Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 RAÐ/\ UGL YSINGAR A TVINNUAUGl ÝSINGAR Sumarvinna með öldruðum Sjúkrahúsið Sólvangur í Hafnarfirði óskar að ráða nú þegar starfsmann til þess að sjá um vistfólk í sumardvöl. Um er að ræða 6-8 vikna tímabil í húsi Sólvangs í Hveragerði. Öll aðstaða er til fyrirmyndar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu við aðhlynningu aldraðra. Upplýsingar gefa forstjóri eða hjúkrunarfor- stjóri í síma 91-50281. ísafjarðarkaupstaður Leikskólastjóri Leikskólastjóri óskast til starfa á leikskólann Eyrarskjól frá 1. júní nk. í 100% starf. Flutningskostnaður verður greiddur og að- stoðað við útvegun húsnæðis. Allar nánari upplýsingar gefur undirrituð í síma 94-3722. Fulltrúi félagsmálastjóra. Til sölu Úr dánarbúi Þorsteins Arnar Þorsteinssonar eru til sölu þessi hús, sem öll hafa verið notuð fyrir veitingasölu: 1. Klettagarðar 1, Reykjavík, 212,7 fm tirgþ- urhús á steyptum sökklum, með stáli á þaki. Húsið er innréttað sem veitingaskáli, með eldhúsi, frysti, skrifstofu og sætum fyrir allt að 60 manns. Lóð er frágengin. 2. Hús við Veghús í Reykjavík, 79,6 fm (færanlegt timburhús). 3. Hús í Fífuhvammi í Kópavogi, 61,94 fm (færanlegt timburhús). Nánari upplýsingar um húsin er að fá hjá Sigurði G. Guðjónssyni hrl., Suðurlands- braut 4a, Reykjavík og Halldóri Lúðvígssyni, sími 985-31030. Tilboðum ber að skila til Almennu lögfræði- stofunnarhf., Suðurlandsbraut 4a, Reykjavík, fyrir hádegi 7. júní 1993. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Skólaslit í Háteigskirkju í dag kl. 16.00. Skólastjóri. Miðskólanum verður slitið í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 27. maí, kl. 16.30. Foreldrar barnanna, vinir og aðrir velunnarar skólans eru velkomnir. Gréta Kaldalóns, skólastjóri. Egilsstaðir Fundur um einkavæðingu verður haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum fimmtu- daginn 27. maí nk. og hefst hann kl. 20.30. Á fundinum verður fjallað um starf og stefnu ríkisstjórnar- innar í einkavæð- ingu. Ræðumenn verða Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðu- neytinu og Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Allir velkomnir. Framkvæmdanefnd um einkavæöingu. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Innritun fyrir næsta skólaár 1993-1994 fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi 1. og 2. júní nk. frá kl. 10.00 - 15.00 báða dagana. Við skólann eru eftirtaldar námsbrautir: Eðlisfræðibraut Félagsfræðibraut Ferðabraut Hagfræðibraut Málabraut Náttúrufræðibraut Tölvubraut Tónlistarbraut Skrifstofubraut - tveggja ára hagnýtt nám með starfsþjálfun. Fornám - Innritun í fornám fer fram að und- angengnu viðtali við deildarstjóra fornáms og námsráðgjafa. Viðtal skal panta í síma 43861. Námsráðgjafar verða til viðtals innritunar- dagana og eru nemendur hvattir til að not- færa sér þessa þjónustu. Öllum umsóknum fylgi staðfest afrit prófskír- teinis auk Ijósmyndar. Skólameistari. Sumarbústaður til sölu Til sölu 36 fm sumarbústaður með svefnlofti í skógivöxnu landi á Dagverðarnesi við Skorradalsvatn. Upplýsingar í síma 658308 á kvöldin. Trésmíðavélar ★ Kflvél (6 hausa Wienig m/hefli og panelkúttara). ★ Sogkerfi 15HK blásari, 36 pokar, röralögn. ★ Framdrif 3R Euround. Upplýsingar gefur Úlfar Hróarsson í síma 671833 eftir kl. 19.00. Frá menntamálaráðuneytinu Innritun nemenda ífram- haldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dagana 1. og 2. júní nk. frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar verða til viðtals í Miðbæjar- skólanum innritunardagana. Frá Hinu íslenska kennarafélagi vegna „sumarskóla“ framhaldsskólanna íFB Nú nýverið hafa birst auglýsingar um sumar- skóla í húsakynnum Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Auglýsingar þessar hafa verið afar villandi og ekki borið það með sér á hvers vegum þessi „sumarskóli" er. Þá hefur í sumum auglýsingum verið látið að því liggja að nám í „sumarskólanum" sé að fullu mats- hæft í öðrum framhaldsskólum. Af þessu tilefni vill Hið íslenska kennarafélag taka eftirfarandi fram: Ekkert liggur fyrir um að nám við þennan svonefnda sumarskóla verði metið við aðra framhaldsskóla. Er rétt að vekja athygli á að í nokkrum framhaldsskólum hafa skólameist- arar birt auglýsingar innan skólana um að námið við sumarskólann verði ekki metið, a.m.k. miðað við þær upplýsingar um námið sem nú liggja fyrir. Þá liggur ekki fyrir að leyfi til starfsemi þessa „sumarskóla" hafi verið veitt, né heldur að ýmsum skilyrðum laga til starfrækslu hans sé fullnægt. Hið íslenska kennarafélag telur að brýnir hagsmunir félagsmanna þess, sem og nemenda, standi til þess að tryggt sé að í öllu sé farið að gildandi lögum og reglugerð- um við slíkt nám. Þá mun Hið íslenska kennarafélag ekki una því að til rekstrar slíks „sumarskóla" komi, nema tryggt sé að við samninga um launa- kjör fyrir kennsluna, verði ekki samið um lak- ari kjör, en leiða myndi af gildandi kjarasamn- ingum á viðkomandi sviði, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launþega og skyldutrygginu lífeyrisréttinda. Reykjavík, 25. maí 1993. Hið íslenska kennarafélag. DALVÍKURBÆR Barnabær - leikskóli - útboð Dalvíkurbær óskar hér með eftir tilboðum í rekstur leikskólans Barnabæjar á Hólavegi 1 á Dalvík. Verklýsing og önnur útboðsgögn liggja frammi á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu á Dalvík. Tilboðsfrestur er til kl. 13.15 þann 18. júní 1993. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Dalvík, 27. maí 1993. Bæjarstjórinn á Dalvík, Kristján Þór Júlíusson. Hvað hefur áunnist? Samband ungra sjálfstæðismanna og Heimdallur boða til fundar í tilefni þess að nú eru tvö ár frá því að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við stjórnar- taumunum. Fundur- inn verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag, fimmtudaginn 27. maí, og hefst kl. 20.30. Að loknum stuttum framsöguerindum formanns og varaformanns flokksins munu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum í pallborðsumræðum. Þátttakendur i pallborðsumræðunum verða þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, og Þorsteinn Pálsson, dómsmála- og sjávarútvegsráðherra. Fundarstjóri verður Guð- laugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Samband ungra sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.