Morgunblaðið

Date
  • previous monthMay 1993next month
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 26.05.1993, Page 26

Morgunblaðið - 26.05.1993, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 ANDREAS WECKER IÞROTTAHUSID OIGRJHESI, MIDVIKUDAGINN 26. MAÍ, KL. 20.00 Fimleikar - fögur íþrótt SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS m VORSÝNING GERPLII Fjöldi sýnenda - frábær atriði Borgarráð Óháða lista- hátíðin fær 500 þúsund BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja Óháða listahátíð í Reykjavík um 500 þúsund krón- ur. í greinargerð Óháðrar listahátíð- ar vegna óskar um styrkinn segir, að í fyrra hafi 500 listamenn komið fram á listahátíðinni og um 15.000 gestir sótt hinar ýmsu uppákomur. Nú sé stefnt að því að gera enn betur og efla enn frekar lífið í mið- borginni með skipulögðum uppá- komum, jafn innan sem utan dyra. Óháða listahátíðin fór fram á 850 þúsund króna styrk frá borginni, en borgarráð samþykkti 500 þús- und króna framlag. GCD spilar á Húsavík HLJÓMSVEITIN GCD heldur dansleik í iþróttahúsinu á Húsavík föstudaginn 28. maí nk. Þetta er þriðja helgin sem hljómsveitin kemur fram á þessu ári og 30. maí leikur hljómsveitin síðan á hvítasunnudansleik á Logalandi. Hljómsveitin GCD sendi frá sér hljómplötu á dögun- um og hafa lög af henni þegar litið dagsins ljós á vinsældalistum útvarpsstöðvanna og hefur sala plötunnar þegar farið fram úr björtustu vonum, segir í tilkynn- ingu frá hljómsveitinni. Hljómsveitin GCD skipa: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Berg- þór Morthens og Gunnlaugur Briem. (Fréttatilkynning) einn fremstl flmleikamaður heims, verður sérstakur gestur á sýningunni. Kjörin skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mætið tímanlega til að fá sæti. Sjávarréttir í Perlunni í FRAMHALDI af þeirri umræðu sem farið hefur fram um nýtingu á hráefni bæði sjávarfangs og tandbúnaðarafurða og var kynnt forráðamönnum þjóðarinnar í Perlunni í apríl sl. hefur nú verið ákveðið að gefa fólki kost á að ■snæða þessa rétti. Boðið verður upp á sjö rétta kvöld- verð á hóflegu verði. Söngfólk frá Leikfélagi Akureyrar mun syngja nokkur lög úr Leðurblökunni gestum til skemmtunar. Kvöldverðurinn verður þriðjudaginn 25. maí nk. í Perlunni kl. 19. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson NEMENDUR Klúkuskóla ásamt leiðbeinanda sínum í skólastofunni. F.v. Sölvi Þór Baldursson, Saga Ólafsdóttir, Steinar Þór Baldursson, Torfhildur Steingrímsdóttir, Eysteinn Pálmason og Finnur Ólafsson. Skólalok í Bjarnar- firði á Ströndum Laugarhóli. SKÓLA lauk á þessum vetri í Klúkuskóla í Bjamarfirði um síðustu helgi. Hafði þetta verið gjöfull vetur á þann hátt að nemendur unnu tvöfalt í Lestrarkeppninni miklu, þá höfðu þeir tekið þátt í Norrænu skólahlaupi, haldið góða árshátíð og farið í skrúðgöngu með eftirfylgjandi Sumarhátíð á sumar- daginn fyrsta. þannig hafði veturinn skipst milli leiks og starfa, eins og gerist í flestum skólum. Það var hátíðleg stund þegar skólanum bárust öll skjöl um þátt- töku og sigra í Lestrarkeppninní miklu. Einmitt þegar nemendum voru afhentar einkunnabækur og haldið var heim til að sinna sauð- burði, bárust þessi gögn. Hins vegar hafði verðlaunabókum frá bókaforlögunum Iðunni og Máli og menningu verið úthlutað skömmu áður. Var þetta í annað sinn á vetrinum sem skjöl um unna sigra bárust skólanum, en hann hafði haft eitt hundrað pró- sent þátttöku í Norræna skóla- hlaupinu og fengið um það gögn frá menntamálaráðuneytinu fyrr á vetrinum. Hátíðahöld Þá höfðu nemendur þrisvar á vetrinum efnt til hátíðar fyrir íbúa Bjarnarfjarðar. Var þar fyrst efnt til hátíðar á litlu jólum og flutt efni til gamans og leikið fyrir for- eldra og aðra íbúa fjarðarins. Þá var efnt til árshátíðar með tilheyr- andi skemmtan á miðjum vetri. Þá hátíð mætti kalla allt í senn; Miðsvetrarhátíð og þorrablót, eða góugleði. Þá var svo lokahátíð vetrarins sem haldin var á sumar- daginn fyrsta. Var þá ekki aðeins öllum Bjamfirðingum boðið heldur einnig sóknarprestinum, séra Sig- ríði Oladóttur, og síðan gengið í skrúðgöngu um fjörðinn, eftir að hún hafði átt góða stund með nem- endunum. Voru heimatilbúnir sumarfánar bornir fyrir sumar- göngunni. Að göngu lokinni var svo öllum viðstöddum boðið í sum- arkaffí. Höfðu nemendur sjálfír bakað meðlætið, sem gerður var besti rómur að. Raunar hafði verið tekið forskot á sæluna og haldið mikið „Pitsupartý" um páskaleytið. Voru í þessum tveim veislum snæddir ávextir síðustu heimilisfræðitímanna og prófverk- efni nemenda. Þá höfðu nemendur skólans bæði tekið þátt í dansnámskeiði og skíðanámskeiði ásamt nemend- um í Grunnskólanum á Drangs- nesi, á síðari hluta vetrar. Sundn- ámskeið hefst svo í „Gvendarlaug hins góða“ á Klúku í Bjarnarfírði þann 24. maí og lýkur því og skóla- starfí þessa vetrar í Kaldrananes- hreppi svo um mánaðamótin maí- júní. - S.H.Þ. Fóstrufé- lagið kýs umstarfs- heiti SAMÞYKKT var á aðalfundi Fóstrufélags íslands, sem haldinn var nýlega, að fram fari atkvæða- greiðsla um starfsheiti stéttar- innar, kosið verði um starfsheitin fóstra og leikskólakennari. Enn- fremur var kjörinn nýr formað- ur, Guðrún Alda Haraðrdóttir, og nýr varaformaður, Björg Bjarnadóttir, en aðrir í stjórn eru: Dagrún Ársælsdóttir, Ólöf Helga Pálmadóttir, Sigurlaug Einarsdóttir, varamenn eru Petr- ína Baldursdóttir og Þröstur Brynjarsson. Mikil umræða fór fram á fundin- um um gæðamat og gæðaeftirlit í leikskólum og munu stjórn og full- trúaráð hafa málefnið til umfjöllun- ar næsta starfsár og fyrirhugað er að Fóstrufélagið standi fyrir ráð- stefnu sem fjalli um gæði leikskóla og gæðamat. Fundurinn ályktaði m.a. að stór- átak þyrfti að gera á skipan framtíð- arstöðu fóstrumenntunar á íslandi og hvatti til þess að stefnt verði að því að menntun fóstra fari fram innan eins uppeldisskóla. Hvað varðar stöðu samninga mun Fóstrufélagið áfram verða með í samfloti aðildafélaga BSRB um gerð kjarasamninga. Miklar umræð- ur urðu um breyttar samþykktir launanefndar sveitarfélaga, en sam- kvæmt þeim skulu samningar undir- ritaðir af Fóstrufélagi íslands, án fyrirvara um samþykki viðkomandi sveitarfélaga. Samþykkt var skipulagsskrá rannsóknasjóðs leikskóla sem stofn- aður var til minningar um Selmu Dóru Þorsteinsdóttur, fyrrverandi formann Fóstrufélags íslands. (Fréttatilkynning) ------♦ ♦ ♦----- Atak gegn hávaða AÐALFUNDUR félagsins Átak gegn hávaða verður haldinn í kvöld, miðikudagskvöld, klukkan 20.30 á veitingahúsinu Lækjar- brekku við Bankastræti, annarri hæð. Á fundinum verður kosin ný stjórn félagsins og rætt um tívolí í ná- grenni Umferðarmiðstöðvarinnar og mótmæli íbúa Þingholta gegn því. Kaffihús Hveragerðis í Húsinu á sléttunni KAFFIHÚS Hveragerðis hefur nýverið opnað í Húsinu á sléttunni. Þar eru sæti fyrir 50 manns og er opið frá kl. 14 og fram eftir kvöldi eftir stemmningu og óskum ferðamanna, en vínveitingar eru á staðnum og bar með setkrók. Veitingar eru í hefðbundnum stíl, tertur, ýmiskonar konditur-stykki og smurt brauð. Meðlætið verður undir stjórn bakarans Halldór Dav- íðs frá Vestmannaeyjum, enn fremur verða ýmsir léttir smáréttir á boð- stólum t.d. 500 og 1.000 hitaeininga diskar. Sléttugrillið er með fjöl- breyttan ferðamannamat og í sumar er boðið upp á heimilismat í hádeg- inu á vægu verði. Einnig gefst fólki kostur á að kaupa framleiðslu húss- ins. Nýbökuð brauð og kökur í heim- ijispakkningum, tilvalið í bústaðinn. Á efri hæð hússins verða í sumar hlaðborð. (Úr fréttatilkynningri.) .ÆIGENDUR Kaffihúss Hveragerðis, Ólafur Reynisson og Anna Mar- ía Eyjólfsdóttir. 3M Maskar

x

Morgunblaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Sprog:
Årgange:
111
Eksemplarer:
55740
Registrerede artikler:
3
Udgivet:
1913-nu
Tilgængelig indtil :
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Udgivelsessted:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-nu)
Haraldur Johannessen (2009-nu)
Udgiver:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-nu)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Tillæg:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 116. tölublað (26.05.1993)
https://timarit.is/issue/125574

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

116. tölublað (26.05.1993)

Actions: