Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 27. MAI H>93 Margtíbodi fyrir bömin Mikil fjölbreytni í íþrótta- og leikjanám- skeiðum tyrir börn og unglinga SUMARIÐ ertími íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn og ungl- inga og líklega hefur aldrei jafn mikið úrval námskeiða staðið þessum aldurshópi til boða og í sumar. í umfjölluninni hér á eftir verður helstu námskeiðum gerð skil í stærri bæjarfélögum. Upptalningin er ekki tæmandi en þeir sem áhuga hafa á þessari þjónustu er bent á að snúa sér til íþróttafélaganna sem flest standa fyrir námskeiðum í sumar. Mörg bæjarfélög sjá einnig um að skipuleggja tómstundastarf fyrir þennan aldurshóp. Akranes Leikjanámskeið fyrir 6-9 ára krakka verður í júní. Þátttakendum verður boð- ið á hestbak, siglingar og sjóstanga- veiði svo eitthvað sé nefnt. Námskeið fyrir 7 - 8 ára krakka hefst á þriðju- dag. Hvert námskeið stendur frá kl. 9 til 16 og er í viku í senn. Námskeið fyrir eldri hópa er ráðgert t júlímánuði. Sundnámskeið fyrir fimm og sex ára börn hófst á mánudag en þrjú níu daga námskeið verða haldin í sumar í Bjarn- arlaug. Akureyri Sund Nú er hafið sundnámskeið fyrir sex og sjö ára gömul börn en það stendur til 16. júní. Á tímabilinu 1. júní til 24. júní verður starfræktur sundleikskóli fyrir börn á aldrinum þriggja til fimm ára. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum eftir kl. 16. Innritun fer fram í Sundlaug Akureyrar. Iteiðskóli Reiðskóli Hestamannafélagsins Létt- is og ÍTA fyrir böm á aldrinum 8-14 ára hefst 21. júrií að Hamraborgum. Námskeiðin skiptast í þijá flokka, fram- haldsflokkar verða fyrir hádegi og byrj- endaflokkar eftir hádegi. Þrjú námskeið verða haldin í sumar, hvert þeirra stend- ur í tvær vikur og þátttökugjald er kr. 4000. Veiði íþrótta- og tómstundaráð heldur veiðinámskeið fyrir börn og unglinga í sumar. Kennd verða undirstöðuatriði í meðferð veiðarfæra og flestu því sem gott er að vita varðandi veiðiskap. Nám- skeiðið hefst 14. júní og stendur til 1. júlí. Þátttökugjald er kr. 1600. Skátastarf Skátafélagið Klakkur gengst fyrir Útilífsskólanum en þar er börnum á aldrinum 10-13 ára gefin kostur á læra að bjarga sér sjálf í náttúrunni. Hvert námskeið stendur í fimm daga og hefst kl. 9 á morgnana og stendur til kl. 16. Siglingar Nökkvi, félag siglingarmanna á Akur- eyri gengst fyrir siglinganámskeiðum fyrir átta ára og eldri. Fyrsta og annað námskeið sumarsins stendur frá 7. til 18. júlí. Hvert námskeið kostar kr. 4000 og fer skráning fram á skrifstofu ÍTA. Golf Námskeið fyrir byrjendur, fjórtán ára og yngri fer fram á mánudögum kl. 13 á Golfvellinum að Jaðri. Þeir kylfingar sem fengið hafa forgjöf í þessum aldurs- flokki mæta á miðvikudögum kl. 13. Námskeið fyrir 14 - 18 ára fer fram á þriðjudögum kl. 18. Tennis og badminton Tennis- og badmintonfélag Akureyrar stendur fyrir badminton- og leikjanám- skeiði. Námskeiðið er opið krökkum á aldrinum 7-14 ára. Hvert námskeið stendur í einn mánuð og er kennt í sex klukkustundir í hverri viku. Fijálsíþróttir UFA stendur fyrir fijálsíþróttanám- skeiði fyrir byijendur sem hefst 1. júní og stendur í þijár vikur. Sumarbúðir íþróttafélagið Þór rekur Sumarbúðir í Hamri sem haldið verður á íþróttasvæði félagsins. Búðirnar eru fyrir krakka á aldrinum sex til tólf ára og stendur hvert námskeið í tvær vikur. Dagskrá sumarbúðanna er frá kl. 9 - 17 og er borinn fram heitur matur í hádeginu. íþróttaiðkun í sumarbúðunum er fjöl- breytt, þar á meðal knattspyrna, hand- knattleikur, körfuknattleikur og fijáls- íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Fyrsta námskeiðið af fimm hefst 1. júni og þátttökugjald er kr. 9900 fyrir hvert tíu daga námskeið. Garðabær íþróttaskólinn er starfræktur en í honum verða margvíslegar íþróttir kynntar og farið í leiki. Kennt er alveg fram að Verslunarmannahelgi. Kennsla fer fram í Garðaskóla og þar fer innrit- un fram. Þijú námskeið verða haldin í sumar og hefst það fyrsta 2. júní. Einnig verða í boði sundnámskeið, Siglingaskóli, Útilífs- og ævintýraskóli, reiðnámskeið og smíðavöllur og eru nánari upplýsingar veittar í félagsmið- stöðinni. Hafnarfjörður Iþróttir og leikir íþrótta- og leikjanámskeið fyrir 5 - 12 ára börn verður starfandi í júní og júlí. Dagskrá verður fjölbreytt, m. a. siglingar, veiði á Hvaleyrarvatni, hjól- reiðar og sund auk þess sem keppt er við önnur íþróttanámskeið. Námskeiðin eru haldin á fjórum stöðum í bænum; við Víðistaðaskóla, Öldutúnsskóla, á „Óla Runstúni" og á Hörðuvöllum. Verð er kr. 3000 fyrir hálfsdagsnámskeið í tvö mánuði. Hverfamiðstöð Öldutúnskóla er með Flest bæjarfélög bjóða upp á íþrótta- og leikjanámskeið í byijun júní. og kosta styttri námskeiðin kr. 9000. Innritun fer fram í félagsmiðstöðinni. Húsavík Leikjanámskeið fyrir 6-9 ára krakka verður að öllum líkindum haldið í júní- mánuði. Þá mun félagið ganga fyrir knattspyrnuskóla í júlí. Sundnámskeið hefst um næstu mánaðarmót og þá verður Reiðskólinn í Saltvík starfrækt- ur. ísafjörður BI gengst fyrir tveimur leikjanám- skeiðum fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og hefst það fyrra 1. júní. Á náin- skeiðunum verða kennt undistöðuatriði helstu íþróttagreina, farið á hestbak, sund og þjólað svo eitthvað sé nefnt. Það eru tveir nemar úr ÍKÍ sem sjá um kennsluna en þeir munu einnig haida námskeið á Súgandafirði, Flateyri og Bolungarvík síðar í sumar. Hvert nám- skeið stendur í tíu daga. Þessir hressu strákar voru Morgunblaðið/Frosti á leikjanámskeiði á Laugarvatni sl. sumar. heilsdags leikjanámskeið í tvær vikur fyrir börn fædd 1981 - 1987. Fyrsta námskeiðið hefst 1. júní. Knattspyrna íþróttafélögin í Hafnarfirði eru flest með námskeið í boði. Haukar og FH bjóða upp á knattspymuskóla. Fyrstu námskeiðin hjá þeim hefjast 7. júní. Þátttökugjald hjá báðum félögum er kr. 3500 fyrir hálfan daginn en systkini fá góðan afslátt. Frjálsíþróttir Fijálsíþróttadeild FH gengst fyrir sumamámskeiði fyrir byijendur og lengra komna í Kaplakrika. Fimleikar Fimleikafélagið Björk gengst fyrir tveimur námskeiðum í sumar og hefst það fyrra 1. júnl. Námskeiðisgjald er kr. 4600 og er hægt að innrita börn í síma 652311. Sund Sundnámskeið verða í Suðurbæjar- laug og Sundhöll Hafnarfjarðar fyrir börn fædd 1987 og fyrr. Fyrra nám- skeiðið er frá 1. - 14. júlí og það síðara 16. - 30. júní. Námskeiðagjald er kr. 2000. Þá mun SH gangast fyrir nám- skeiðum fyrir börn fædd 1988 og fyrr I ágúst. Golf Golfklúbburinn Keilir verður með sumarnámskeið fyrir 9 - 13 ára börn eftir 1. júní. Hvert námskeið stendur í viku, tvo tíma á dag kl. 10 - 12. Kylfur og boltar eru á staðnum. Skráning er hjá Keili í sfma 653360. Reiðnámskeið Útivistar- og reiðnámskeið Hesta- mannafélagsins Sörla og Æskulýðsráðs verður starfrækt í sumar. Fyrsta nám- skeiðið stendur frá 1. júnf - 10. júní. Boðið er upþ á 9 - 10 daga námskeið Sundnámskeið fyrir 6-9 ára börn hefst þann 1. júní. Gjald er kr. 1200. Keflavík Leikjanámskeið fyrir sex til tólf ára börn fer fram á íþróttavellinum. Farið verður í alls kyns leiki og íþróttir. Þá eru fyrirhugaðar ferðir til Sandvíkur, Garðskaga og Stórutjarnar. Fyrsta námskeiðið hefst 2. júní og stendur hvert þeirra í þijár vikur. Verð er kr. 2000 fyrir hálfsdagsnámskeið. Boðið er upp á sundnámskeið I sund- lauginni eins og endranær. Kópavogur Sund Sundlaug Kópavogs verður með sundnámskeið fyrir börn sem fædd eru 1986 og 1987. í boði eru tvö þrettán tíma námskeið á tímabilinu 1. júní til 18. júní. Gjald er kr. 2600. Tíu tíma námskeið hefjast 21. júní og er þátt- tökugjald kr. 2000. Innritun fer fram I Sundlaug Kópavogs. Leikir og ævintýri HK gengst fyrir leikja og ævintýran- ámskeiði í sumar við Digranes. Nám- skeiðið er ætlað börnum á aldrinum fimm til tíu ára. Farið verður í margs konar leiki, sundferð, bátsferð, fjöru- og skógarferð svo eitthvað sé nefnt. Boðið er upp á hálfsdagsnámskeið og er fyrsta námskeiðið frá 31. maí - 11. júní. Verð á námskeiði er kr. 3800. Handbolti Handboltaskóli HK er starfræktur í Digranesi 9 - 27. ágúst og er verð á námskeiði kr. 5000. HK gengst fyrir tveimur knattspyrn- unámskeiðum og hefst það fyrra í byij- un júnt og stendur í tvær vikur. Nánari upplýsingar eru I síma 41793 frá kl. 10 - 13 alla virka daga. Knattspyrna Knattspyrnudeild Breiðabliks gengst fyrir íþrótta- og knattspyrnuskóla í ell- efta sinn. Farið verður í knattleiki, fijálsar íþróttir, sund, fjöruferðir og ratleiki svo eitthvað sé nefnt. Boðið verður upp á fjögur 9-10 daga nám- skeið í sumar og hefst það fyrsta 1. júní. Skráning er í síma 641990 alla daga. Smiði Smiðavellir verða starfræktir 21. júní - 21. ágúst á Víðigrund, Dalvegi og Urðarbraut. Mosfellsbær Leikjanámskeið eru stárfrækt fyrir 6 - 12 ára börn. Verð á heilsdagsnám- skeiði í hálfan mánuð er 8000 og er þá innifalin matur í hádegi og gæsla, en lengri ferðir, til Hvammsvíkur og Þingvalla eru ekki innifaldar í verðinu. Þá er boðið upp á seglbrettanám- skeið á Hafravatni. Hvert námskeið stendur í fimm daga, þijá tíma á dag og er námskeiðagjaldið 5000. UMFA verður með knattspyrnunám- skeið fyrir 6-14 ára í sumar. Hvert námskeið stendur í tvær vikur og er hálfan daginn. Fyrsta námskeið hefst 31. maí. Verð kr. 3700. Reykjavík Leikir og ævintýri Allar félagsmiðstöðvarnar í höfuðborg- inni standa að leikja- og ævintýranám- skeiðum í sumar. Nær undantekningar- laust er boðið upp á leikjanámskeið fyr- ir 7 -12 ára börn á eftirtöldum tímabil- um. 1. júní - 11. júní, 14. júni - 25. júní, 12. júlí - 23. júlí og 26. júií 6. ágúst. Eftirtaldar fólagsmiðstöðvar eru í Reykjavík: Ársel í Árbæjarhverfi, Bú- staðir í Bústaðahverfi, Fellahellir í Breiðholtshverfí, Fjörgyn í Grafarvogi, Frostaskjól f Vesturbæ, Hólmasel í Seljahverfí, Tónabær í Hlíðarhverfi og Þróttheimar í Vogahverfi. Þátttökugjald er 4600 fyrir tíu daga námskeið. Ævintýranámskeið eru yfirleitt ætluð börnum á aldrinum 10 - 12 ára. Nám- skeiðin eru tengd almennri útivist úti- legum, hellaferðum, hjólreiðum, sundi og siglingar auk þess sem undirstöðuat- riði í skyndihjálp eru kynnt nemendum. Algengt verð á ævintýranámskeiðum er á bilinu 6 - 7 þús. kr. Sund Sundnámskeið verða haldin I flestum sundlaugum á tímabilinu 2. júní - 29. júni en þá er kennt í Laugardalslaug, Breiðholtslaug, Vesturbæjarlaug og í Sundhöllinni. Jafnframt í eftirtöldum skólasundlaugum: Ölduselsskóla, Breið- holtsskóla, Árbæjarskóla, og Breiða- gerðisskóla. Innritun fer fram á sund- stöðunum 1. júní og er ekki tekið við símapöntunum. Breiðholtslaug, Vestur- bæjarlaug og Sundhöllin gangast einnig fyrir námskeiðum í júlí. Golf Golfnámskeið verða haldin í sumar á vegum GR fyrir krakka sem fædd eru 1978 - 1983. Námskeiðin verða að Korpúlfsstöðum og standa í tvær vikur. Fyrsta byijendanámskeiðið hefst 1. júní en þátttökugjald er kr. 8200. Siglingar Siglinganámskeið verða í Nauthól- svík í sumar og hef3t fyrsta námskeiðið 1. júní. Námskeiðin eru fyrir börn sem fædd eru 1981 - 1984 ogerþeimkennd- ur róður og siglingar. Hvert tíu daga námskeið kostar 2600 kr. Framhalds- námskeið eru í boði fyrir börn og ungl- inga 12-15 ára og hefst fyrsta nám- skeiðið 7. júní. Á námskeiðunum verður meðal annars kenndar skútu- og segl brettasiglingar, hjálp í viðlögum, kajak og kanóaróður svo eitthvað sé nefnt. Innritun á þessi námskeið er í síma Morgunblaðið/Frosti 13177. Hestamennska Reiðskójinn er starfræktur í Víðidal á vegum ÍTR og Hestamannafélagsins Fáks. Boðið er upp á námskeið fyrir krakka á aldrinum átta til fjórtán ára og stendur hvert námskeið í tvær vik- ur. Fyrsta námskeiðið hefst 1. júní. Nánari upplýsingar er hægt að fá í Reiðhöllinni í síma 673822 og í Fáks- heimilinu í síma 673677. Knattspyrna Fjölbreytt starf er unnið innan íþróttafélaganna í höfuðborginni og alf- lest félögin bjóða upp á námskeið. Fram, Víkingur, KR, Þróttur, Fylkir og Leikn- ir standa fyrir knattspyrnuskóla fyrir 6 - 12 ára börn. Skólarnir standa í tíu daga og hefst fyrsta námskeiðið 1. júní. Lögð er áhersla á grunnþjálfun og tækni auk þess sem að skemmtilegar þrautir verða ekki langt undan. Almennar íþróttir íþróttaskóli Vals, Sumarbúðir í borg verður starfræktur í sjötta sinn á félags- svæðinu að Hlíðarenda. Fyrsta nám- skeiðið hefst 1. júní og er verð á bilinu <• 4900 - 9800 krónum eftir því hvort um er að ræða fimm, níu eða tíu daga nám- skeið. Ármann gengst fyrir íþróttaskóla fyrir börn 5 - 12_ ára sem starfræktur er frá kl. 9 - 16. íþróttakennarar munu leiðbeina börnunum og kenna hinar ýmsu íþróttagreinar. Ungmennafélagið Fjölnir í Grafar- vogi býður upp á námskeið í heilan eða hálfan dag, með eða án matar. Fyrir hádegi er boðið upp á knattspyrnuskóla og blandað íþróttanámskeið og eftir hádegi er boðið upp á tennis- og útilífs- námskeið í samvinnu við Skátafélag. ÍR gengst fyrir íþróttaskóla og hefst fyrsta námskeiðið 1. júní. Karatefélagið Þórshamar býður upp á íþrótta- og leikjanámskeið fyrir 5 - 12 ára krakka og hefst fyrsta nám- ' skeið sumarsins þann 7. júní. Um er að ræða níu og tíu daga námskeið og er verð fyrir tíu daga kr. 10200. Selfoss Iþróttanámskeið hefst 21. júní. Hvert námskeið stendur í tíu daga og er kennt í tvær klst. daglega. Krakkar fæddir 1985 og 1986 mæta fyrir hádegi en börn fædd 1983 og 1984 mæta eftir hádegi. Farið verður í grunnatriði helstu íþróttagreina, farið í hjólreiðatúra og ýmsa leiki. Námskeiðisgjald er kr. 3500. í dag hefst sundnámskeið fyrir byij- endur sem ber heitið fyrstu sundtökin og stendur það til 14. júlí. Ráðgert er að vera með starfsvöll þar sem börn geta fengið að smíða. Seltjamarnes Leikjanámskeið fyrir börn sem fædd eru 1983 - 1986 hefst 1. júní og stend- ur frá kl. 10 - 16. Hægt er að taka á móti börnum kl. 9 og gæsla er til kl. 15. Farið verður í sund, boltaleiki, tí- volí, hestaleigu og fyrirtæki heimsótt. Mæting er i félagsmiðstöðina Selið og hvert námskeið stendur í hálfan mánuð. Starfsvöllur verður vestast á nesinu og líklega verður golfnámskeið haldið síðar í sumar. Grótta verður með handknatt- leiks- og knattspymuskóla og verða knattspyrnunámskeiðin í júní og ágúst. Sundnámskeið verða í júní og ágúst fyrir börn fædd 1987 og fyrr. Vestmannaeyjar Knattspymufélagið Þór og íþróttafélag- ið Týr gangast bæði fyrir leikjanám- skeiðum í sumar. Sundnámskeið ætlað sex ára börnum hófst sl. mánudag og það stendur : þijár vikur. Þá mun verða boðið upp á námskeið í klettasprangi síðar í sumar. IÞROTTIR UNGLINGA / SUMARNAMSKEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.