Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 47 Sölubásarnir kosta þá aðeins kr. 2.450.-og3.150.- Drífið í vorhreingerningunum og búið til tugþúsundir króna úr gamla kompudótinu! _ KCHAPORTIÐ MARKAÐSTORG Sími 62 50 30 Fimm einfaldar spurningar VELVAKANDI Frá Birni Th. Björnssyni: Út af ætlaðri níðgrein Kjartans Guðjónssonr um mig undirritaðan í Morgunblaðinu 22. maí langar mig að beina til hans eftirfarandi spurn- ingum: 1. „Er ekki kominn tími til að Björn fari í enn einn leiðangurinn til að grafa upp bein þessara manna, svo að hægt sé að jarða þá í heiðurs- grafreit á íslandi?" „Þessir menn“ eru mikils metnir listsögufræðingar sem skrifuðu m.a. í Berlingske Tidende og Politiken og fannst mikið til málverka og teikninga Kjarvals koma. Síðan hve- nær hefur þótt ástæða til þess að grafa menn upp og flytja milli landa þótt þeir hafí orðið hrifnir af erlend- um listamanni? Svar óskast. 2. „Danskir listfræðingar upp- götvuðu Kjarval. Og það voru nátt- úrulega þeir sem kenndu okkur að meta hann. Og hvernig fóru þeir nú að því gegnum ritsímann, með bréf- um, eða voru þá bréfdúfur — hvern- ig?“ Þótt K.G. Sé það ekki ljóst voru bæði póstsamgöngur undir og um 1920 og íslenzk blöð gefin út. Um- sagnir um list Kjarvals voru birtar í þeim blöðum. Af hverju þá ritsími eða bréfdúfur? Svar óskast. 3. „Hann (þ.e. undirritaður) hafði ekki verið lengi með okkur (þ.e. Septembristum), þegar við allir sem einn vorum orðnir klárir á því, að Björn sá ekki myndir.“ Af hverju skyldi þá sá höfðingi Septembermanna Þorvaldur Skúla- son hafa valið undirritaðan einan manna til þess að skrifa um list sína, þegar forlagið Þjóðsaga efndi í mikla bók Þorvaldi til heiðurs? Var Þor- valdur svo blindur sjálfur, að hann bæði blindan mann að skrifa um málverk sín? Greinargott svar ósk- ast. 4. „Snemma komst hann á þá skoðun að ég væri ekki burðugur listamaður.“ Eg „lenti ofan í skúff- unni. Afgreitt mál.“ Ef rétt væri, hversvegna skyldi ég þá hafa bent Menningarsjóði á Kjartan Guðjóns- son til þess að myndskreyta útgáfu á sögu minni Virkisvetri árið 1979? Og hversvegna skyldi ég þá hafa óskað eftir því við Saga Film fyrir tveimur árum að það leitaði til Kjart- ans um teikningar í sex sjónvarps- þætti um Kaupmannahöfn, eftir að annar maður treysti sér ekki i það verk? Svar óskast. 5. „Björn má ekki láta það spyrj- ast að hann hafi verið orðinn [svo] lummó í ellinni, svo að hann tekur nú í faðm sér ungviðið." Með hvaða rökum er það manni til áfellis að hann stuðli að kaupum verka eftir unga listamenn? Skýrt og beint svar óskast. Mér undirrituðum og líklega fleiri lesendum Morgunblaðsins þætti vænt um að fá vafningalaus svör við þessum spurningum, fyrst eftir þeim var kallað. Björn Th. Björnsson Karfavogi 22, Reykjavík Mótmælin gegn símanum 1905 Frá Heimi Þorleifssyni: Eitt síðasta atriðið, sem tekið var fyrir í furðusamsetningi Baldurs Hermannssonar um „þjóð í hlekkjum hugarfarsins“, var sú lífseiga sögn, að bændur fremur en aðrar stéttir hafi verið á móti símanum 1905. í myndinni var þetta að venju talið til marks um afturhaldsemi bændastétt- arinnar. Margoft hefur þó verið sýnt fram á, að mótmælin gegn símanum voru mótmæli pólitískra andstæðinga Hannesar Hafsteins og ekki bundin við stéttir. Það bar hins vegar mikið á bændum, af því að þeir komu ríð- andi í flokkum til Reykjavíkur og einn fundurinn gegn símanum er kenndur við þá. Af þeim 230, sem komu til að mótmæla símanum í Reykjavík og nafngreindir voru, var meirihlutinn úr Gullbringu- og Kjósarsýslu. Meðal þeirra voru um 20 Hafnfirðingar, sem fengust við verzlun, útgerð og sjómennsku. Eini fulltrúi Seltirninga var hafnsögu- maður. Á sameiginlegum mótmæla- fundi gegn símanum, sem Þjóðræð- isfélag Reykjavíkur, flokksfélag Valtýinga, andstæðinga Hannesar Hafsteins, hélt með aðkomumönn- unum voru samankomnir um 600 andstæðingar símans. Þar af hljóta því að hafa verið á fjórða hundrað Reykvíkingar. En hvers vegna voru haldnir fund- ir gegn símanum? Vildu menn ekki þessa nýjung á íslandi? Vildu menn ekki tengja ísland við umheiminn? Jú, hér var ekki um afturhaldssemi að ræða, heldur traust á því sem þá var spánnýtt í fjarskiptum á þessum tíma, loftskeyti. Stjómarandstæðing- ar með Einar Benediktsson í broddi fylkingar töldu nefnilega, að ritsími væri of dýr. Loftskeyti væru betri og ódýrari, og Einar hafði frá árinu 1902 staðið í sambandi við Marconi- félagið fræga í Lundúnum um það, sem kölluð voru „þráðlaus rafmagns- skeyti milli íslands og útlanda“. Það er svo til marks um ná- kvæmni Baldurs Hermannssonar, að með frásögninni af mótmælunum gegn símanum fylgdu myndir af hestamönnum í Reykjavík um 1925. Þó eru til myndir af atburðunum 1905, þar sem m.a. má sjá mótmæla- göngu í Pósthússtræti og mannsafn- að við Stjórnarráðshúsið. Heimir Þorleifsson, Skólabraut 14, Seltjarnarnesi. LEIÐRÉTTIN G AR Rangt nafn í frétt af nauðungaruppboði á Borgarkringlunni í gær var rangt farið með nafn uppboðshaldarans, Sólveigar Bachmann. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Aðvörun vegna - „glergöngu" Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- , andi athugasemd frá Njáli Torfasyni vegna fréttar frá Hrekkjalómum, sem birtist 23. maí í Fólki í fréttum: „Vegna alvarlegrar slysahættu vil ég eindregið vara fólk við að herma eftir mér þegar ég er að sýna gler- brotaatriði mín o.fl. Þetta sýndist auðvelt á mynd, þar sem Hrek- : kjalómur er að ganga á auðveldasta glerbrotabakkanum. Þá var ég óhress með textann undir myndinni. Logi Snædal lék ekki allt eftir mér eins og segir. Á sl. árum hafa þrír farið á glerbrotin og hafa þeir allir skorið sig meira og minna. Einn fór yfir flöskustútana og -botnana á skónum og stórslasaði sig í gegnum skóna. í Vísasport-þætti á Stöð 2 var sérstaklega athugað hvort ég væri að blekkja og þar kom fram að svo væri ekki. Enda gengi þetta ekki í erlenda ferðamenn þar sem þeir grandskoða glerbrotin. Ég hef æft þessi atriði í áraraðir og hef verið að ná lengra og lengra og veit hvað ég er að gera. Eg tek mikla áhættu, atriðin eru stighækkandi hvað áhættu snertir á sýningum og sum þessa atriða gætu steindrepið óæfðan mann á svipstundu. Menn sleppa ekkert frekar þótt þeir séu hátt uppi eða við skál. Þeir slasa sig samt. Narfakotsmótið þar sem afgreiðslustúlkan þar sýndi henni fádæma þolinmæði og hlýja framkomu meðan hún gerði við lokkana. Þrír kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar, svartir og hvítir, og einn gulbröndóttur fást gefins. Þeir eru blíðir og kassa- vanir. Uppl. í síma 46538. Blár kvenmannsjakki BLÁR kvenmannsjakki með rú- skinnskraga og trétölum tapaðist á Kringlukránni eða þar í grennd 5. maí sl. Góð fundarlaun. Ef einhver hefur fundið jakkann, þá vinsamlegast hringið í síma 27557. Læða tapaðist Fyrir um það bil viku síðan tapað- ist frá Njörvasundi rósótt, þrílit læða 14—16 mánaða. Hún er eyrnarmerkt. Ef einhver skyldi hafa orðið hennar var vinsamlega hringi í síma 687182. í fréttatilkynningu í blaðinu í gær um niðjamót Narfakotshjóna sem fram fer 12. og 13. júní var rangt farið með símanúmer annars þeirra er taka á móti staðfestingu um þátt- töku en það er hjá Guðbjörgu A. Haraldsdóttur í síma 683561. Einnig eru menn beðnir um að hringja í Steinunni Jóhönnu Ásgeirsdóttur í síma 615488 en ekki í Hrafn Andrés Harðarson eins og um var getið í tilkynningunni. ................ FÆREYSKA konu að nafni Fri- gerð Dam langar til að end- urnýja kynni sín við eftirtaldar konur sem voru samtíma henni á Norre Nissum í Danmörku 1967 og eru á myndinni, þær heita Erla Björnsdóttir, Halldóra Stefánsdóttir, Sigríður Siemsen, Halla Friðbertsdóttir, Inga Dóra Björnsdóttir og Arndís Ragnars- dóttir. Heimilisfang Frígerðar er: Á Deild Fr-350 Vestmanna Færeyjar. Kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar, svartir og hvítir, fást gefins. Blíðir og kassavanir. Uppl. í síma 688680. Þakkir fyrir góða þjónustu ÞÓRUNN hringdi og vildi minn- ast góðrar þjónustu er hún naut í versluninni Messing í Kringl- unni. Hún hafði keypt eyrnalokka í Kolaportinu sem fóru í sundur svo hún fór með þá í Messing Sunnudagar eru Kompudagar íKoIaportinu! Okkar vantar alltafmeira afþessu sívinsæla kompudóti og nú bjóðum við 30% afslátt á leiguverði slíkra sölubása. fj ' Meö GORE -TEX eginleika, tilvalin í ferbalög, veibiferbir, golf, hestaménnsku óg gönguferbir. Hágstæb vérb. Útivistabú&in gerigt Umferöamibstööinni 'sími:19800 og 13072 alpina gönguskór viðallra hæfi,léttir og þægilegir, frá kr. 5.500. Vatnsvarðir, vandaðir fjallaskór, kr. 6.900. Vandaðir fjallaskór (þola 10 tíma í vatni) HÝR DÍ6UR AU6LÝSIH6AST0FÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.