Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 Minning Sigurrós Jónsdóttir hár- greiðslumeistnri frá Lambhóli í Skeijafirði Fædd 14. september 1912 Dáin 17. maí 1993 Sigga ömmusystir mín var mér mikils virði, mikil fyrirmynd. Ég vona að hún hafí vitað þetta. Ég kveð hana nú hinstu kveðju. Hún var sönn, tignarleg og til- finningarík. Þegar ég hugsa um æsku mína þá er Sigga oft með mér. Hún viður- kenndi börn sem fullgildar og sjálf- stæðar persónur. Það er ekki öllum gefið. Hún var sönn. Ofarlega í minningunni eru leik- húsferðir í hennar boði. Heimsókn- irnar á hárgreiðslustofuna í Þjóð- leikhúsinu. Þar var hún að greiða leikurunum. Þvílíkur draumaheimur sem leikhúsið er í augum barnsins. Hamagangur þar sem augnablikið skipti öllu. Ég, barnið, að flækjast fyrir. Siggu tókst að koma mér í samband við leikarana, eins og ég var feimin, orðlaus og sá alit í hill- ingum í leikhúsinu hennar. Sigga var önnum kafin. Hún var tignarleg. í dag þegar ég fer með bömin mín í leikhús, þá segi ég þeim frá Siggu og leikhúsferðum mínum. Þeim finnst ég „ótrúlega heppin". Enn finnst mér jafn gaman að barnaleikritunum og þá kemst ég hvað best í snertingu við sjálfa mig. Þar á Sigga stóra hlut að máli. Þar er hún alltaf með mér.- Sigga var rík af ástvinum. Börn- um hennar, Ranka, Gunna, Maggi og Halldór heitinn, tengdabörnin, barnabömin og barnabarnabörnin, öll svo hlý og innileg. Samheldnari ijölskyldu hef ég ekki kynnst. Ég er stolt af því að hafa átt svo mikið í Siggu og hvað hún vildi eiga mikið í mér. Hún var tilfinningarík. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt svo einstaka ömmusystur. Án henn- ar erum við fátækari, en minningin um hana er okkur dýrmæt. Hvíli hún í friði. Helga Guðmundsdóttir. Mig langartil þess nú að leiðarlok- um að minnast minnar góðu og elskulegu vinkonu, Sigurrósar Jóns-' dóttur, fyrrverandi hárgreiðslu- meistara Þjóðleikhússins. Kynni okkar hófust, er Sigurrós var komin á miðjan aldur, en ég ennþá strákhvolpur í leiklistarskóla, og þróuðust í yfir tvo áratugi upp í nána og einlæga vináttu. Sigurrós starfaði við Þjóðleikhúsið um áratuga skeið, lengst af ein í sinni deild, en stundum með aðstoð- arkonu, og vann hún þar störf sín af alúð og smekkvísi hvert einasta kvöld og hverja helgi, sem leikið var, áratugum saman. Hætt er nú við, að erfitt yrði að fá manneskju í dag upp á þessi kjör. Ekki var það vegna þess að „Rós- in“ mín þyrfti svo oft að hafa hend- ur í hári mínu, að kynni okkar urðu svona mikil, heldur var það hlýja þessarar konu, iífsýn hennar og þroski, sem varð þess valdandi, að varla leið sú sýning að ekki væri sest niður, ef tími vannst til, og spjallað um lífið og tilveruna, andann og efnið. Og þar hafði hún ákveðnar skoðanir á ýmsu, bæði mönnum og málefnum. Og þó að Sigurrós héfði greitt margri misjafnlega heimsfrægri prímadonnunni um ævina og um skeið verið bæjarstjórafrú á ísafirði, fannst ekki hjá henni mikillæti eða hroki, og hafði hún hina megnustu andúð á allri tilgerð og óheilindum. Stundum, ef þannig viðraði, fór hún með eftirfarandi vísu eftir Jón Helgason: Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist, sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist, þá hlýtur sú spuming að vakna, hvort mik- ils sé misst ef maður að síðustu lendir í annarri vist. Þegar ég gifti mig tók Sigurrós konu mína, Eygló, undir sinn vernd- arvæng og varð heimilisvinur okkar hjóna. Sigurrós tók þá ákvörðun að hætta við Þjóðleikhúsið strax og starfsaldur leyfði. Og skelfing varð mikið tóm, er hún var hætt. Þá fann ég hvað ein manneskja getur haft sterka viðveru. „Rósin“ mín ætlaði að njóta þess tíma, sem í hönd færi. Starfaði hún um skeið sem lausamanneskja við stofnunina, en ekki naut hún frelsis- ins lengi því að heilablæðing, örfáum árum síðar, varð henni frelsissvipt- ing. En „Rósin" var sterk og rétti við að nokkru. Að lokinni sjúkrahús- dvöl, fluttist hún til Rönku, dóttur sinnar, og Jes, tengdasonar síns, en þau mat hún mikils. Við umhyggju þeirra hjóna, Gunnu, dóttur sinnar, barnabarna fékk hún nokkur góð ár. En að því kom í lífi hennar, í jan- úar ’92, að hún fluttist í Seljahlíð og dvaldist hún þar við bestu að- stæður, sem bjóðast, þegar svo er komið högum vorum. En þungt féll henni hvernig heilsu hennar hrakaði undir lokin. Ég er þess fullviss, að sú vist sem Sigurrós hreppir að lok- inni þessari hérna megin, getur að- eins orðið góð. Blessuð sé minning hennar. Jón Símon Gunnarsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Safamýri 42, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum 25. maí. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 2. júní kl. 13.30. Bryndís Jóna Jónsdóttir, Kalman Stefánsson, Ásta Jónsdóttir, Óli Ágústsson, Margrét Jónsdóttir, Torfi H. Ágústsson, Edda Björk Bogadóttir, Ólafur Oddur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ANNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR IjósmóAir, Vorsabæjarhjáieigu, verður jarðsungin frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 29. maí kl. 10.30. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ingimar Ottósson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hilmar Fr. Guðjónsson, Katrin Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Þ. Jónsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Fjarðarseli 35, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 29. maí kl. 13.30. Marin Henný Matthíasdóttir, Matthías Ólafsson, Auður Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Guðmundur Árnason, Auður Thoroddsen, Árni Guðmundsson, Sigurbjörg Hermundsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 t Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, INGIMUNDUR INGIMUNDARSON bifreiðasmiður, Vallartröð 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. maí kl. 10.30. Ingimundur Ingimundarson, Hrefna Kristín Gísladóttir, Guðný Dóra Ingimundardóttir, Gunnar H. Sigfinnsson, Björk Ingimundardóttir, Björgvin H. Harðarson og frændsystkin. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og amma, RAKEL FRIÐBJARNARDÓTTIR, Hásteinsvegi 27, Vestmannaeyjum, sem lést 23. maí, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 29. maí kl. 14.00. Knud Andersen, Pétur Andersen, Ingibjörg Andersen, Óskar Þórarinsson, Hafdis Andersen, Sigurbjörn Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KRISTRÚNAR HELGADÓTTUR, Þiljuvöllum 33, Neskaupstað. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Neskaup- staðar. Sigurður Hinriksson, sonur, tengdadætur og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Vörðufelli, Skógarströnd, sem lést mánudaginn 24. maí, verður jarðsungin frá Breiðaból- staðarkirkju laugardaginn 29. maí kl. 14.00. Jóhann Þorsteinsson, Edda Gisladóttir, Edda Þorsteinsdóttir, Árni J. Árnason, Elín Þorsteinsdóttir, Hjalti Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. í leikhúsi starfar fjöldi fólks á bak við tjöldin; fólk, sem áhorfandinn fær aldrei að sjá en sem með störfum sínum stuðlar að því, að leikarinn á sviðinu og það, sem þar ber fyrir augu, sé eins og best verður á kos- ið. Það fer misjafnlega mikið fyrir þessu fólki og í raun liggur það í eðli starfsins að viðkomandi starfs- fólk sé sem fyrirferðarminnst, hljóðl- átt og allt að því ósýnilegt. Einn slíkra starfsmanna var Sig- urrós Jónsdóttir, sem starfaði sem hárgreiðslukona hér við Þjóðleikhús- ið um tveggja áratuga skeið, lengst af sem hárgreiðslumeistari Þjóðleik- hússins. Sigurrós var einstaklega þægileg í viðmóti og allri um- gengni. Frá henni stafaði ró og hiýju og þetta voru eiginleikar, sem gerðu hana að einhveijum vinsælasta starfsmanni leikhússins. Það er mik- ils virði fyrir leikara og í þessu til- viki voru það oftar en ekki leikkon- urnar, að láta fara mjúkum höndum um hár sitt, fegra það og snyrta eða tæta það og tutla allt eftir því sem við á. Oft er það líka hlutskipti hár- greiðslukonunnar að aðstoða við greiðslu eða hárkolluskipti í hröðum atriðaskiptum, þar sem ekkert má fara úrskeiðis. Þá dugir hvorki fum né fát. Sigurrós var einstaklega nat- in og lagin á öllum þessum sviðum. Með fagmannlegu handbragði og róandi spjalli tókst henni að koma leikkonunum í nákvæmlega rétt hugarástand, áður en þær svifu inn á leiksviðið. Eins og aðrir góðir bak- tjaldsstarfsmenn átti hún þannig sinn þátt í að gera leiksýninguna sem best úr garði. Sigurrós var sem fyrr segir hóg- vær og hljóðlát, sumum þótti jafnvel nóg um. Haft var eftir einum sam- starfsmanni hennar, að hún Sigurrós væri alveg ómöguleg, hún eyðilegði allan baráttumóral, því hún gleymdi stundum að skrifa niður alla vinnu- tímana sína og stúlknanna. En Sig- urrós var ein þeirra, sem starfaði í leikhúsi af því að hún unni leiklist- inni, skítt með einstaka yfírvinnu- tíma til eða frá. Allir eldri starfsmenn Þjóðleik- hússins, sem störfuðu með henni og kynntust henni, bera henni einstak- lega vel söguna. Það var mikil eftir- sjá að henni, þegar hún hvarf frá störfum fyrir rúmum áratug og hennar er ákaft saknað nú, þegar hún er horfin fyrir full og allt. Við sendum ættingjum hennar innilegar samúðarkveðjur. Skarð Sigurrósar er vandfyllt en minning hennar mun lengi lifa og verða arftökum hennar hvatning til eftirbreytni. Stefán Baldursson. Kynni á lífsleiðinni eru með ýmsu móti. Til sumra er stofnað snemma, til dæmis á skólaárum, og oft end- ast þau meðan ævi endist. Önnur koma til á afmörkuðu skeiði, vegna þess að tilviljanir eða örlög leiða menn saman, til dæmis vinnu sinn- ar vegna. Sigurrós Jónsdóttir var til langs tíma hárgreiðslumeistari Þjóðleik- hússins, og við Sigga Rósa kynnt- umst í rauninni bara í vinnunni. Þar reyndi ég hana að því að vera afar samviskusamur starfsmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita, og vann sinni stofnun af mikilli trú- mennsku og heilindum. En meira þarf til, því að starf hárgreiðslu- meistara er býsna vandasamt í leik- húsi og þar þarf auk góðrar fag- kunnáttu, hugmyndaflug og áræði, þekkingu á stílsögu og mannlega innsýn. Allt þetta hafði Sigurrós til brunns að bera, en þó staldra ég einkum við hið síðasta, sem einnig snýr að daglegri umgengni við lista- fólk, sem eðlis starfs síns vegna þarf að þola allnokkra tauga- spennu. Þá þarf einhvers staðar klettur að vera, lifandi ímynd ró- legrar yfirvegaðrar þolinmæði, hlýju og skilnings. Ég fann það oft á mörgum leikaranum að Sigurrós var þeim þessi sálusorgari baksviðs. Svo þetta sé orðað berum orðum, ég held að þeim hafi öllum þótt vænt um hana. Löngu dagsverki er lokið og munu aðrir verða til þess að rekja ætt, uppruna og önnur eyktarmörk á lífsferlinum. Þessi fátæklegu kveðjuorð eru aðeins frá okkur, sem unnu með henni um skeið, og geyma þá góðu minningu. Sveinn Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.