Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 Vortónleikar Tónlist- arskólans á Húsavík Húsavík. VETRARSTARFI Tónlistarskól- ans á Húsavík er nýlokið og Iauk því með þrennum tónleikum þar sem flestir nemendur skólans komu fram. Nokkrar nýjungar voru teknar upp í skólastarfinu og má í því sambandi nefna hóp- kennslu fyrir byrjendur á píanó og stendur sú kennsla í 1 til 2 ár, en eftir það verða allir nem- endur komnir með einkatíma að hluta. Á haustönn hófst samstarfsverk- efni tónlistarskólans og barnaskóla, sem nefnt er „Hljóðfæranám fyrir alla“. Til þess að vinna þetta verk- efni fengu skólarnir styrk úr Skóla- þróunarsjóði, en ætlað er að verk- efnið standi í 3 ár. Markmiðið með þessu verkefni er meðal annars að auka tónmenntanám og hljóðfæra- nám nemenda í grunnskólum með því að gefa öllum börnum í heilum árgangi í Borgarhólsskóla tækifæri á að kynnast hljóðfæranámi áður en þau standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að hefja „hefðbundið“ hljóðfæranám eins og það fer fram í skólanum í dag. Nemendur hefja oft tónlistarnám með því að læra á blokkflautu. Morgunblaðið/Silli Nemendur við skólann í vetur voru 248 og kennt var á 10 hljóð- færi og stunduðu flestir nemendur nám á blásturshljóðfæri, píanó og gítar. Það vekur eftirtekt að enginn nemenda stundaði nám í orgelleik, en þörf fyrir orgelleikara í kirkjum í dreifbýli úti á landi er mjög mikil og svo að víða horfir til vandræða. Fastir kennarar í vetur voru 7 auk skólastjóra, Árna Sigurbjörns- sonar. - Fréttaritari nn\ ^ Jogginggallar (þessir sterku) St. 128-164 Verð kr. 2490.- Elías Snæland Jónsson hlýtur Islensku bamabókaverðlaunin ELÍAS Snæland Jónsson, aðstoð- arritstjóri Dagblaðsins Vísis, hlaut íslensku barnabókaverð- launin á þriðjudag fyrir bók sína Brak og brestir í samkeppni sem rúmlega 30 höfundar tóku þátt í. Ólafur Ragnarsson, útgefandi og formaður sljórnar Verðlauna- sjóðs íslenskra barnabóka, til- kynnti val stjórnarinnar við há- tíðlega athöfn í Foldaskólá, og afhenti Ármann Kr. Einarsson, rithöfundur, Elíasi síðan verð- launin. Þetta er í 8. skipti sem íslensku barnabókaverðlaunin eru afhent síðan 1986 og er verð- launaféð 200.000 krónur auk venjulegra ritlauna. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell, fjölskylda Ármanns Kr. Einarsson- ar, Barnabókaráðið, íslandsdeild IBBY-samtakanna og Barnavinafé- lagið Sumargjöf standa að verð- launasjóði íslenskra barnabóka, og sátu fulltrúar frá þessum aðilum í dómnefnd ásamt tveimur nemend- um úr Foldaskóla í Grafarvogi sem voru fulltrúar lesenda barna- og unglingabóka. Markmið verðlaun- anna er að stuðla að auknu fram- boði á vönduðu íslensku lesefni fyr- Morgunblaðið/Sverrir Elías Snæland Jónsson tekur við íslensku barnabókaverðlaununum úr hendi Ármanns Kr. Einarssonar, en hægra megin við þá stendur Ólafur Ragnarsson, útgefandi. ir æsku landsins, og hvetja penna: færa menn til dáða á því sviði. í ræðu sinni kvaðst Ólafur Ragnars- son þó harma að verðlaunaveitingin stæði að nokkru leyti í skugga þess skatts sem lagður verður á bækur og aðra útgáfustarfsemi 1. júlí næstkomandi og sagðist vona að „stjórnvöld sjái að sér og afstýri þannig menningarslysi". I stuttu þakkarávarpi sínu minnti Elías Snæland á gildi þess að til væri gott og aðgengilegt lesefni fyrir börn og unglinga. Verðlauna- bókin, Brak og brestir, segir frá unglingspiltinum Hákoni sem flyst út á landsbyggðina með atvinnu- lausum föður sínum og lendir í óvæntum ævintýrum, m.a. upp á fjöllum uppi þar sem „brakar og brestur í jökulsprungum", eins og kom fram í kynningu á bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.