Morgunblaðið - 19.05.1993, Side 34

Morgunblaðið - 19.05.1993, Side 34
MORGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 34 Minning Odda Margrét Júlíusdóttir Fædd 18. febrúar 1951 Dáin 11. maí 1993 Ferð þín er hafín. f]arlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir aupm. (Hannes Pétursson) Nú þegar Odda Margrét vinkona okkar svo allt of fljótt hefur lagt upp í hinstu ferðina langar okkur að minnast hennar með fáeinum kveðjuorðum. Það syrti yfír þegar 'fréttin um andlát hennar barst og hugurinn tók að reika til Iiðinna tíma, til ár- anna ógleymanlegu sem við áttum saman í Menntaskólanum á Akur- eyri og fyrstu námsáranna eftir stúdentsprófíð. Þeir dagar höfðu virst svo órafjarri þegar Odda, hress og kát að vanda, átti frumkvæði að því að við gömlu vinkonumar tækjum upp þráðinn að nýju. Hún kallaði okkur saman fyrir nokkmm árum og þegar við hittumst var eins og tíminn hefði staðið í stað. Hafsjór minninganna streymdi fram og geislandi frásagnargleði Oddu naut sín svo sannarlega þegar ýmis gömul atvik og uppátæki voru rifjuð upp. Enginn mundi betur en hún hvernig lífíð og tilveran blasti við okkur í þá daga og mikið var hlegið og spjallað. Vináttuböndin voru treyst og eftir þessa endur- fundi var hvert tækifæri sem gafst notað til að hittast og njóta samver- unnar. Sérstaklega er okkur nú kært að minnast þeirrar kvöld- stundar sem við áttum síðast saman fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Þá brugðum við okkur til Eyrar- bákka, því að við vildum kanna á ný nokkrar gamlar slóðir. Aðdáunarvert var hversu kjark- mikil og sterk Odda var þrátt fyrir þann erfiða sjúkdóm sem hún glímdi við. Hún hafði svo mikið að gefa. Bjartsýni og leiftrandi kímni, en einnig sterk ábyrgðartilfínning og réttlætiskennd einkenndi alit henn- ar fas. Og þessir eiginleikar nutu sín vel í því starfí sem hún valdi sér við kennslu og umönnun bama. Innilegar samúðarkveðjur send- um við eiginmanni Oddu, skólabróð- ur okkar Jóni Laxdal, og dóttur þeirra Völu Dögg. Sú einlæga hlýja sem Odda af örlæti veitti okkur, sem samleið áttum með henni, vermir okkur á kveðjustund og skilur eftir þær minningaperlur sem ekkert fær grandað. í hljóðri þökk fylgir hugur okkar kærri vinkonu til nýrra staða. Anna, Hulda, Inga, Þórgunnur. Við lifum í vinum okkar í meira mæli en við gerum okkur yfírleitt grein fyrir. Ein mannsævi er ævin- lega samofín lífí margra. Ef við glötum vinum eða þeir deyja þá deyr eitthvað í okkur. Odda Mar- grét var vinur minn. Odda Margrét ólst upp á Akur- eyri, gekk hefðbundinn veg um skóla bæjarins og lauk stúdents- prófí frá MA árið 1971. Hún lauk síðan fóstrunámi frá Fósturskóla íslands 1973. Allan starfsaldur sinn vann hún á Akureyri, lengst af við kennslu í Lundarskóla, en einnig sem fóstra í leikskólum bæjarins. Þótt nokkuð langt sé síðan hún kenndi þess meins, sem hún laut í lægra haldi fyrir, þá tókst henni að vinna fulla vinnu fram eftir sl. ári, enda var hún dugnaðarforkur og hörð af sér. Ég kynntist bæði henni og manni hennar, sem síðar varð, Jóni Laxdal Halldórssyni, í menntaskóla, en vin- ur þeirra varð ég ekki fyrr en við Jón vorum saman í Háskóla ís- lands. Sumarið 1975 varð það að ráði að ég og þau hjón leigðum saman heilt hús í eitt ár á Akur- eyri. Næsta vetur 1976-77 dvöld- ust þau hjón í Árósum í Danmörku, en ég hvarf í önnur útlönd um tíma. Við gerðum ýmislegt okkur til gamans, iðulega ásamt öðru fólki, enda var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Við rákum Rauða húsið á Akureyri. Stundum á sumrum höfð- um við sumarhátiðir, þar sem allir veizlugestir gerðu eitthvað til að gleðja hina gestina, lásu ljóð eða sögur, sungu, léku á hljóðfæri eða gerðu eitthvað annað, sem þeim datt í hug. Við hittumst líka reglu- lega og borðuðum saman. Odda kom síðast í slíkt matarboð snemma í apríl sl. Oddu var margt til lista lagt. Hún hélt fallegt heimili með dóttur sinni og manni, var góð matselja og bakaði afbragðs brauð. Hún var framúrskarandi kennari. Ég þekki sjálfur börn, sem fara ekkert í laun- kofa með það, að skólaseta hjá henni var sífellt tilhlökkunarefni. Ég hygg, að hún hafí ekki verið síðri fóstra. Hún hafði mikinn áhuga á listum, en þó sérstaklega á leikhúsi. Hún hafði vanizt leik- húsi í æsku með föður sínum, Júl- íusi Oddssyni, sem lengi lék með Leikfélagi Akureyrar, og sótti þangað meðan hún mögulega gat. Um tíma ritaði hún leikdóma í Norðurland, sem þá var vikublað á Akureyri. Við höfðum bæði mikið dálæti á Agötu Christie og skiptumst á bók- um eftir hana öðru hvoru, en Odda las mikið. Hún sökkti sér niður í aðra höfunda, sérstaklega sam- tímahöfunda íslenzka. Hún hafði gaman af að ræða kosti og lesti á þeim bókum, sem hún var að lesa þá stundina, og bryddaði oft upp á slíkum umræðuefnum. Odda hafði afdráttarlausar skoð- anir á flestum hlutum, var stundum nokkuð dómhörð, en það er enginn löstur á fólki, ef það kann að fara með hörkuna. Það var auk þess háttur vina hennar að taka afdrátt- arlaust til orða og vera sem glanna- legastir í skoðunum. Hún átti það líka til að reiðast við vini sína og fór þá ekki dult með. En það stóð aldrei lengi og skyggði ekki á vin- áttuna. Það hafði verið ljóst nú um nokk- urt skeið að hveiju dró. Odda þjáð- ist af krabbameini, sem tókst ekki að ráða við. Hún gisti spítala nokk- urt skeið, en fjórum dögum fyrir andlátið kom hún heim. Flestir áttu von á, að hún fengi nokkurn tíma heima. Hún var ánægð að vera komin heim, enda undi hún hag sínum bezt þar. En því miður naut hún þess stutt. Dauðinn er böl, hvernig sem á er litið. Hann sviptir þann sem deyr lífínu, þá sem næstir standa því sem hvað dýrmætast er, ættingja og ástvini. Jón Laxdal og Valgerður sjá nú á bak eiginkonu og móður, systkini hennar tvö kærri systur. Megi góður Guð varðveita Oddu Margréti og líkna og styrkja fjöl- skyldu hennar og aðra ættingja í sorginni. Guðmundur Heiðar Frímannsson. En eins og blómin spretta úr moldinni þannig hefur orð þitt vaxið í bijósti mínu. (Matthías Johannessen) Odda Margrét kenndi okkur margt. Hún var kennari sem leit á okkur sem einstaklinga en ekki bara hóp. Við fundum að henni þótti vænt um okkur og þess vegna þótti okkur vænt um hana. Minn- ingin um Oddu mun ætíð lifa. Við sendum Jónsa, Völu og öllum þeim sem syrgja hana okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hrönn og Þrúður. Þriðjudaginn 11. maí barstokkur sú hörmulega fregn að fyrrum kennari okkar, Odda Magrét Júlíus- dóttir, hefði látist á heimili sínu sínu þá nótt. Þessi fregn kom okkur vissulega ekki á óvart því að Odda Margrét okkar hafði þá barist um tíma við illkynja sjúkdóm. Odda var alltaf svo yndisleg kona og það var alltaf gott að skilja hana og tala við hana. Við höfðum ekki tíma til að þakka henni Oddu fyrir þær yndislegu stundir og þann tíma sem við höfum átt með henni því að lát hennar bar svo brátt að. En minning Oddu mun vara að eilífu í huga okkar. Við vottum fjölskyldu hennar og vinum okkar dýpstu samúð. Helga María, Anna María, Thelma Brimdís, Kári, Halla og Aðalheiður. Ég man hana fyrst sem leggja- langan ungling á Eyrinni. Seinna urðum við málkunnugar. En haustið 1989 tókum við báðar við tíu ára bekk í Lundarskóla. Næstu ár var barist á mörgum víg- stöðvum. Sigrar og ósigrar eins og gengur. Hún óx við hveija raun. Síðasta orrustan var hörð og hún féll með sæmd. Kannski var það hennar stærsti sigur. Ég kveð Oddu Margréti með virð- ingu og þökk. Margrét Nýbjörg Guðmundsdóttir. Fráfall þess sem er manni kær kemur alltaf jafn mikið á óvart þó séð væri að hveiju stefndi. Minning- arnar streyma fram og verða að dýrmætum sjóði. Falleg tólf ára stúlka ræðst sem bamfóstra hjá íþróttakennara sín- um. Það var engin tilviljun að ég sóttist eftir að Odda Margrét gætti tveggja ára sonar míns og ekki brást hún traustinu, hvorki þá né endranær. Rúmur áratugur líður, þá verður hún bekkjarkennari ann- ars sonar míns og endurnýjast þá gömul vinátta. Síðan liggja leiðir okkar saman við kennslu í Lundar- skóla um sjö ára skeið og er ég nú umsjónarkennari fyrrverandi nem- enda hennar. Á síðasta ári var Odda Margrét fóstra á leikskólanum Holtakoti og gætti þá tveggja ára sonardóttur minnar, af sömu trúmennsku og fyrr. Fyrir allt þetta og miklu meira vil ég þakka að leiðarlokum. Odda Margrét kunni þá list að tala jafnt við börn og fullorðna og laða fram það besta í hverri sál. Það gerði hún með þeirri hógværð og hlýju sem ekki gleymist. Ástvinum hennar öllum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minning um trausta heilsteypta konu lifír. Margrét Rögnvaldsdóttir og fjölskylda. Öll þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að dauðinn bíður okkar allra. Hann vægir eng;um og það er sársaukafullt og illskiljanlegt fyrir okkur sem eftir stöndum þeg- ar hann — alltof snemma — sækir heim einhvem sem er eins og hluti af okkur sjálfum. Þegar það gerist er í fyrstu eins og þessi hluti deyi líka. I gær vissi ég að ég kæmist ekki norður á Akureyri til að vera við jarðarför Oddu, æskuvinkonu minnar, og ég fann sárt þörfína fyrir að kveðja hana. Ég gerði mér grein fyrir að þessi þörf er að hluta eigingirni. Mér fannst eins og kveðjuathöfnin mundi gera mig heila aftur og auðvelda mér að sætta mig við að minningamar um Oddu og þann hluta af lífí okkar sem við áttum saman, þurfa nú að koma í staðinn fyrir hana sjálfa. Ég varð því að búa mér til mína eigin kveðjuathöfn. Ég skoðaði gamlar myndir frá því að við vomm í landsprófí, frá skíðaferðum upp í Hlíðarfjall, frá skátamótum og frá því í Menntaskólanum á Akureyri. Á flestum þessara mynda er Odda. Ég náði í gamlan skókassa fullan af gömlum bréfum og enn fleiri myndum, m.a. frá heimili foreldra hennar við Sólvelli. Ég fann þar gamla leikskrá frá Þjóðleikhúsinu og mundi eftir haustferð til Reykja- víkur, en þangað áttum við vinkon- umar tvö erindi; að kaupa föt í Kamabæ og fara í Þjóðleikhúsið. Við höfðum þénað ágætlega um sumarið í Niðursuðuverksmiðju K.J. Við gerðum hvort tveggja og kom- um norður í útsniðnum dátabuxum og þröngum rúllukragabolum og höfðum séð „Ó þetta er indælt stríð“. Ég rifjaði upp tjaldferðir í Vaglaskóg og Húsafell. Hvað það var gaman að vera ungur og eiga allt lífíð framundan. Og hvað vina- hópurinn var skemmtilegur. Ein ljúf minning er frá því í desember 1973 þegar ég heimsótti Oddu og Jónsa og nýfædda dóttur þeirra, hana Völu Dögg. Ég man hvað við voram sæl og ánægð, ég með mína dóttur sem hafði fæðst nokkram mánuðum fyrr og þau með sína. Á þessum tíma voram við skólasystumar úr 6.b Menntaskólans á Ákureyri að eiga okkar fyrstu böm, það var kominn myndarlegur hópur af strákum en þetta voru fyrstu stelp- urnar og við voram stoltar. Eins og gengur völdum við okkur mismunandi leiðir í lífínu og þær lágu ekki alltaf saman. Odda og Jónsi völdu að flytjast heim til Ak- ureyrar eftir nokkur ár hér í Reykjavík og í Danmörku; ég sett- ist að í Reykjavík eftir langa náms- dvöl erlendis. Vinátta okkar Oddu varð hluti af sameiginlegri fortíð okkar beggja, en væntumþykjan alltaf fyrir hendi. Þess vegna var alltaf jafn ljúft að hittast, hvort heldur það var í hópi gamalla skóla- systra eða bara við tvær. í desem- ber síðastliðnum hitti ég Oddu hér í Reykjavík. Hún var í einni af mörgum ferðum sínum á sjúkrahús. Þó að það færi ekki fram hjá nein- um að þarna fór fársjúk manneskja var hláturinn hennar enn jafn bjart- ur og bjartsýnin og trúin á Jífíð sterk. Ég óttaðist að þetta yrði síð- asta skiptið sem ég sæi hana og mér leið illa. Ég var svo hrædd um að myndin af henni svona veikri mundi skyggja á allar hinar mynd- irnar en ég veit það núna að það var ástæðulaus ótti. Elsku Jónsi, auðvitað geta minn- ingar aldrei komið í staðinn fyrir hana Oddu þína, en þær eru raun- veralegar. Huggun í fyrstu, en von- andi seinna meir mikilvægur þáttur af því sem við eram og gera okkur öll sem þekktum Oddu að betri manneskjum. Ég sendi þér og dótt- ur ykkar, henni Völu Dögg, svo og Rósu og Nick, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Stefanía Traustadóttir. Ég skil ekki upphafíð ég skil ekki ástina eg skil ekki dauðann. Overðskuldað er þetta þrennt. (Sigfús Daðason) Enginn má sköpum renna. Dauð- inn, hinn endanlegi og óumflýjan- legi ofjarl lífsins, hefur lagt að velli sómakonu á besta aldri. Odda Margrét Júlíusdóttir var fædd á Akureyri hinn 18. febrúar 1951 og var því aðeins 42 ára, er hún lést. Hún var dóttir hjónanna Júlíusar Oddssonar og Valgerðar Kristjánsdóttur. Júlíus var fæddur 10. janúar 1913 og lést 4. október 1977. Hann var Eyfirðingur að ætt og upprana og átti rætur að rekja til Dagverðareyrar og Glæsibæjar. Júlíus starfaði lengst af sem lager- maður í Vélsmiðjunni Odda á Akur- eyri. Hann var öðlingur og honum var margt til lista lagt. I áratugi var hann einn af máttarstólpum Leikfélags Akureyrar og dýrkaði hann Þalíu allt fram undir andlátið. Valgerður, móðir Oddu, var fædd 29. mars 1917 og lést langt um aldur fram hinn 16. desember 1972. Hún var af skagfirsku bergi brotin, en foreldrar henanr fluttu sig um set og bjuggu í Öxnadal. Valgerður var traust kona og börnum sínum stoð og stytta. Júlíus og Valgerður eignuðust þijú börn, en auki Oddu era það Rósa Kristín, fædd 1945, myndlistarmaður og kennari við Myndlistarskólann á Akureyri, gift Nick Cariglia lækni á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, og Guð- mundur Arnar, fæddur 1954, vél- stjóri á Súlunni EA, búsettur á Akureyri og kvæntur Siggerði Bjarnadóttur, fiskmatsmanni. Odda ólst upp á Eyrinni og gekk í Oddeyrarskólann, síðan í Gagn- fræðaskóla Akureyrar og Mennta- skólann á Akureyri. Hún braut- skráðist stúdent vorið 1971. Síðan lá leiðin suður yfír heiðar í Fóstur- skóla íslands. Hinn 27. nóvember 1972 gekk hún að eiga Jón Laxdal Halldórsson frá Akureyri og bekkj- arfélaga úr MA. Jón var þá skáld- spíra og heimspekinemi við Háskóla íslands. Giftinguna bar brátt að, en kom þó ekki alls kostar á óvart þeim er best þekktu til. Valgerður, móðir Oddu, lá þá banaleguna norð- ur á Akureyri og hafði hún að orði, að sér litist vel á ráðahaginn. Enda kom það á daginn, að þau hjón voru samhent um það sem máli skipti og bættu hvort annað upp, svo ólík sem þau voru að upplagi. Þau eignuðust eina dóttur, Valgerði Dögg, fædda 1973, sem nú er nem- andi í MA. Odda útskrifaðist úr Fósturskól- anum árið 1973 og fluttist þá til Akureyrar. Þar vora rætumar, þar vildi hún vera og hún þreifst ekki annars staðar. Uppeldi og umönnun smábama varð ekki ævistarf henn- ar, þrátt fyrir menntunina, heldur kennsla. Hún var barnakennari all- ar götur frá 1973 og fram til 1992, ef undan er skilinn einn vetur, 1976-77, er hún lagði stund á leik- húsfræði við Háskólann í Árósum. Fyrst kenndi hún við Barnaskóla Akureyrar og síðan við Lundar- skóla. Á sumrin sinnti hún fóstru- störfum. Sumir virðast fæddir kennarar og kenna af list og tilfínningu; aðr- ir leggja nótt við nýtan dag í ástundun kennslufræða, en verða þó aldrei nema miðlungs hand- verksmenn. Odda hafði aldrei form- leg réttindi til kennslu en hún hafði hæfíleika, dugnað og metnað og lagði sálu sína í starfið. Hún gaf af sjálfri sér og slíkt skynjar smá- fólkið. Þess vegna uppskar hún ríkulega í sínu mannræktarstarfi. Akureyri er fagur bær en stund- um er eins og fjallafaðmur byrgi útsýn og fásinni hamli þroska hug- arfarsins. Á slíkum stöðum, er sá sem bindur bagga sína öðrum hnút- um en samferðamennimir oft á tíð- um litinn hornauga. Jón, maður Oddu, hefur stundað myndlist, skáldskap og útgáfustörf á Akur- eyri í hart nær tuttugu ár og ein- att verið umdeildur, en þegar á móti blés, studdi Odda við bakið á bónda sínum. Því gladdi það hana óumræðilega rétt fyrir andlátið, þegar Akureyrarbær veitti Jóni uppreisn æra og útnefndi hann bæjarlistamann næsta árið. Odda var geðrík kona og það gustaði af henni. Hún var hreinskil- in og sagði skoðanir sínar umbúða- laust. En sakir hjartahlýju og góð- semdar átti hún sér fáa eða enga óvildarmenn; að henni er sjónar- sviptir. Enginn skilur annan mann nokk- urn tímann til fulls, sagði heimspek- ingurinn Sören Kierkegaard, og sérstaklega gildir það um sorgina, þar sem andlag hennar ætíð er svo bundið hinum einstaka. Harmur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.