Morgunblaðið - 19.05.1993, Síða 32
MORGUNBLADID AllJ)VIKUDAGljK 19. MAÍ 1993
32 _________________
Hafnarfiarðarkirkja
Öldruðu fólki boðið til
kirkju á uppstigningardag
SVO SEM tíðkast hefur undan-
farin ár er öldruðum boðið sér-
staklega til guðsþjónustu í
Hafnarfjarðarkirkju á upp-
stigningardag, fimmtudaginn
23. maí. Hefst hún kl. 14 og
eftir hana er boðið til kaffisam-
sætis í Álfafelli.
Séra Þórhildur Ólafs prédikar
við guðþjónustuna en báðir prestar
kirkjunnar þjóna fyrir altari.
Karlakórinn Þrestir mun leiða
söng í kirkjunni og syngja líka í
Álfafelli. Þar mun og Þórdís Mó-
sesdóttir lesa ljóð.
Rúta kemur að Sólvangi um kl.
13.30, Höfn um kl. 13.40 og Sól-
vangshúsum um kl. 13.46 og ekur
þaðan að kirkju og þangað aftur
síðar.
Sóknarnefndarmennirnir Krist-
ján Björnsson, Fjóluhvammi 2, og
Oddur Borgar Björnsson, Hellu-
braut 6, eru og við því búnir að
annast bílferðir ef óskað er og
taka við pöntunum þar um frá kl.
10-12 þennan dag.
Hafnarfjarðarkirkja.
Fjölmargir hafa sl. ár sótt og
notið guðsþjónustunnar í Hafnar-
fjarðarkirkju á uppstigningardag
og átt góða og gleðiríka samveru
í Álfafelli eftir hana og þess er
vænst að svo verði einnig nú.
Gunnþór Ingason,
sóknarprestur
Ráðstefna um stöðu
háskólamanna
HALDIN verður ráðstefna á uppstigningardegi, fimmtu-
daginn 20. maí 1993, í Borgartúni 6 um stöðu háskóla-
manna. Ráðstefnan hefst kl. 13 stundvíslega. Yfirskrift
ráðstefnunnar er: Er menntun vanýtt auðlind?
kvenna- og menntafjandsamlegt?;
Tryggvi Þór Herbertsson, hag-
fræðingur: Arðsemi háskóla-
menntunar; Unnur Steingríms-
dóttir, deildarstjóri: Rannsóknir og
þróunarstarf sem forsenda ný-
sköpunar; Jón Sigurðsson, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra: Viðhorf
ríkisins til þáttar menntunar og
rannsókna í hagvexti og Þorsteinn
Vilhjálmsson, prófessor: Vísindi
og viska - velmegun og auðlindir.
Ráðstefnustjóri er Sigurgeir Þor-
geirsson, aðstoðarmaður landbún-
aðaráðherra. Ráðstefnan er öllum
opin.
NGAVEIÐIMESSA í PERLUNNI
Opiö í dag frá kl. 17 — 22.
Opið í kvöld hjó Stangaveiðifélagi Reykjavíkur - Kynning á Hítaró kl. 20.30.
Frummælendur verða: Kristín
Einarsdóttir, þingkona: Markmið
menntunar, endurmenntunar og
starfsþjálfunar einstaklinga; Mar-
grét Björnsdóttir, endurmenntun-
arstjóri: Viðhald menntunar: Sóun
.eða nauðsyn; Lilja Mósesdóttir,
hagfræðingur: Er launakerfið
3M
Málningarlímbönd
Vatnabátar
EVfflfíUDE
Utanborðsmótorar
2.3 hp - 300 hp
ÞÓRf
SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11
í hvimleiðum heimi
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Regnboginn Ólíkir heimar -
Close to Eden Leikstjóri Sidney
Lumet. Handritshöfundur Rob-
ert J. Averich. Aðalleikendur
Melanie Griffith, Eric Thal,
John Pankow, Tracey Pollan,
Lee Sheridan, Mia Sara, Jamey
Sheridan. Bandarísk. Manifesto
Films 1992.
í lokuðum heimi hinna strang-
trúuðu hasidísku gyðinga í New
York er framið morð. Þeir ráða
yfir hinum öfluga eðalsteinamark-
aði borgarinnar, sá m'yrti er dem-
antakaupmaður og eru horfin mik-
il verðmæti úr eigu hans. Skot-
glaðri lögreglukonu (Griffith) er
fengið málið og kemst að þeirri
niðurstöðu að illvirkjann sé að
finna innan raða hinna heittrúuðu.
Meðfram rannsókninni hrífst hún
af friðsamlegri (einkum fyrir
manneskju í hennar starfi) og
framandi hugmyndafræði hasída
og þá ekki síður af hinum fjall-
myndarlega, verðandi leiðtoga
þeirra (Thal).
Sem kunnugt er á leikstjórinn
Sidney Lumet annað hvort slæma
daga (The Wiz,. Daniei, Power,
Family Business) eða skínandi
(Serpico, Dog Day Afternoon,
Prince of the City, The Verdict,
Q&A). Og þó svo að þeir síðar-
nefndu séu til allrar blessunar mik-
ið fleiri þá flokkast Ólíkir heimar
engu að síður með mistökunum.
Þó eru hér til staðar þeir þættir
sem Lumet kann leikstjóra best
skil á, borgin hans, New York, og
það fjölbreytilega mannfólk sem
hana byggir. En margt fer úr
böndum. Handritið flatt og vekur
hvorki athygli né áhuga fyrir per-
sónum né innihaldi. Þó er okkur
sýnt á bak við tjöldin hjá hasídun-
um sem eru allsráðandi í hinu éin-
Fýlupúki
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Allt fyrir ástina („I Don’t Buy
Kisses Anymore“). Sýnd í Há-
skólabíói. Leikstjóri: Robert
Marcarelli. Aðalhlutverk: Jason
Alexander og Nia Peeples.
Allt fyrir ástina á sjálfsagt að
heita rómantísk gamanmynd en
hún ijallar um tilraunir feitlagins,
lítils mömmudrengs til að næla sér
í fallegan kvenmann. Eina skiptið
sem maður hlær að henni er þegar
hún verður svo ofurhallærisleg að
maður skellur uppúr.
Helsti galli myndarinnar, og
gallamir eru ófáir, er aðalpersón-
an, sem Jason Alexander leikur.
stæða og framandi Demanta-
hverfi, steinsnar frá iðandi nútíma-
mannlífinu á Broadway. En sá
borgarhluti er manni jafn mikill
leyndardómur eftir sem áður.
Engu að síður er sú ofurathygli
og ástúð sem Lumet umvefur gyð-
ingana stæðsti galli myndarinnar.
í óratíma má áhorfandinn fylgjast
með trúarkreddum og matarvenj-
um hasída sem reyna um of á
þolrifin áður en yfír lýkur. Weir
gerði hliðstæðan heim Ámishfólks-
ins jafn forvitnilegan og seiðmagn-
aðan í Vitninu og Lumet tekst að
gera veröld hasídanna hvimleiða
með eilífum lofsöng og endalaus-
um tilvitnunum í Tóru, Kabbalah,
Talmúð. Fyrir bragðið fær áhorf-
Annan eins fýlupúka hefur maður
ekki séð á hvíta tjaldinu frá upp-
hafí. Óþolandi leiðindin í honum
nægðu til að gera gat á ósonlagið.
Færir þú í líkamsrækt fyrir ástina?
er spurt í auglýsingu með mynd-
inni og frómt frá sagt er innihald
þessarar gamanmyndar jafnvel
ómerkilegra en slagorðið.
Alexander leikur kubbslega
mömmudrenginn sem orðinn er
þrítugur og sér fram á piparsveina-
líf þegar hann hittir fallega há-
skólamær sem vinnur fyrir sér með
píanóleik og söng á matsölustað
hjá frænda sínum. Nia Peeples
leikur hana og eitt af því sem vek-
ur talsverða kátínu er hvernig hún
þykist leika á píanóið; það er eins
og hún sé að hnoða deig. Svo syng-
ur hún fallega mánsöngva.
Kubburinn verður yfir sig ást-
fanginn og reynir líkamsrækt til
andinn stöku sinnum á tilfinning-
una að hann sé að horfa á heimild-
armynd um matarvenjur og al-
mennt ágæti gyðingdóms, en ekki
spennu- og skemmtimynd. Og
handritssmiðurinn Averich er eng-
in Bellows né Singer. Kíimnigáfan
við frostmarkið og ástarsagan
heldur væmin og ósannfærandi.
Griffith er ýmist óeðlilega dig-
urbarkaleg (þegar hún á að vera
harðjaxlinn) eða kisuleg (þegar
hún á að vera harðjaxlinn ást-
fangni). Richardson stendur sig vel
að venju en annar gamall sam-
starfsmaður Lumets, kvikmynda-
tökustjórinn Andrzej Bartkowiak,
er þó eini maðurinn sem fær tæki-
færi til að hefja sig uppúr meðal-
mennskunni í Ólíkum heimi, sem
reyndar hét Stranger Among Us
á örstuttu æviskeiði sínu vestra,
og virðist það nafn eiga betur við.
að minnka mörinn en á meðan er
hún að skrifa lokaritgerð um hann
sem feitabollu. Þegar hann kemst
að því rennur á hann þvílík fýla
og sjálfsvorkunin verður svo stór-
kostleg að það tekur út yfir allan
þjófabálk og í stað þess að kalla
á samúð verður persónan gersam-
lega óþolandi.
Ekki bætir leikurinn úr skák en
Jason þessi Alexander hefur ein-
mitt alla burði til að vera óþol-
andi, lítill mömmudengur, sem
gæti drepist úr sjálfsvorkunn. Nia
Peeples er skutlan í sögunni og
veit vel af því en allar tilraunir
hennar til að skapa sannfærandi
persónu úr háskólanemanum deyja
út við píanóhnoðið.
Efnislega nægði þessi mynd í
einfaldan þátt af Santa Barbara.
Þetta er dagsápa sem sloppið hefur
úr kassanum.
Uppi gerist uppalandi
Saga-Bíó: Meistaramir - og unni starfinu ofurheitt, að
Champions hveiju grunar ykkur að hann snúi
Leikstjóri og handntshöfundur
Stephen Herek . Aðalleikendur
Emilio Estevez. Bandarísk. Walt
Disney Productions 1992.
Þeir sem sáu Bad News Bears
kannast örugglega við efnisþráð-
inn hér. Meistararnir er nánast
ósvífín eftiröpun, hér fást reyndar
vandræðaunglingar við ísknattleik
í stað hornabolta. Og öll er hún
skelfingar ósköp fyrirsjáanleg.
Montrassinum og lögmanninum
Estevez er refsað fyrir ölvuna-
rakstur með því að taka að sér
þjálfun óstýrilátra krakkagemsa í
íshokkí. Enda piltur fyrrum upp-
rennandi stjarna í íþróttinni. Hann
hatar þau og þau hafa á honum
megnustu andstyggð, svona til að
byija með. Við vitum hvernig það
fer. Þau geta minna en ekki neitt,
þekkja tæpast knatttré frá kýrhala
við vitum í hvaða sæti þau enda í
lokin. Löggepillinn hafði ekki tap-
að máli er hann lenti í vínslugsinu
sér í lokin? Móðir efnilegasta ungl-
ingsins í liðinu hans er skilin við
einhvern lúsablesa, ekki orð meira
um það.
Svo mætti lengi telja. Klisjur á
kiisjur ofan. En ekki veit ég hvað
veldur, myndin er engu að síður
slarkfær lengst af. Afar neikvætt
hugarfar í myndarbyijun hjálpar.
Þau undur og stórmerki gerast að
Estevez, sem fátt hefur gert af
viti síðan í Morgunverðarklúbbn-
um, stendur sig sómasamlega og
sýnir hæfileika sem gamanleikari
í heldur vanþakklátu hlutverki
uppalögmannsins sem gerðist
uppalandi. Unglingamir skila sínu
þokkalega en ekkert eitt hlutverk
stendur uppúr, Estevez vantar
sterkan mótleikara á borð við Tat-
um O’Neal í hafnarboltamyndinni.
Á þeirri sýningu sem ég sá var
urmull unglinga um fermingu og
þeir virtust skemmta sér konung-
lega. Hún ætti því ekki að fara
fyrir brjóstið á þeim nýafdjöfluðu.
ÁRNAÐ HEILLA
Ljósm.stxjfan Nærmynd
HJÓNABAND. — Gefin voru sam-
an í hjónaband í Laugarneskirkju
þann 27. mars sl. af sr. Halldóri
Gunnarssyni, Áslaug Magnúsdóttir
og Gunnar Thoroddsen. Heimili
þeirra er á Bragagötu 16.
Ljósm.stofan MYND
HJÓNABAND. — Gefin voru sam-
an í Víðistaðakirkju þann 3. apríl
sl. af sr. Sigurði Helga Guðmunds-
syni, Ásthildur Guðlaugsdóttir og
Kristján Sigurbergsson. Heimili
þeirra er í Hamraborg 26, Kópa-
vogi.
Ljósm.stófan Nærmynd
HJÓNABAND. — Gefin voru sam-
an í hjónaband í Bústaðakirkju þann
10. apríl sl. af sr. Pálma Matthías-
syni, Ingibjörg Siguijónsdóttir og
Andri G. Olafsson. Heimili þeirra
er í Hraunbæ 182.