Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 —J——p-r—T-1-t-r— ■' :'j— 7 " ■;-1' , /, 7/i/a3<x* háua&i- uexr Þctta i cJdhúsiruj Með moi'gunkaffinu í hamingjunnar bænum, mín göfuga Elísabet Matthildur Anna Friðrikka. Ég er á móti formfestu konungs- fólks. HÖGNI HREKKVÍSI * jpJUWPWIV W BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hver þekkir mennina? Frá Múrarafélagi Reykjavíkur: NÝ ÚTGÁFA steinsmiða- og múraratals kemur út í næsta mán- uði. Þar eiga þessar tvær myndir að birtast, en enn vantar mörg nöfn og eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem þekkja kunna mennina á myndunum, að þeir láti vita á skrifstofu Múrarafélags Reykjavík- ur og mun þá haft samband við þá til skráningar. Myndin af mönnunum 21 er af steinsmiðum, sem unnu við hafnar- garðinn í Reykjavík um 1912. Nöfn fimm eru talin kunn: í öftustu röð eru lengst til vinstri Filippus Guð: mundsson og Kjartan Olafsson. í miðröðinni er lengst til vinstri Jón E. Gíslason og fjórði maður frá honum er Árni Þórðarson. í fremstu röð er Jón Vigfússon fyrir miðju og sitt hvorum megin við hann sitja danskir verkstjórar, en lengst til hægri situr Þorkell Bergsveinsson. Á hinni myndinni eru tvö nöfn talin kunn. Lengst til vinstri er Guðni Guðmundsson og annar mað- ur frá honum er Gísli Magnússon, báðir múrarar í Reykjavík. Ýmsum getum hefur verið leitt að því, hvar og hvenær myndin var tekin, en engu vilja söguritarar Múrarafélags Reykjavíkur slá föstu þar um. Múrarafélag Reykjavíkur, Síðumúla 25, Reykjavík Hvers vegim ekki knattspyma? Frá Helga Daníelssyni: Hvernig stendur á því að íþrótta- fréttamenn komast upp með það átölulaust að breyta nöfnum íþrótta- greina? Þar á ég við að nú tala íþrótt- afréttamenn útvarps og sjónvarps sífellt um enska boltann, ítalska boltann, NBA boltann, evrópubolt- ann o.s.frv. í sumum tilfellum er átt við knatt- spymu, stundum er verið að tala um körfuknattleik og stundum um hand- knattleik. Það eru kynntir þættir í sjónvarpi með þessum nöfnum, eins og áhorfendur kannast vel við, alla- vega þeir sem fylgjast með íþróttum. Eg heyrði viðtal við stúlku í út- varpi (Rás 2) á dögunum. Hún tal- aði um kvennaboltann og þá fram- för, sem þar hefði orðið. Hún minnt- ist á að Norðmenn hefðu dælt pen- ingum í kvennaboltann hjá sér og væru nú komnir í fremstu röð. Ég heyrði ekki upphaf viðtalsins og hélt því að verið væri að tala um knattspyrnu. Svo var ekki því viðtal- ið var við fyrirliða kvennaliðs Vík- ings í handknattleik, sem nýlega hafði unnið til íslandsmeistaratitils. Fréttamenn, sumir hveijir a.m.k., rugla svo saman öllu saman og tala ýmist um bolta, knattspyrnu eða fótbolta. í sjónvarpinu (RÚV) þar sem verið var að kynna sýningu á myndum frá fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu, var byijað að segja að nú ætti að sýna frá íslenska boltanum, Getraunadeildinni í knatt- spyrnu. Áhrif fjölmiðla eru mikil. Um það þarf vart að deila, enda taka margir þetta sér í munn, þegar rætt er um áðurnefndar íþróttir og er unga stúlkan í Víking þar ekki ein á-báti. Ég skora á fréttamenn og aðra þá er málið varðar að láta af þessum ósið og fara nú að nefna þessar íþróttagreinar sínum réttu nöfnum. Við eigum orðið knattspyrnu, hand- knattleikur og körfuknattleikur, sem eru viðurkennd nöfn yfir þessar íþróttagreinar. Menn geta líka notað orðið fótbolti, hándbolti og körfu- bolti, ef hin orðin vefjast fyrir þeim. En fyrir alla muni notið ekki nafnið bolti yfir allar þessar íþróttagreinar, sem eiga lítið annað sameiginlegt en að þar er notaður bolti við iðkun og keppni. Ég er gamall knattspyrnumaður og kann því vel, en mér litist ekki á að menn segðu: Hann er gamall boltamaður. Helgi Daníelsson Fellsmúla 10, Reykjavík STELPWZ — þ£HZ SLÖrrÓLFUK OG> SLANI ERU KOAtMteJ " Víkverji skrifar IDagskránni, sem gefin er út á Selfossi, birtist eftirfarandi klausa með fyrirsögninni Nöldrið ...: „Hefur þú tekið eftir því — að margir morgunfréttatímar ljós- vakamiðlanna byija á; Barist var í Bosníu í nótt. Hvernig dettur mönn- um í hug að byija daginn á því að segja okkur svona fréttir? Af hveiju má ekki byija á einhveiju skemmti- legu og tína það jákvæða úr frétta- skeytum dagsins frá útlöndum ef krepputalið er að drepa menn hér heima? Þetta veldur því að menn verða úrillir allan daginn vegna þess að það er verið að fiytja fréttir eld- snemma á morgnana sem ættu í reynd að mæta afgangi í fréttum. Hugsaðu þér að heyra einhvern morguninn: Sláttur er hafinn í Ár- nessýslu í stað: Fimm menn féllu í Suður-Afríku..." XXX ví birtir Víkveiji þessa klausu, að hann lenti um helgina í orrahríð, þar sem menn höfðu stór orð um formyrkvaða heimsmynd fjölmiðla, þar á meðal Morgunblaðs- ins. Víkveiji benti viðmælendum sín- um á, að skin og skúrir skiptust á í lífinu og frá hvoru tveggja yrðu fjölmiðlar að skýra. Hitt væri svo auðvitað, að eftir efni væru sumar fréttir þungbærari en aðrar. Og þótt ekki væri hægt að liggja fjölmiðlum á hálsi fyrir að birta frétt bara vegna þess að hún væri þungbær, þá lentu fjölmiðlar stundum í sporum sendi- boðans, sem var hengdur fyrir það eitt að flytja slíka frétt. Þegar menn höfðu í rólegheitum rætt málin, þá varð nú niðurstaðan sú, að heimsmyndin væri ekki tómt harðlífi. Margt jákvætt og gleðilegt hefði mátt lesa í Morgunblaðinu um helgina. Þar bar auðvitað hæst björgun átta íslenzkra sjómanna. Sú frétt bjargaði skapinu þann daginn — og vel það. Og svo hefst slátturinn á Suður- landi, þegar þar að kemur. Jórunn Sörensen, Kleppsvegi 54, hefur sent Víkveija eftirfarandi „smáathugasemd við hugmyndir Víkveija um mataræði“: Þessar hugleiðingar enda síðan á ömurlegri framtíðarsýn: Tilbúin næring í töfluformi verður það sem kqma skal eftir að menn hætta að drepa dýr sér til matar. „Kæri Víkveiji. Það þarf alls ekki að vera svo lítið og fátæklegt á borð- um þótt því sé sleppt að drepa dýr sér til matar. Ég get lánað þér yfir 20 matreiðslubækur sem innihalda meira en sex þúsund uppskriftir þar af hvorki er notað hold af spendýr- um, fuglum eða fiskum. Þessar upp- skriftir spanna allt frá léttum réttum til viðamikilla veislumáltíða. Einnig get ég útvegað þér ágætar bækur um næringarfræði þar sem þú getur lesið þér til um hvernig þú getur auðveldlega nært líkama þinn án dýra og dýraafurða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.