Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 16 Hvar er þessi dýra sérfræðiþjónusta? eftir Magnús Karl Pétursson í umræðum undanfarinna ára um spamað í heilbrigðisþjónustunni hefur mönnum orðið tíðrætt um mjög aukinn kostnað vegna sér; fræðilækninga utan sjúkrahúsa. í þeim umræðum er gjarnan gefið í skyn að ástæðunnar sé fyrst og fremst að leita í núverandi kerfi sjúkratrygginga sem gerir sjúkling- um kleift að leita sérfræðilæknis- hjálpar að eigin frumkvæði og vali. Fátt hefur verið sparað í þeim umræðum til að gera hlut sérfræð- inga sem tortryggilegastan. Talað er um „sjálftökukerfi sérfræðinga" og þar með gefið í skyn að verið sé að lækna fólk að óþörfu í þeim tilgangi einum að hafa fé af sjúkra- tryggingum. Allt hefur verið gert til að slá ryki í augu almennings og til sönnunar á hinni „rándýru sérfræðiþjónustu" eru birtar hæstu kostnaðartölur fárra, einstakra lækna og látið að þv.' liggja að þar Skifting kostnaðar við heilbrigðiskerfið 1992. Stjórnsýsla Sérfræðilækningar Endurhæfing Heilsugæsla Tannlækningar Lyfjasala Hjúkrunarheimili Sjúkrahús 0 15 20 25 30 35 40 45 50 % (Heimild: „Er orðið dýrt að leita læknís.“ Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið mars 1993). sé um laun þeirra sjálfra að ræða en ekki heildarkostnað fyrir þá þjónustu sem þeir veita, oft með aðstoð margra starfsmanna auk annars tilkostnaðar. Hitt er látið liggja í láginni að skýringanna á þessum aukna kostnaði er fyrst og fremst að leita í þeirri þróun sem allstaðar á sér stað, en með bættum lækningaaðferðum eru sífellt gerð fleiri og vandasamari læknisverk utan sjúkrahúsa, og rannsóknir á sjúklingum er nú í flestum tilfellum hægt að framkvæma utan sjúkra- húsa. Það ætti því að vekja töluverða athygli þegar skoðaðar eru tölur um skiptingu kostnaðar í íslenska heilbrigðiskerfinu 1992, sem birtar eru í bæklingi heilbrigðisráðuneyt- isins og dreift hefur verið inn á öll íslensk heimili, væntanlega til að réttlæta þær breytingar sem gerðar hafa verið á heilbrigðisþjónustunni og til stendur að gera. (Sjá súlurit.) Þar kemur í ljós að kostnaðurinn við sérfræðilækningar er aðeins 4,86% af heildarkostnaði. Hann er reyndar enn lægri þar sem innifal- inn er í þessum tölum kostnaður við rannsóknarstofur utan sjúkra- húsa sem einnig vinna rannsóknir fyrir heilsugæsluna og ætti sá hluti að sjálfsögðu að flokkast með henni. Þetta er með öðrum orðum ódýrasti liðurinn í þessari flokkun ráðuneytisins að frádregnum kostn- aði við stjórnsýslu. Það vekur einn- ig athygli að kostnaður við endur- hæfingu (sjúkraþjálfun og hjálpar- tæki) er hærri en kostnaður við sérfræðilækningar og kostnaður við tannlækningar er nálægt því að vera tvöfaldur kostnaður allra sér- fræðilækninga utan sjúkrahúsa. Þegar skoðaður er árangur sá Staður sem vert er að kynnast: W ■ Fyrir helgina: Gæða skógarplöntur, birki, stafafura, sitkagreni, rússalerki og ( /Mf víðir í 35 hólfa bökkum, allt þetta á 1 ~ 20% lægra verði en í fyrra! Á laugardaginn: Yngvi Þór Loftsson, landslagsarkitekt, leiðbeinir frá 10-15. félag skób$^av1ku* stofnað twe Alla daga: Tré, runnar, sumarblóm. SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspítalann, sími 641770. Beinn sími söludeildar 641777 Magnús Karl Pétursson „Þar kemur í ljós að kostnaðurinn við sér- fræðilækningar er að- eins 4,86% af heildar- kostnaði.“ sem íslendingar hafa náð í heil- brigðismálum kemur í ljós að á mörgum sviðum höfum við náð mun betri árangri og stöndum miklu framar þeim þjóðum sem vitnað er til sem fyrirmynd um skipulag sér- fræðiþjónustu. Ástæður þessa eru margar en ekki er nokkur vafi á því að frjálst aðgengi íslenskra sjúklinga að eigin vali að þeirri bestu þjónustu sem völ er á hveiju sinni til lækninga á viðkomandi sjúkdómi á þar stóran hlut að máli. Nú segir i áðurnefndum bæklingi að tilgangurinn með væntanlegu tilvísanakerfi sé ekki einungis sá að lækka kostnað. Hver er hann þá? Ekki hefur almenningur beðið um þessa breytingu, enda ekki venja að spyrja hann. Svarið er vandfundið ef vera skyldi lærð hugmyndafræði valds- manna í heilbrigðiskerfinu innan sem utan ráðuneyta, - hugmynda- fræði sem beinist að því að breyta skipulagi sem gefið hefur góða raun og taka þess í stað upp skipulag, sem hæpið er að muni leiða til minni kostnaðar eða betri árangurs. Höfundur er læknir. brekkur og sléttlendi á stórum lóðum. Létt og meðfærileg v loftpúðavél, sem er auöveld í flutningi og geymslu. Orf ZE 220 Kraftmikið orf fyrir illgresi og sinu. Hentar vel fyrir litlar lóöir. Orf ZE 431 Stórt og öflugt orf fyrir mikið illgresi og sinu á stórum lóöum. Tveggja Ifnu nylon haus. Flymo RL 400 Vél sem gerir allt í sömu ferðinni: Kantklippir, slær og rakar. 45 lítra grassafnari og meðfærileg hjólastilling ásamt öðrum eiginleikum, gera þessa vél mjög þægilega í notkun. RAÐGREIÐSLUR Fjögurra linu nylon haus. Opiö á laugardögum frá kl. 10:00 til 16:00 Góö varahluta- og viögerðaþjónusta. Hressir sölumenn! G. A. Pétursson hf. Sláttuvélamarkaðurinn Faxafeni 14 • Sfmi: 68 55 80 Eigum mikiö úrval slattuvela og orfa Meðalstórar lóðir Sparaöu þér sporin og komdu beint til okkar! „ , „ Mikiö úrval af vönduöum siáttuvélum og orfum. Flymo L 47 0 Hentug tvígengisvél fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.