fólk eftir slík áföil og margt af því þarf mikla umönnun og býr við skerta starfsorku eftir veikind- in.“ Hvernig skyldi staða okkar vera í þessum efnum í samanburði við aðrar þjóðir? Að sögn Nikuláss hefur dánartíðni í Bándaríkjunum vegna hjartasjúkdóma lækkað mjög mikið. A Norðurlöndum var dánartíðni úr hjartasjúkdómum í upphafi svipuð þegar athuganir hófust, nema í Finn- landi, þar sem hún var miklu hærri, raunar hæst í heimi. Núna er dánart- íðnin lægst á íslandi. Finnar hafa gert átak á vissum svæðum og orðið svo vel ágengt að sparnaður vegna færri hjartaáfalla borgar kostnaðinn við átakið tíu ár fram í tímann. „I hverri heimsókn sem við fáum hér söfnum við 850 upplýsingaatrið- um um hvern mann,“ sagði Nikulás. „Það tekur mikinn tíma að vinna úr öllum þessum upplýsingum, okkur skortir tilfinnanlega mannafla til þess að vinna gögnin. Við höfum lagt áherslu á að vinna fremur úr upplýsingum um karla, enda deyja miklu fleiri þeirra úr hjartasjúkdóm- um, en verið er að vinna að gögnum um konur. Við höfum hins végar gert konum jafn hátt undir höfði í upplýsingaöfluninni. Komi einhveijir sjúkdómar fram við rannsóknir okk- ar eru þeir ekki meðhöndlaðir hjá Hjartavernd, heldur er sjúklingnum vísað til heilsugæslulækna til frekari meðferðar.“ Aðilar að 12 milljón manna rannsókn Auk þessarar stóru rannsóknar sem hér hefur verið sagt frá er Hjartavernd einnig aðili að alþjóð- Iegri rannsókn sem ber nafnið Monica. „Sú rannsókn fer fram í 30 löndum. Skráð eru öll tilfelli af kransæðasjúkdómum. Einnig áhættuþættir og breytingar á þeim. Þetta á að gefa upplýsingar um af hveiju tíðni kransæðasjúkdóma er að breytast í hinum ýmsu löndum. Tíðnin eykst í sumum löndum, lækk- ar í öðrum og enn annars staðar stendur hún í stað. Þetta er stærsta faraldsfræðilega rannsóknin sem gerð hefur verið. 12 milljónir manna eru rannsakaðar. Hér nær þessi rannsókn yfir allt landið. Skráðir eru kransæðasjúkdómar sem koma fram á tíu ára tímabili í íslendingum, frá 25 ára til 74 ára. Þrisvar á þessum/ tíma eru gerðar sérstakar kannanir, ein í byijun tímans, um mitt tímabil- ið og sú þriðja er að hefjast nú í sumar. Þá eru sérstaklega kannaðar breytingar á áhættuþáttum, meðferð sjúkdómsins og tíðni hans.“ Samkvæmt upplýsingum Niku- lásar hefur Hjartavernd að mestu verið rekin fyrir sjálfsaflafé þau 25 ár sem starfsemin þar hefur verið við lýði. „Ríkisstyrkur hefur yfirleitt ekki numið meira en einum þriðja til eins fjórða af rekstrarkostnaði stofnunarinnar frá upphafí," sagði Nikulás. „Fólkið í landinu reisti þessa stöð og starfsemin þar hefur gengið vel. Auk þeirra rannsókna sem áður getur hefur Hjartavernd staðið fyrir upplýsingastarfsemi og gengist fyrir stofnun endurhæfíng- arstöðva, bæði í Hátúni 10 og á Reykjalundi." legust til að ráða niðurlögum bakter- íanna. Ef fram kemur blóð eða syk- ur í þvagi er sú niðurstaða send heimilislækni til frekari rannsókna." Andaðu djúpt ; Létt á mér tölti ég með hvíta kyrtilinn og sokkana inn í klefa núm- er sex, þar sem ég samkvæmt fýrir- mælum fer úr öllu nema nærbuxun- um og perluhálsfesti sem erfitt er að krækja. í kyrtlinum sest ég svo fram í biðstofuna þar sem nokkrar konur sitja þegjandi og fletta viku- ; blöðum. Eg steinþegi líka þar til ég er kölluð inn til Guðrúnar Jóhanns- óttur sem lætur mig umsvifalaust lása í plastslöngu. Ég blæs af öllum röftum, Guðrún horfir gagnrýnum augum á nál strika þrisvar sinnum | bogna línu á rúðótt bréf. „Þetta er vel í meðallagi hjá þér, þú reykir líklega ekki, þeir hafa oftast meira þol sem ekki reykja," segir hún við mig, sem gleypi í mig loft á ný, móð iaf áreynslunni. Kannski er eitthvað af loftinu enn í mér þegar ég er vikt- uð, í það minnsta finnst mér ég ískyggilega þung. Ekki minnkar súr- efnisinntaka mín þegar mér er stillt upp fyrir framan lungnamyndavél- ina. „Anda djúpt," segir Guðrún og ég blæs mig út svo lungun ætla að sprengja af sér helsi rifbeinanna. „Þetta gengur ekki, þú verður að taka af þér perlufestina, hún má ekki vera með,“ segir Guðrún og hjálpar mér að krækja festinni af 1 mér og á mig aftur að myndatök- unni lokinni „Glákumælingu sleppur þú við, bara fimmtugir og eldri fara I í hana,“ segir Guðrún. „Er þetta skemmtileg vinna?“ spyr ég. „Það fer að nokkru leyti eftir fólkinu sem j kemur hér, sumir eru hressir og tala beint frá hjartanu, aðrir fara hér þegjandi í gegn,“ ansar hún. „And- inn á meðal starfsfólksins er góður," bætir hún við. í Hjartavernd eru 10 til 12 stöðugildi, en ýmsir eru þar í hálfum stöðum. Ekki standa á tám Þessu næst er mér vísað inn í herbergi með tveimur legubekkjum. Fyrst er ég mæld og hef, furðulegt nokk, stækkað um einn sentimetra. Konunni sem mælir mig fínnst það ótrúlegt. „Þú ert bara beinni en áður,“ segir hún. „Þú mátt ekki standa á tám,“ bætir hún við. Sigríð- ur Ragnarsdóttir bendir mér að leggjast á annan bekkinn og breiða kyrtilinn yfír mig. Síðan plástrar hún á mig jám með leiðslum á hendur, fætur og bijóst. „Hvað eyðir þú mörgum plástursrúllum á dag?“ spyr ég. „Ætlarðu að fara að skrifa um að ég bruðli með plásturinn?“ segir hún tortryggin. „Nei, biddu guð fyr- ir þér,“ svara ég auðmjúk. „Liggðu nú alveg kyrr og ekki segja neitt,“ segir Sigríður og ég geri það meðan hjartalínuritið er tekið. Að því búnu fer Sigríður en Svandís Jónsdóttir kemur í hennara stað. Hún vefur breiðu bandi um upphandlegg minn og pumpar það upp svo það herðist fast að handleggnum. Svo setur hún á sig hlustunartæki og verður fjar- ræn og upphafin í framan. „Þú ert á svipinn eins og þú sért á sinfóníu- tónieikum," segi ég. „Maður þarf að einbeita sér, hjá sumum er mjög erfitt að heyra blóðþrýstinginn, þú ert reyndar ekki þannig,“ svarar hún. Hár blóðþrýstingur er einn af aðaláhættuþáttum kransæðasjúk- dóma. „Krepptu nú hnefann, ég held að þú finnir minna til þannig," segir Svandís og stingur að svo mæitu með sprautuoál í olnbogabótina á mér. Hún reynist hafa rétt að mæla, ég finn nánast ekkert til og hafði ég þó kviðið þessari stungu íleynum hjarta míns. „Það er misjafnt hvað fólk er hrætt við að láta. stinga sig. Það hefur komið fýrir að fólk neiti, þá reynum við að telja því hughvarf og bjóðumst til að halda í hina hendi þess. Fyrir kemur að við náum ekki blóði, þá köllum við á Nikulás (Sigf- ússon yfirlækni). Ef um allt þrýtur er reynt að ná blóði úr fótunum," segir Svandís og setur rautt og lif- andi blóðið úr mér í kalda, litla flösku. Eitthvað verður maður að leyfa sér Meðan þessu vindur fram suðar vél og snýr til og frá litlum glösum með nokkrum gúlsopum af blóði í, við hlið þeirra lendir litla flaskan með hjartablóði mínu í. „Þessi vél blandar blóðið og sér um að það storkni ekki, síðan er það sent á rannsóknarstofu þar sem m.a. blóð- fitan er mæld, sem er annar af þrem- ur mestu áhættuþáttunum hvað snertir kransæðasjúkdóma," segir Svandís. „Ég át ijómatertu í gær,“ segi ég sakbitin. „Svona, svona, maður verður nú að leyfa sér eitt- hvað í þessu lífi, bara ef það verður ekki of mikið,“ segir Svandís og gefur mér merki um að nú megi ég fara og klæða mig. Ég fer inn í klefa númer sex, hengi upp hvíta kyrtilinn og set sokkana samansnúna ofan í grind, þar sem fleiri slíkir liggja. Þegar ég er komin í fötin á ný fer ég fram með umslagið mitt og afhendi það Margréti Björgvinsdótt- ur í afgreiðslunni. „Nú er allt búið í dag, getur þú komið í læknisskoðun næsta mánudagsmorgun?" segir Margrét og þar með lokum við hringnum með því að hoppa viku fram í tímann, inn á biðstofuna þar sem ég og þijár aðrar manneskjur sitjum saman í hring og bíðum eftir kallinu. Trjáplöntur og runnar Garðeigendur - sumarbústaðafólk Mjög fjölbreytt úrval af trjáplöntum og runnum. Sértilboð út maí á eftirtöldum tegundum: Gljámispill, gljávíði, alaskavíði, brúnn og grænn, hansarós og sígrænum plöntum meðan birgðir endast. Magnafsláttur, greiðslukjör. Sendum plöntulista. Verið velkomin! Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi (beygt til hægri við Hveragerði). Opiðfrá 10-21 alla daga. Sími 98-34388. FJOLSKYLDUNNAR KYNNING í DAG í stórverslun Skífunnar Laugavegi 26 frá kl. 13 - 17:00 Allir krakkar fá skemmfilegf plakat með Tomma & Jenna __- BoðiS verSur upp á Coca Cola og Maribu súkkulaði. Láttu sjá [oig ! S-K-l-F -A-N STÓRVERSLUN LAUGAVEGI 26 - SÍMI: 600926 AIRLANDI! 19. jiílf 2. ágúst ^^mmm Reynslan hefur kennt okkur að tala ekki lengur um ferðir eldri borgara heldur „Káta daga“, enda margsannað að kátínan og fjörið er á margan hátt langt umfram það sem yngra fólkið ræður við. 19. júlí-2. ágústförum við í skemmtilega rútuferð um alla fegurstu staði írlands undir fararstjórn Ásthiidar Pétursdóttur. Við kynnumst ógleymanlegri náttúrufegurð, fallegum bæjum og þorpum og merkilegri sögu að ógleymdri höfuðborginni sjálfri - Dublin. t 118.570 kr, i Innifalið: Flug, gisting, hálft fæði í rútuferð, morgunverður í Dublin, rútuferð, fararstjórn, skattar og gjöld. Samvinnulerúir Lanásýn EunocAnD. Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10-Innanlandsferðlr S. 91 - 69 10 70 • Slmbrél 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 • 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavtkurvegur 72 • S. 91 - 6 11 55 • Keflavík: Hafnargötu 35 *S. 92 - 13 400- Slmbréf 92 • 13 490 • Akureyrl: Ráðhústcrgi 1 • S. 96 • 27200 • Slmbréf 96 - 1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Slmbréf 98 -1 27 92 HVÍTA HÚSIO / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.