Morgunblaðið - 16.05.1993, Side 38

Morgunblaðið - 16.05.1993, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ : 1 / V |'-j ■ '» [ ?{ > *: jA ATVINMA/RAÐ/SM^.u^c AGUR 16. MAI 1993 AUGLYSINGAR FRAMHALOSSKðUNN A HÚSAVÍK Innritun nýnema fyrir skólaárið 1993-1994 fer fram í skólanum 17. maí til 4. júní kl. 10-12 og 13-15 á virkum dögum. Umsóknum skal fylgja afrit af grunnskólaskír- teini eða námsferli frá fyrri framhaldsskóla ef um flutning milli framhaldsskóla er að ræða. Vakin er sérstök athygli á almennri verknámsbraut fyrir nemendur með ófull- nægjandi árangur á grunnskólaprófi. Þá verða sérgreinar bifvélavirkja kenndar skóla- árið 1993-1994. Nánari upplýsingar veita Björgvin R. Leifs- son, áfangastjóri, og Ingólfur Freysson. hiÁSKÓLINN A AKUREYRI Nám í gæðastjórnun Við rekstrardeild á 3. og 4. ári starfar gæða- stjórnunarbraut, en nám á henni er 60 einingar. Þetta nám er ætlað iðnrekstrarfræðingum og rekstrarfræðingum og þeim, sem hafa lokið öðrum prófum sem metin eru jafngild af deildinni. T.d. getur það verið vænlegur kostur fyrir viðskiptafræðinga og tækni- fræðinga. Nemendur brautskrást með BS próf að loknu þessu námi. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í skólann fyrir skólaárið 1993- 1994 verða haldin sem hér segir: Mánudaginn 17. maí, Skipholti 33: Tónmenntakennaradeild kl. 13.00. Þriðjudaginn 18. maí, Laugavegi 178,4. hæð: Tónfræðadeild kl. 13.30. Miðvikudaginn 19. maí, Skipholti 33: Píanódeild og píanókennaradeild kl. 13.00. Sembal- og orgeldeild kl. 13.00. Gítardeild og gítarkennaradeild kl. 14.00. Strengjadeild og strengjakennaradeild kl. 14.00. Blokkflautudeild og blokkflautukennaradeild kl. 15.00. Blásaradeild og blásarakennaradeild kl. 15.00. Söngdeild og söngkennaradeild kl. 16.00. Skólastjóri Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - VMA veturinn 1993-1994 DALVÍK Skipstjórnarnám: Kennt ertil skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs. Fiskiðnaðarnám: Kennt er til fiskiðnaðarmannsprófs. Almennt framhaldsnám: 1. bekkur framhaldsskóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Upplýsingar í símum 61083, 61380, 61160, 61162. Sumaropnunartími Halldór Jónsson hf. Sumaropnunartími heildverslunar Halldórs Jónssonar hf. tekur gildi frá og með 17. maí næstkomandi og gildir til 13. september. Á þessu tímabili verður opið frá kl. 8.30 til 16.30. Afturtií fortíðar! Árgangur 56 Vogaskóla Nú er komið að því að við hittumst í Fóstbræðrahúsinu þann 19. maí nk. kl. 21 stundvíslega. Aðgangur kr. 500,-, makar velkomnir. Happadrætti og stórglæsilegir ferðavinningar. Ath. þeir sem komu út Lang- holtsskóla eru velkomnir. Hittumst hress. Frábær hugmynd að notkun íslensku ullarinnartil sölu (ekki á sviði fataframleiðslu) Hugmyndin er auðveld í framkvæmd og hægt að hefja framleiðslu strax. Miklir möguleikar á innanlandsmarkaði. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. júní merkt: „Ull - 10909“. Sjómenn - sjómenn Sjómannadagurinn, 56. hóf sjómannadagsráðs, Hótel íslandi sunnudaginn 6. júnf ki. 19.30. Miða- og borðapantanir á Hótel íslandi dag- lega milli kl. 9-17, í síma 687111. Sjómannadagurinn. Sjómenn - sjómenn Kappróður verður í Reykjavíkurhöfn á sjó- mannadaginn. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í kappróðri eru vinsamlegast beðn- ir að tilkynna þátttöku sem fyrst til Jónasar Garðarssonar í síma 11915 eða 14159. Sjómannadagurinn í Reykjavík. Aðalfundur Faxamarkaðarins hf. Aðalfundur Faxamarkaðarins hf. verður hald- inn föstudaginn 21. maí 1993 kl. 16.00 á veitingahúsinu Gauki á Stöng, Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins. 2. Rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir liðið starfsár. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Önnur mál. '//sm V Útboð Norðurlandsvegur í Langadal 1993 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu 2,0 km kafla á Norðurlandsvegi í Langadal. Magn: 8.000 m3. Verki skal lokið 5. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykja- vík (aðalgjaldkera) frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 1. júní 1993. Vegamálastjóri. hafnamAlastofnun RÍKISINS Utboð Hraðfrystihússbryggja Hafnamálastofnun ríkisins og Eskifjarðarbær bjóða út og óska eftir tilboðum í byggingu 750 fm harðviðarbryggju með 73 m stálþils- landvegg ásamt því að rífa núverandi bryggju. Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. nóv. 1993. Útboðsgögn verða afhent á Vita- og hafna- málaskrifstofunni, Vesturvör 2, Kópavogi og skrifstofu Eskifjarðarbæjar, frá og með þriðjudeginum 18. maí 1993 gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðju- daginn 8. júní nk. kl. 14.00. Hafnamálastjórn ríkisins. Eskifjarðarbær. <h4 herjólfur h.f. Pósthólf 129 — « 1792 á 1433 — Vestmonnoeyjum — * 8646 — S 86464 — Reykjavík Tilboð óskast f eftirfarandi eignir Herjólfs hf.: Fasteignir: Básaskersbryggja 10, Vestmannaeyjum, - vöruafgreiðslu- og skrifstofuhúsnæði. Skildingavegur 2, Vestmannaeyjum, - "Emmuhús“. Lausafjármunir: Dráttarbíll, Terberg árg. 1989. Skrásetn. númer Vd 48. Notkun 2.471 klst. Dísil-lyftari, Manitou, árg. 1990. Tegund ML 50 CP. Lyftigeta 5.000 kg. Hliðarfærsla. Notkun 666 klst. Rafmagnslyftari, innilyftari. Tegund RE 25 Lancer Boss, árg. 1987. Lyftigeta 2.500 kg. Hliðarfærsla. Notkun 577 klst. Eftirvagnar: 4 stk. vagnagrindur 4p“, árg. 1991. 3 stk. gámar 40", notaðir á þessar grindur. Burðargeta hvers vagns 26.324 kg. 5 stk. lokaðir vagnar 40“. Allt notaðir eldri vagnar. Burðargeta hvers vagns 24.000-28.000 kg. 2 stk. flatvagnar 40“, árg. 1989 og 1971. Burðargeta hvers vagns 26.324 kg. Eignirnar seljast hver fyrir sig eða allar saman. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Herjólfs hf., Básaskersbryggju, Vestmannaeyjum, fyrir 24. maí 1993. Herjólfur hf. áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins. Skólastjóri. Stjórnin. Herjólfur hf., Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.