Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 Villeroy og Boch postulín ÞEIR sem ætla til Luxem- borgar í sumar og eru að safna í matarstell, glösum eða öðru frá Villeroy og Boch geta e.t.v. nýtt sér verksmiðju- verslun þeirra þar sem má kaupa vörur sem ekki teljast í.flokks á nið- ursettu verði. Ný stígvél á markaðinn í byijun þessa árs hófu belgar að framleiða stígvél sem eiga að vera um 40% léttari en þau venjulegu. Ástæðan fyrir létt- leikanum er efnið polyurethane sem einangrar líka frá kulda og verður ekki stíft í frosti. Það er Jón Bergsson h.f. sem flytur stígvélin inn sem eru semsagt fáanleg núna hér á landi og kosta frá 4500 krónum. ■ Oft sést sama og ekkert á þessari vöru og að minnsta kosti þess virði að sækja fyrirtækið heim og for- vitnast aðeins um starfsemi þess. Villeroy & Boch fyrirtækið er rótgróið, var stofnað árið 1767 og nú starfa um það bil fimmtán hundruð manns þar við að fram- leiða þá 17 milljón hluti sem þeir framleiða á ári hveiju. Ef ein- hveijir hafa hug á að kíkja inn í verslunina er heimilisfangið Villeroy & Boch center 330, route de Rollingergrund L 2441 Luxemborg Aðalverslunin er hinsvegar staðsett við rue du Fossé. ■ Engin Nautaveisla í helstu stórmörkuðum NAUTGRIPABÆNDUR hafa nú sett á markað 6 kg. öskjur með nautakjöti á lægra verði en tíðkast hefur í flestum verslunum. Pakkarnir eru seldir undir heitinu „Nauta- veisla" og kosta tæplega 4.200 krónur. Helstu stórmarkað- ir hafa ákveðið að selja ekki „Nautaveisluna" en pakkarn- ir verða þó fáanlegir í sumum verslunum, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og landsbyggðinni. í pökkunum er gúllas, hakk og hamborgarar, sem sumir talsmenn stórmarkaða telja ekki heppilegan söluvaming á þessum árstíma. „Nú fara menn að grilla og mér sýnist þetta kjöt ekki hentugt til þess,“ sagði Júlíus Jónsson hjá Nóatúni meðal annars. Sagðist hann telja pakka af þessu tagi auðveldari í sölu að hausti en vori. Á þriðjudag kostaði kíióið af gúllasi 1.140 kr og kílóið af hakki 729 kr. í Nóatúni. I Hagkaup kost- ar gúllas af fullorðnu nauti 948 kr. kílóið en 1.339 af ungnauti. Hakk af fullorðnu nauti kostar 639 kr. kg. en af ungnauti 799 kr kg. Jóhannes í Bónus hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann muni ekki taka „Nautaveisluna" til sölu, enda bjóði hann ódýara kjöt sjálf- ur. Bændur hafa bent á að verð á „Nautaveislunni" sé allt að 30% lægra en almennt verð á sambæri- legu kjöti á markaðnum og hyggj- ast þeir setja 15 þúsund pakka á markað. í hverjum pakka eru 2,4 kg af hakki, 1,1 kg af hamborgur- um alls 30 stykki og 2,5 kg. af gúllasi. Júlíus í Nóatúni bendir á að líklega yrði að selja svo stórar pakkningar úr frosti, en það væri úr takt við tímann. ■ BT UPPSKRIFTIN Rauðsprettuflök með núðlum hjá Sigurgeir á Sjómannastofunni Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Sigurgeir Sigurgeirsson, matreiðslumaður á Sjómannastofunni Vör í Grindavík, með einn vinsælasta réttinn sinn „rauðsprettufl- ök með núðlum". Steinsnar frá höfninni í Grindavík, við Hafnargötu 9, stendur hvítt, látlaust, einlyft hús, sem á stendur Sjómannastofan Vör. Ég er ókunn í plássinu, en heimamaður, sem með mér var í för, mælir með staðn- um: „Héma færðu góðan fisk.“ Þegar inn er komið heilsar hress náungi á kokkafötum og býður okk- ur velkomin. Klukkan er rúmlega eitt á fimmtudegi. Aðeins einn viðskiptavinur situr í salnum og er að ljúka við kaffið sitt. Hádeg- istraffíkin er að mestu yfir- staðin og við pöntum rauð- sprettuflök að hætti húss- ins og pilsner með. í eldhúsinu ræður Sigurgeir Sigurgeirsson ríkjum og hefur gert í tæp 4 ár, er hann tók rekst- urinn á leigu af Sjómannafélagi Grindavíkur. Áður var hann með mötuneyti Fiskaness og þar áður var hann sem kokkur á Grindvík- ing GK 606. I hádeginu á hveijum einasta degi tekur Sigurgeir á móti heil- um rútubílaförmum af „túrhest- um“ eftir bað í Bláa lóninu. „Hingað hafa komið allt upp í 140 manns í senn. Ég býð bæði upp á físk- og kjötrétti, en út- lendingar vilja heldur fisk. Og þar sem Grindavík er sjávarút- vegsbær, er tilhlýðilegt að leggja áherslu á góðan físk. Vinsælast er rauðspretta, lúða og gufusoðin ýsa. Einnig hef ég verið að prófa mig áfram með tindabikkju, sem hingað til hefur ekki verið talin mannamatur, en er mjög góð, t.d. pönnusteikt með sósu,“ segir Sigurgeir. Að afloknum ljúffengum há- degisverði féllst Sigurgeir á að gefa Daglegu lífí uppskrift, sem hann segir að hver meðaljón í matargerð fari létt með að útbúa. Hann frábað sér að nefna mæli- einingar og bætir við: „Það er aðeins tilfínningin, sem ræður í minni matargerð." Raudsprettuflök með núðlum _______rauðsprettuflök______ ___________hveiti___________ _________jurtqkrydd_________ smjör, smjörlíki eða olíq Hveiti og jurtakryddi blandað saman, flökunum velt upp úr blöndunni og léttsteikt á pönnu í smjöri, smjörlíki eða olíu eftir smekk. Núðlur núðlur paprika rjómagráðostur Núðlur soðnar ásamt smátt skorinni papriku. Sett í skál og um það bil 2 msk af ijómagráð- osti yfír. Sett í örbylgjuofn þar til osturinn er bráðinn. Sósa smjör eða smjörlíki hvítlaukur eða hvítlauksmassi (tæst i krukkum) _____grænmetisteningur_______ __________tómatsósa__________ ____________rjómi____________ _____hvítvín eða mysa________ Smjör brætt og hvítlaukur settur út í. Grænmetiskrafti (ten- ingi) hrært saman við. Þá er tómatsósu bætt í og síðastijóma og hvítvíni/mysu. Látið sjóða niður. Sósan borin fram heit með rauðsprettunni. Salat Kínakál, tómatar og gúrkur skorið, sett í skál. Salat-sósa gerð úr súrmjólk, sýrðum ijóma, appelsínusafa eða óblönduðum djús og steinselju. Hellt yfír sal- atið. Soðnar kartöflur bomar með líka. Að sögn Sigurgeirs má nota hvaða físk sem er í stað rauð- sprettu og sósan er jafnframt góð með hvaða fískmeti sem er. Geta má að lokum að fískmáltíð á Sjómannastofunni kostar 850 kr. þ.e. súpa, fískréttur, salat og kaffí. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.