Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993
39
Guðni Jónsson
Minningarorð
Fæddur 22. september 1911
Dáinn 22. maí 1993
Mig langar til að minnast Guðna
með nokkrum orðum. Guðni var
fæddur í Reykjavík, sonur Jóns
Runólfssonar verkamanns, ættuð-
um úr Skaftafellssýslu, og Guð-
bjargar Guðnadóttur úr Landeyjum
og átti hann eina systur, Ragn-
heiði, sem dvelur nú á Grund í
Reykjavík.
Guðni var giftur Ástu Meyvants-
dóttur, móðursystur minni. Mikill
samgangur og góð vinátta var á
milli foreldra minna, Guðbjargar og
Georgs Vilhjálmssonar, og þeirra,
þannig að þau eru samofin minning-
um frá æskuárum okkar systranna
og alla tíð. Guðni var sælgætisgerð-
armaður og vann fyrst í Efnagerð
Reykjavíkur. Þá bjuggu þau á
Laugavegi 60 í sama húsi og afa-
systir okkar. Þangað lágu mörg
spor, þar sem stutt var til þeirra
úr skóla og svo kom Guðni heim
angandi af súkkulaðilykt.
Stutt var á milli sumarbústaða
foreldra minna og þeirra í Kópa-
vogi, sem þá var langt út í sveit.
Guðni var mikill bamakarl og þar
hélt hann boð einu sinni á sumri
fyrir krakkana í kring og fór með
okkur í leiki. Guðni var líka hesta-
maður og átti lengi hesta, sem gam-
an var að fylgjast með. Seinna var
hann með eigin sælgætisverksmiðju
í Steinholti og var þar ekki langt á
milli okkar. Eg minnist þess, þegar
hann byijaði að framleiða „Bám“-
tyggigúmmí. í byijun var það held-
ur stíft, kom þá Guðni oft hlaup-
andi út og kallaði: „Stelpur tygg-
iði. Er það ekki orðið mýkra?“
Lengi voru Ásta og Guðni barn-
laus, en eignast svo Áskel, sem dó
innan tveggja ára aldurs. Fljótlega
eignast þau svo Brynstein, hraustan
og líflegan strák, sem þau auðvitað
sáu ekki sólina fyrir. Brynsteinn er
nú búsettur í Svíþjóð, giftur sænskri
konu, Moniku, og eiga þau tvö börn,
Ástu og Alexander. Ásta og Guðni
byggðu sér hús við Suðurlandsbraut
og seinna í Árbæ. Guðbjörg,
mamma hans, var hjá þeim í mörg
ár og dó á 102. ári, en pabbi hans
löngu áður.
Guðni hugsaði vel um heilsuna,
synti daglega, hjólaði og gekk á
skíðum. Þegar Ásta dó eftir erfíð
veikindi, fluttist hann yfir götuna
í nýja íbúð í húsi fyrir eldri borgara
og leit fram á veg í góðu, vernduðu
umhverfi með skemmtilegu og góðu
fólki. Hann fékk skammt notið sín
þar, því að fljótlega eftir flutning-
ana greindist hjá honum sá sjúk-
dómur, sem svo erfitt er að lækna,
að eftir um níu mánuði er hann
allur.
Mjög kært var á milli Brynsteins
og foreldra hans og náði hann að
koma heim til pabba síns og sat
hjá honum, þegar hann kvaddi þetta
líf á heimili sínu.
Blessuð sé minning hans.
Anna.
Guðrún Lovísa Ein-
arsdóttir — Minning
Fædd 14. janúar 1911
Dáin 16. maí 1993
Guðlaug fæddist í Vestmannaeyj-
um og lést á Seyðisfirði, þar sem
hún hafði dvalist sl. tvö ár. Guðlaug
giftist Gunnari Lárusi Þórðarsyni
9. september árið 1934. Þaueignuð-
ust tvö börn, Þóru Rannveigu hús-
móður, eiginmaður hennar er Ragn-
ar Þorvaldsson vélvirkjameistrari og
búa þau í Mosfellsbæ og eiga þau
þijá syni; og Óskar Ingimar vöru-
flutningastjóra, eiginkona hans er
____________Brids________________
Umsjón Amór G. Ragnarsson
Bridsdeild Félags eldri
borgara
16. maí, 16 pör.
Sigurleifur Guðjónsson - Hjáimar Gíslason 246
Samúel Samúelsson - Ólafur Sigurðsson 236
Hannes Ingibergsson - Jónína Halldórsd. 231
Eysteinn Einarsson - Bergsveinn BreiðQörð 228
Meðalskor 210
20. maí, 8 pör.
Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 103
Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 96
Ásta Erlingsdóttir - Helga Helgadóttir 95
Meðalskor 84
Sunnudagsbrids
Sunnudagsbrids lauk síðasta sunnu-
dag, með sigri þeirra Þórðar Sigfús-
sonar og Guðlaugs Nielsen. í 2. sæti
urðu Björn Theodórsson og Gísli Haf-
liðason.
Sæmileg þátttaka var í vetur í
sunnudagsbrids, enda um nýjung að
J'æða í bridslífi höfuðborgarbúa. Um-
sjónarmaður þakkar þátttökuna í vet-
ur, svo og gott samstarf við Arnór
Ragnarsson, umsjónarmann bridsþátt-
ar Morgunblaðsins.
PRFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
■'dáÉÍlb
P E R L A N sími 620200
~þlórhstrandi Á
Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
Torfhildur Friðjónsdóttir póstaf-
greiðslumaður og eiga þau fjögur
börn. Barnabörnin eru orðin tíu.
Guðlaug var forstöðukona Kven-
félagsins Keðjunnar á Fáskrúðsfirði
frá 1944 til 1951. Þá var hún ein
af stofnendum Slysavarnadeildar-
innar Hafdísar á Fáskrúðsfirði sem
var stofnuð 25. apríl 1935, tveimur
dögum áður en Þóra dóttir þeirra
fæddist. Guðlaug var heiðursfélagi
í báðum þessum félögum.
Lauga frænka, eins og ég kaliaði
hana alltaf, var hljóðlát og hlýleg
kona sem ég kynntist vel sem barn
er systkini mín dvöldust þar vegna
veikinda föður míns er móðir mín
dvaldist hjá honum í Reykjavík.
Lauga bjó í litlu húsi sem hét Ás-
byrgi með manninum sínum Gunn-
ari og börnunum tveimur. Ég hafði
aðsetur á öðru góðu heimili og leið
þar vel, en alltaf var ég komin í
Ásbyrgi. Lauga var þeim hæfileikum
gædd að laða til sín börn. Það var
ejns og að vera staddur í ævintýra-
heimi að koma í litla húsið hennar
Laugu. Frásagnarlistin brást henni
ekki og gleðin og léttleikinn í fyrir-
rúmi sem hreif barnshjörtun á vit
ævintýra, enda var Lauga víðlesin.
Ég hlakkaði alveg óskaplega til að
fara til hennar í jólaboð, fullt borð
af fágætum tertum sem fengust
aðeins hjá henni og var vissa mín
að enginn gæti bakað jafn góðar
kökur og hún gerði.
Það var örugglega ekki léttbær
reynsla þeim hjónum Laugu og
Gunnari þegar hún þurfti, heilsu
sinnar vegna, að fara á sjúkrahúsið
á Seyðisfirði en þangað fór hún fyr-
ir tveimur árum og dvaldist þar til
síðustu stundar. Þar veit ég að hún
átti margar hlýjar hendur sér til
halds og trausts og skulu læknum,
hjúkrunarfræðingum, starfsfólki og
vistfólki færðar sérstakar þakkir
fyrir einstakan hlýhug og alúð við
umönnun Guðlaugar. Þó svo að ég
lenti aldrei í heimsókn til hennar á
Seyðisfjörð hugsaði ég oft til henn-
ar. Margar voru þær ferðirnar hans
Gunnars til Seyðisfjarðar, en hann
er orðinn fullorðinn maður og fannst
mér hann færast fullmikið í fang
þegar hann fór til eða kom frá Seyð-
isfirði í allavega veðri. Það er svolít-
ið sárt að blessað gamla fólkið okk-
ar sem hefur lagt nótt við dag til
þess að gera þorpið okkar að því sem
það yiú er skuli ekki eiga vísan sama-
stað á hjúkrunarheimili í sinni
heimabyggð þegar heilsan er biluð
og kraftur þorrinn. Hvar er þá allt
okkar stolt og sjálfsvirðing, því ekki
hefur vantað fögur fyrirheit.
Ég minnist orða einnar gamallar
konu sem lést fjarri heimahögum
fyrir mörgum árum. Hún sendi vin-
um kveðjur (mér finnst þetta líka
eiga við Laugu frænku): „Ég bið að
heilsa fjöllunum og fallega firðinum
heima, þeim mun ég aldrei gleyma
og ætíð um þau dreyma."
Guð blessi minningu Guðlaugar
Lovísu Einarsdóttur.
Guðríður Karen
Bergkvistsdóttir.
t
Faðir minn,
VIGFUS VIGFÚSSON,
Furulundi 8p,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 25. maí.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 1. júní
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minn-
ast hans, láti Fjórðungssjúkrahús Akureyrar njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna,
Gísla Vigfúsdóttir.
t
Útför móöur okkar og stjúpmóður,
JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR,
Álfhólsvegi 61,
fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. maí kl. 15.00.
Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna,
Herdís Holm, Ásgeir Holm,
Reynir Holm, Hreiðar Holm.
Anna S. Jónas-
dóttir - Kveðja
Fædd 15. febrúar 1933
Dáin 2. maí 1993
Elsku nafna og vinkona.
Nú ertu farin í þá ferð, sem á
fyrir okkur öllum að liggja. Mér
hefur þótt vænt um þig, síðan þú
vannst á NLFÍ, en ég kynntist þér
er mamma var yfirhjúkrunarkona
þar. Þá bundust með okkur og okk-
ar fólki vináttubönd, sem styrktust
enn meir, er mamma fór yfii landa-
mærin 1962. Ég mun aldrei gleyrna
þeirri virðingu og væntumþykju,
sem þú barst til hennar.
Varla fór ég um Hveragerði án
þess að koma við í Austurási. Margt
hefur verið rætt við eldhúsborðið
þar, sem vert er að minnast, og
drukkið úr mörgum kaffibollanum.
Ég minnist með þakklæti hinna
mörgu kvölda, er við sátum þar og
krufum gátur lífsins, þau skipti sem
ég dvaldi á NLFÍ og stutt var til
þín. Aldrei skorti umræðuefni og
ótrúleg var kímnigáfa þín og
greind, sem ég gat lært mikið af.
Mér hefur oft dottið í hug öll þau
tækifæri, sem þú hefðir haft, ef
heilsa þín hefði leyft, en ég veit að
þú hefðir aldrei farið troðnar slóðir.
Ég minnist þess hve annt þér var
um mína fjölskyldu og vildir fylgj-
ast með öllum og hve þú gladdist,
þegar eitthvað af börnunum kom
með mér til þín. Fyrir það er ég
þakklát. „Nú er hún Snorrabúð
stekkur" og tómlegt verður að líta
á Austurás, er þú ert horfin á braut,
en ég veit af hinum löngu kynnum
mínum við þig, elsku nafna min,
að þú verður alltaf með á nótunum
og ekki Iangt undan með þína
skemmtilegu kímnigáfu, sem ég
veit að þú glatar aldrei.
Eilífðarþakkir fyrir vináttuna og
tryggðina alla tíð. Megi Guð geyma
þig og líf þitt í eilífðinni fara stöð-
ugt batnandi.
Hittumst heilar.
Þín elskandi vinkona,
Anna V. Sigurjónsdóttir.
Sigríður Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 22. janúar 1917
Dáin 6. maí 1993
Þú ert, litli lækur minn,
líkur sem í fyrri daga,
ennþá sama sönginn þinn
syngurðu út í grænum haga.
Blómin unp elska þig
eins og fyrr í bernsku minni,
spjátrungsleg þau sperra sig
og spegla sig í skuggsjá þinni.
(Jóhann Sigurjónsson)
Ég valdi þetta ljóð úr skólaljóðun-
um mínum, af því að mér fannst
það fallegt. Ég kallaði þig Siggu
örnrnu, því að þú varst alltaf svo
góð við mig.
Á tveggja ára afmælinu mínu
fórst þú með mig út á „róló“, þar
lékstu við mig og meira að segja
fórstu með mér í rennibrautina og
við renndum okkur saman. Það
hefðu nú ekki allir gert!
Elsku Sigga amma, ég veit að
þér líður vel núna.
Margrét A. Markúsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs-
ins á 2. hæð í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins
í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURHANS SNÆBJÖRN
SIGURHANSSON,
Smáratúni 48,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 28. maí kl. 14.00.
Gu&ný Guðmundsdóttir,
Hrafn Sigurhansson, Birna Elmres,
Magni S. Sigurhansson, Guðrún H. Kristinsdóttir,
Signý Sigurhansdóttir, Grétar Sigurðsson,
Anna Dóra Sigurhansdóttir, Paul Erik Didrichsen,
Guðný Sigurhansdóttir,
Sigríður B. Sigurhansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR B. INGVARSSON
fyrrverandi bankamaður,
Naustahlein 28,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá .Fossvogskirkju föstudaginn 28. maí
kl. 13.30.
Herdís E. Jónsdóttir,
Ingvar Einarsson, Ragnhildur Jónsdóttir,
Sigrfður Einarsdóttir, Eiríkur Jónsson,
Friðjón Einarsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Herdis R. Einarsdóttir, Guðlaugur Óskar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.