Morgunblaðið - 19.05.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.05.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 1993 23 Kasparov og Short úti- lokaðir frá mótum FIDE? London. The Daily Telegraph. FIDE, alþjóðaskáksambandið, hefur hótað Rússanum Garrí Ka- sparov og Englendingnum Nigel Short að þeir verði útilokaðir frá þátttöku í alþjóðlegum skákmótum láti þeir verða af fyrirhuguðu einvígi sínu í London í september. í yfirlýsingu sagðist FIDE myndu svipta þá Kasparov og Short skákstigum sem gæti leitt til þess að þeir yrðu sjálfkrafa úti- lokaðir frá þátttöku í stærstu mót- um. FIDE skýrði frá þessari ákvörð- un nokkrum stundum eftir blaða- mannafund Kasparovs og Shorts í London í fyrradag. Á fundinum lýstu skákmennimir ákvörðun sinni um að stofna Samband at- vinnuskákmanna (PCA) sem ,já- kvæðustu þróun sem átt hefur sér stað innan skákíþróttarinnar um langan aldur.“ Murray Chandler, ritstjóri skák- ritsins British Chess, sagði að hót- un FIDE jafngilti því að háskóla- prófessor væri sviptur námsgráðu. Stigalausir skákmenn ættu ekki greiða leið í mót, mótshaldarar hefðu lítinn áhuga á keppendum af því tagi. Chandler sagði að með því verða sviptur skákstigum væri atvinnuskákmaður_ í raun sviptur lífsviðurværinu. Óvíst væri þó hversu ákvörðunin myndi bitna á Kasparov. Adam Black, vinur og fyrrum umboðsmaður Shorts, viðurkenndi að hótun FIDE væri sýnu alvar- legri fyrir enska skákmeistarann. Short er talinn 11. sterkasti skák- maður heims en Kasparov er óum- deilanlega sá langbesti. „Garrí er í þeirri stöðu að hann getur farið hvert sem er og unnið fyrir sér Finnska stjórnin vill lækka lágmarkslaun Hóta að svara með allsherjarverkfalli llclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKA alþýðusambandið, SAK, hótar að boða til allsherjarverk- falls í lok mánaðarins til að mótmæla nýjum lögum um breytt vinnu- skilyrði og kjarasamninga. Talið er að flest útflutningsfyrirtæki muni hafa stöðvast í dag vegna verkfallsaðgerða ýmissa starfshópa. í dag hefja um 100.000 starfs- menn í málm- og pappírsiðnaði auk hafnarverkamanna verkfall sem síðan verður víðtækara ef ekki semst. Alls eru félagar sambandsins um ein milljón. Fyrst og fremst er hér um að ræða valdabaráttu milli verkalýðs- hreyfingarinnar og hægristjórnar Eskos Ahos forsætisráðherra. Stjórnin vill einfalda samningakerfi vinnumarkaðarins, einnig stuðla að auknu frelsi varðandi ákvarðanir um vinnutíma og önnur vinnuskil- yrði. Verkalýðshreyfingin óttast að með þessu ætli hægrimenn og at- vinnurekendur að grafa undan fé- lagslegu öryggi launþega. Kveðjustund RICHARD Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, skýrir þjóð- inni frá því að hann hyggist segja af sér embætti vegna Watergate- málsins. máli sínu: „Ég tel að fólkið í þessu landi líti svo á að ... hvað skal segja, þetta sé alsiða ... að allir séu að hlera alla, að stjórnmálin séu svona.“ Nixon lét þess getið að atvinnu- stjórnmálamenn og siðgæðispostular í Washington, sem forsetinn hafði vægt til orða tekið takmarkaður mætur á, myndu vafalítið hafa aðra skoðun á Watergate-málinu en al- þýða manna í Bandaríkjunum. Hins vegar væri þess ekki að vænta að bylgja hneykslunar og reiði myndi rísa gegn forsetanum og nánustu samtarfsmönnum hans. I samtölum þessum, sem raunar voru tekin upp með sérstökum hler- unarbúnaði er Nixon lét koma fyrir, kemur einnig fram sú hugmynd að gera Gordon nokkurn Liddy, fyrrum starfsmann alríkislögreglunnar (FBI) og ákafan stuðningsmann Repúblikanaflokksins, ábyrgan fyrir innbrotinu. Liddy stjórnaði að sönnu innbrotinu og hann hlaut lengsta fangelsisdóm allra þeirra sem bendl- aðir voru við Watergate-málið, rúm fjögur ár. Gordon Liddy fórnað Á skrifstofu Nixons í Hvíta húsinu gerir Haldeman forsetanum grein fyrir hvernig nota megi Liddy: „Það sem er svo dásamlegt við að gera Liddy ábyrgan er sú staðreynd að allir þeir sem voru undir stjórn hans munu trúa því að hann hafi átt frum- kvæðið. Síðan förum við fram á að menn sýni miskunn,“ segir skrif- stofustjórinn og bætir við að þá geti starfsmenn Hvíta hússins dregið upp ákveðna mynd af Liddy. Honum verði lýst sem „dálítið rugluðum krakka, sem las of margar njósna- sögur ... hálfgerðum apaketti." Richard Nixon sagði af sér emb- ætti forseta Bandaríkjanna 8.ágúst 1974 er hann átti yfir höfði sér ákæru vegna Watergate-málsins, mesta hneykslis í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Haldeman eyddi 18 mánuðum ævi sinnar á bak við lás og slá þar eð Nixon forseti neitaði að náða hann. Haldeman hélt því síðar fram að forsetinn hefði allt frá upphafí málsins skipulagt samsærið og stjórnað tilraunum ráðamanna til að þaga það í hel. með sýningarmótum. Hann getur hundsað FIDE-mótin því allir vita að hann er bestur. Öðru máli gegn- ir um Nigel Short, og staða hans yrði enn verri tapi hann einvíginu í haust,“ sagði Black. Samtök Kasparovs og Short, PCA, skýrðu í fyrradag frá áform- um um að halda sérstaka heims- meistarakeppni í framtíðinni sam- hliða keppni FIDE. í ljósi hótana FIDE er óvíst um hvort eitthvað verður af þátttöku í mótum PCA því þar með útilokuðu upprennandi skákmenn sig frá þeim tekjumögu- leikum sem í 'alþjóðamótum FIDE felast. Reuter Útskúfaðir GARRÍ Kasparov og Nigel Short (t.h.) sögðust á blaðamannafundi í London í fyrradag hafa stigið framfaraspor er þeir ákváðu að hundsa FIDE. í baksýn má sjá enska stórmeistarann Raymond Keene. Lágmarkslaun verði lækkuð Samkvæmt fyrirhuguðum lögum sem stjórnin hyggst setja yrði hægt að ráða fólk undir 25 ára aldri á þriðjungi lægri launum en ákvæði kjarasamninga um lágmarkslaun kveða á um. Einnig er ætlunin að framlag launþega í sjóði atvinnu- leysisbóta verði hækkað en sem stendur koma greiðslur í sjóðina aðallega frá ríkisvaldi og atvinnu- rekendum. Verkalýðshreyfingin krefst þess að ekki verði gerðar breytingar í þessum efnum án samráðs við hana. Alþjoðleg avöxtun á þínnm peningum! Fjárfesting í erlendum verðbréfúm er áhugaverður fjárfestingarkostur sem við bjóðum þér. Hægt er að velja um marga sjóði sem eru í umsýslu Skandia International, Enskilda Asset Management og Gartmore Indosuez Asset Management. Hér er um að ræða bæði hlutabréfa- og skuldabréfasjóði og er einungis fjárfest í verðbréfum sem skráð eru í erlendum kauphöllum. Að okkar mati er skynsamlegt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til langs tíma til að dreifa áhættunni í verðbréfaviðskiptum. Að auki er vert að benda á að ásókn í erlend verðbréf hefur farið mjög vaxandi að undanfömu, ekki síst vegna ÆMSS>3MtL Ildlcl Fjárfestingafélagiö Skandia hf. batnandi efnahagsástands í heiminum. RAUNAVOXTUN 19 9 2 SKANDIAINTERN ATION AL SKANDIA GERMAN EQUITIES 1,06% SKANDIA SWISS EQUITIES 15,40% SKANDIA UK EQUITIES 6,72% SKANDIA US EQUITIES 31,86% SKANDIA JAPANESE EQUITIES -4,31% SKANDIA GERMAN BONDS 14,28% SKANDIA JAPANESE BONDS 19,53% SKANDIA UK BONDS 18,38% ENSKILDA ASSET MANAGEMENT CONTINENTAL EUROPE 8,67% FAR EAST 44,90% GLOBAL 11,63% NATURAL RESOURCES 45,56% MEDITERRANEAN 12,80% NORTH AMERICA 27,90% JAPAN - 8,89% GARTMORE INDOSUEZ ASSET MANAGEMENT INDOSUEZ OAT GESTION FRANCE INDEX GESTION FRANCE PLUS GESTION FRANCE SECURITÉ 19,61% 14,31% 14,40% 9,85% Fortfðarávöxtun er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð. Ráðgjafar okkar veita þér allar frekari upplýsingar í síma 619700 eða 689700, og að sjálfsögðu ert þú velkominn í ný húsakynni okkar á Laugavegi 170 eða Kringlunni 8-12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.