Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 52
UNIX FYRIRTÆKI NR.IÍHEIMINUM HEWLETT PACKARD ------UMBOOIO H P Á ÍSLANDI HF MORGVNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Stiómarformaður Alumax um sameiningu Amax og Cyprus Broytir ekki áformum um byggingu álvers BANDARÍSKA stórfyrirtækið Amax tilkynnti í fyrradag að það hefði ákveðið að sameinast Cyprus Minerals Company sem er eitt stærsta námufyrirtæki heims. Hluthafar Amax munu hins vegar haida eftir dótturfélaginu Alumax, sem er þátttakandi í Atlantsálshópnum. Paul Drack, forstjóri Amax og stjórnarformaður Alumax, segir að samruni Amax og Cyprus breyti _í engu áformum Alumax um að verða aðili að Atlantsálsverkefninu á Islandi. Paul Drack sagði að Allen Bom, sem verið hefur stjórnarformaður Amax, verði nú stjómarformaður Alumax, auk þess sem hann verður stjórnarformaður Cyprus-Amax- samsteypunnar ásamt Milton H. Woods. Bond Evans verður áfram forstjóri Alumax. „Báðir þessir menn era mjög hlynntir Atlantsálsverkefn- inu og hafa jafnan látið þá afstöðu sína í ljós, að þegar aðstæður bötn- uðu á álmörkuðum teldu þeir verk- efnið á íslandi fýsilegan kost. Á því hefur engin breyting orðið. En þótt þessar skipulagsbreytingar hafi átt sér stað hér hjá okkur, er ekkert sem mun hraða því að ákvarðanir um framkvæmdir á íslandi verði teknar, annað en það að álverð fari hækk- andi á nýjan leik,“ sagði hann. Alumax jafn lánshæft Jóhannes Nordal, formaður ís- lensku álviðræðunefndarinnar, telur að Alumax verði ekki síður sterkt og lánshæft fyrirtæki heldur en Amax var eftir að önnur starfsemi Amax en álstarfsemin hefur verið sameinuð Cypras. Sjá bls. 27: „Amax samein- ast...“ Morgunblaðið/Kristinn Fjölmennt á Hversdagsleikum MIKILL fjöldi Reykvíkinga tók þátt í Hversdagsleikunum í gær, en þá öttu borgarbúar kappi við íbúa Nithsdale í Skotlandi. Nóg var að taka þátt í einhverri íþróttagrein, leik eða hreyfingu í minnst 15 mínútur. Úrslitin voru ekki ljós í gærkvöldi, því ekki náðist í Skotana til að fá upplýsingar um þátttöku hjá þeim. Einn liður í Hversdagsleikunum var leikfimi á Lækjartorgi í hádeginu í gær og þar var meðfýlgjandi mynd tekin. Morgunblaðið/RAX Sauðburður kominn vel á veg SAUÐBURÐUR er víðast hvar kominn vel á veg, og á syðstu og austustu svæðum á Suðurlandi er honum að mestu lokið. Á Suðurlandi hefur sauðburður almennt gengið ágætlega, og era bændur fyrir nokkram dögum famir að láta fé út, en ennþá er þó ekki allt fé komið úr húsi. Bræðumir Ágúst, Trausti og Rúnar Hjálmarssyn- ir á Langsstöðum í Hraungerðishreppi era glaðir í sinni um sauðburðinn og taka lömbunum fagnandi. Hundurinn á bænum fylgist með af athygli og er ekki síður ánægð- ur á svip. Fyrirhuguð skattlagning á bókaútgáfu Nettótekjur ríkis af vsk 103 milljónir HAGFRÆÐISTOFNUN Háskólans telur að tekjur rikissjóðs af 14% virðisaukaskatti á bókaútgáfu yrðu 266 milljónir á ári. Miðað við fyrirséðan 20% veltusamdrátt yrðu nettótekjur ríkissjóðs hins veg- ar 103 milljónir. Hagfræðistofnun spáir 20% samdrætti í bókaútgáfu á árinu í kjölfar álagningar 14% virðisauka- skatts, auk þess sem almenn óáran í þjóðfélaginu leggi þar sitt lóð á vogarskálamar. Stofnunin bendir á að samdráttur hjá bókaútgefend- um leiði til fækkunar starfsfólks í greininni og tengdum greinum eins og prentiðnaði. I kjölfar fækkunar starfsfólks tapi ríkissjóður tekjum, því tekjuskattur lækki, atvinnu- leysisbætur aukist, tryggingagjald lækki'og neysla minnki í kjölfar lægri tekna. Beinar tekjur af skatt- inum yrðu því 212 milljónir, miðað við 1.899 milljóna króna veltu eins og á síðasta ári, en tekjutapið 109 milljónir. Sjá bls. 2B: „20% samdrátt- ur...“ 5 ára barn hætt komið FIMM ára drengur varð und- ir hlassi af áburðarpokum við bæinn Ós í grennd við Hvammstanga í gær. Hann var meðvitundarlaus þegar hann náðist undan hlassinu og flutti þyrla Gæslunnar hann til Reykjavíkur. Hann var ekki talinn í lifshættu. Verið var að flytja áburðar- poka á kerru og sat drengurinn ofan á hlassinu. Kantur gaf sig undan öðru hjóli vagnsins og féll drengurinn af honum og áburðarpokamir yfír hann. 3-4 millj. í ósóttum vimling■- umífyrra EITTHVAÐ er um það að vinningshöfum hjá íslenskri getspá láist að vitja vinninga sinna að sögn Vilhjálms Vil- hjálmssonar framkvæmda- stjóra. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að heildarupphæð ósóttra vinninga hefði numið þremur til fjórum milljónum króna í fyrra, eða 1% af vinn- ingsupphæð. Árið áður hefði sú upphæð verið um 2,6 milljónir. Iðulega væru það lægstu upp- hæðirnar sem yrðu útundan. Það hefði þó gerst fyrir fjórum til fímm árum að tveggja milljóna króna vinningur hefði ekki geng- ið út. Líklegustu skýringuna taldi hann þá að þátttakendur týndu miðunum eða hreinlega gleymdu að vitja aura sinna. A Millifærslur á milli gjaldeyrisreikninga í Búnaðarbanka Islands Yfírmaður hagnaðist um tugi millj. á gjaldeyrisviðskiptum Markaðsskráning gengis útilokar að slíkt verði mögulegt í framtíðinni INNAN Búnaðarbanka íslands varð fyrir allnokkru síðan ljóst að einn yfirmaður Búnaðarbankans stundaði um langt skeið millifærslur á milli gjaldeyrisreikninga í eigin nafni, í þeim tilgangi að hagnast á millifærslunum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafði maðurinn hagnast um tugj milljóna króna, þegar málið upp- lýstist. í kjölfar þess var gengisskráningar- reglum og gildistíma gengisskráningar breytt. Morgunblaðið hefur upplýsingar úr öðrum bönkum um að viðskiptaaðilar úti í bæ, fyrirtæki og einstaklingar hafi stundað sömu iðju og ofangreindur bankastarfsinað- ur, en ekki mun hafa verið um starfsmenn bankanna að ræða, í þeim tilvikum. Sérfróðir menn telja að athæfi mannsins hafí verið löglegt. Hann hafí fundið brotalöm á bankakerfinu og notfært sér hana. Stjórnend- um Búnaðarbankans var ráðið frá því að reka manninn, þar sem ekki hefði verið um ólög- mætt athæfi að ræða. Hann er því enn starfs- maður bankans, hálfu öðru ári eftir að upp um þessi viðskipti hans komst. Starfsmaðurinn nýtti sér Reuterupplýsingar um gengisskráningu og þróun með þeim hætti að hann flutti inneignir sínar á milli erlendra gjaldeyrisreikninga, allt eftir því hvaða vís- bendingar hann hafði um gengislækkanir ákveðinna miðla og hækkanir annarra, sem samkvæmt gömlu gengisskráningarreglunum breyttust ekki fyrr en kl. 9 daginn eftir að hann hafði viðkomandi upplýsingar í höndum. Nýjar reglur varðandi gengisskráningu verða kynntar á morgun, af Seðlabanka Is- lands og viðskiptaráðuneytinu, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Tekið verður upp markaðsgengi frá þeim tíma. Það mun ekki hvað síst hafa verið möguleikinn til milli- færslna eins og þeirra sem að ofan greinir, sem var þess valdandi að ákveðið var að breyta reglunum um gengisskráningu og taka upp markaðsgengi, þótt vissulega búi þar aðrar ástæður einnig að baki. Markaðsgengið gerir það að verkum, að þessi möguleiki til milli- færslna og hagnaðar af þeim, er ekki lengur fyrir hendi. Sjá Af innlendum vettvangi á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.