Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
Af hverju kemurðu heim
svona snemma? Þú ert von-
andi ekki orðinn veikur?
HÖGNI HREKKVÍSI
/, ÉG Ze/ZÐ AÐ L£G<S7A 4 NÓNA - HÖGNt ZtLL
rA /MATINN S/NN!"
BRÉF TÍL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
01 er böl
Frá Árna Helgasyni:
TORFI í Ólafsdal, sá merki maður
sagði: 'í hreinni skyrtu og með góðri
samvisku getur maður ferðast um
allan heim. Það er mikið til í þessu.
Og hann á einnig að hafa sagt:
Brennivínið gerir memm kærulausa
og undir áhrifum þess gera menn
flesta skyssur. Og hvað hefir áfeng-
ið í mannfelli og líkamlegu og and-
legu böli kostað íslensku þjóðina og
hvað mætti gera fyrir þau auðæfi
sem þar hafa farið til að kynda jafn-
veUundir sóum og auðnuleysi?
Ég var fyrir skömmu að lesa grein
eftir bandarískan skurðlækni og pró-
fessor við háskóla í Virginíu í Amer-
íku, þar sem hann talar um blóði-
drifnar þjóðbrautir. Hann segir um-
búðalaust. Ég er læknir. Gæti ég
fundið ráð til þess að lækka um
helming dánartölu þeirra sem Iöm-
unarveikin leggur árlega í gröfína
hér í fylkinu, og á þann hátt bjargað
750 mannslífum á ári, mundi ég fá
Nóbelsverðlaun. En strax á þessu
augnabliki get ég og hver einn ann-
ar, sem nægilega þekkir til, bent á
ráð til þess að fækka mjög dauða-
slysum á þjóðbrautum. Með því að
útiloka gersamlega frá akstri þá
menn, sem áfengis neyta, mætti
spara árlega hér í Virginíu um 20
þúsund mannslíf, án alls annars. En
þótt menn bendi á þessa staðreynd
gefur enginn því gaum, jafnvel ekki
þeir sem stjórna fylkinu. Manndráp-
in halda áfram.
Og hvað gætum við sagt hér á
okkar góða landi? Hvað skyldu þeir
margir sem um árin hafa látið lífið
eða limlest af völdum þeirra sem
undir áfengisáhrifum aka? Er þetta
ekki afsakað og jafnvel af þeim sem
eiga að gæta laga og réttar og sýn-
ir þetta ekki eina tegund af hugsun-
arhætti þar sem mannlífið er ekki
mikils metið? Og enn er löggjafinn
og þeir sem dómsmálum stjórna að
efla drykkjuskap og óreglu hér í
landinu með því nú seinast að lengja
þann tíma sem veita má áfengi í
vínveitingahúsum og er þetta undar-
leg hjálp þjóðinni sem í raun og
veru ofbýður þetta ef í tal berst.
Hinn mæti og góði drengur, Torfi
Jónsson, sem starfaði um 25 ár sem
einn af aðalmönnum lögreglunnar í
Reykjavík, hefir látið þau orð falla
í mín eyru að 90% af öllu sem lög-
reglan sé að eltast við í dag stafi
af völdum vímunnar. Og jafnvel hefi
ég hitt kunnuga menn sem vilja
bæta 1-2% við. Sjá menn ekki hve
skelfilegt þetta er. Hvað skyldi þjóð-
in geta grætt á því að stöðva svona
óheillaþróun, sem virðist alls staðar
vera í heiðri höfð og þykir jafnvel
sjálfsagt að efla til að „halda hótel-
um“ á lofti eins og kallað er, þótt
að kosti fjölda heimila og mannslífa.
Og værum við í vanda að byggja
upp stórkostlegan atvinnurekstur ef
við hefðum þá fjármuni í uppbygg-
ingu, sem nú fara í niðurrif hverrar
mannssálarinnar af annarri.
Kirkjan mín hefir verið hljóð um
þessi efni, þetta skiptir hana svo litlu
máli. Þegar hvítasunnumenn boða
orð drottins hreint og ómengað, gef-
ur hún frá sér hljóð, en síðan ekki
söguna meir. Það má ekki segja fólki
til syndanna. Kirkjan mín fullvissar
bara okkur um það að Guð láti eng-
an mann glatast, svo mörg eru þau
orð og við það situr.
Doðinn í þjóðfélaginu er stað-
reynd, doðinn fyrir öllu sem til heilla
horfir, er það ekki því miður? Og
er ekki kominn tími til að öll góð
öfl snúist til sóknar móti ógæfu
landsins og til eflingar góðs mann-
lífs, geri þjóðfélagið betra en það
var í gær? Komi dyggðunum að; að
fara vel með, virða sannleikann og
heiðarleikann, í stað þess að með
tómlæti og „þetta kemur mér ekki
við“ að framlengja víxla ógæfunnar.
Það þarf að betra hugsunarháttinn.
íslandi allt. Ekkert minna.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
HEILRÆÐI
VARIST AÐ SKILJA STRAUJÁRN EFTIR
ÞAR SEM BÖRN GETA NÁÐ TTL ÞEIRRA,
JAFNVEL ÞÓ BÚIÐ SÉ
AÐ TAKA ÞAU ÚR SAMBANDI.
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Víkverii skrifar
að var uppörvandi að horfa á
fréttatíma Sjónvarps nú á
sunnudagskvöld, þar sem var greint
frá sérstöku framtaki kvenna í
Borgarnesi, til uppbyggingar at-
vinnulífsins. Frá því var greint að
konur í Borgarnesi hefðu það sem
af er þessu ári stofnað sex atvinnu-
fyrirtæki og kenndi þar ýmissa
grasa, eins og vélaverkstæðis,
blómabúðar, gjafavöruverslunar,
hárgreiðslustofu, fjölritunarstofu
og nú síðast kaffistofu. Konurnar
létu vel af sér í samtölum við frétta-
mann og kváðust hóflega bjartsýn-
ar á að atvinnurekstur þeirra ætti
eftir að ganga vel. Víkverji vonar
að þeim og öðrum Borgnesingum
verði að þeirri ósk sinni og telur
framtak sem þetta vissulega vera
jákvætt innlegg inn í atvinnuþrefs-
umræðu þessara daga og vikna.
xxx
Utskot nefnist fréttabréf Út-
flutningsráðs, sem kemur að
því er Víkverja skilst út svo gott
sem mánaðarlega. í maí-tölublaði
Útskots er greint frá viðleitni Is-
lenskra sjávarafurða hf. til þess að
auka verðmæti þess sjávarfangs
sem fyrirtækið hefur til ráðstöfun-
ar. íslenskar sjávarafurðir fengu
útflutningsverðlaun forseta íslands
1993 fyrir árangursríkt starf að
útflutningi á íslenskum vörum og
þjónustu til annarra landa. íslensk-
ar sjávarafurðir hafa stofnað sér-
stakt þróunarsetur sem er miðstöð
vöruþróunar og rannsókna og hefur
starfsemi þess beinst að þróun
nýrra afurða. í fréttabréfinu kemur
fram að stofnun þróunarseturs á
Kirkjusandi í Reykjavík, sem miðar
að því að þróa nýjar afurðir fyrir
smásölumarkaði í Evrópu, hefur
skilað góðum árangri. Greint er frá
því að sérvinnsla ýmissa afurða
fyrirtækisins hefur aukist hröðum
skrefum á undanföfnum árum og
að á tímabilinu 1989 til 1991 hafi
sérvinnslan að jafnaði þrefaldast á
milli ára og árið 1992 hafi hún
aukist um 67% frá árinu áður. „Arð-
semi sérvinnslunnar á vegum Is-
lenskra sjávarafurða er talin vera
27% meiri en hefðbundinnar
vinnslu, miðað við sama hráefnis-
magn,“ segir orðrétt í Útskoti.
xxx
egar rannsóknum og vöruþró-
un er lokið í þróunarsetrinu
og tiltekin vörutegund hefur sannað
tilverurétt sinn á mörkuðum, er
framleiðslan flutt í eitthvert af
frystihúsum fyrirtækisins á lands-
byggðinni. Um 32 starfsmenn hafa
haft atvinnu af sérvinnslunni með
beinum hætti, en einhveijir starfs-
menn að auki óbeint, ýmist í fram-
leiðslu aðfanga eða við sölu afurð-
anna. Nú hafa fjórir framleiðendur
á vegum íslenskra sjávarafurða
sérhæft sig í framleiðslu í smásölu-
pakkningar, en fjöldi framleiðenda
á sérvinnslubitum er um 15 talsins.
Samkvæmt fréttabréfinu hefur
náðst sérstaklega góður árangur í
markaðssetningu sérvinnslunnar í
Bretlandi og Belgíu. Ljóst má vera
af þessu, að þarna getur verið um
öflugan vaxtarbrodd að ræða í is-
lensku atvinnulífi og jafnframt
tekjulind, sem gefur vel af sér. Því
má vel gera sér í hugarlund að fisk-
framleiðendur um land allt muni í
auknum mæli huga að möguleikum
á þessu sviði og reyna að hasla sér
völl á sviði sérvinnslu, sem gefur
meira af sér, en hefðbundnar
pakkningar. Ekki hvað síst er lík-
legt að þróun í þá veru verði hrað-
ari nú, í árferði aflabrests og sam-
dráttar.