Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 Bankamenn mótmæla uppsögnum í Landsbankanum á útifiuicli á Lækjartorgi í dag Rætt er um aðgerðir til að tefja afgreiðslu í bönkum Uppsögnum mótmælt STARFSFÓLK í aðalstöðvum Landsbankans lagði niður vinnu í 10 mínútur i gærmorg- un til að mótmæla uppsögnum 76 starfsmanna bankans um næstu mánaðamót. Á myndinni sést Aniia Ivarsdóttir, formað- ur Sambands íslenskra banka- manna, flytja ávarp við þetta tækifæri. STARFSFÓLK í aðalstöðvum Landsbanka íslands lagði niður vinnu í 10 mínútur skömmu fyrir hádegi í gær til að mótmæla uppsögn- um 76 starfsmanna bankans frá og með næstu mánaðamótum, en einnig voru viðstaddir trúnaðarmenn frá öðrum vinnustöðum bank- ans. Stjórn Sambands íslenskra bankamanna heldur fund í dag þar sem ræddar verða aðgerðir vegna uppsagnanna, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur meðal annars komið til tals að hægja á allri afgreiðslu í bönkum eftir næstu helgi. SÍB og Félag starfsmanna Landsbanka íslands boða til mótmælafundar á Lækjar- torgi í dag kl. 17 með öllum starfsmönnum Landsbankans og öðr- um bankamönnum, þar sem gerð verður grein fyrir uppsögnunum og afstöðu félaganna til þeirra. Bankarnir greiða at- vinnuleys- isbætumar BANKAMENN fá greiddar atvinnuleysisbætur á sama hátt og aðrir launþegar sem fara á atvinnuleysisbætur, en hins vegar greiða bankamir bætumar í stað þess að At- vinnuleysistryggingasjóður greiði þær. Skrái þeir sig at- vinnulausa sem sagt er upp störfum, fá þeir atvinnuleys- isbætur greiddar frá fyrsta degi sem ráðningarsamning- ur þeirra rennur út. Bankamenn fá greiddar jafn- háar atvinnuleysisbætur fyrir hvern virkan dag og greiddar eru hjá Atvinnuleysistrygginga- sjóði, en það eru 2.140,64 kr., eða 46.387 kr. á mánuði, auk 85,63 kr. á dag fyrir hvert barn sem er yngra en 18 ára. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra banka- manna eru nú um 70 banka- menn á atvinnuleysiskrá og eru þrír af hveijum Qórum konur. Margir þeirra verið á atvinnu- leysisbótum síðan íslandsbanki sagði upp starfsfólki árið 1991. Á fundinum í aðalstöðvum Landsbankans í gærmorgun kom fram í máli Onnu Ivarsdóttur að SÍB hefði á fundi með stjórn Landsbankans í gærmorgun lagt fram tilboð um að samningur yrði gerður við Félag starfsmanna Landsbanka íslands til tveggja ára. í honum yrði tekið fram hve mikið bankinn þyrfti að fækka starfsfólki á næstu tveimur árum og hve mikið þyrfti að minnka rekstrarkostnað bankans, en þetta tveggja ára tímabil yrði síðan not- að til að skera rekstrarkostnaðinn markvisst niður. Ef síðan kæmi í ljós að markmið samningsins hefði ekki náðst myndu bankamenn ekki setja sig upp á móti uppsögnum starfsfólks sem þá kæmu í kjölfar- ið. „Þessu tilboði hafnaði stjóm bankans, sem skýrði frá því að uppsagnimar yrðu ekki dregnar til baka. Við sjáum ekki hvemig Landsbankinn ætlar sér að vinna á rekstrarerfiðleikum sínum með því að segja upp þessum 76 starfs- mönnum. Á seinasta ári var bankinn rek- inn með rúmlega tveggja milljarða króna tapi og 4,2 milljarðar vora lagðir í afskriftasjóð útlána. Eftir okkar útreikningum munu þessar uppsagnir skila sáralitlu í hagræð- ingu til bankans. Kannski munu sparast 30 milljónir, kannski 40 milljónir eða kannski 50 milljónir, og það sér hver heilvita maður að slíkar tölur era ekki af þeirri stærð- Morgunblaðið/Kristinn argráðu að þær verði til að bæta erfiða 'stöðu Landsbankans. Til þess þarf allt aðrar aðgerðir," sagði Anna. Efast um árangur aðgerða Hún sagði að það sem banka- menn legðu til grandvallar því að meiri hagræðing næðist ekki hjá bankanum með uppsögnunum væri einfaldlega sú staðreynd að at- vinnuástand væri nú erfitt og því ekki hlaupið í ný störf. Bankakerfið þyrfti sjálft að bera greiðslur at- vinnuleysisbóta, en þær era að öllu leyti sambærilegar við atvinnuleys- isbætur sem greiddar era á al- mennum vinnumarkaði, og þannig mætti halda þvi fram að stór hluti þess fólks sem sagt væri upp yrði áfram á launum hjá bankanum. Þar sem starfsmenn Landsbankans væru ríkisstarfs-menn féllu þeir undir starfsmannalögin, en þar væri kveðið á um biðlaunarétt frá sex mánuðum og upp í eitt ár þegar stöður væra lagðar niður, og sagði hún að lögfræðingur SÍB væri að kanna hvort þeir sem sagt verður upþ ættu ekki rétt á biðlaunum samkvæmt þessu. Ef svo væri mætti sjá að sparnaður bankans yrði lítill á þessu ári og því næsta. Einnig mætti gera ráð fyrir auknum kostnaði vegna yfirvinnu og fjölgun veikindadaga vegna aukins álags á þá sem ynnu hjá bankanum. Þannig myndi innan fárra mánaða skapast þörf á ný- ráðningum sem kostuðu fleiri hundruð þúsund krónur á hvern starfsmann vegna þjálfunar. Sagði Anna að Samband íslenskra bankamanna gæti því ekki með nokkru móti séð að þær aðgerðir að reka rúmlega 7% bankamanna í Landsbankanum kæmu til með að skila tilætluðum árangri. Áskorun til bankastjórnar Á fundinum las Helga Jónsdóttir formaður Félags starfsmanna Landsbankans upp ályktun þar sem segir að fundurinn mótmæli harðlega fyrirhuguðum uppsögn- um og skori á stjórnendur bankans og stjórnvöld að leita annarra leiða til að ná fram rekstrarhagræðingu í samvinnu við starfsmenn bankans. Sagði hún að samhljóða þessu væru undirskriftarlistar í gangi í öilum útibúum bankans, og yrði mótmælunum komið á framfæri við bankastjómina. Ályktunin var samþykkt með dynjandi lófaklappi þeirra sem Ef þú ættir aö lýsa BMW myndir þú líklega nefna sportlegt útlit, afþuröa ökuhæfni, glæsileika eða annað sem skapar þá sérstöku tiifinrvingu sem fylgir akstri á BMW. Öryggi myndi líklega ekki bera á góma fyrr en síðar - kannski vegna þess að flestir telja öryggi í BMW svo augljóst atriði að óþarfi sé að nefna það sérstaklega. Traust veggrip, rétt þyngdardreifing, þaulhugsuð fjöðrun, auðveld stýring, örugg hemlun, nægjanlegt afl við framúrakstur, þægileg ökustelling, krumpusvæði, styrktarbitar og sjálfstrekkjandi öryggisbelti tryggja hámarksöryggi við allar aðstæöur. Bílar í BMW-3 línunni eru meðal annars búnirglæsilegri innréttingu, kraftmiklum vélum, samlæsingu meö þjófavörn, lituðu gleri, rafdrifnum útispeglum, þjónustutölvu, hraðatengdu aflstýri, hæöarstillanlegum framljósum, 6 hátalara BMW hljómkerfi og Blaupunkt útvarpstæki með þjófavörn. Hægt er að velja um mikið úrval af öðrum búnaði. Söludeildin er opin alla virka daga BílaUmbOÖÍð hf. Engum kl. 8-18 og á laugardögum kl. 13-17. Krókhálsi 1, Reykjavfk, slmi 686633 líkur Verö á BMW-3 línunni er frá kr. 1.969.000,- (Bíll á mynd er búinn ýmsum aukabúnaöi sem fáanlegur er í 3-línunni). BMW ráöleggur: Akiö varlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.