Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 33 Minning Hörður Friðbertsson, fv. skip- og stöðvarsljóri Fæddur 7. mars 1922 Dáinn 20. maí 1993 í dag, fimmtudaginn 27. maí, fer fram frá Háteigskirkju útför Harð- ar Friðbertssonar stöðvarstjóra, sem lést á Landspítalanum 20. þ.m. Hörður fæddist 7. mars 1922 á Suðureyri við Súgandafjörð, sonur hjónanna Friðberts Friðbertssonar skólastóra þar og Pálínu Ólavíu Sveinbjarnardóttur. Hann var yngstur þriggja systkina. Hörður stundaði sjómennsku allt frá árinu 1938, fyrst á tímum.mót- orbátum og fiskiskipum frá Suður- eyri, Reykjavík og víðar en gerðist síðan farmaður og sigldi sem há- seti á ýmsum kaupskipum þar til hann lauk farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hann var í þjónustu Skipa- deildar Sambandsins frá stofnun deildarinnar 1952 og sigldi sem stýrimaður og síðar sem skipstjóri á hinum ýmsu skipum Skipadeildar- innar frá 1954 og allt til ársbyijun- ar 1965. Síðustu ár sín hjá Skipa- deild Sambandsins vann hann aðal- lega á olíuflutningaskipinu ms. Litlafelli, sem var sameignarskip Olíufélagsins hf. og Skipadeildar- innar. Hinn 12. janúar 1965 gekk Hörð- ur í þjónustu Olíufélagsins hf. (ESSO) er hann var ráðinn fastur skipstjóri á olíuskipi félagsins, ms. Bláfelli. Þar starfaði hann sam- fleytt til septembermánaðar 1971 er hann var skipaður stöðvarstjóri á Olíustöð Olíufélagsins hf. í Örfíris- ey. Fyrirrennari hans, Þórður Hjör- leifsson skipstjóri, hafði þá gegnt þessari stöðu með stakri prýði frá 15. nóvember 1955 til 31. ágúst 1971. Þessu ábyrgðarmikla og vandasama starfi gegndi Hörður með mikilum ágætum til 31. mars 1988. Mér er kunnugt um að hann var þá farinn að fínna fyrir þeim sjúkdómi, sém síðar átti eftir að ágerast uns yfír lauk á uppstigning- ardag. Þrátt fyrir það var hann næstu fjögur árin í þjónustu Sam- vinnubankans við störf sem hentuðu honum betur þessi síðustu starfsár hans. Ég kynntist Herði fyrst verulega á árinu 1961 er ég fékk tækifæri til að fara með honum sem skip- stjóra á ms. Litlafelli eina ferð til Austíjarðahafna og hafði ég son minn þá 9 ára með. Ferð þessi verð- ur syni mínum ávallt ógleymanleg og líður okkur báðum seint úr minni umhyggjusemi og vingjarnlegt við- mót Harðar og skipveija hans alla þá daga sem ferð þessi stóð yfir. Síðan lágu leiðir okkar saman sam- fleytt frá því hann hóf störf hjá Olíufélaginu hf. 1965 þar til hann lét af störfum þar sem stöðvarstjóri í mars 1988 eins og áður segir. Þau ár sem Hörður var skipstjóri á ms. Bláfelli annaðist hann, auk hefðbundinna olíuflutninga hér í Faxaflóa til Hvalfjarðar og víðar, bindingar stórra olíutankskipa bæði hér í Orfirisey og í Hvalfirði. Eftir að hann varð stöðvarstjóri félagsins í Örfirisey stjórnaði hann að sjálf- sögðu losun allra slíkra skipa þar. Aldrei urðu slys á mönnum né önn- ur óhöpp við þessi vandasömu störf undir hans góðu og öruggu verk- stjórn, störf sem oft voru unnin við erfiðar aðstæður, ekki síst á köldum og dimmum vetrardögum. Við hafn- sögumenn Reykjavíkurhafnar átti Hörður alltaf góða samvinnu en eins og gefur að skilja höfðu þeir yfirstjórn á bindingum tankskip- anna hér á ytri höfninni. Það þurfti vökul augu og krafð- ist samviskusemi og áreiðanleika í starfi að fylgjast með og stjórna losun þessara stóru og þungu skipa, sem sannarlega létu til sín taka og tóku þungt í víra og festar er vind- ar og straumar ágérðust. Oft voru skipin bundin í góðu veðri og útliti en veður eru oft válynd í okkar annars kæra landi og geta breyst til hins verra á skammri stundu. Þurfti stöðvarstjórinn við slík skil- yrði þráfaldlega að sýna mikið snar- ræði og að gefa skjót og örugg fyrirmæli um að sleppa í skyndi þessum stóru skipum og í tæka tíð áður en til vandræða horfði eða til alvarlegra tíðinda drægi. Þarna sem annars staðar var Hörður réttur maður á réttum stað. Sjómennskan var honum í blóð borin. Störf sín vann hann af mikilli skyldurækni og samviskusemi og í hvívetna var hann vel látinn af undirmönnum sínum og öðru samstarfsfólki. Öll vinna og verkstjórn við Olíu- stöðina er að sjálfsögðu mjög krefj- andi og vandasöm og tel ég að ein- ungis hæfustu mönnum sé trey- standi fyrir hinum margvíslegu kerfum, leiðslum og lokum sem þar eru innanborðs, þar sem hin minnsta handvömm getur valdið alvarlegu tjóni. Eins og áður segir reyndist Hörður þessu starfi í alla staði prýðilega vaxinn og skilaði því af hendi með stakri prýði og án nokkurra óhappa. Hörður kvæntist 23. júní 1965 eftirlifandi konu sinni, Báru L. Daníelsdóttur og eignuðust þau þijú börn, Hafdísi, Hauk og Jórunni. Er ég lít til baka til hinna fjölda- mörgu ára sem við Hörður höfum starfað sáman, er mér efst í huga þakklæti, þakklæti til hans fyrir góða og drengilega samvinnu, ljúfa vináttu og góðar ráðleggingar, en hjá því fór ekki að starf mitt' hjá Olíufélaginu hf. skaraði þráfaldlega hans víðtæka verksvið. Ljósadagar 10-50% afsláttur VEGG-, LOFT- OG GÓLFLAMPAR RAFMAGNf H SKIPHOLTI 31, SIMI 680038 Fyrrum yfirmenn Harðar hjá Olíufélaginu hf. þakka honum fyrir trygga þjónustu og hollustu í garð félagsins í tæpan aldarfjórðung og gott betur ef tími hans á ms. Litla- felli er talinn með og samstarfsfólk hans allt þakkar fyrir ágætt sam- starf. Minning látins félaga og góðs drengs mun lengi lifa meðal vina hans og samstafsfmanna og á þess- ari kveðjustundu vottum við konu hans, börnum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð og kveðjum vammlausan félaga og vin uns sú stund rennur upp að við hittumst á ný í varpa hins fyrirheitna lands. Blessuð sé minning Harðar Frið- bertssonar. Árni Kr. Þorsteinsson. í örfáum orðum langar' mig til að minnast frænda míns og vinar, sem nú er horfínn yfir móðuna miklu til lands ljóssins þar sem vonirnar rætast. Hörður Friðbertsson fyrrverandi skipstjóri lést á Landakotsspítala að kvöldi fimmtudagsins 20. maí sl. eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hörður var fæddur á Suðureyri við Súgandaíjörð 7. mars 1922, og var því á sjötugasta og öðru aldurs- ári þegar hann lést. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Pálína Svein- björnsdóttir húsmóðir og Friðbert Friðbertsson skólastjóri á Suðureyri um árabil. Friðbert lést langt um aldur fram 1938, en Pálína lifði mann sinn og var á níræðis aldri þegar hún lést. Börn þeirra Friðberts og Pálínu voru þijú: Ásdís, gift Njáli Jónssyni úr Álftafírði og er hann látinn fyrir nokkrum árum; þá Trausti fyrrver- andi kaupfélagsstjóri á Flateyri, hans kona var Ragnheiður Sigurð- ardóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum; og ynstur var Hörður, sem nú er kvaddur. Árið 1956 kvæntist Hörður eftir- lifandi konu sinni, Báru Laufeyju Daníelsdóttur, fædd 14. júní 1934. Er hún ættuð úr Borgarfírði. Þau bjuggu lengst af í Bogahlíð 20 í Reykjavík. Hörður og Bára eignuðust þijú mannvænleg börn. Elst er Hafdís, fædd 6. júlí 1957, aðstoðarstúlka tannlæknis, og á hún einn son, Hörður Lárusson, og fermdist hann nú í vor; Haukur, bifvélavirki, fædd- ur 26. september 1960 ókvæntur; og þá Jórunn fædd 5. desember 1968 og er hún að ljúka jarðfræði- námi við Háskóla íslands. Hún er gift Guðmundi Helga Christensen bifvélavirkja. Öll eru börnin sóma- fólk eins og við er að búast. Hörður var mjög vel kvæntur og mikill heimilisfaðir, þó að sjó- mennskan gerði samverustundirnar stopulli um tíma. Hann dáði konu og börn og fátt gladdi hann meira en að fylgjast með góðum árangri barna sinna bæði í námi og starfí. Og nafni hans Hörður litli var hon- um sannur geisli í tilverunni. Eins og algengast var á uppvaxtarárum Harðar og annarra ungra manna sem ólust upp í sjávarþorpum þess tíma var vinna við fisk og sjó- mennsku þar sem stóð til boða. Hörður heitinn var þar engin undantekning og byijaði ungur sjó- mennsku, fyrst á litlum bátum frá Suðureyri og þá bæði á sjónum eða við beitningu í landi. Mjög fljótt var hann kominn í fremstu röð sem verkamaður bæði til sjós og lands, og þá ekki síður, hvað varðaði við- mótið og ósérhlífnina. Fljótt tóku svo við störf á stærri bátum, síldveiðar á sumrin, línu- veiðar á vetrum, bæði á landróðrum og útileguskipum. Upp úr stríðslok- um fer Hörður til starfa á flutninga- skipum Eimskipafélags Reykjavík- ur. Árið 1951 lýkur hann svo far- mannaprófí frá Sjómannaskólanum í Reykjavík. Árið 1954 fer Hörður til starfa hjá Skipadeild Sambands- ins og er þar fyrst háseti, svo stýri- maður og síðar skipstjóri, t.d. á Jökulfelli, Hvassafelli og Litlafelli, allt til ársins 1965. Þá tekur hann við skipstjórn á olíuskipinu Bláfelli, . sem sá olíustöðvum við Faxaflóa fyrir olíu. Þá var hann kominn nær heimilinu en áður. Árið 1971 kemur hann svo í land, sem kallað er, og tekur við starfi stöðvarstjóra við olíustöðina í Örfirisey. Þar starfar hann til ársins 1988, en var þá far- inn að kenna hjartalasleika. Nokkur ár vann hann hjá Samvinnubankan- um í Reykjavík, en hætti þar sjötug- ur. Hörður Friðbertsson frændi minn, vinur og samferðamaður, var um margt sérstakur persónuleiki. Frændsemi undirritaðs við hann var þannig að í móðurætt vorum við systrasynir og í föðurætt voru lang- ömmur okkar systur. Ég sem drengur var mikið á heimili foreldra hans, hjá frænku og kannski stund- um eins og litli drengurinn á bæn- um. Þegar sjómennskan tók við, vorum við skipsfélagar nokkrum sinnum, en þegar hann réð sig á flutningaskipin en ég á togarana, * leigðum við saman herbergi vestur í bæ. En vegna starfanna sáumst við bara einu sinni eitt árið. Þegar ég svo kvæntist og fór að búa, gátum við hjónin leigt honum og góðum kunningja okkar og Súgfírð- ingi herbergi um tveggja ára skeið. Hörður heitinn var það sem kall- að er fjölgreindur maður, hann var mjög talnaglöggur og í raun stærð- fræðingur þó að skólagangan væri ekki löng, og báru þess vitni grein- ar hans í blöðum og ábendingar í viðtölum við fjölmiðla, t.d. um líf- eyrismál. Minni hans var einstak- lega gott og hæfileikinn til að glæða frásögn lífi, um menn og málefni mjög athyglisverður. Hörður vann mikið að félagsmálum, sérstaklega árin eftir að hann fór að starfa í landi. Slysavarnadeildin Ingólfur var eitt af hans hjartans áhugamál- um og starfaði hann þar í stjórn um árabil. Átti hann gjarnan sæti í nefndum á þingum Slysavarnafé- lags íslands. Ungur að árum beitti hann sér fyrir því, ásamt vini sínum Áma Örnólfssyni rafvirkjameistara, sem nú er látinn, að stofnað yrði Súgfirðingafélag í Reykjavík. Nú em meðlimir þess félags á þriðja hundrað og starsemin öflug og fjöl- breytt. Hörður var heiðursfélagi í Súgfírðingafélaginu í Reykjavík. Hann lagði einnig fram dugnað sinn til stuðnings við hin ýmsu líknarfé- lög sem beijast fyrír hjálp við sjúka. Nú er þessi ágæti frændi minn horfínn yfír móðuna miklu. Ekki efast ég um að þar hafí útbreiddir faðmar foreldranna tekið á móti honum í birtu eilífðar og friðar. í veikindum sínum var hann alltaf bjartsýnn og tók þeim eins og verk- efni sem þurfti að inna af hendi, æðrulaus, vinur lækna og hjúkmn- arfólks og alltaf að fylgjast með atburðum líðandi stundar. Mér finnst að erindi úr ljóðabók- inni „Geislabrot" eigi vel við þegar ég minnist og kveð þennan vel gerða mann. Þó eitthvað gangi út á hlið aldrei sumir kvarta, þeir eiga ljós að lifa við sem logar innst við hjartað. (PJ.Þ.) Megi Drottinn Guð minn leiða þig til ljóss fagnaðar og heilbrigði að eilífu. Eiginkonu og bömum og bama- barni vottum við, ég og kona mín Sigrún, innilega samúð og biðjum þeim og systkinum hans allrar Guðs blessunar. Páll Janus Þórðarson. AíMa Nordisk IWKJjlllJn Forskerutdanningsakademi leitar að starfsmanni Á skrifstofu NorFA í Ósló er laus til umsóknar staða akademísks ráðunauts (norsku: fagkonsulant; dönsku: fuldm- ægtig; finnsku: föredragande; sænsku: byrádirektör/avdelningsdirektör) frá og með 1. september 1993 eða sem fyrst eftir það. Nordisk forskerutdanningsakademi (NorFA) var sett á laggirnar af Norrænu ráðherrariefndinni árið 1991 og hefur að markmiði að auka hreyfanleika vís- indamanna á Norðurlöndum með því að styrkja norræna vísindamenntun. Eins og stendur starfa fimm starfsmenn á skrifstofunni. í starfinu felst að taka almennt á ýms- um málum, meðhöndla umsóknir í tengslum við hina þrjá árlegu umsókn- arfresti NorFA sem og að undirbúa og vinna úr stjórnarfundum NorFA. Þar sem í starfinu felast dagleg umfangs- mikil samskipti við vísindamenn á öllum Norðurlöndunum, eru gerðar miklar kröfur til að umsækjandi geti í rituðu jafnt sem töluðu máli veitt upplýsingar um starfsemi NorFA. Eftirfarandi kröfur eru gerðar vegna stöðunnar: Háskólamenntun og reynsla af stjórnunarstörfum tengdum vísindalegri vinnu. Góðir greiningarhæfileikar og reynsla við að tjá sig munnlega og skriflega. Auk ensku verður umsækjandi að hafa vald á dönsku, norsku eða sænsku, munnlega jafnt sem skriflega. Þekking á upplýsingastarfsemi er kostur. Launakjör og ráðningarskilyrði Ráðningin gildir til 1. janúar 1996. Þar á eftir bjóðast ákveðnir möguleikar á framlengingu samkvæmt hinum hefðbundnu reglum fyrir starfsmenn hjá stofnunum Norrænu ráðherranefndarinnar. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á starfsleyfi meðan á ráðningartímanum stendur. Laun greiðast samkvæmt samkomulagi. Skrifstofan hefur til 1. janúar 1996 aðsetur í Ósló en eftir það er hugsanlegt að hún verði flutt. Nánari upplýsingar um ráðningarskilyrði veitir Leif Westgaard, forstöðumaður, og Ulla Bruun de Neergaard, deildarstjóri, í síma 90 47 22 15 70 12. Umsókn ber að vera póststimpluð ekki síðar en föstu- daginn 11. júní 1993 og ber að senda til: Nordisk Forskerutdanningsakademi (NorFA), Sandakerveien 99, N-0483 Ósló, Noregi. Sími 90 47 22 15 70 12 Fax 90 47 22 22 11 58

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.