Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
Á valdi ríkisstjórnar
og forsætisnefndar
Um þingfrestunina á laugardaginn
eftir Svavar Gestsson
Vegna þinglokanna á laugar-
dagskvöldið síðasta þarf að festa á
blað nokkrar línur.
Það sem skipti mestu máli er
þetta:
1. Það var ekki reynt að semja
um þinglokin. Það er alltaf gert en
var ekki gert í þetta skiptið. Samn-
ingur um þinglokin þýðir ekki —
alls ekki — að stjórnarandstaðan
fallist á mál ríkisstjórnarinnar.
Samningur í þinglokin þýðir ekkert
annað en það að flokkarnir koma
sér saman um röð mála í þinglokin
og um það hvernig þinginu verður
best lokið með virðulegum hætti.
Þetta var ekki gert núna.
2. Það var ekki ríkisstjórnin sem
flutti frumvarp til búvörulaga sem
hafði nærri fellt ríkisstjórnina. Rík-
isstjórnin samþykkti að leggja það
fram og þingflokkar ríkisstjórnar-
innar. Flutningsmaður þess var
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra. Það var meirihluti fyrir frum-
varpinu á alþingi. Það var ekki
hægt að draga frumvarpið til baka
nema landbúnaðarráðherra sam-
þykkti það. Það liggur ekkert fyrir
um það að landbúnaðarráðherra
hafi fallist á að draga frumvarpið
til baka. Það voru mistök hjá for-
seta að fallast á beiðni ríkisstjórnar-
innar í þessu sambandi en það gerði
hún samkvæmt viðtölum í Ijölmiðl-
um eftir að ósköpin dundu yfir.
3. Forsætisráðherra fékk heimild
til þingfrestunar. Því var mótmælt
af stjómarandstöðunni. Að sjálf-
sögðu þar sem öll vandamál eru
óleyst þegar þinginu lauk. En það
deilir enginn um það að hann hlaut
að fá slíka heimild samkvæmt
stjórnskipunarlögum. Spurningin
var ekki um það heldur hvenær
hann ætti að fá hana og hvernig
hann beitti henni. Hann beitti þess-
ari heimild hins vegar með óeðlileg-
um hætti og á röngum forsendum
— þeim að ekki væri samkomulag
um þinglokin, sem aldrei var reynt
að ná og að hann hefði dregið til
baka stjórnarfrumvarp sem hann
ekki flutti heldur landbúnaðarráð-
herra. þess vegna verður að breyta
þingsköpum þannig að þingfrestun-
in og forsetabréfið sem henni fylgir
verði ekki lesið upp fyrr en í lok
þess fundar sem hefur afgreitt þá
dagskrá sem fyrir liggur. Það er
óþinglegt með öllu að ganga inn í
miðja dagskrá eins og Davíð gerði.
Því hefur verið haldið fram með-
al annars af þingflokki Alþýðu-
bandalagsins að breyta þurfi þing-
sköpunum á þann hátt sem hér var
lýst. Ég hef einnig bent á að til
greina komi að breyta stjórnarskrá
og þingsköpum þannig að forsætis-
ráðherra sé algerlega byggt út úr
þinglokunum og að þau verði ein-
göngu á ábyrgð forseta þingsins.
Þetta kerfi hefur verið tekið upp
annars staðar, til dæmis í Dan-
mörku. Með því kerfi styrkist sjálf-
stæði þingsins.
Það er hins vegar ljóst að það
var unnt að ljúka þinginu eðlilega
og virðulega án þess að breyta þing-
sköpum. Það er ekkert í þingsköp-
unum sem útilokar slíkt. Það var
illa haldið á verkstjórninni bæði af
hálfu forsætisráðherra og forseta
þingsins nú í þinglokin. Þau voru
dapurleg — það er því miður á
ábyrgð forsetans hvernig þau voru.
Eiður Guðnason hefur notað
þessa yfirlýsingu um að breyta þurfi
þingsköpum til þess að heimta enn
frekari breytingar á þingsköpum.
Hann segir að menn hafi talað um
þingsköp mörg hundruð sinnum.
Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Stjórnarandstaðan hefur ekki farið
upp um þingsköp vegna þess að hún
vilji lepgja þinghaldið eða að tefja
fyrir. Ástæðurnar eru tvær: í fyrsta
lagi sú staðreynd að núverandi rík-
isstjórn hefur verið að framkvæma
hægri byltingu í þjóðfélaginu með
því að breyta öllum forsendum sam-
Svavar Gestsson
„Það er hins vegar ljóst
að það var unnt að ljúka
þinginu eðlilega og
virðulega án þess að
breyta þingsköpum.
Það er ekkert í þing-
sköpunum sem útilokar
slíkt. Það var illa haldið
á verkstjórninni bæði
af hálfu forsætisráð-
herra og forseta þings-
ins nú í þinglokin.“
félagsgerðarinnar. í öðru lagi vegna
þess að forseti hefur beinlínis leyft
að fjallað sé um málefni sem eiga
ekkert skylt við þingsköp undir liðn-
um gæsla þingskapa vegna þess
að enginn farvegur er til í þing-
skapalögum fyrir mál sem koma
upp skyndilega og nauðsynlegt er
að ræða við ráðherra. Til dæmis fór
umræðan um námslánin á síðasta
þingdegi fram undir liðnum gæsla
þingskapa. Það gerðist með leyfi
forseta og þá voru fluttar einar sex
ræður örstuttar um lánamál náms-
manna. En í þriðja lagi, verður
stjórnarliðið að viðurkenna að það
hefur ekki haldið nægilega vel á
málum í þinginu. Og í fjórða lagi
má sjálfsagt gagnrýna stjórnarand-
stöðuna að einhverju leyti. En það
er fráleitt að kenna stjórnarand-
stöðunni einni um þinghaldið í vetur
og enn fráleitara að ætla að kenna
henni um þinglokin. Þar verður
stjórnarliðið að líta í eigin barm.
Og ráðherrarnir. Þeir ráða miklu.
Hvað ætli margar þingskaparæður
hafi verið haldnar til dæmis vegna
þess að Davíð Oddsson og Jón Bald-
vin Hannibalsson notuðu lokaræður
í umræðum til þess að ráðast að
einstökum þingmönnum sem áttu
ekki kost á því að svara fyrir sig?
Þær voru áreiðanlega fjórðungur
af öllum þeim athugasemdum um
gæslu þingskapa sem fluttar voru
í vptur.
I framhaldi af þinglokunum sl.
laugardag verða stjórnarsinnar því
að læra: Þeir verða að undirbúa sig
betur fyrir næsta veteur. Aðförin
að þingræðinu sem birtist þegar
forsætisráðherra rauk upp með bláu
möppuna má aldrei endurtaka sig.
Það er ekki á valdi stjórnarand-
stöðu. Það er á valdi stjórnar og
forsætisnefndar þingsins.
Höfundur er þingmaður
Alþýðubandalagsins fyrir
Reykja víkurkjördæmi.
Aukum þverfaglegt nám
innan Háskóla Islands
Þörf á tungumálakunnáttu í atvinnulífinu
eftir Þórólf Árnason
Þegar erlendir gestir heimsækja
það fyrirtæki sem ég starfa hjá
undrast þeir oft hve margir okkar
starfsmanna kunna erlend tungu-
mál. Þetta, að geta bjargað okkur
á eins og þrem til fimm erlendum
tungumálum, finnst okkur svo sjálf-
sagt að við teljum okkur ekki með-
al sérstakra vitringa í fræðunum.
Hvar teljum við þá í okkar fyrir-
tæki að þessi þekking skapi því
tekjur? Hvert er mikilvægi tungu-
málaþekkingar og hvernig getum
við nýtt okkur þessa möguleika í
harðri alþjóðlegri samkeppni við
önnur fyrirtæki?
Nú langar mig að staldra aðeins
við og lýsa því umhverfi sem ég
starfa í. Marel sérhæfir sig í þróun,
framleiðslu og sölu tölvuvoga auk
ýmissa tækja sem byggjast á vigtun
og tölvusjón. Þessi tæki eru síðan
seld til yfir 30 landa í öllum heims-
álfum. I fyrirtækinu starfa rúmlega
50 manns, þar af eru um 25 verk-
fræðingar og tölvunarfræðingar.
Um helmingur starfsmanna hefur
stundað nám eða starf erlendis.
Tveir erlendir starfsmenn starfa hjá
fyrirtækinu, Rússi og Spánverji.
Eftir lauslega athugun sýnist mér
að starfsmenn séu mælandi á 6 til
7 erlendum tungumálum (það er
matsatriði hve vel við teljum okkur
ráða við norsku og sænsku).
Mestur hluti erlendra samskipta
fyrirtækisins fer fram á ensku.
Ekki neinni „Oxford-ensku“ heldur
frekar einfaldri viðskiptaensku þar
sem reynt er að gæta þess að mis-
skilningur komi ekki upp. Við höf-
um þó vissulega nýtt okkur dönsk-
una, spænskuna, þýskuna og rússn-
eskuna í starfinu, einkum við
kennslu og leiðbeiningar til notenda
og tæknimanna. Öll samskipti við
Rússana eru t.d. á rússnesku, við
gerum við þá samninga á rúss-
nesku, við kennum þeim á tækin á
rússnesku, meira að segja vogirnar
birta á rússnesku skjátexta og út-
prentanir. Ekki er nokkur vafi á
að þetta hefur hjálpað fyrirtækinu
við sölu- og markaðsstarf í Rúss-
landi. í þessu sambandi má vel leiða
rök að því að frekar lítill árangur
okkar í hinum latneska heimshluta
sé í og með vegna lítillar þekkingar
okkar á tungumálum og 'viðskipta-
háttum í Suður-Evrópu og Suður-
Ameríku.
Þó við höfum yfir að ráða þess-
ari tungumálaþekkingu í fyrirtæk-
Hreinlœti
og umhverfisvernd
í fyrirrúmi
SÝN/NC Á HÓTEL LOFTLE/ÐUM
21. - 23. MA/
SÝNINCIN.ER OPIN:
Föstudaginn 21. maí kl. 14:00-18:00
Laugardaginn 22. maí kl. 10:00-18:00
Sunnudag 23. maí kl. 10:00- 7 8:00
Sý'nendur á fyrstu rœstingasýningu á íslandi
Dynjandi sf.
Rœstivörur
Ide kemi
Fönn
Magnús Kjaran hf.
Blindravinnustofan
íslenska verslunarfélagib hf.
Karl K. Karlsson hf.
Kristján Ó. Skagfjörb hf.
Effco hf.
Sápugerbin Frigg hf/Besta
Tandur sf.
íslenska umbobssalan hf.
Veitir hf.
Hreinn hf.
Rafver hf.
Rekstrarvörur
Securitas hf.
Umhverfisráöuneytib
Þórólfur Árnason
„Tungumálanám er
e.t.v. auðveldasta leiðin
til að skapa sér einmitt
slíka sérstöðu og þar
af leiðandi aukin at-
vinnutækifæri.“
inu nýtum við okkur hæfara fólk
utan þess við yfirlestur texta og
aðlögun að þeim markaðssvæðum
sem við beitum okkur á.
Af ofanskráðu sést að við erum
e.t.v. að nýta okkur staðgóða
grunnmenntun íslenska skólakerf-
isins, auk framhaldsnáms og
langdvala starfsmanna erlendis,
fremur en sérmenntun í tungumál-
um við æðri menntastofnanir.
Hvers þörfnumst við þá frekar
og hvar getur Háskóli íslands bætt
þar úr? Jú, þverfaglegt nám á há-
skólastigi, þar sem hægt væri að
tengja saman nám í tæknigreinum,
viðskiptum og tungumálum myndi
án efa gagnast fyrirtæki eins og
okkar. Eg lýsi t.d. hér með eftir
verkfræðingi með viðskiptaþekk-
ingu sem kann frönsku og öðrum
sem kann spænsku, ég tala nú ekki
um ef til er einn og sami maðurinn
sem kann bæði tungumálin. Að
sjálfsögðu þarf viðkomandi einnig
að kunna þetta hrafl í ensku og
dönsku sem ég nefndi hér áðan að
við teljum varla fréttnæmt.
Það sem mér finnst oft vanta í
menntun ungs fólks í dag er að það
hafi haft í námi sínu möguleika á
að skapa sér sérstöðu, sem geti síð-
an nýst í starfi. Tungumálanám er
e.t.v. auðveldasta leiðin til að skapa
sér einmitt slíka sérstöðu og þar
af Ieiðandi aukin atvinnutækifæri.
En ekki gengur að allir verði sér-
fræðingar í bókmenntum og málvís-
indum á viðkomandi tungu. Af
hveiju ekki frekar að mennta sig í
tæknigreinum, fiskiðnaðar- eða
matvælafræðum og t.d. rússnesku?
Nú eða spænsku með þessari fyrr-
nefndu blöndu. Ekki myndi skaða
að kunna eitthvað fyrir sér í við-
skiptum einnig. Ég tel að hin hefð-
bundna deildaskipting og einstefnu-
brautir í háskólum hafi fyrir löngu
gengið sér til húðar. Það er nauð-
synlegt að bijóta upp þessa innri
múra og því ekki að skapa hér
menntunartækifæri sem betur falla
að sérstöðu íslenska samfélagsins.
Hið margþætta samfélag nútím-
ans krefst ekki aðeins sérþekking-
ar, heldur gefur það einnig því fólki
aukin tækifæri sem nær að skapa
sér sess með samvali af áhugaverð-
um sérsviðum.
Höfundur er markaðsstjóri hjá
Marel hf.
UMBOÐSAÐILI
ÍDróttir & tómstundir
Þekkt ítalskt merki óskar eftir um-
boðsaðila á (slandi.
Þarf að hafa góð sambönd innan
fótbolta, handbolta og körfubolta.
Hafið samband við Per Stromsnes,
sími&fax 90 47 5 321515.
r
i
c
c
I
1«
í
í
i
i
i
(
I