Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 Gróðurhús Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi hrundi undan snjóþunga veturinn 1990 Nýtt gróðurhús bæt- ir aðstöðuna til muna NÝTT tæplega 300 fermetra gróðurhús hefur verið tekið í notk- un hjá Skógrækt ríkisins í Vaglaskógi, en það kemur í stað húss sem hrundi undan snjóþunga veturinn 1990. Þetta nýja gróður- hús gjörbreytir aðstöðu skógræktarmanna til hins betra, sem nú hafa möguleika á að tvöfalda uppskeru sína því unnt er að hefja sáningu í marslok, en húsið er með olíulofthitun. Starfsmenn í Vaglaskógi eru um 20 talsins og stunda nokkrir bændur úr Fnjóskadal þar hlutastarf með búskapnum. Sigurður/skúlason skógarvörður Skógræktar ríkisins á Norðurlandi sagði að nýja gróðurhúsið hefði ver- ið reist fyrra haust og var það fok- helt um jól, en síðan um áramót hefur verið unnið innandyra við að koma upp búnaði og ýmsu sem til- heyrir. Nú í vor var svo 120 þúsund lerkiplöntum sáð í potta í húsinu, sem seinna meir verða gróðursettar í landgræðsluskóga á Norðurlandi., Tvöföld uppskera „Við erum með olíulofthitun í góðurhúsinu, en við það skapast sá möguleiki að sá tvisvar sinnum, í lok Hversdagsleikarnir Aknreyringar ætla sér sigur VEÐRIÐ Iék við þátttakendur Hversdagsleikanna á Akureyri í gær þegar fólk þyrptist út til að taka þátt í margvíslegum íþróttum og leggja þannig sitt af mörkum tii að afla bænum stiga í bæja- keppni við Ashkelon í Israel. Bænadagur Akureyringar kepptu við íbúa í Ashkelon í Israel, en úrslit verða ekki ljós fyrr en að viku liðinni. I Ashkelon var einhvers konar bæna- dagur í gær en á slíkum dögum eru ekki stundaðar íþróttir þannig að íbúar þar fengu að fresta keppnis- deginum um eina viku. Á skrifstofu Hversdagsleikanna fengust þær upplýsingar síðdegis í gær, að mikil stemmning væri í bænum vegna Ieikanna og greinilega mikill áhugi. Allir þeir sem tóku þátt í einhverri íþróttagrein í minnst 15 mínútur voru beðnir að skila inn þátttökutilkynningu þar um og runnu miðamir út eins og heitar lummur. „Það er greinilegt að Akureyringar ætla sér sigur í keppninni," sagði starfsmaður leikanna á Akureyri í gær. mars og aftur í byijun júní þannig að við getum tvöfaldað uppskeruna ef með þarf. Áður var byijað að sá hér í júníbyijun, en vegna frost- hættu var ekki óhætt að byija fyrr. Nú tekur miðstöðin af áhættuna," sagði Sigurður. Flatarmál gróður- húsa í Vaglaskógi er tæplega 1.600 fermetrar og eru tvö þeirra með olíu- lofthitun. Þröstur Eysteinsson líf- fræðingur hefur unnið að rannsókn- arverkefni er lýtur að kynbótum á lerki. Skapar vinnu Skógrækt ríkisins í Vaglaskógi þjónar stóru svæði, frá Hrútafirði og að Langanesi, um 20 manns vinna í skóginum og þá eru 3-4 starfsmenn í Varmahlíð á vegum skógræktar- innar. Bændur í Fnjóskadal starfa í nokkrum mæli í Vaglaskógi með búskap og sagði Sigurður að starf- semin í skóginum gerði að verkum að menn flyttu síður búferlum úr sveitinni í kjölfar samdráttar í land- búnaði. „Ég held því fram að starf- semin hér haldi að mörgu leyti uppi byggð í sveitinni, þegar draga fór úr búskap höfðu bændur möguleika á að fá hér hlutastarf með búskapn- um,“ sagði Sigurður. Starfsemin í Vaglaskógi er marg- vísleg, plöntur eru seldar vítt og breitt um landið, m.a. mikið til Vest- fjarða, og þá eru einnig seldar þar garðplöntur, nokkur sala er í tijáp- löntum til skreytinga og einnig er töluverð sala á arinvið. Verkefnin í kringum þessa sölu segir Sigurður fylla upp í daufasta tímann að vetrin- um og geri að verkum að hægt er að bjóða upp á nokkur heilsársstörf. Þá má néfna að á vegum skógrækt- arinnar er stefnt að því að gróður- setja á bilinu 50 til 100 þúsund plönt- ur á ári og á síðustu árum hefur mikið verið gróðursett í tvo reiti, Skuggabjörg í Dalsmynni og Vaglir á Þelamörk, og einnig hefur töluvert verið gróðursett í girðingu ofan Kristness. Árskógshreppur, Dalvíkurbær og Ólafsfjarðarbær Sveitarfélögin stofna með sér hafnasamlag ÁRSKÓGSHREPPUR, Dalvíkurbær og Ólafsfjarðarbær ætla að stofna með sér hafnasamlag og fór fyrri umræða um stofnsamn- inginn fram í bæjarstjórnunum á Dalvík og Ólafsfirði á þriðju- dag. Sveitarfélögin munu eiga og reka allar eignir hafnanna á þessum stöðum svo og önnur hafnarmannvirki innan lögsagna- rumdæma sveitarfélaganna. Síðari umræða um stofnsamninginn verður að hálfum mánuði liðnum og verður hann undirritaður fljótlega eftir það. Sveitarfélögin hafa gert með sér samkomulag um stórframkvæmdir á vegum Hafnasamlags Eyjafjarðar fyrir árin 1993-1996. Á Arskógs- sandi er samkomulag um að lengja bryggjuna um 70 metra auk fleiri verkefna, en hvað Dalvíkurhöfn varðar er gert ráð fyrir að gera lík- antilraunir af nýjum brimvarnar- garði og að þeim verði lokið fyrir árslok. Bryggjusmíði og dýpkun í Ólafsfirði á að ljúka við nýja þverbryggju við Norðurgarðinn auk dýpkunar bæði við nýju bryggjuna og viðhaldsdýpkun. Þá er ráðgert að rífa gamla steinbryggju. Fram- kvæmdir í Ólafsfirði verða boðnar út í tvennu lagi, annars vegar dýpk- un og hins vegar bryggjusmíði. Á næsta ári er síðan ráðgert að þjóða út byggingu brimvamargarðs á Dalvík þannig að framkvæmdir gætu hafist um mánaðamótin maí og júní. Á árunum 1995 til 1996 er á fram- kvæmdaáætluninni gert ráð fyrir að gert verið stálþil á Norðurgarð í Dalvíkurhöfn, steyptar verði þekjur í Ólafsfirði og Árskógi og gijótvam- ir verði styrktar á Dalvík og Ólafs- firði. Ný brú Þá eru ótalin öll þau störf sem inna þarf af hendi í tengslum við ferðafólk sem í miklum mæli heim- sækir skóginn að sumrinu. Að með- altali eru skráðar um 15 þúsund gistinætur í Vaglaskógi yfir sumar- mánuðina, en Sigurður taldi að meira en helmingi fleiri gestir hefðu viðdvöl í skóginum í skemmri ferða- lögum. í sumar verður byggð ný brú yfir Fnjóská og aðkoma í Vaglaskóg verður um Stórahvamm gegnt Hró- arstöðum. í framtíðinni sagði Sig- urður að fyrirhugað væri að reisa á því svæði þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn og í kjölfarið sköpuðust möguleikar á að skipuleggja starf- semi á útivistarsvæðum meira en nú er unnt að gera. Lokað um hvítasunnuna Tjaldsvæðin í Vaglaskógi verða lokuð um hvítasunnuhelgina, en Sig- urður sagði að síðustu daga hefðu unglingar og fleiri mikið hringt til að spyijast fyrir. Skógurinn væri ekki tilbúin enn og á þessum tíma væri mikil eldhætta vegna þurrka, en að líkindum yrði svæðið opnað aðra helgina í júní. Morgunblaðið/Margrét Þóra Nýtt gróðurhús ÞORGERÐUR Sigurgeirsdóttir og Sigurður Skúlason skógarvörður í nýju gróðurhúsi Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi. Hundaræktarfélagið gagnrýnt fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð GREINT er frá því í fyrsta tölublaði fyrsta árgangs nýs fréttablaðs um hunda, Voff!, að forsvarsmenn Hundaræktarfélags íslands hafi hafið aðför að Sigríði Pétursdóttur hundadómara á þeim forsendum að hún sé í forsvari fyrir óánægjuraddir innan félagsins. Sigríður sagði að þvi færi fjarri að hún hygðist standa fyrir stofnun nýs félags um hundarækt. Aðalfundur Hundaræktarfélagsins verður haldinn í kvöld og sagði Guðrún Guðjohnsen, formaður, að enginn óróleiki væri í kring- um félagið að henni vitandi. Hugsanlega væri einhver taugaóstyrkur vegna yfirvofandi kosninga/Guðrún sagði Sigríði hugsanlega hafa brotið í bága við siðareglur hundadómara og stjórnin hafi spurst fyrir um það hjá norskum kollegum sínum. í Voffi! segir að Sigríður Péturs- dóttir sé komin á höggstokkinn og að Hundaræktarfélagið hafi hafið hausaveiðar. .Eins og segir í grein eftir Jóhönnu Harðardóttur: „Marga ómerkilega aðförina að félögum HRFÍ hefur maður séð um dagana en enga í líkingu við þessa. Sérstak- lega þar sem vitað er að sjálfur for- maður félagsins á heiðurinn af þess- um gjömingi. Hún skirrist ekki við að nota erlend sambönd sín til að bera félaga HRFÍ þungum sökum, væntanlega til þess að ræna þá ær- unni innanlands sem utan.“ Að sögn Sigríðar Pétursdóttur snýst deilan annars vegar um starf- rækslu deildar innan félagsins sem geri eigendum hunda, sem ekki hafa náð tilteknum fjölda svo stofna megi fyrir þá sérstaka deild, kleift að starfa saman og hins vegar um starfshætti stjómar félagsins. Hún sagði hinsvegar að því færi fjarri að hún ætlaði sér að standa fyrir stofn- un nýs félags þótt hún hefði sett fram gagnrýni. Svipting dómararéttinda Sigríður sagði jafnframt að stjóm félagsins hefði verið gagnrýnd fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð og það að sinna ekki þörfum félagsmanna og taka fálega í hugmyndir um breyting- ar sem gera þyrfti á félaginu. Sigríði hefur borist bréf frá Norsk kennel klub þar sem henni er gefið að sök að hafa stofnað nýtt félag um hunda- rækt og segir jafnframt í bréfinu að reynist þetta rétt líti félagið slíkt at- ferli alvarlegum augum og þar sem hún hafí fengið dómararéttindi sín fyrir tilstilli félagsins geti það einnig beitt sér fyrir afnámi þeirra. Guðrún Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélags íslands sl. tíu ár, sagði að sér væri ekki kunnugt um óróleika í félaginu. Hún sagði að ummæli sem höfð hefðu verið um svokölluð deilumál væru ósönn. í fyrsta lagi hefði stofnfundur nýs félags verið auglýstur og að Sigríður hefði staðið að skipulagningu hans. Hún sagðist hafa átt erindi til Nor- egs vegna fundar hjá hjá Nordisk kennel union, sem fer með yfirum- sjón hundaræktar á Norðurlöndum. Þar segist hún hafa notað tækifærið og innt forsvarsmenn hinna félag- anna eftir því hvort stofnun nýs fé- lags samræmdist siðareglum hunda- dómara og þess vegna hafí Sigríði verið sent umrætt bréf. Málið sé því í athugun. Guðrún, sem aftur gefur kost á sér til formanns, sagði enn- fremur að þessi kosningabarátta væri með miklum ólíkindum og skað- aði félagið og málstað þess út á við. Ekki hægt að tjá sig ftjálslega í Sámi Jóhanna Harðardóttir, sem rit- stýrði fyrsta tölublaði Voffs!, og gefur jafnframt kost á sér til formanns Hundaræktarfélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði lengi verið álit félagsmanna að félag- ið væri of miðstýrt, meðlimir þess fengju ekki tækifæri til þess að vera virkir. Einnig væri erfítt að fá breyt- ingum framgengt, félagið væri ein- faldlega of þungt í vöfum. Hún sagði að margir væru þeiirar skoðunar að Hundaræktarfélag íslands ætti að vera félag eigenda allra hunda, þar með talinna blendinga, ekki bara fárra útvaldra. Sagði hún tímaritið Voff! til komið vegna þess að íélags- menn þyrðu ekki að tjá sig um mál- efni félagsins af ótta við ofsóknir og ekki væri vettvangur fyrir gagnrýnis- raddir í málgagni þess, Sámi. Jóhanna sagði það ennfremur ein- kennilegt að formaður Hundarækt- arfélags íslands skyldi fara utan upp á sitt einsdæmi, án samþykkis ann- arra stjómarmeðiima, og vekja at- hygli formanns Norsk kennel klub, Helge Lie, á þessum deilum og síðan hafi hann, án samráðs við meðstjóm- endur, sent Sigríði fyrrgreint bréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.