Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 Tveir með ólögleg veiðarfæri Egilsstöðum. VARÐSKIP færði rækjuveiði- skipin Jón Kjartansson frá Eskifirði og Klöru Sveinsdótt- ur frá Fáskrúðsfirði til hafnar á Seyðisfirði í gær vegna gruns um ólöglegan umbúnað veiðarfæra. Skipin voru að rækjaveiðum á Héraðsflóa í góðu veðri og góðum afla þegar varðskipið Óðinn kom að þeim. Töldu varðskipsmenn að umbúnaður veiðarfæra skip- anna væri ólöglegur á þeirri veiðislóð sem skipin voru á, en þau voru rétt innan við línu sem dregin er frá Langanesi í Digra- nes. Umbúnaðurinn, sem talinn er ólöglegur, er styrktamet á pokanum. Hefðu skipin verið ut- an línunnar hefði þessi búnaður verið löglegur. Skipveijar veiðiskipanna telja þessar aðgerðir mjög harkalegar, þeir séu að veiða úthafsrækju og veiðibúnaðurinn ætti að vera sá sami hvar sem veitt er. Björn. Námsmenn koma út á vinnumarkaðinn Á tíunda þúsund atvinnu- umsóknir frá námsmönnum A TÍUNDA ÞÚSUND umsóknir vegna sumarvinnu námsmanna hafa borist Atvinnumiðlun námsmanna og miðlunum á vegum Reykjavík- urborgar, Hafnarfjarðar-, Kópavogs- og Garðabæjar í vor. Af um- sóknunum eru rúmlega 6.000 frá námsmönnum 16 ára og eldri og tæplega 3.500 frá 13-15 ára unglingum vegna starfa í vinnuskólum. Starfsreglur vinnuskólanna gera ráð fyrir að þar fái allir umsækjend- ur vinnu en víða hefjast ráðningar í bæjarvinnu ekki að ráði fyrr en um mánaðamót. Umsóknir vegna sumarvinnu námsmanna eru að jafnaði heldur fleiri nú en í fyrra. Reykjavík Gunnar Helgason, forstöðumaður Ráðningarskrifstofu Reykjavík- urborgar, sagði að 3.454 umsóknir hefðu borist um sumarvinnu miðað við 3.157 í fyrra. Af umsóknunum hefðu 1.553 borist frá konum og 1.901 frá körlum. Hann sagði í því sambandi að kynjahlutföll hefðu breyst á undanförnum árum. Áður hefðu konur verið í meirihluta en fjölgun þjónustustarfa t.d. í ferða- mannaþjónustu hefði sennilega haft þau áhrif að þær ættu auðveldara með að fá atvinnu á sumrin en karl- ar. Gunnar sagði að aðeins hefðu nokkrir verið ráðnir í vinnu en skrið- ur kæmist á máiin um m^aðamót og stefnt væri að því að greiða úr vanda sem flestra. Yfir 2.000 manns hefðu verið ráðnir í bæjarvinnu í fyrra og vonandi yrði hægt að ráða VEÐUR IDAG kl. 12.00 Heimild: Veðurstofa tslands (Byggt á veöurspó kí. 16.15 i gær) VEÐUR VIÐA UM HEiM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veftur Akureyri 16 heiðskfrt Reykjevík 9 léttskyjað Bergen 12 iéttskýjað Helsinki 8 skúr Kaupmannahöfn 13 léttskýjað Narssarssuaq 8 þoka Nuuk 4 hálfskýjað Osiö 13 skýjað Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn 7 9kýjað Algarve 20 alskýjað Amsterdam 20 mistur Barcelona 23 mistur Beriín 16 skýjað Chicago 11 heiðskfrt Feneyjor 26 heiðskfrt Frankfurt 28 skýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 17 skýjað London 17 skýjað LosAngeles 16 iéttskýjað Lúxemborg 27 skýjað Madríd 17 alskýjað Malaga 23 skýjað Mallorca 23 skýjað Montreal 10 alskýjað NewYork 17 alskýjað Orlando 22 úrkoma París 23 alskýjað Madelra 17 skýjað Róm 24 heiðsklrt Vín 28 skýjað Washington 17 ekúr Winnipeg 0 heiðskírt í fleiri störf í sumar. Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykavíkurborgar, sagði að 2.200 14-15 ára unglingar hefðu sótt um atvinnu í sumar. Fjölgun væri um 300 frá því í fyrra en skýringin fælist fyrst og fremst í því að yngri árgangurinn, sem ætti >rétt á vinnu væri Ijölmennari en áður. Unglingarnir heija störf á þriðjudag og vinna þau yngri 4 klukkustundir en hinir eldri 8 klukkustundir á dag í 2 mánuði. Hátt í 1.200 námsmenn hafa skráð sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna eins og fram hefur komið. Kópavogur í Kópavogi hafa nálægt 500 manns sótt um bæjarvinnu í sumar og er stór hluti þeirra umsókna frá námsmönnum. Siguijón Valdimarsson, skóla- stjóri Vinnuskólans í bænum, sagði að stöðug aukning hefði verið í fjölda umsókna um störf hjá vinnu- skólanum. í fyrra hefðu t.a.m. 440 13-15 ára unglinga óskað eftir störfum en nú sæktu 570 um vinnu og samsvaraði sú tala til 75-80% hvers árgangs. Mestu fjölgunina kvað hann vera í elsta árgangnum því möguleikar þeirra unglinga til að fá atvinnu hefðu minnkað. Hafnarfjörður Davíð Garðarson í vinnumiðlun Hafnarfjarðar sagði að rúmlega 400 manns á aldrinum 16-23 ára hefðu sótt um bæjarvinnu í sumar. Ekki hefði verið gengið frá ráðningurrt í þau störf en af 180 umsækjendum um flokkstjórastöður hefðu 58 þeg- ar verið ráðnir. Að auki sagði Davíð að 200 manns hefðu sótt um störf í gegnum vinnumiðlun skólafólks en flestir þeirra hefðu líka sótt um í bæjarvinnu. Sverrir Kristinsson, skólastjóri Vinnuskólans í Hafnarfirði, sagði að 450 unglingar hefðu sótt um atvinnu í sumar miðað við 380 umsóknir í fyrra. Hann sagði að eldri hópurinn kæmi til starfa á þriðjudag en sá yngri viku seinna. Unglingarnir vinna hálfan daginn í 7 vikur. Garðabær Erla Bil Bjarnardóttir, garðyrkju- stjóri í Garðabæ, sagði að 278 13-15 ára unglingar hefðu sótt um sumar- störf áður en umsóknarfrestur hefði runnið út um páska en eftir það hefðu 40 verið skráðir á biðlista. Hún sagði að greitt hefði verið úr fyrir þeim sem hefðu sótt um á 'rétt- um tíma og reynt væri að gera hvað hægt væri fyrir hina. Aðspurð sagði Erla að 270 unglingar hefðu sótt um störf hjá Vinnuskólanum en 308 í fyrra en þá hefði 12 ára börnum einnig gefist kostur á vinnu. Fjármálaráðherra um 0,66% lækkun á ávöxtun 6 mánaða ríkisbréfa í útboði Tilefni til að bank- ar lækki nafnvexti AVOXTUNARKRAFA á ríkis- bréfum til 6 mánaða lækkaði um 0,66% eða úr 11,51% í 10,85% í útboði sem lauk í gær. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segist telja að þessi lækkun verð- bréfanna á markaðinum gefi fullt tilefni til að bankarnir lækki nafnvextin á út- og innlánum. í gær fór einnig fram í fyrsta skipti útboð á 12 mánaða ríkisbréf- um. Lokaávöxtun samþykktra til- boða nam 12.01%. Hæsta ávöxtun- arkrafa var 12,10% en sú lægsta 11,25%. Avöxtun húsnæðisbréfa hækkar Á þriðjudaginn lauk 7. útboði húsnæðisbréfa en alls bárust 19 til- boð frá 18 aðilum, að nafnvirði 328 millj. kr. Hæsta ávöxtunarkrafa var 7,85% og sú lægsta 7,15%. Reynd- ist meðalávöxtun vera 7,32%. Sam- þykkt var að taka tilboðum með lokaávöxtun 7,3% að nafnvirði 240 millj. kr. sem er hækkun úr 7,28% í útboði í síðasta mánuði. Málshöfðun vegna upp- sagnar trúnaðarmanns ALÞÝÐUSAMBAND íslands hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns á tækjaverkstæði hjá íslenskum aðalverktökum, en sá var einn 112 starfsmanna sem sagt var upp í október á síðasta ári. í stefnu ASÍ til Félagsdóms kemur fram að 20 manns hafi starfað á tækjaverkstæði Aðal- verktaka þegar til uppsagna kom og hafi sjö þeirar verið sagt upp, þar á meðal trúnaðarmanninum. Hins vegar hafi fímm aðeins hætt störfum og því sé fækkunin ekki það veruleg að uppsögn trúnaðar- mannsins hafí verið nauðsynleg enda njóti þeir sérstakrar verndar í lögum gegn uppsögnum, þar sem þeim sé ætlað að vernda rétt starfsbræðra sinna. Ekkert hafi verið fundið að trúnaðarmannin- um sem starfsmanni sem réttlæti brottvikningu. Málið var flutt fyrir Félagsdómi í gær og hélt VSÍ uppi vörnum fyrir hönd íslenskra aðalverktaka en ASÍ sótti málið af hálfu Málm- og skipasmiðasambands íslands. Víkingalottóið 1. vinning- ur gæti orð- ið 50 millj. ENGINN var með sex tölur rétt- ar í samnorræna Víkingalottó- inu í gærkvöldi og flyst því fyrsti vinningur kvöldsins 19.880.000 krónur yfir á fyrsta vinning í næstu viku. Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri íslenskrar getspár, segir að gera megi ráð fyrir að hæsti vinningur á miðvikudaginn kemur verði á bilinu 45 til 50 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.