Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 19 viðstaddir voru í aðalstöðvum bankans í gærmorgun. Hugsanleg verkfalls- boðun rædd í dag Að sögn Baldurs Oskarssonar framkvæmdastjóra Sambands ís- lenskra bankamanna verður því starfsfólki Landsbankans sem sagt verður upp boðið að hætta störfum strax um næstu mánaðamót og vinna þannig ekki tilskilinn upp- sagnarfrest. Hann sagði að á fundi stómar SÍB í dag yrði meðal ann- ars fjallað um hugsanlega verkfallsboðun, en formanna- fundur aðildarfélaga SÍB samþykkti einróma í fyrradag að veita stjórn og samninganefnd heimild til verkfallsboðunar. Þá yrði einnig rætt um áframhaldandi aðgerðir sem hugsanlega yrði gripið til í kjölfar uppsagnanna. „Bankamenn eru með lausa kjarasamninga, og ég geri mjög ráð fyrir því að fljótlega vilji menn ræða við ríkisstjórnina með form- legum hætti um atvinnumál. Ég sé hins vegar ekki annað en að það tilboð sé úr gildi fallið sem við gerðum bönkunum fyrir einum mánuði um að framlengja kjara- samningi óbreyttum ef í honum yrði klásúla um að ekki yrði gripið til fjöldauppsagna. Við teljum það mjög ámælisvert að þar sem búið er að gera kjarasamninga á al- mennum markaði, þar sem lögð er áhersla á atvinnuöryggi og at- vinnumál, og ríkisstjómin veitir fé til atvinnuskapandi aðgerða, skuli ríkisstjórnin sama daginn heimta að sitt eigið fyrirtæki segi upp mönnum með þessum hætti og vildi raunar ganga ennþá lengra í því,“ sagði hann. Óánægja með vinnu- brögð bankastjórnar Að sögn Baldurs var yfirmönnum þeirra starfsmanna sem sagt verður upp send uppsagnarbréfin í gærmorgun, en þeir afhenda síðan viðkomandi starfsmönnum bréfin. Öllu starfs- fólki Landsbankans að undan- skildu því sem sagt verður upp barst í gær bréf frá stjóm bank- ans, þar sem meðal annars er gerð grein fyrir ástæðum uppsagnanna. Mikil óánægja var meðal starfs- fólksins vegna þessara vinnu- bragða bankastjórnarinnar þar sem uppsagnarbréfin höfðu þá ekki borist starfsfólkinu, og það varð þess því áskynja á þennan óbeina hátt að því yrði sagt upp. ------♦-------- Borgarráð Fyrirtæki sitji við sama borð Hafnarframkvæmdir á Húsavík Stálþil laskast Húsavík ÞAÐ ÓHAPP varð við dýpkun Húsavíkurhafnar að við spreng- ingar raskaðist stálþil hafnar- garðsins og dekkið seig niður á nokkrum kafla. Síðastliðið sumar var unnið að endurbótum á hafnargarðinum á Húsavík og jafnframt átti að dýpka höfnina. Þegar farið var að vinna verkið kom í ljós að botn hafnar- innar var harðari en ætlað var og að dýpkun væri ekki framkvæmd- anleg nema með sprengingum. Nýlega var hafist handa við dýpkun og sá fyrirtækið Hag- virki/Klettur um framkvæmdir. Þær gengu vel þar til á þriðjudag að ein sprengingin varð full öflug því við hana laskaðist stálþit, sem rekið var niður í fyrrasumar og dekkið seig nokkuð á um 15 metra kafla. Fundað hefur verið um málið og mun verktakinn sjá um lagfær- ingar á skemmdunum og skila verkinu eins og til stóð. Þetta mun ekki tefja framkvæmdir. Fréttaritari. Til sölu á Arnarnesi húseign er skemmdist af eldi í janúar sl. Upplýsingar gefur Kristrún Óskarsdóttir í síma 657282. ANDRES SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A - SÍM118250 Danskar buxur nýkomnar á kr. 5.400,- Jakkaföt á kr. 5.500,- -14.900,- Flauelsbuxur á kr. 1.790,- - 5.600,- Vandaður fatnaður á hóflegu verði. Sendum í póstkröfu. í NAUTAVEISLUNA fer aðeins nýtt kjöt, sérvalið úr efstu gæðaflokkunum • Fullkomið gæðaeftirlit frá sláturhúsi til verslunar tryggir að kjötið er hæfílega meyrt og með fituinnihald sem hentar nútíma matreiðslu • Kjötinu er sérpakkað á 9 bakka sem síðan er raðað í meðfærilegan kassa • Þú ákveður hvort þú kaupir kjötið ferskt eða frosið • Þegar heim kemur getur þú matreitt hluta þess strax, geymt annað í kæli til næstu daga og sett afganginn í fiysti. NAUTAVEISLAN kostar aðeins 699° kr/kg • Hún inniheldur úrvalshráefni í a.m.k. 30 fjölbreyttar máltíðir sem fljótlegt og auðvelt er að matreiða á pönnu, í potti eða á grilli. BORGARRÁÐ tekur undir þá skoðun borgarstjóra, að fyrir- tæki í borginni eigi að sitja við sama borð að því er tekur til viðskipta við Reykjavíkurborg eins og fram kom í greinargerð borgagrstjóra frá 21. maí. Til- laga þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs sl. þriðjudag. Flutningsmenn fyrri tillögu, full- trúar minnihlutans drógu jafn- framt tillögu frá 18. maí til baka, þar sem sagði að borgarráð tæki ekki undir tilmæli, sem send hafi veríð borgarstofnunum um að borgarstofnanir beini viðskiptum sínum að einum verslunar- eða þjónustuaðila öðrum fremur. 3M Scotch Brite 2,5 kg nautahakk 1,1 kg gullas 30 hamborgarar (!2,4 kg) Nautaveislan fæst í eftirfarandi verslunum: Landsbyggdin: Akureyri: Netto, KEA Hrísalundi, KEA Sunnuhlíð, KEA Byggdavegi, Sæland, Lundarkjör og Matvörumarkaðurinn. Utibú KEA í Grenivík, Ólafsfirði, Siglufirði, Svarfdælabúð, Grímsey og Hrísey. Versl. Einars Ólafssonar og Skagaver Akranesi. Versl. Jóns og Stefáns og matvörumarkaður KB Borgarnesi. Kassinn, Hvammur og Virkið ólafsvík. Kjörbúðin Hellissandi. Höfuðborgarsvæðið: Sunnukjör í Skaftahlíð, 10-11 í Glæsibæ, Laugalæk og Kaupgarði Engihjalla. Matvöruversl. Grímsbær og Straumnes. 10-10 Hraunbæ, Kjöt og liskur í Mjóddinni og Seljabraut. Miðvangur Hafnarfirði. Vinnslu- og dreifingaraðilar: Kjötbankinn hf, Hafnarfirði, KEA Akureyri og KB Borgarnesi. NautgripabænduR J ___________________________ —__________________________________________________________________r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 117. tölublað (27.05.1993)
https://timarit.is/issue/125577

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

117. tölublað (27.05.1993)

Aðgerðir: