Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAI 1993 23 Safnara- sýningum helg’ina Frímerkjasýningin EyFRÍM ’93 verður haldin í Iþróttahöllinni um hvítasunnuhelgina. Um 70 frí- merkjasafnarar íslenskir og er- lendir sýna söfn í 260 römmum. Auk þess verða til sýnis mörg önnur söfn, t.d. spil, pennar, lykla- kippur, fingurbjargir, happaþrennur, sígarettupakkar, steinar, vasahnífar og mörg fleiri og forvitnileg söfn. Skiptimarkaður Skiptimarkaður verður í Iþrótta- höllinni sunnudaginn 30. maí frá kl. 14 til 18 og þangað geta allir komið og skipt á söfnunarefni. Þá kynnir Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar smáiðn- að og minjagripagerð i héraðinu. Sérstakt pósthús verður opið á sýn- ingunni og sérstimpill gefinn út í til- efni hennar. Sýningin verður opin frá ki. 14 til 22 laugardaginn 29. maí, á hvíta- sunnudag verður opið frá kl. 13 til 22 og annan í hvítasunnu, 31. maí, verður opið frá kl. 13 til 17. -----♦ ♦ ♦--- Vegir á Norðurlandi Lægstu til- boð 67 millj. undir kostn- aðaráætlun VEGAGERÐ ríkisins hefur að undanförnu opnað tilboð í fjögur stórverk í vegagerð á þessu ári og því næsta norðan- og norðaust- anlands. Lægstu tilboð voru í þremur tilvikum 56-59% en í einu tilviki 70%. Kostnaðaráætlun allra veganna var 173 milljónir kr. og lægstu tilboð samtals 106 milljónir og munar þarna því 67 milljónum. Klæðning hf. í Garðabæ átti lægsta tilboð í Norðurlandsveg, frá Skútustöðum að Helluvaði í Mý- vatnssveit. Tilboðið var 29,8 milljón- ir sem er 57% af kostnaðaráætlun. Vegurinn er 6,5 km að og á verkinu að vera lokið fyrir 1. september 1994. Vélás hf. á Egilsstöðum bauð 19,3 milljónir í Illugastaðaveg og er það 58,6% af kostnaðaráætlun. Vegurinn er 3,7 km að lengd og á að vera lokið 15. pktóber. Björn Ívarsson á Hofsósi bauð 19,8 milljónir í 8,1 km á Siglufjarðar- vegi, frá Hlíðarenda að Gröf, og er það 56% af kostnaðaráætlun. Verki skal lokið 1. júlí næsta sumar. N orðausturvegur Loks átti Ljósaland hf. á Vopna- firði lægsta tilboð í lagningu 7,9 km kafla á Norðausturvegi, milli Sveina og Selár. Tilboðið var 37,4 milljónir sem er 70% af kostnaðaráætlun. Verkinu skal lokið 1. ágúst 1994. LAGIÐ SKIPTIR EKK ÖLLU MÁLI e n þ a ð v e rð ur a ð v e r a l amb a kj ö t - n ú m e ð a . m . k . 15% grill af s l œ tti Lagið eða stærðin á grillinu þínu hefur engin úrslitaáhrif fyrir árangurinn af matreiðslu við glóð. En það skiptir öllu máli að vera með rétta kjötið. í næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið, - með a.m.k. 15% grillafslætti. Notaðu lambakjöt á grillið, meyrt og gott - það er lagið. Beint í bústaðinn Njóttu sveitasælunnar án þess að missa samband við vini og ættingja. Með stafræna símakerfinu geturðu á einfaldan hátt flutt símtal úr vinnunni eða að heiman beint í farsímann. Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt MOTOFtOLA — traustur tengiliöur >STUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.