Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 SMAÞJOÐALEIKARNIR A MOLTU Sex gull í sundi: Tvöfatt met hjá Bryndísi - og systkinin þrjú til BirminghanrL ÍSLENSKA sundfólkið var í sviðsljósinu á Smáþjóðaleikun- um á Möltu í gær. Keppt var í átta greinum og sigruðu krakk- arnir í sex þeirra, en fengu alls 11 verðlaun. Bryndís Ólafsdótt- ir setti íslandsmet og jafnframt mótsmet í 100 metra skrið- sundi, en árangurinn tryggði henni farseðilinn á Evrópu- meistaramótið í Birmingham í Englandi íágúst. Magnús Már, bróðir hennar, var einnig undir lágmarki EM í sömu grein, en Arnar Freyr, bróðir þeirra, sem setti einnig mótsmet, í 200 m fjórsundi, hafði áður náð lág- markinu í 400 m fjórsundi. Bryndís og Helga Sigurðardóttir höfðu yfirburði í 100 m skrið- sundinu og var árangur Bryndísar sérlega glæsilegur. „Hún hefur lagt mikið á sig síðan í september með þetta í huga og ég er mjög ánægður með frammistöðu hennar,“ sagði Petteri Laine, þjálf- ari. Hún synti nú á 58,72, en met hennar var 58,8 og lágmarkið fyrir EM 59.19. Magnús Már fór 100 m skriðið á 51,92 og setti mótsmet, en hann á best 51,62 og EM lágmarkið er 52,17. „Árangur Magnúsar kemur mest á óvart,“ sagði þjálfarinn. „Hann hefur ekki synt á svona Steinþór Guðbjartsson skrifar frá Möltu góðum tíma í þrjú ár, en tækniæf- ingarnar að undanförnu hafa skilað sér og allt gekk upp að þessu sinni.“ Arnar Freyr var öryggið uppmál- að í 200 m fjórsundinu og synti á 2.10,72, sem er mótsmet. „Þetta er mjög gott hjá honum, þegar tek- ið er tillit til þess að hann er óhvíld- ur,“ sagði Laine. Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, sem vann til sex gullverðlauna á innanhússmeistaramóti íslands í mars, hafði mikla yfirburði í 200 m flugsundi og synti á 2.29,14, en hún á best 2.25,3. „Spurningin var ekki um að setja met heldur að sigra og það tókst,“ sagði Laine. Logi Kristjánsson sigraði í 200 m baksundi á persónulegu meti, 2.10,99, en átti áður best 2.13,79. „Logi sýndi mikla keppnishörku," sagði fínnski þjálfarinn. „Hann fékk matareitrun eins og fleiri um helg- ina og lá veikur, en náði sér á strik og sigraði." Eydís Konráðsdóttir, sem blómstraði á meistaramótinu innan- húss, sigraði í 200 m baksundi á 2.29,53 og bætti sig, átti áður best 2.33,3. „Það er mjög jákvætt að byrja svona vel,“ sagði Finninn. „Við er- um með einstakt lið, mjög samhent- an hóp, sem tekur hlutina alvar- lega. Vera okkar hér miðast ein- göngu við keppnina og allt er gert til að ná sem bestum árangri.“ 551 Bryndís Ólafsdóttir stóð sig mjög vel á fyrsta keppnisdeginum í sundi á Möltu í gær. Hún setti íslandsmet og jafnframt mótsmet í 100 metra skrið- sundi og náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið í ágúst. Oþolandi bið í sundkeppninni Krakkamir í sundinu stóðu sig vel, en þeim og öðram kepp- endum var gert erfítt fyrir. Keppt var í átta greinum og stóð keppn- in yfir í þijá tíma, en venjulega nægir einn til einn og hálfur tími. „Þetta er óþolandi," sagði Pett- eri Laine, þjálfari. „Sundlaugin er sú besta í Evrópu og ein sú besta sem ég hef komið í, en það gengur ekki að láta krakkana bíða eins lengi og raunin var. Verðlaunaafhendingin tók allt of langan tíma og fyrir vikið var sundfólkið að bíða inní herbergi í 30 til 45 mínútur áður en keppni hófst. Upphitunin var því til lít- ils.“ Sundlaugin er glæsilegt mann- virki, sem var vígt fyrir rúmri viku, en Möltubúar taka lífinu með ró og eru ekkert að flýta sér, sem kemur sér greinilega illa í sundinu. Fríða Rún vann annað gull Fríða Rún Þórðardóttir, sem sigr- aði í 800 m hlaupi í fyrradag, bætti öðru gulli í safnið í gær, þeg- ar hún nánast stakk mótheija ,sína af í 3000 metra hlaupi og sigraði örugglega. Guðmundur Karlsson var einnig á efsta þrepi, sigraði í sleggjukasti. Islenska fijálsíþróttafólkinu tókst ekki sérlega vel upp í gær, en Guðmundur varði titilinn í sleggjukasti frá því í Andorra og Eggert Bogason, sem varði titilinn í kringlukasti í fyrradag, náði öðru sætinu eins og í Andorra. Hápunktur dagsins á fijáls- íþróttavellinum var 3000 m hlaupið. Þar var Fríða Rún í sérflokki og VÍKINGUR - FH íkvöld kl. 20.00 ÍVÍkinni, Traóarlandi 1, Fossvogi. ÍSLENSKAR k '< GmilHlfí IÞRÖTTAMIÐSTOÐINNIV/SIGTUN i(M REVKJAVIK SlMI 68 83 22 EJ^ /IST TÖLVUR höfðu menn á orði að þar færi hlaupadrottnig leikanna. Stúlkan náði strax forystunni og hélt henni til loka, en Martha Emstdóttir hafn- aði í þriðja sæti. Keppt var í átta greinum og vakti athygli að ísland var ekki með í 400 m hlaupi karla, en eftir stendur að krakkarnir fengu tvenn gull, þrenn silfurverðlaun og tvenn brons. KR KLUBBURINN KR-ingar! FJÖLMENNUM Á SKAGALEIKINN FERÐIR FRÁ KR-HEIMILI KL 17.45 AKRABORGIN, RÚTA HEIM. FULLORÐNIR KR 800, BÖRN KR. 400 Tennis: Strákamir stóduí keppendum Andorra Keppni í tvíliðaleik í tennis hófst í gær og mættu Atli Þor- björnsson og Stefán Pálsson kepp- endum frá Andorra, sem er raðað númer tvö í keppninni. Okkar menn byijuðu illa, en þeir réttu úr kútnum, léku vel og létu mót- heijana finna fyrir sér, en urðu að sætta sig við tap, 6-3 og 6-4. Hrafnhildur Hannesdóttir og Halla Þórhallsdóttir áttu ekkert í stöllur sínar frá Lichtenstein og töpuðu 6-1, 6-0. Stórleikur á Skaganum Fjórir leikir verða í 2. umferð 1. deild- ar karla á íslandsmótinu í knatt- spymu ( kvöld. Stórleikur verður á Akranesi er heimamenn mæta KR- ingum. Framarar taka á móti Þórsur- um frá Akureyri í Laugardalnum. Víkingur og FH leika á Víkingsvelli og Keflvíkingar sækja Eyjamenn heim. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. ÚRSLIT 100 m skriðsund kvenna ...0.58,72 ...1.00,82 100 m skriðsund karla 51,92 Y. Clausse, Lúx 200 m fjórsund karla Arnar Freyr Ólafsson 52^40 ...2.10,72 ...2.13,87 200 m fjórsund kvenna P. Ioannou, Kýpur ...2.31,36 ...2.31,61 Arna Þórey Sveinbjömsdóttir 200 m baksund kvenna ...2.31,62 ...2.29,53 ...2.30^31 ...2.33,10 200 m baksund karla Logi Kristjánsson ...2.10,99 P. Sideras, Kýpur...............2.11,71 Arnar Freyr Olafsson............2.12,33 200 m flugsund kvenna Arna Þórey Sveinbjömsdóttir.....2.29,14 V. Georgiou, Kýpur..............2.31,53 200 m flugsund karla M. Christodoulou, Kýpur,........2.10,65 A. Osorio, Andorra,.............2.13,05 Kári Sturlaugsson, .............2.14,95 5. Hör’ur Guðmundsson...........2.19,41 3.000 m hlaup kvenna: Fríða Rún Þórðardóttir..........9.31,00 B. Nauzin, Mónakó...............9.36,06 Martha Ernstsdóttir........... 9.45,14 Sleggjukast Guðmundur Karlsson................63,80 Eggert Bogason....................54,82 Langstökk karla: C. Kleantous, Kýpur................7,05 B. Selten, Lúxemborg...............7,05 JónOddsson.........................6,89 Hástökk karla: N. Kalogerou, Kýpur................2,16 JC. Husting, Lúxemborg.............2,13 EinarKristjánsson..................2,07 100 m hlaup karla: I. Marcoullides, Kýpur............10,66 Einar Einarsson...................10,72 100 m hlaup kvenna: M. Marxer, Lichtenstein...........12,21 Geirlaug Geirlaugsdóttir..........12,24 400 m hlaup kvenna: D. Kyriacou, Kýpur................54,55 A. Sialou, Kýpur..............C....56,82 4. Svanhildur Kristjónsdóttir.....58,56 Blak Karlar: ísland - Lúxemborg.....3:2 (15:12, 15:6, 13:15, 11:15, 18:16) Konur: ísland - Kýpur...............2:3 (15:13, 15:2, 12:15, 4:15, 10:15) Körfuknattleikur Karlar: ísland - Andorra..........87:78 Gangur leiksins: 0:2, 11:11, 18:22, 32:39, 37:43,_ 56:51, 68:58, 79:63, 83:67, 87:78 Stig íslands: Guðmundur Bragason 21, Valur Ingimundarson 20, Guðjón Skúlason 17, Albert Óskarsson 6, Nökkvi Már Jóns- son 6, Jón Kr. Gíslason 5, Jón Amar Ing- varsson 5, Teitur Örlygsson 5. Konur: Ísíand - Malta.............65:59 Stig íslands: Olga Færseth 20, Svanhildur Káradóttir 12, Björg Hafsteinsdóttir 12, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 12, Guðbjörg Norðfjörð 10, Helga Þorvaldsdóttir 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 117. tölublað (27.05.1993)
https://timarit.is/issue/125577

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

117. tölublað (27.05.1993)

Aðgerðir: