Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 SKIÐI Sigluljörður - skíði - síld og sólskin f minningu Jóns Þorsteinssonar skíðakappa Fyrsti afreksmaður íslendinga á skíðum, Siglfirðingurinn Jón Þorsteinsson lést í apríl sl. Það stafaði eftir Þórí Ijóma af þessu Jónsson nafni. Jón Þor- steinsson var að- eins 15 ára unglingur þegar hann fyrstur íslendinga sigrar á stór- móti, það er 18 km kappganga á svokölluðu Thulemóti árið 1937. Jón sigrar síðan aftur á sama móti árið eftir, þá bæði í göngu og stökki. Þeir sem héldu að fyrra mótið hefði verið heppni eða tilvilj- un sáu nú að hér var á ferðinni frábær íþróttamaður. Jón átti eftir að sigra á mörgum skíðamótum og í öllum greinum skíðaíþróttar- innar. Jón var sérstakur afreks- maður sem hafði allt til að bera. Hann var stæltur, lipur og fjaður- magnaður, en umfram allt skemmtilegur félagi. Hann var sómi síns bæjarfélags og skíða- íþróttarinnar. Hann ásamt stórum hópi siglfir- skra skíðakappa gerði skíðaíþrótt- ina svo vinsæla og spennandi að þegar Helgi Hjörvar með sínum skáldlegu lýsingum frá skíðamót- um líkti stökkvurunum við fugla himins, þá fór um þá er heima sátu. Upphafið að færni Siglfirðinga ' í skíðaíþróttinni mun vera sú að Guðmundur Skarphéðinsson, þá skólastjóri á Siglufírði, fær til landsins norskan skíðakennara, Helga Torvö, árið 1930. Hann dvelur nasstu árin bæði á Siglu- firði og á ísafirði við skíðakennslu. Helge Torvö flutti með sér þá þekkingu og búnað er Norðmenn höfðu tileinkað sér. Koma hans hleypti lífi í skíðaíþróttina og allt íþróttalíf á Siglufírði, því utan þess að vera góður skíðamaður var Helge afbragðs knattspymumað- ur. Upp úr jarðvegi þessum spruttu ^ þeir skíðamenn siglfírskir, sem fræknastir urðu sem frumheijar skíðaíþróttarinnar. Þar var fremst- ur í flokki Jón Þorsteinsson. í því einvalaliði er Siglfirðingar tefldu fram á þessum árum voru Alfreð Jónsson, Jónas Ásgeirsson, bræð- urnir Stefán og Sigurgeir Þórar- insson, Ketill Ólafsson, Jóhann Sölvason, Helgi Sveinsson, Guð- mundur Guðmundsson og Jón Stefánsson, sem var fyrstur til að vinna hinn eftirsótta titil „Skíða- kóngur íslands“ árið 1938. Þeir sem stóðu að baki þessu frækna liði, voru margir, en þáttur Guðmundar skólastjóra var mikil, , er hann gekkst fyrir því að fá Helga Torvö til landsins. Aðrir voru Guðlaugur Gottskálksson, Vilhjálmur Hjartarson, Sófus Árnason, Einar Kristjánsson og síðar Gestur Fanndal. Flestir þeirra skíðakappa er nefndir hafa verið voru unglingar í skóla, en höfðu einhver störf á sumrin. Vegna einangrunar staðarins yfir vetrarmánuðina urðu bæjarbúar að búa að sínu og höfðu búpening, s.s. kýr og kindur, þá kom enginn flóabátur eða bíll með mjólk og afurðir, eins og gerist í dag. Það mun hafa verið fyrsta starf er Jón fékk, þá 12 ára gamall, að reka kýr úr bænum, að Iokinni mjöltun þeirra. Sfldarsumrin á Siglufírði fyrir heimstyijöldina síðari voru ævin- týri þess tíma. Fólk kom í hópum í sumarbyijun, vann í sfldinni í . nokkra mánuði. Stóð meðan stætt Skíðakappi var, fékk góð laun og hvarf til síns heima. Þeir voru ófáir skóla- piltamir sem áttu menntun og skólagöngu undir sumarvinnu í síldinni á Siglufírði. Á sama tíma sótti þangað stór floti skipa frá ótal þjóðlöndum. Þessi 3000 manna bær þrefaldaðist að höfða- tölu yfir sumartímann. Siglufjörður var meira en bær við heimskautsbaug. Þetta var áningarstaður og samfélag þeirra er sóttu lífsbjörgina í silfur hafs- ins. Fyrir aðra var þetta ævintýri sem oft tók skjótan endi. Nærvera hundruða og jafnvel þúsunda útlendinga af síldar- bátunum gerði þetta samfélag al- þjóðlegt. Bæjarbúar tóku á móti aðkomufólki sem og áhöfnum skipanna með reisn. Lærðu tungu þeirra, veittu þeim beina, er sjálf- sagður var talinn. Þannig varð Siglufjörður athvarf og griðastað- ur þúsunda. Þar fengu allir störf við sitt hæfí. Engin hönd var svo slök, að hún ekki gerði gagn, ef hugur fylgdi með. Þessi alþjóðlegi bær hýsti síldarspekúlanta, lærða menn og leika, er kunnu tök á alþjóðaverslun og settu um leið svip á þennan bæ. Margir þekktir listamenn höfðu sumardvöl á Siglufírði. Má þar nefna Gunnlaug Blöndal og nafna hans Scheving. Kristínu Jónsdóttur og Jón Þor- leifsson. Listafólkið naut hins al- þjóðlega anda er fylgdi veru þess í bænum. Einnig sóttu þangað þekktir hljómlistarmenn, en Jón hafði yndi af tónlist og spilaði sjálfur á hljóð- færi. Þetta var sá jarðvegur er sigl- fírsk ungmenni ólust upp. Margir þessara skíðakappa sem nefndir hafa verið hér fluttust brott frá Siglufirði, aðrir og þar á meðal Jón Þorsteinsson dvaldist alla tíð í sínum heimabæ. Jón var mjög bóngóður og hjálp- samur og í starfí sínu sem eigandi og stjórnandi vörubifreiðar lengst af nutu margir Siglfírðingar þess. Að moka sandi og möl með hand- afli, eins og gert var á þessum árum, mun hafa haft áhrif á þátt- töku Jóns í skíðakeppnum, en áreynsla á bak hafði þau áhrif að Jón gekk ekki heill til skógar í mörg ár. Jón gekk ungur að eiga Ingi- björgu Jónsdóttur. Þau eignuðust Jónas framkvæmdastjóra, Ara bif- vélavirkjameistara, Jónstein hú- smíðameistara og Jóhönnu hár- greiðslumeistara. Með þessum línum er- minnst eins mesta afreksmanns skíða- íþróttarinnar á íslandi fyrr og síð- ar og um leið er horfið aftur í tím- ann er Siglufjörður var gullkista þjóðarinnar. Aðstandendum Jóns eru færðar samúðarkveðjur við fráfall hans. Höfundur er fyrrverandi formaður Skíðasambands íslands. Jón Þorsteinsson skíðakappi (myndin hér að ofan.) Helgi Hjörvar Iíkti skíðastökkvur- unum við fugla himins í skáldlegum lýsingum sínum frá skíðamótunum. Á mynd- inni að ofan til vinstri stekk- ur Jón Þorsteinsson. Á myndinni hér til vinstri eru nokkrir siglfirskir skíða- menn. Frá vinstri: Guðmund- ur Árnason, Jón Þorsteins- son, Alfa Sigurjónsdóttir, Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, Jónas Ásgeirsson og Þor- steinn Þorsteinsspn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.