Morgunblaðið - 26.05.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
33
Hjóimminning
Petrea Jónsdóttir
ogJón Kr. Níelsson
Fædd 16. október 1904
Dáin 14. maí 1993
Fæddur 13. júní 1898
Dáinn 20. mars 1980
Við kvöddum Petru ömmu á Akur-
eyri bjartan og fagran maídag. Það
var við hæfí að Eyjaíjörður skartaði
sínu fegursta þennan dag. Petra
amma var Eyfirðingur í húð og hár,
Árskógsströnd og Akureyri hennar
heimkynni. Hún bjó í Grænugötu við
Eiðsvöllinn í nærri þrjátíu ár. Úr
glugganum hennar sér upp í skógi-
vaxna byggðina á Brekkunni og ofar
rísa Súlur. í suðri sér fram í búsæld-
arlega Eyjafjarðarsveit og að austan-
verðu liggur Vaðlaheiði í margbreyti-
leik sínum. Þama leið þeim vel, Jóni
afa og Petru ömmu. Vildu hvergi
annars staðar vera. Þetta var h'ka
einn helsti sólskinsreitur bernskunn-
ar, þar sem maður fékk alltaf gott
atlæti, umhyggju og ástúð.
Þegar strákur var sendur heim til
Akureyrar á haustdögum eftir síldar-
sumar á Raufarhöfn, lá leiðin í
Grænugötu. Skólinn var framundan.
Petra amma sá til þess að drenginn
hennar skorti nú ekkert og skóla-
námið væri ástundað af reglufestu.
Þvílík andstæða við sfldarbraggann:
Hlýlegt og snyrtilegt heimilið þeirra
afa og ömmu í Grænugötu, dýrlegt
blómahaf, heklaðir dúkar á fínum
mublum. Góðir dagar voru framund-
an, dekraður af ömmu, afa og Jó-
hönnu Helgu frænku. Petra amma
var af þeirri kynslóð íslendinga sem
lærði og kunni að meta þau hvers-
dagsgæði að hafa nóg að bíta og
brenna. Mikið lagði hún amma á sig
við að fá sonarsoninn mjóa til að
borða nú aðeins meira og betur. Það
var henni í raun undrunar- og
áhyggjuefni alía tíð að drengurinn
hennar skyldi nú ekki vera dálítið
holdugri. Oft hlógu þær mæðgur
góðlátlega að stráknum, með hönd
undir kinn, horfandi dreymnum aug-
um útum eldhúsgluggann á meðan
grauturinn kólnaði á diskinum.
Þetta var fyrir daga sjónvarpsins.
Þegar ekki viðraði til útileikja á
Oddeyrinni, var gripið í spil og spjall-
að í stofunni hjá afa og ömmu.
Stundum var plötu brugðið á fóninn.
Smárakvartettinn var vinsæll, og
sérstaklega var hlustað eftir hljóm-
mikilli bassarödd vinar þeirra og
samstarfsfélaga, Magnúsar Sig-
uijónssonar bólstrara. Þau kvöld eru
notaleg í minningunni, þegar leiðin
lá niður í Ægisgötu með afa og
ömmu til Magnúsar og konu hans.
Kvöldlangt sátu þau að spilum og
spjölluðu. Strákur hlustaði á leikrit
í útvarpinu, eða fylgdist með spila-
___________Brids______________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsdeild Barðstrend-
ingafélgsins
Dagana 14. og 15. maí sl. lauk
vetrarstarfi deildarinnar með því að
tekið var á móti spilurum úr V-Barða-
strandarsýslu. Föstudaginn 14. var
spilaður Mitchell-tvímenningur. 40 pör
mættu. Úrslit:
N/S
ÆvarJónsson/JónGíslason _ 451
GunnarH.Einarsson/SigurbjömÁrm. 414
BjömBjömsson/LogiPétursson 400
A/V
SigurjónHarðarson/GylfiÓlafsson 462
EmaHrólfsdóttir/JónðmÁmundason 448
Friðjón Margeirsson/V aldimar Sveinsson 438
Meðalskor 364 stig.
Laugardaginn 15. maí var sveita-
keppni, sem tilheyrir þessari heim-
sókn. 9 sveitir kepptu frá hvorum
aðila. Sunnanfólk vann að þessu sinni
og vann til baka bikar þann sem þeir
töpuðu á Patreksfirði í fyrra.
Keppni þessari stjórnaði ísak Öm
Sigurðsson en hún fór fram við mjög
góðar aðstæður í Höfðakaffi, Vagn-
höfða 11 og tókst í alla staði með
ágætum.
Við tökum okkur nú frí til hausts-
ins. Öllum þeim sem þátt tóku í starfí
deildarinnar eru sendar bestu sumar-
óskir og þakkað samstarfið á liðnum
vetri.
mennskunni. Afí og Magnús tottandi
vindla. Síðan var boðið góða nótt,
hatturinn settur upp og gengið heim
í Grænugötu hönd í hönd.
Þegar skóla lauk á daginn, var
gjaman farið niður í Kjarna, nýjustu
tekkmublur stroknar, sófar og borð
færð úr stað. Afí og amma tóku ljúf-
lega á móti bæjarbúum og sveita-
mönnum í leit að húsgögnum. Afí
þekkti alla, stundum þriðja ættlið eða
fjórða bara af svipnum. Peningar
voru taldir oní lítinn kassa og bolsíur
veiddar upp úr poka. Það var ekki
lítils virði að vera treyst fyrir pening-
um í bankanum. Afi fyllti út fylgiseð-
ilinn og braut utan um seðlabúntið.
Þétt var haldið um peningana og
hlaupið norður Skipagötu, yfir Ráð-
hústorg í Landsbankann. Það var
alltaf ljúft að sendast fyrir afa og
ömmu í Kjama, en aldrei var að fullu
launuð góðmennska þeirra. Afi og
amma voru alltaf að gefa. Ég held
þeim hafi ekki þótt neitt skemmti-
legra. Oft gaf afi ókunnum bömum
peninga eða sælgætismola, bara af
því að hann hafði gaman af þvi að
gleðja. í jólaboðunum nutu sín vel
kostir þeirra heiðurshjóna, gestrisni
og hófsöm glaðværð. Og alltaf var
gömlum sveitungum og vinum tekið
fagnandi. Enginn fór svangur frá
Petru ömmu.
Nú hefur amma kvatt okkur. Ak-
ureyri er breyttur bær. Bílastæði þar
sem Kjarni var, engin blóm vaxa í
steingráu Ráðhústorgi. Engin amma
í Grænugötu 12. En sumarið er kom-
ið fyrir norðan og lofar góðu.
t
Útför ástkærrar móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURRÓSAR JÓNSDÓTTUR
fyrrv. hárgreiðslumeistara
Þjóöleikhússins,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 13.30.
Ragnhildur J. Siguröardóttir, Jes Einar Þorsteinsson,
Guðrún Siguröardóttir,
Magnús Einar Sigurðsson, Kicki Borhammar,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar,
UNA PÉTURSDÓTTIR
frá Sauðárkróki,
Kambsvegi 3,
lést 23. maí á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Jarðarförin auglýst síðar.
Unnur Ragna Benediktsdóttir,
Olga de Lange,
Hulda Levdahl.
t
Elsku litla dóttir okkar, systir og barnabarn,
DAGNÝ ÚLFARSDÓTTIR,
Laufvangi 3,
lést 22. maí.
Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 27. mai
kl. 13.30.
Berglind Þorleifsdóttir, Úlfar Úlfarsson,
Þorieifur Úlfarsson,
Hrefna Einarsdóttir, Þorleifur Guðmundsson,
Úlfar Garðar Randversson.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vin-
áttu við andlát og útför elskulegrar systur okkar,
GUÐRÚNAR INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR
frá Asparvík.
Systkini og fjölskyldur.
t
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda sam-
úð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
ARNAR ALBERTS
OTTÓSSONAR,
Ólafsvík.
Magnea Magnúsdóttir,
Hrafn Arnarson, Hrönn Þórisdóttir,
Helgi F. Arnarson, Gunnhildur Hauksdóttir,
Kristinn Arnarson, Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir,
Albert Arnarson, Sigurrós Úlla Steinþórsdóttir,
Agnes Björk Helgadóttir, Berglind Helgadóttir,
Daníel Kristinsson, Rakel Kristinsdóttir.
Jón Níelsson og Petrea Jónsdóttir
voru eyfirskt alþýðufólk, sem lifði
umskiptin frá örbirgð til velsældar.
Þau fóstruðu barnahópinn sinn á
Árskógsströnd, lifðu og störfuðu á
sjó og landi, en tóku sig upp á miðj-
um aldri og fluttust inn á Akureyri
og sköpuðu sér nýjan starfsvettvang
með dugnaði, bjartsýni og í félags-
skap við góða menn. Á langri ævi
og farsælli eignuðust þau vísan stað
í hug og hjarta samferðafólks. Bless-
uð sé minning þejrra.
Óðinn Jónsson.
Yfirlitssýn-
ing á listmun-
um aldraðra
FÉLAGS- og tómstundastarf fyrir
aldraða er nú rekið á 13 stöðum
í Reykjavík á vegum öldrun-
arþjónustu borgarinnar. Mikill
fjöldi aldraðra Reykvíkinga hefur
sótt námskeið í félagsmiðstöðvun-
um í hinum ýmsu greinum og má
þar nefna m.a. myndlist, postul-
ínsmálun, leðurvinnu, leirmuna-
gerð, smíði, bókband, tau- og
silkimálun og þannig mætti lengi
telja.
Ákveðið hefur verið að halda yfir-
litssýningu á munum sem unnir hafa
verið í vetur í Tjarnarsal Ráðhússins
dagana 22. maí til 27. maí. Sýning-
in verður opnuð kl. 14 laugardaginn
22. maí og mun þá kór SVR syngja
fyrir gesti Ráðhússins en á sunnudag
frá kl. 12 heldur sýningin áfram og
kl. 14 þann dag verður danssýning
fyrir gesti.
Aðra daga verður sýningin opin á
opnunartíma Ráðhússins frá kl.
8-22 og mun leikhópur aldraðra
koma fram og kór félagsstarfsins
syngja fyrir gesti.
(Fréttatilkynning)
Rauði Kross íslands og bndsbjörg, landssamband björgunarsveitu
auglýso bér með eftir sjótfboðaliðum til að starfa ísérbæfðri
BJÖRGUNAR- OG VIÐLAGASVEIT
ICELANDIC DISASTER RELIEF UNIT
Markmið sveitarinnar er að veita aðstoð ínafni mannúðar vegna
náttúruhamfara á alþjóðavettvangi og með því móti öðlast þekkingu og
reynslu sem nýtist til foivama og björgunaraðgerða hér á lanai.
Stefnt er að því að ísveilinni verði í upphafi 12-24 þjólfaðir einstaklingar
sem búa sameiginlega yfirþeirri þekkingu og reynslu sem nauðsynleg er
ril slíkro starfa.
leitoð er að;
Verkfræðingum, Tæknifræðingum
Tæknimönnum, Læknum
Slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum
Björgunorsveitarfólki, Rauðakrossfólki
Hjúkrunoifólki, Fjarskiptamönnum
og öðrum þeim sem óhuga kunna að hafa.
Umsóknum skal skila fvrir 18. júnínk. á þar til gerðum eyðublöðum
sem fást afhent eoa póstsend frá skrifstofum samtakanna.
Samtökin áskilja sér rétt til að velja einstaklinga úr hópi umsækjenda.
+
Rauði Kross Islands
Rauðarárstlgur 18
Sfmi 91-626722
LANDSBJÖRG
Landsbjargarhúsinu
Stangarhyl 1
91-684040