Morgunblaðið - 19.05.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.05.1993, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D lll.tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hrefnuveiðar Norðmanna ______________y Bastesen villstæni veiðikvóta Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttarit- ara Morgunblaðsins, og Reuter. NORSK stjórnvöld ákváðu í gær að leyft yrði að veiða 296 hrefnur á þessu ári, þar af 136 í vísindaskyni. ,',Þetta er að mörgu leyti versta niðurstaða sem stjórnin gat komist að,“ sagði Steinar Bastesen, for- maður samtaka hrefnuveiði- manna. „Þetta er hreinasta gjöf handa andstæðingum hvalveiða". Talsmenn hval- veiðimanna höfðu vænst þess að leyfðar yrðu veiðar á minnst 550 dýrum, jafnvel 800. Alþjóðanáttúruverndarsjóð- urinn vill refsiaðgerðir Bandaríkjadeild Alþjóðanátt- úruverndarsjóðsins, WWF, segist hafa sent stjórnvöldum í Was- hington beiðni um að gripið verði til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Norðmönnum vegna veið- anna. WWF áætlar að hrefnu- stofninn í Norðaustur-Atlants- hafi sé um 86.700 dýr og Norð- menn segja það nægja til að heimila takmarkaðar veiðar. Samkvæmt könnunum styðja 70% Norðmanna hvalveiðar en rúmur helmingur vill þó fresta því að hefja þær á ný af ótta við refsiaðgerðir. „Það er mikilvægt að smáþjóð- ir ... beijist gegn þrýstingi frá stórveldum sem bera fyrir sig almenningsálit í löndunum þegar þau hundsa samninga og reglur um nýtingu náttúruauðlinda," sagði Johan Jörgen Holst utan- ríkisráðherra er hann skýrði frá ákvörðun stjómvalda. Getnaðarvarnir? „Ramakveinið frá andstæð- ingunum hefði orðið jafn hátt, hvort sem leyft hefði verið að veiða 300 eða 800 hvali,“ sagði Steinar Bastesen. Hann sagði hrefnustofnana fara stækkandi. „Það hlýtur að vera meira af þeim nema þeir noti getnaðar- varnir," sagði hann. 56,8% danskra kjósenda samþykkja Maastrícht Skopastað Englendingum FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, gerði gys að Englend- ingum þegar hann vígði í gær nýja hraðlest milli Parísar og Lille. Lýsti hann því hvemig farþegar gætu þotið eftir sléttum Frakklands og farið á örskotsstund í gegnum Ermarsundsgöngin til Englands þar sem allt dytti í dúnalogn þar sem það hefði vafist fyrir bresku stjóminni að samræma samgöng- urnar sín megin við það, sem ger- ist á meginlandinu. Mitterrand skoðar hér stjórnklefa lestarinnar. Reuter Róstur meðal ungra Dana UNGIR Danir fagna úrslitum þjóðaratkvæðisins um Maastricht-sáttmálann fyrir utan þinghúsið í Kaup- mannahöfn í gærkvöldi. Lögreglan beitti táragasi og skaut viðvörunarskotum upp í loftið þegar ung- menni efndu til mótmæla gegn þjóðaratkvæðinu í einu af úthverfum borgarinnar. Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Daviðsdóttur, frettantara Morgunblaðsins. DANIR samþykktu Maastricht-sáttmálann um aukinn póli- tískan og efnahagsiegan samruna aðildarríkja Evrópu- bandalagsins (EB) í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær með 56,8% atkvæða. 43,2% voru á móti. Niðurstaðan er mikill léttir fyrir þá stjómmálamenn, sem beittu sér fyrir samþykkt sáttmálans, en þó enginn sérstakur sigur fyrir þá, að sögn stjórnmálaskýrenda. Það sem réði úrslitum í þjóðaratkvæðinu var að forystumönnum Jafnaðar- mannaflokksins tókst að fá nægi- lega marga af kjósendum sínum til að skipta um skoðun. Danir höfðu Kjörsóknin var um 85%. hafnað sáttmálanum með 50,7% atkvæða gegn 49,3% í þjóðarat- kvæðagreiðslu í júní í fyrra. Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, sagði að Danir hefðu komið til móts við radd- ir almennings í Evrópu um að Evr- ópubandalagið yrði „lýðræðislegra, nær fólkinu og manneskjulegra“. Hann þakkaði Róttæka vinstri- flokknum og Sósíalíska þjóðar- flokknum fyrir að hafa átt þátt í þeirri málamiðlun um undanþágur til handa Dönum frá ákvæðum um sameiginleg varnarmál, gjaldmiðil ög fleira, sem varð að Edinborgar- sérákvæðunum. Þjóðaratkvæði um varnarþáttinn? Uffe Ellemann-Jensen, fyrrver- andi utanríkisráðherra og formaður Vinstriflokksins, sagði að efna þyrfti til nýs þjóðaratkvæðis um vamarþátt sérákvæðanna. Hann kvað það ófullnægjandi að Danir gætu ekki tekið þátt í þeim hluta samstarfs EB-ríkjanna. Marianne Jelved efnahagsráð- herra sagði hins vegar að flokkur sinn, Róttæki vinstriflokkurinn, væri andvígur þjóðaratkvæði um varnarþáttinn. Ekki mikill munur Drude Dahlerup, einn af leiðtog- um Júní-hreyfingarinnar, sem barð- ist gegn Maastricht, sagði að úrslit- in væru enginn sérstakur sigur fyr- ir fylgismenn sáttmálans. „Þeir voru með gífurlegan áróður en munurinn varð ekki meiri en þetta." Peter Brixtofte, einn af leiðtog- um Vinstriflokksins, sagði að mun- urinn hefði átt að vera meiri. Stjórn- málamönnunum hefði ekki tekist að koma kjósendum í skilning um að eðli EB væri pólitískt en ekki efnahagslegt. Talsmenn Evrópubandalagsins fögnuðu úrslitum þjóðaratkvæðis- ins og sögðu að Danir gætu nú haldið áfram að leggja sitt af mörk- um við samrunaþróunina í Evrópu. John Major, forsætisráðherra Bret- lands, hvatti breska íhaldsmenn til að hætta að deila um sáttmálann. „Við ætlum að leggja hann fyrir þingið til staðfestingar sem allra fyrst,“ sagði Major. Valdaránið í Moskvu 1991 Sækjend- ursettiraf Moskvu. Reuter. TÓLF menn, sem dregnir hafa verið fyrir rétt í Rúss- landi fyrir valdaránstilraun í Kreml í ágúst 1991, unnu sig: ur í gær þegar dómari féllst á kröfu þeirra um að skipt yrði um sækjendur í málinu þar sem þeir höfðu gefið út bók í fyrra um rannsókn máls- ins. Valentín Stepankov saksókn- ari og Jevgeníj Lísov aðstoðar- saksóknari höfðu skrifað bók um rannsóknina, „Launráðin í Kreml", þar sem sakborningun- um var lýst sem glæpamönnum. Veijendur tólfmenninganna héldu því fram að með bókarút- gáfunni hefðu sækjendur gengið gróflega á rétt sakborninganna. „Bókartitillinn einn og sér staðfestir að saksóknarinn gefur sér ákveðna niðurstöðu fyrir- fram og rannsakar málið því ekki hlutlægt. Hvergi á jarðar- kringlunni á þetta sér hlið- stæðu,“ sagði lögmaður eins af sakborningunum. Græðir lítið áKarliMarx Lundúnum. The Daily Telegraph. BRETANUM Geoff Loynes þykir það hálft í hvoru súrt í brotið að kommúnisminn skuli hafa hrunið. Eftir að Loynes hafði safnað skeggi árum saman kom loks- ins að því að hann gat haft dágóðar tekjur af því að fara í gervi Karls Marx. En svo kom áfallið; eftir hrun kommúnism- ans er eftirspurnin eftir skeggj- aða heimspekingnum lítil sem engin. „Það er ekki oft sem maður er beðinn að leika Marx þessa dagana," segir Loynes, en kveðst aftur á móti hafa „heilmikið að gera sem jóla- sveinn“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.