Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 7
J A K O B MORQUNBLAÐJÐ, FJMMTUDAGUR 27- M/VÍ 1993 .7 A EKK3 FJORHJOLADRIFINN HELDUR FRAMHJÓLADRIFINN MEÐ SPÓLVÖRN GETURVOLVO 850 GLE EKKI SPÓLAÐ? Volvo 850 GLE er framhjóladrifinn glæsivagn sem stenst hvaða fjórhjóladrifnum fólksbíl sem er snúning. Skýringin er nýja spólvörnin sem sér til þess að framhjólin sem bera 60% af þunga bílsins, vinna ætíð saman þegar á reynir eins og um læst drif væri að ræða. Þetta gerir bílinn frábæran í snjó og rásfastan hvort, sem er á malbiki eða möl, enda eru sérfræðingar bílablaða sammála um að þetta sé besta framhjóladrif sem fáanlegt er. Og þeir sem vanir eru afturhjóladrifnum bílum geta ósmeykir fengið sér Volvo 850 GLE því aksturseiginleikarnir eru slíkir að það finnst ekki fyrir framhjóladrifinu frekar en bíllinn væri afturhjóladrifinn. FIMM STROKKAROG SILKIMJÚK SJÁLFSKIPTING Vélin er kraftmikil, 143 hestöfl með beinni innspýtingu, 20 ventla, 5 strokka sem gerir það að verkum að hún skilar hámarkstogi við hvaða snúningshraða sem er (176 Nm). Hún er sem sagt geysilega kraftmikil en samt ótrúlega sparneytin. Bíllinn er útbúinn afar fullkominni tölvustýrðri 4 gíra sjálfskiptingu með sérstakri silkimjúkri og sparneytinni sparakstursstillingu en ef á þarf að halda er með einu handtaki hægt að breyta tDÍInum í tápmikið tígrisdýr með sportakstursstillingu. ABS OG SIPS HLIÐARÁREKSTRARVÖRN í Volvo 850 GLE er að finna öll þau öryggisatriði sem gert hafa Volvo að öruggasta bíl í heimi. Má m.a. nefna öryggisbeltastrekkjara, krumpsvæði, innbyggðan barnastól, ABS hemla- læsivörn og fleira. Lengi getur. gott batnað og nú býður Volvo upp á hina nýju hliðarárekstrarvörn SIPS. Hún felst í því að farþegarými bílsins er sérstaklega hannað og styrkt með hliðarhögg í huga og veitir farþegunum meiri vörn en áður hefur þekkst. Þar fyrir utan er bíllinn ríkulega búinn fullkomnum hljómflutningstækjum, upphituðum sætum með plussáklæði, samlæstum hurðum, tvívirkri miðstöð og mörgu fleiru. Verð: 2.398.000 kr. stgr. kominn á götuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.