Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Staða Sjálfstæðis- flokksins ■fTlylgi Sjálfstæðisflokksins hefur JJ líklega ekki verið minna síðast- liðinn áratug ef marka má niðurstöð- ur skoðanakönnunar sem Félagsvís- indastofnun hefur gert fyrir Morgun- blaðið. Einungis 25,7% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. í síðustu könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var í febrúar, var flokkurinn með 33,3% fylgi. Niðurstaðan nú jafn- gildir um þriðjungi minna fylgi en flokkurinn fékk í alþingiskosningun- um árið 1991 en þá fékk Sjálfstæðis- flokkur 38,6% atkvæða. Þessar niðurstöður hljóta að vera Sjálfstæðisflokknum og forystumönn- um hans alvarlegt umhugsunarefni. Fylgi flokksins hefur í nokkrurn könn- unum í röð mælst langt undir meðal- lagi og er nú svipað og það var vorið 1987, skömmu eftir að hópur manna klauf sig úr flokknum og efndi til nýs framboðs, Borgaraflokksins. Minnst mældist fylgi flokksins þá í könnun sem gerð var í apríl 1987 eða 26,5% en fylgi Borgaraflokks í sömu könnun var 16,6%. Það er alþekkt fyrirbæri í skoðana- könnunum að fylgi ríkisstjórnarflokka mælist með lægsta móti á miðju kjör- tímabili. Þá telja kjósendur óhætt að sýna óánægju sína þó svo að þeir breyti ekki kosningahegðan sinni, næst þegar gengið er að kjörborðinu. Og auðvitað býst enginn við að for- ystuflokkur í ríkisstjórn, sem þarf að takast á við mesta efnahagssamdrátt um áratuga skeið, haldi í horfínu varð- andi fylgi eða bæti jafnvel við sig. Það væri þó beinlínis hættulegt fýrir forystu Sjálfstæðisflokksins að túlka niðurstöður þessarar könnunar sem tímabundna fylgislægð sem sjálf- krafa muni lagast þegar fram líða stundir. Fylgisþróun Sjálfstæðis- flokksins undanfarin ár bendir nefni- lega til að það sé ekki sjálfgefíð að hann geti til eilífðar haldið stöðu sinni sem stærsti flokkur þjóðarinnar. Hann þarf að vinna til þess. Undanfama áratugi hafa reglulega blossað upp hér á landi umræður um það, hvort flokkakerfíð sé úrelt. Nýir flokkar hafa líka við og við skotið upp kollinum og tekið fylgi frá gömlu flokkunum. Með einni undantekningu, Kvennalistanum, hafa þessir flokkar hins vegar ekki reynst lífseigir. Þessi framboð hafa þó sýnt að hreyfanleiki kjósenda er verulegur. Fylgi flokka er ekki föst stærð líkt og Sjálfstæðisflokkurinn komst að í kosningunum 1987 og sá kjami fasta- fylgis sem menn geta reitt sig á, kannski minni en talið var. Meðal yngri kjósenda ekki sist má gera ráð fyrir að hreyfanleiki milli flokka sé meiri og „flokkshollusta" minni. Þetta er að gerast alls staðar i kringum okkur og sést greinilega á t.d. breyttri stöðu jafnaðarmannaflokka á Norður- löndum, sem undanfama áratugi hafa haft álíka sérstöðu og Sjálfstæðis- flokkurinn á íslandi. í flestum vest- rænum ríkjum er hið „hefðbundna" að riðlast. Áherslur kjósenda virðast vera að breytast. Sveiflur í kjósenda- fylgi á milli Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks em alþekkt fyrirbrigði svo og á milli Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags. Nú virðist sem kjós- endur Sjálfstæðisflokksins geti jafn- vel hugsað sér að kjósa Framsóknar- flokk, hugsanlega vegna þess, að þeir hafí minni áhyggjur af því en áður að Framsóknarflokkurinn misnoti að- stöðu sína eftir fall Sambandsins. Þá er ekki fráleitt, að kjósendur, sem hafa hneigzt til fylgis við Sjálfstæðis- flokk eða Alþýðuflokk, geti fremur nú en áður hugsað sér að kjósa vinstri flokka vegna þess, að andstaða þeirra við nútímaviðhorf á borð við einka- væðingu er ekki mikil og stuðningur þeirra við þrönga félagshyggju minni en áður. Þegar rætt er um þróun fylgis ber einnig að hafa hugfast hversu miklar breytingar hafa orðið á samfélagi okkar og öllu umhverfi á síðustu árum. íslenskt þjóðfélag hefur tekið vemlegum umskiptum á síðustu fímmtán ámm sem hlýtur að endur- speglast á einhvern hátt í stjómmála- skoðunum fólks. Þá má ekki gleyma áhrifunum af lokum Kalda stríðsins og baráttunnar við sósíalismann. Alls staðar í hinum vestræna heimi á sér nú stað mikið umrót á stjórnmálasvið- inu. Gömul viðhorf eiga ekki lengur við en stjómmálamenn víðast hvar em ekki búnir að ná fótfestu í hinu nýja umhverfi. Þessi breytti raunveraleiki hlýtur einnig að gera vart við sig hér á landi. Hugmyndagrandvöllur stjórn- málaflokkanna og starfsaðferðir þeirra hljóta að sæta stöðugu endur- mati. Annars leita kjósendur á önnur mið. Sjálfstæðisflokkurinn, sem frá lýð- veldisstofnun hefur verið öflugasti flokkur þjóðarinnar, hlýtur að spyija sig hveiju það sæti að hann fái jafn slæma útreið í skoðanakönnunum og nú er raunin. Fulltrúar hans hljóta að velta fyrir sér hvort boðskapur flokksins nái ekki nægilega vel til almennings og þá hvers vegna. Eða getur jafnvel verið að boðskapur flokksins höfði ekki í sama mæli til kjósenda og áður? Hvar liggur vand- inn? Ef flokkurinn ætlar að viðhalda stöðu sinni í íslensku þjóðfélagi verður hann að bijóta spumingar af þessu tagi til mergjar á hreinskilinn hátt. Hann verður að ræða þær opinskátt og án undanbragða. Einn helsti styrkur Sjálfstæðis- flokksins hefur einmitt verið að þar hafa farið fram stefnumótandi um- ræður um öll helstu þjóðmál. Þar hafa hin ólíku öfl þjóðfélagsins komið saman og samræmt stefnu sína út frá sameiginlegum hagsmunum og þjóð- arheill. Er hægt að segja með sanni að slík þjóðaramræða eigi sér nú stað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins? Það má ekki gerast að Sjálfstæðis- flokkurinn missi tengslin við hinn al- menna kjósenda. Þar með væri hann búinn að tortíma tilveragrandvelli sín- um. Flokkurinn má ekki, með réttu eða röngu, fá á sig þá ímynd að vera fulltrúi sérhagsmunaaflanna í þjóðfé- laginu. Gegn því hafa leiðtogar hans ávallt barist. Þeir hafa vitað sem er að hinir almennu kjósendur eru marg- ir, óskipulagðir og hafa fjölbreytilega hagsmuni. Sérhagsmunahóparnir eru aftur á móti skipulagðir og hafa skýra og afmarkaða hagsmuni. Rétt eins og annars staðar á Vesturlöndum eru þeir nú að verða einhver sterkustu öfl þjóðfélagsins. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar áfram að vera fjöldahreyfing hlýtur hann að hafa heildina að leiðarljósi. Hann verður að vera brimbijótur fólksins í landinu gegn sérhagsmuna- hópunum. Tap bankakerfis- ins hátt í 2,8 millj- arðar á síðasta ári Arðsemi eigin fjár viðskiptabanka og sparisjóða var neikvæð um 14,1% TAP íslenska bankakerfisins á sl. ári nam alls um 2.766 milljón- um króna samanborið við um 459 milljóna hagnað árið 1991. Þessi miklu umskipti skýrast af stórauknum framlögum í af- skriftarreikning útlána. Þau jukust úr 2.518 milljónum árið 1991 sem svarar til 1,12% af niðurstöðu efnahagsreiknings í 6.626 milljónir árið 1992 sem svarar til 2,75% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Sérstök framlög eignarhaldsfélaga þeirra banka sem stóðu að Islandsbanka að fjárhæð 369 milljónir eru ekki meðtalin í þessari tölu. Frá þessu er greint í nýjasta hefti hagtalna mánaðarins frá Seðla- bankanum. Þar kemur fram að arð- semi eigin fjár árið 1992 hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum var neikvæð um 14,1% samanborið við 2,6% jákvæða arðsemi árið 1991. Hlutur Landsbankans var lang- stærstur í slæmri afkomu viðskipta- banka og sparisjóða á árinu 1992. Þannig nam tap Landsbankans 2.733 milljónum sem felur í sér að arðsemi eiginfjár var -43,1% en heildartap annarra viðskiptabanka og sparisjóða nam samtals 33 millj- ónir sem svarar til -0,2% arðsemi eigin fjár. Árið 1991 voru samsvar- andi tölur fyrir Landsbankann 3 milljóna hagnaður en aðrir við- skiptabankar og sparisjóðir voru með 456 milljóna hagnað og 4% arðsemi eigin fjár. Á sl. ári sýndu sparisjóðirnir bestu afkomuna og nam samanlagð- ur hagnaður þeirra um 175 milljón- um, Búnaðarbanki var með 32 millj- óna tap og Islandsbanki 176 millj- óna tap. Arðsemi eigin fjár íslands- banka var í fyrra -3,2% samanborið við 1,4% árið á undan. Búnaðar- bankinn var með -0,9% arðsemi samanborið við 1,4% árið á á undan og samtals var arðsemi sparisjóð- anna 4% samanborið við 8,5% árið á undan. Aftur á móti jókst hagnaður bankakerfisins fyrir afskriftir í hlut- falli af niðurstöðutölu efnahags- reiknings úr 1,49% í 1,67%. Þetta hefði þýtt um 7% arðsemi eigin fjár á árinu 1992 ef framlög í afskriftar- reikning útlána hefðu haldist í svip- uðu horfi og árið 1991. Eiginfjárhlutfall Landsbankans hækkaði í 9,4% Landsbankinn jók á sl. ári fram- lög í afskriftarreikning útlána úr 997 milljónum í 3.858 milljónir, ís- landsbanki hækkaði sitt framlag úr 815 milljónum í 1.512 milljónir, Búnaðarbanki hækkaði framlagið úr 354 milljónum í 637 milljónir og sparisjóðirnir í heild úr 352 milljón- um í 621 milljón. Þegar litið er á svonefnt BlS-eig- infjárhlutfall kemur í ljós að hlut- fall Landsbankans var 5,5% um síð- ustu áramót en lágmarkið er sem kunnugt er 8%. Fyrir íslandsbanka og Búnaðarbanka er hlutfallið um 10% og fyrir sparisjóðina í heild um 16%. Ef tekið er tillit til þeirra ráð- stafana sem stjórnvöld gripu til í því skyni að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans hækkar BlS-hlutfall bankans úr 5,5% í 9,4% og hlutfall viðskiptabankanna í heild úr 7,7% í 9,7%. Fyrir bankakerfið í heild þýða ráðstafanirnar að BlS-hlutfall- ið hækkar úr 8,9% í 10,6%. Morgunblaðið/Kristinn Trúbræður frá Tönsberg í heimsókn BISKUPINN í Tönsberg, Sigurd Ásberg, ásamt fylgdarliði við Biskupsstofu. Fyrir miðri mynd eru biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, séra Sigurd Ásberg biskup í Tönsberg og séra Astrid Bjelleby Bayegan, fyrsti kvenprófasturinn. Norskir prófastar dvelja í Skálholtí við fundarhöld BISKUPINN í Tönsberg í Noregi, átta prófastar og tveir biskupsritar- ar hafa dvalist i Skáiholti síðustu fjóra daga við fundarhöld. I þeim hópi er fyrsti kvenprófastur Noregs. Síðastliðið sumar var biskupinn frá Tönsberg á íslandi á norrænu biskupaþingi og heillaðist af landi og þjóð. Því varð úr að séra Jónas Gíslason vígslubiskup byði honum að halda árlegt þing kirkjuyfirvalda í Tönsberg í Skálholti. Biskupinn, séra Sigurd Ásberg, sagði hafa verið gott að dveljast í Skálholti. „Okkur fannst við vera við hjartarætur íslands og íslenskrar menningar," sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Markmiðið að festa kirkjuna í sessi Fundir sem þessi eru haldnir ár hvert, jafnan í Noregi, stundum í Danmörku og nú, í fyrsta sirín, á Islandi. Markmið þessa fundar var, að sögn biskupsins, að styrkja hlut- verk kirkjunnar í samfélaginu, eink- um prófastanna svo til þeirra mætti leita í ríkara mæli. Einnig ætti að leggja áherslu á að fylgja börnunum frá skírn til unglingsára, veita þeim stuðning og leiðbeina, enda væri þörfin brýn. Hann sagði jafnframt að kirkjur landanna tveggja ættu mikið sameiginlegt og að Islending- um og Norðmönnum svipaði til að því leyti að spjall um daginn og veg- inn, dýrtíð eða innanstokksmuni, væri ekkert tiltökumál en ekki væru menn gefnir fyrir að flíka lífsskoðun- um sínum eða trúmálum. Biskupi til aðstoðar við hið dag- lega amstur eru tveir biskupsritarar, ólíkt skipan mála á íslandi. Starfs- svið annars lýtur að stjórnun og skipulagningu en hin's meira að mál- efnum er varða samvinnu starfs- manna undir kirkjunnar stjóm. Enda fari oft mikill tími og orka í vanda- mál sem stafi af misskilningi milli fólks. Fyrsti norski kvenprófasturinn Einn prófastanna átta sem heim- sóttu Skálholt var Astrid Bjellebö Bayegan, fyrsti kvenprófasturinn í Noregi. Hún sagði að hugmyndin um kvenprófast ætti ekki miklu fylgi að fagna, enginn lærisveina Jesús hefði verið kvenkyns og margir teldu mótsagnakennt að kona predikaði yfir karlmönnum. Þrátt fyrir þessar hugmyndir hefði samstarf gengið vel og nefndi hún jafnframt að Noregur hefði eignast sinn fyrsta kvenbiskup 20. maí síðastliðinn. Nýtt stórfyrirtæki metið á 1,2 milljarða dollara Amax sameinast Cypr- us námufyrirtækinu BANDARÍSKA stórfyrirtækið Amax tilkynnti í fyrradag að það hefði ákveðið að sameinast Cyprus Minerals Company sem er eitt stærsta námufyrirtæki heims. Hluthafar Amax munu hins vegar halda eftir dótturfélaginu, Alumax, sem er þátttakandi í Atlantsál- hópnum. Jafnframt halda þeir eftir 28% hlut í fyrirtækinu, Amax Goldl Sameinaða fyrirtækið er metið á nærri 1,2 milljarða dollara á hlutabréfamarkaði og er talið að velta þess í viðskiptum með kopar, gull, lithíum, olíu og gas muni nema um 2,8 milljörðum dollara á ári. Sameinaða fyrirtækið verður stærsta námufyrirtæki heims. Amax samsteypan hefur verið þriðji stærsti álframleiðandi Banda- ríkjanna og fyrirtæki í eigu þess hafa framleitt ál á nánast öllum vinnslustigum, álmálminn, álþynnur, og ýmis konar vörur úr áli. Auk þess hefur Amax með eigu sinni á Amax Coal Industries verið þriðji stærsti kolaframleiðandi Bandaríkj- anna og annað dótturfyrirtæki Amax Oils & Gas Inc. er í gasframleiðslu og dreifingu. Þar að auki á Amax meirihlutann í Amax Gold Inc. sem er í fremstu röð bandarískra fyrir- tækja í framleiðslu góðmálma. Höf- uðstöðvar Amax hafa verið í New York í Bandaríkjunum og starfs- menn fyrirtækisins eru nálægt 20.000 talsins. Af hálfu talsmanna Amax og Cyprus var því haldið fram að jafn- ræði gilti milli fyrirtækjanna við sameininguna en ýmislegt bendir fremur til yfirtöku Cyprus á Amax. Forstjóri Cyprus mun verða aðalfor- stjóri hins sameinaða fyrirtækis en Allen Born, forstjóri Amax verður formaður framkvæmdastjórnar auk þess sem hann verður áfram for- stjóri Alumax. Báðir verða þeir með stjórnarformannstitil í hinu samein- aða fyrirtæki. Þykir það hins vegar gefa ótvíræða vísbendingu um yfír- burði Cyprus að allir 16 fram- kvæmdastjórar fyrirtækisins taka sæti í framkvæmdastjórninni meðan aðeins 5 framkvæmdastjórar frá Amax taka þar sæti. Hið sjálfstætt starfandi Alumax þarf áfram að standa undir 1,2 millj- arða dollara bókfærðum skuldum en þær má að miklu leyti rekja til nýrr- ar álbræðslu sem reist var á sl. ári í Quebec í Kanada. Paul Drack, forstjóri Amax og stj órnarformaður Alumax Góðar fréttir fyrir ísland PAUL Drack, forstjóri Amax og stjórnarformaður Alumax segir að samruni Amax og Cyprus í einn námarisa breyti í engu áformum Alumax um að verða aðili að Atlant- sálverkefninu hér á Islandi. „Ef ég á að tala um áhrif þessa á áform okkar um að byggja álverksmiðju á íslandi, þá myndi ég segja að áhrifin væru einvörðungu af hinu góða - jákvæð," sagði Drack í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Cyprus er einkum í málmvinnslu og námarekstri. Þeirra framleiðsla er einkum koparvinnsla og litíumvinnsla, en Amax er mun stærri kolaframleið- andi en Cyprus. Þeir vilja færa út kvíarnar i koparvinnslu sinni og til þess þurfa þeir á umtalsverðum fjár- munum að halda. Með því að kaupa Markaðsgengisskráning verður tekin upp frá næstu mánaðamótum Hagnaðist um tugi milljóna á brotalöm í bankakerfinu AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR NÝJAR reglur varðandi gengisskrán- ingu verða kynntar á morgun af Seðla- banka íslands og viðskiptaráðuneytinu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Tekið verður upp markaðsgengi frá og með sama tíma. Þessar nýju reglur eru settar, m.a. vegna þess að gengis- skráningin eins og hún hefur tíðkast hér á landi, hefur boðið heim möguleik- anum á spákaupmennsku og það hefur gerst að viðskiptaaðilar hafa, með því að afla sér upplýsinga í gegnum Reuter- gengisskráningu um fyrirsjáanlega gengisþróun, getað fært innstæður á milli gengisreikninga fyrir lokun banka, kl. 16, og hagnast umtalsvert á slíkum tilflutningum með óeðlilegum hætti, að mati viðmælenda Morgunblaðsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins stundaði einn yfirmaður Búnaðarbanka ís- lands slíkar millifærslur í umtalsverðum mæli, allt þar til málið uppgötvaðist fyrir hálfu öðru ári og mun hann hafa hagnast verulega á tiltækinu, eða um tugi milljóna króna. Sáu möguleika á hagnaði með millifærslum Reglan hefur hingað til verið sú að Seðla- banki Islands gefur út að morgni hvers dags, kl. 9, gengi einstakra mynta þess dags, á grundvelli innbyrðis afstöðu þeirra sam- kvæmt Reutersupplýsingum. Gengið breyt- ist síðan ekkert fyrr en kl. 9 næsta dag. Þeir sem nýta sér upplýsíngaþjónustu Reut- ers, bæði bankar og ákveðin fyrirtæki, gátu á vissu tímabili, spilað á kerfið með þeim hætti, að þegar þeir fengu Reutersupplýs- ingar þegar líða tók á daginn, þá sáu þeir hvaða breytingar voni að verða á innbyrðis gengi einstakra mynta og gátu þá fyrir kl. 16 flutt innstæður, til dæmis af dollarareikn- ingi, yfír á markareikning, eða hvaða reikn- ing sem var, ef líkur voru á að slíkur flutn- ingur gæfí þeim hagnað, miðað við líklega gengisskráningu næsta dags. Frá og með morgundeginum verður hins vegar markaðs- gengi í gildi við gengisskráningu, þannig að slíkar tilfærslur verða ekki lengur mögu- legar. Morgunblaðinu er kunnugt um að ákveðn- ar bankastofnanir urðu varar við það fyrir alllöngu að einstakir viðskiptavinir stunduðu slíka flutninga í talsverðum mæli, og því mun hafa verið tekið 'fyrir slíka flutninga samdægurs, og boðið upp á að slíkar tilfærsl- ur tækju gildi daginn eftir, þegar ný gengis- skráning hefði tekið gildi. Þannig var tekin upp sú regla að gengisskráning dagsins var í raun aðeins í gildi þar til kl. 10.30 eða 11.00 þann dag og ef menn vildu flytja upphæðir á milli mismunandi mynttegunda, var þeim tilkynnt að slikar tilfærslur yrðu samkvæmt gengisskráningu næsta dags. Hagnaðist um tugi milljóna á kostnað Búnaðarbankans Einn af yfírmönnum Búnaðarbanka Is- lands mun hafa stundað slíkar tilfærslur á erlendum myntum á bankareikningum í sínu eigin nafni í mjög miklum mæli um langa hríð og er talið fullvíst að hann hafi hagn- ast um tugi milljóna króna á þessum „við- skiptum sínum“ á kostnað vinnuveitanda síns, Búnaðarbankans. Þegar stjórnendur Búnaðarbankans fengu vitneskju um þessar tilfærslur starfsmannsins, var komið í veg fyrir að hann gæti haldið leiknum áfram, en það mun vera hálft annað ár síðan það var. Forsaga þess að umræddur starfsmaður Búnaðarbankans gat stofnað gjaldeyris- reikning með umtalsverðu innleggi var sú að hann seldi húseign og fékk greitt fyrir hana í erlendri mynt. Hann stofnaði þannig gjaldeyrisreikninga með um 13 milljóna króna innleggi og opnaði síðan reikninga í öðrum myntum og gat þannig hafíð milli- færslur, eftir að hafa kynnt sér upplýsingar Reuters um gengisskráningu og þróun í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Ekki ólögmætt athæfi Menn eru sammála um að svona tilfærsl- ur og spákaupmennska með erlendar mynt- ir er ekíri ólögleg, en bankamenn munu jafn- framt vera þeirra skoðunar að þegar starfs- menn banka standi í slíkum millifærslum í hagnaðarskyni, sé málið mun hæpnara. „Löglegt en siðlaust,“ voru ummæli banka- manna um þetta tiltekna mál. Því mun ekki hafa verið um það að ræða að Búnaðarbank- inn gæti höfðað mál á hendur ofangreindum starfsmanni sínum. Raunar munu ákveðnir yfirmenn Búnaðarbankans hafa vilja segja manninum upp störfum, þegar upp um þessa starfsemi hans komst, en að ráði lögfræð- inga var horfið frá þeirri hugmynd. Raunar voru lögfræðingar þeirrar skoðunar, að starfsmaðurinn gæti höfðað skaðabótamál á hendur bankanum, væri hann rekinn og því starfar hann enn í Búnaðarbankanum, en samkvæmt upplýsingum mínum úr Bún- aðarbankanum, rúinn öllu trausti stjórnenda bankans. Stjórnendur bankans munu líta þannig á að þótt hér hafi ekki verið um lögbrot að ræða, hafí athæfíð verið siðlaust með öllu. Sami leikur í Landsbanka Sami starfsmaður mun síðan hafa haldið áfram slíkum tilfærslum á gjaldeyrisreikn- ingum í Landsbankanum um skeið og hann mun hafa reynt sömu aðferð í íslands- banka, en án árangurs. Stjórnendur Búnaðarbankans munu eftir að málið uppgötvaðist hafa kannað hvort fleiri aðilar stunduðu slíkar tilfærslur í hagnaðarskyni og við rannsókn kom á dag- inn að svo var um ákveðna viðskiptaaðila úti í bæ. Sömu sögu mun vera að segja úr Landsbanka og íslandsbanka og því var tekin upp sú regla að gengisskráning næsta dags gilti frá kl. 10.30 í Búnaðarbanka og skömmu siðar var ákveðið i Landsbankanum að miða við að gengisskráning í millifærslum miðaðist við skráningu næsta dags frá kl. 11. Svipuð regla er notuð í íslandsbanka. Viðskiptaráðherra í málið Morgunblaðinu er kunnugt um að fyrir skömmu átti Jón Sigurðsson, bankaráð- herra, fund með bankastjóra Búnaðarbank- ans, til þess að ræða hvemig þetta hefði getað gerst. Það mun ekki síst hafa verið þessi möguleiki, sem var þess valdandi að ákveðið var að breyta reglunum um gengis- skráningu og taka upp markaðsgengi. Mark- aðsgengið gerir það að verkum, að þessi möguleiki til millifærslna og hagnaðar af þeim, er ekki lengur fyrir hendi. starfsemi Amax, að álframleiðslu- þættinum undanskildum, fá þeir þann- ig mikla fjármuni inn í rekstur sinn. Auk þess verður fyrirtækið við þennan samruna sennilega annað stærsta kolavinnslufyrirtæki í heiminum,“ sagði Drack. Drack sagði að Amax hefði í gegn- um árin haft á sér heldur blendna ímynd. Það hafi verið litið á það sem álframleiðanda, en einnig gullnámu- fyrirtæki, kolavinnslufyrirtæki, gas- fyrirtæki og fleira. „Nú, þegar Alum- ax hefur verið aðskilið frá samsteyp- unni, fær sín eigin hlutabréf og verð- ur sjálfstætt fyrirtæki, eru allar líkur á því að fyrirtækið verði fremur met- ið sem hreint álframleiðslufyrirtæki á markaðnum, og það á eftir að verða Alumax til góða. Því eru þetta mjög góð tíðindi fyrir Alumax, og ég er ekki í nokkram vafa um að þegar heimsmarkaðsverð á áli hækkar, þá munu hlutabréf í Alumax einnig hækka,“ sagði Drack. Aðspurður hvort hann teldi að Al- umax myndi við þetta í einhveiju breyta áformum sínum um þátttöku í Atlantsálverkefninu, sagði Drack: „Nei, ég tel að þetta muni í engu breyta áformum fyrirtækisins. Allen Born, sem verið hefur stjórnarformað- ur Amax verður nú stjómarformaður Alumax, auk þess sem hann verður ásamt Milton H. Wood stjórnarfor- maður Cyprus-Amax samsteypunnar. Bond Evans verður áfram forstjóri Alumax. Báðir þessir menn eru mjög hlynntir Atlantsálverkefninu og hafa jafnan látið þá afstöðu sína í ljós, áð þegar aðstæður bötnuðu á álmörkuð- um, þá teldu þeir verkefnið á íslandi vera fýsilegan kost. Á því hefur engin breyting orðið. En þótt þessar skipu- lagsbreytingar hafí átt sér stað hér hjá okkur, þá er ekkert sem mun hraða því að ákvarðanir um framkvæmdir á Islandi verði teknar, annað en það að álverð fari hækkandi í heiminum á nýjan leik.“ Drack sagði að lokum: „Born hefur ávallt látið í ljós hrifningu sína á Is- landi og vilja til þess að ráðast í Atl- antsálverkefnið, þegar aðstæður leyfa. Þannig að út frá þeim sjónar- hóli, eru það góðar fréttir fyrir Islend- inga, að hann sé einnig orðinn stjóm- arformaður Alumax, sem eftir sem áður verður þriðja stærsta álfyrirtæki Bandaríkjanna." Formaður íslensku álviðræðunefndariimar Alumax jafn láns- hæft eftír samruna Amax og Cyprus FORMAÐUR íslensku álviðræðunefndarinnar, dr. Jóhannes Nordal, seg- ist telja að Alumax, bandariska álfyrirtækið, verði ekkert síður sterkt og lánshæft fyrirtæki heldur en Amax var áður eftir að önnur starfsemi Amax en álstarfsemin hefur verið sameinuð Cyprus. Jóhannes sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi ekki að þessi samruni Amax og Cyprus hefði nein áhrif á fyrirhugaða byggingu álvers hér á íslandi, þegar álverð fer hækkandi. „Alumax var í raun og veru orðið kjarninn í starfsemi Amax og aðal- drifkrafturinn í fyrirtækinu var hjá Alumax. Strax og aðstæður batna býst ég við að Alumax komi til með að hafa betri afkomu heldur en Am- ax-samsteypan hafði í heild,“ sagði Jóhannes. „Ég skil það ákaflega vel að eftir að búið er að sameina námustarfsemi Amax þessu fyrirtæki Cyprus, þá hafi verið erfitt að halda Alumax áfram inni í samsteypunni. Þetta eru það ólík viðskipti og ólíkur rekstur að það hefði ekki farið mjög vel sam- an,“ sagði hann einnig. Jóhannes sagði að stefnan í við- skiptum í heiminum nú væri yfirleitt sú að betra væri að fyrirtæki hefðu nokkuð samstæðan og skyldan rekst- ur, en væru ekki að blanda saman mjög ólíkum rekstri og viðskiptum í einu fyrirtæki. „Þessar blönduðu sam- - steypur sem voru mjög vinsælar á sínum tíma, sérstaklega á áttunda og fram á níunda áratuginn, hafa margar reynst vera valtar, og stjórn- unarlega séð hefur það greinilega reynst betur, að fyrirtæki einbeittu sér að einu meginsviði,“ sagði Jó- hannes, „og því tel ég að þetta muni frekar styrkja Alumax heldur en hitt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.