Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 5 Morgunblaðið/Kristinn Landgræðslan fær styrk SVEINN Runólfsson, landgræðslustjóri, tekur við styrk starfs- mannafélags Aðalverktaka úr hendi Karls Georgs Magnússon- ar, formanns félagsins, en Ólafur Þ. Gunnarsson, gjaldkeri félagsins, fylgist með. Starfsfólk Aðal- verktaka styrkir Landgræðsluna „VIÐ vildum láta eitthvað gott af okkur leiða,“ sagði Karl Georg Magnússon formaður Starfsmannafélags íslenskra aðalverktaka en félagið ákvað að styrkja Land- græðslu ríkisins með um 400.000 króna framlagi til áburðarkaupa og dreifingar á svæði á Suðurnesjum. „Við áttum sjóð sem safnað um sem unnin hafa verið á Suð- hefur verið í af starfsmönnum í urnesjum undanfarið og við átt- rúm tíu ár,“ sagði Karl. „Starfs- um fyrir sem svaraði til þriggja mönnum hefur fækkað og við ferða. Okkur fannst peningunum höfum verið að ræða hvernig vel ráðstafað, þar sem margt fara ætti með þessa ijármuni. fyrrverandi starfsmanna býr á Þegar fréttist af ijárhagsvand- Suðurnesjum og geta því einnig ræðum Landgræðslunnar datt notið þeirra. Við vildum einnig einum stjórnarmanni í hug að vekja athygli annarra á málefn- rétt væri að styrkja hana með inu ef aðrir gætu fylgt á eftir áburði og áburðarflugi. Menn og styrkt Landgræðsluna.“ hafa tekið eftir þessum verkefn- Fokker-vél Flugleiða leigð út til að spara í innanlandsflugi FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að leigja út eina Fokker 50 vél félagsins og notast við hinar þrjár í komandi vetraráætl- un. Ástæða þessa er taprekstur á innanlandsfluginu, en hann nam rúmum 200 milljónum á síðasta ári. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að fyrirtækið gripi til þessa ráðs til að spara. „Við erum með Fokker-vélarnar á kaupleigu og ef við viljum fækka í flotanum þurfum við að finna annan leigjanda. Að því er nú unnið og miðað við að næsta vetr- aráætlun verði sett upp fyrir þijár vélar. Við erum til dæmis að kanna hvernig þessi breyting kemur nið- ur á þjónustunni. Það snertir til dæmis Þingeyri og Flateyri, sem við getum sinnt með þremur vél- um, en ekki á nógu góðum tímum, að því er við teljum. Við leitum því annarra leiða til að tryggja þessum stöðum þjónustu.“ Auknar álögur Einar sagði að um 200 milljóna halli hefði verið af innanlandsflug- inu í fyrra. „Með því að gera þess- ar breytingar töpum við um 4% farþega, en spörum verulega í rekstrinum, þó að við getum ekki gefið upp ákveðnar tölur í því sam- bandi strax. Þarna ræður líka miklu ótti manna vegna aukinnar skatt- heimtu af innanlandsfluginu. 14% virðisaukaskattur leggst á flugið og þó að aðstöðugjöld séu felld nið- ur og tryggingagjald lækki er ljóst að skattaaukningin nemur um 80 milljónum á ári. Þeirri upphæð er ekki hægt að velta yfir í farmiða- verð á þessum þrengingatímum, því þá myndum við einfaldlega missa farþega. Jafnframt því að fækka í flotanum ætlum við því að taka upp viðræður við stjórnvöld um hugsan- lega endurskoðun á þessum auknu álögum,“ sagði Einar Sigurðsson. *■ \s'. LUJJ r ; i mgg8Ssm*r l i | 1 \ i '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.