Morgunblaðið - 26.05.1993, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
ANDREAS WECKER
IÞROTTAHUSID OIGRJHESI,
MIDVIKUDAGINN 26. MAÍ, KL. 20.00
Fimleikar - fögur íþrótt
SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS
m
VORSÝNING GERPLII
Fjöldi sýnenda - frábær atriði
Borgarráð
Óháða lista-
hátíðin fær
500 þúsund
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að styrkja Óháða listahátíð í
Reykjavík um 500 þúsund krón-
ur.
í greinargerð Óháðrar listahátíð-
ar vegna óskar um styrkinn segir,
að í fyrra hafi 500 listamenn komið
fram á listahátíðinni og um 15.000
gestir sótt hinar ýmsu uppákomur.
Nú sé stefnt að því að gera enn
betur og efla enn frekar lífið í mið-
borginni með skipulögðum uppá-
komum, jafn innan sem utan dyra.
Óháða listahátíðin fór fram á 850
þúsund króna styrk frá borginni,
en borgarráð samþykkti 500 þús-
und króna framlag.
GCD spilar á Húsavík
HLJÓMSVEITIN GCD heldur
dansleik í iþróttahúsinu á
Húsavík föstudaginn 28. maí
nk.
Þetta er þriðja helgin sem
hljómsveitin kemur fram á þessu
ári og 30. maí leikur hljómsveitin
síðan á hvítasunnudansleik á
Logalandi. Hljómsveitin GCD
sendi frá sér hljómplötu á dögun-
um og hafa lög af henni þegar
litið dagsins ljós á vinsældalistum
útvarpsstöðvanna og hefur sala
plötunnar þegar farið fram úr
björtustu vonum, segir í tilkynn-
ingu frá hljómsveitinni.
Hljómsveitin GCD skipa: Bubbi
Morthens, Rúnar Júlíusson, Berg-
þór Morthens og Gunnlaugur
Briem.
(Fréttatilkynning)
einn fremstl flmleikamaður heims, verður
sérstakur gestur á sýningunni.
Kjörin skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Mætið tímanlega til að fá sæti.
Sjávarréttir í Perlunni
í FRAMHALDI af þeirri umræðu
sem farið hefur fram um nýtingu
á hráefni bæði sjávarfangs og
tandbúnaðarafurða og var kynnt
forráðamönnum þjóðarinnar í
Perlunni í apríl sl. hefur nú verið
ákveðið að gefa fólki kost á að
■snæða þessa rétti.
Boðið verður upp á sjö rétta kvöld-
verð á hóflegu verði. Söngfólk frá
Leikfélagi Akureyrar mun syngja
nokkur lög úr Leðurblökunni gestum
til skemmtunar. Kvöldverðurinn
verður þriðjudaginn 25. maí nk. í
Perlunni kl. 19.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson
NEMENDUR Klúkuskóla ásamt leiðbeinanda sínum í skólastofunni.
F.v. Sölvi Þór Baldursson, Saga Ólafsdóttir, Steinar Þór Baldursson,
Torfhildur Steingrímsdóttir, Eysteinn Pálmason og Finnur Ólafsson.
Skólalok í Bjarnar-
firði á Ströndum
Laugarhóli.
SKÓLA lauk á þessum vetri í Klúkuskóla í Bjamarfirði um
síðustu helgi. Hafði þetta verið gjöfull vetur á þann hátt að
nemendur unnu tvöfalt í Lestrarkeppninni miklu, þá höfðu
þeir tekið þátt í Norrænu skólahlaupi, haldið góða árshátíð
og farið í skrúðgöngu með eftirfylgjandi Sumarhátíð á sumar-
daginn fyrsta. þannig hafði veturinn skipst milli leiks og
starfa, eins og gerist í flestum skólum.
Það var hátíðleg stund þegar
skólanum bárust öll skjöl um þátt-
töku og sigra í Lestrarkeppninní
miklu. Einmitt þegar nemendum
voru afhentar einkunnabækur og
haldið var heim til að sinna sauð-
burði, bárust þessi gögn. Hins
vegar hafði verðlaunabókum frá
bókaforlögunum Iðunni og Máli
og menningu verið úthlutað
skömmu áður. Var þetta í annað
sinn á vetrinum sem skjöl um
unna sigra bárust skólanum, en
hann hafði haft eitt hundrað pró-
sent þátttöku í Norræna skóla-
hlaupinu og fengið um það gögn
frá menntamálaráðuneytinu fyrr á
vetrinum.
Hátíðahöld
Þá höfðu nemendur þrisvar á
vetrinum efnt til hátíðar fyrir íbúa
Bjarnarfjarðar. Var þar fyrst efnt
til hátíðar á litlu jólum og flutt
efni til gamans og leikið fyrir for-
eldra og aðra íbúa fjarðarins. Þá
var efnt til árshátíðar með tilheyr-
andi skemmtan á miðjum vetri.
Þá hátíð mætti kalla allt í senn;
Miðsvetrarhátíð og þorrablót, eða
góugleði. Þá var svo lokahátíð
vetrarins sem haldin var á sumar-
daginn fyrsta. Var þá ekki aðeins
öllum Bjamfirðingum boðið heldur
einnig sóknarprestinum, séra Sig-
ríði Oladóttur, og síðan gengið í
skrúðgöngu um fjörðinn, eftir að
hún hafði átt góða stund með nem-
endunum. Voru heimatilbúnir
sumarfánar bornir fyrir sumar-
göngunni. Að göngu lokinni var
svo öllum viðstöddum boðið í sum-
arkaffí. Höfðu nemendur sjálfír
bakað meðlætið, sem gerður var
besti rómur að. Raunar hafði verið
tekið forskot á sæluna og haldið
mikið „Pitsupartý" um
páskaleytið. Voru í þessum tveim
veislum snæddir ávextir síðustu
heimilisfræðitímanna og prófverk-
efni nemenda.
Þá höfðu nemendur skólans
bæði tekið þátt í dansnámskeiði
og skíðanámskeiði ásamt nemend-
um í Grunnskólanum á Drangs-
nesi, á síðari hluta vetrar. Sundn-
ámskeið hefst svo í „Gvendarlaug
hins góða“ á Klúku í Bjarnarfírði
þann 24. maí og lýkur því og skóla-
starfí þessa vetrar í Kaldrananes-
hreppi svo um mánaðamótin maí-
júní.
- S.H.Þ.
Fóstrufé-
lagið kýs
umstarfs-
heiti
SAMÞYKKT var á aðalfundi
Fóstrufélags íslands, sem haldinn
var nýlega, að fram fari atkvæða-
greiðsla um starfsheiti stéttar-
innar, kosið verði um starfsheitin
fóstra og leikskólakennari. Enn-
fremur var kjörinn nýr formað-
ur, Guðrún Alda Haraðrdóttir,
og nýr varaformaður, Björg
Bjarnadóttir, en aðrir í stjórn
eru: Dagrún Ársælsdóttir, Ólöf
Helga Pálmadóttir, Sigurlaug
Einarsdóttir, varamenn eru Petr-
ína Baldursdóttir og Þröstur
Brynjarsson.
Mikil umræða fór fram á fundin-
um um gæðamat og gæðaeftirlit í
leikskólum og munu stjórn og full-
trúaráð hafa málefnið til umfjöllun-
ar næsta starfsár og fyrirhugað er
að Fóstrufélagið standi fyrir ráð-
stefnu sem fjalli um gæði leikskóla
og gæðamat.
Fundurinn ályktaði m.a. að stór-
átak þyrfti að gera á skipan framtíð-
arstöðu fóstrumenntunar á íslandi
og hvatti til þess að stefnt verði að
því að menntun fóstra fari fram
innan eins uppeldisskóla.
Hvað varðar stöðu samninga mun
Fóstrufélagið áfram verða með í
samfloti aðildafélaga BSRB um
gerð kjarasamninga. Miklar umræð-
ur urðu um breyttar samþykktir
launanefndar sveitarfélaga, en sam-
kvæmt þeim skulu samningar undir-
ritaðir af Fóstrufélagi íslands, án
fyrirvara um samþykki viðkomandi
sveitarfélaga.
Samþykkt var skipulagsskrá
rannsóknasjóðs leikskóla sem stofn-
aður var til minningar um Selmu
Dóru Þorsteinsdóttur, fyrrverandi
formann Fóstrufélags íslands.
(Fréttatilkynning)
------♦ ♦ ♦-----
Atak gegn
hávaða
AÐALFUNDUR félagsins Átak
gegn hávaða verður haldinn í
kvöld, miðikudagskvöld, klukkan
20.30 á veitingahúsinu Lækjar-
brekku við Bankastræti, annarri
hæð.
Á fundinum verður kosin ný stjórn
félagsins og rætt um tívolí í ná-
grenni Umferðarmiðstöðvarinnar og
mótmæli íbúa Þingholta gegn því.
Kaffihús Hveragerðis
í Húsinu á sléttunni
KAFFIHÚS Hveragerðis hefur nýverið opnað í Húsinu á sléttunni.
Þar eru sæti fyrir 50 manns og er opið frá kl. 14 og fram eftir
kvöldi eftir stemmningu og óskum ferðamanna, en vínveitingar eru
á staðnum og bar með setkrók.
Veitingar eru í hefðbundnum stíl,
tertur, ýmiskonar konditur-stykki
og smurt brauð. Meðlætið verður
undir stjórn bakarans Halldór Dav-
íðs frá Vestmannaeyjum, enn fremur
verða ýmsir léttir smáréttir á boð-
stólum t.d. 500 og 1.000 hitaeininga
diskar. Sléttugrillið er með fjöl-
breyttan ferðamannamat og í sumar
er boðið upp á heimilismat í hádeg-
inu á vægu verði. Einnig gefst fólki
kostur á að kaupa framleiðslu húss-
ins. Nýbökuð brauð og kökur í heim-
ijispakkningum, tilvalið í bústaðinn.
Á efri hæð hússins verða í sumar
hlaðborð.
(Úr fréttatilkynningri.)
.ÆIGENDUR Kaffihúss Hveragerðis, Ólafur Reynisson og Anna Mar-
ía Eyjólfsdóttir.
3M
Maskar