Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAI 1993 31 Norrænt meinatæknamót MEINATÆKNAFÉLAG íslands býður dagana 3. til 5. júní nk. norrænum starfsfélögum sínum til Norjjurlandaþings meinatækna — NML — sem að þessu sinni er haldið í þriðja sinn á Islandi. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra um það sem efst er á baugi í meinarannsóknum á íslandi. Fyrirlestrarnir munu einkum fjalla um ættgenga sjúkdóma, , rannsóknir á konum og störf og Hljomsveitin Plahnetan. _______________________ Tónleikar Pláhnetunnar EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum var síðla vetrar stofnuð í Reykjavík ný hljómsveit, Pláhnetan. Hljómsveitin heldur útgáfu- tónleika í Tunglinu við Lækjargötu fimmtudaginn 27. maí nk. Ald- urstakmark er 18 ár og verður húsið opnað kl. 22. Pláhnetumenn hafa undanfama mánuði verið að vinna að gerð nýrrar 12 laga geislaplötu sem kemur út 1. júní nk. Á föstudagskvöldið heldur hljómsveitin til Keflavíkur og leik- ur þar fyrir dansi í veitingahúsinu Þotunni. Pláhnetan mun leika á eftirfarandi tónleikum í júní: 4. júní Tveir vinir; 5. júní Fjörðurinn í Hafnarfirði; 11. júní Hótel ísland; 12. júní Ingóll, Selfossi; 16. júní Við félagarnir í Vestmannaeyjum; 17. júní miðbær Reykjavíkur; 18. júní Hótel Lækur, Siglufirði; 19. júní Miðgarður, Skagafirði; 25. júní Hlaðir, Hvalfjarðarströnd; og 26. júní Njálsbúð, V-Landeyjum. Hljómsveitina Pláhnetuna skipa Stefán Hilmarsson, Friðrik Sturlu- son, Ingólfur Guðjónsson, Sigurður Gröndal og Ingólfur Sigurðsson. stöðu meinatækna, en síðast- nefnda atriðið er jafnframt þema þingsins. Velt verður upp spurn- ingunum: Hvað eru meinatæknar að fást við? Hvernig er búið að þeim til þess að leysa verk sín sem best af hendi og hvaða áhrif hafa þeir á ákvarðanatöku þar að lút- andi? Sett verður upp veggspjalda- sýning og ýmis fyrirtæki munu kynna tæki, áhöld og efni fyrir rannsóknastofur. Einnig verður mótsgestum boðið að taka þátt í skemmtidagskrá sem skipulögð hefur verið í tengslum við þingið. Meinatæknafélag íslands var stofnað í apríl 1967 og eru félags- menn þess rúmlega 400 talsins. Ári eftir stofnunina gerðist félagið aðili að Samtökum norræna meina- tækna og eru norræn þing haldin annað hvert ár. (Fréttatilkynning) lauglýsingar Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjuttræti 2 Hjáípræðisherinn ( kvöld kl. 20.30 spænskt- íslenskt kvöld á Her. Kapteinn Mirijam Óskarsdóttir. Veitingar. Allir velkomnir. Flóamarkaðsbúð Hjálpræðis- hersins, Garðastræti 2, er opin kl. 13-18. UTIVIST Hallveiqarstig 1 • simi 614330 Kvoldganga fimmtudaginn 27. maí Fyrsta kvöldferð sumarsins verður farin í Búrfellsgjá og verð- ur gengið um Valaból í Kaldár- sel. Létt ganga og góð ferð fyrir alla fjölskylduna. Verð kr. 700/800, frítt fyrir börn 15 ára og yngri i fylgd fullorðinna. Brott- för kl. 20.00 frá BSl bensínsölu. Ath. að kvöldferðirnar verða á fimmtudögum f sumar. Útivist. Orð lífsins, Grensásvegi8 Vakningasamkoma í kvöld kl. 20.30. Mikill söngur og beðið fyrir sjukum. Allir hjartanlega velkomnirl VEGURINN V Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Lækningasamkoma í kvöld kl. 20.00. Kennsla um guðlega lækningu og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir „Jesús Kristur er í gær og f dag hinn sami og um aldir." Jíimhj ólp Vissir þú að allir eru velkomnir á samkomur Samhjálpar? I kvöld er samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.30rMikill söngur. Þorvaldur og Rósa taka til máls. Þú ert velkomin(n). Samhjálp. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Hvítasunnuferðir F.í. 28.-31. maí: 1) Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Gist í svefnpokaplássi að Görð- um í Staðarsveit. Jökullinn heill- ar, en margt annað er í boði bæði á láglendi og fjöllum. Silungsveisla. Stutt í sundlaug. 2) Öræfajökull - Skaftafell. Gengið á Hvannadalshnúk, 15 klst. ganga. Gist að Hofi. Göngu- ferð og æfing í þjóðgaröinum. 3) Skaftafell - Öræfasveit - Jökulsárlón. Snjóbílaferð á • Skálafellsjökul f boði. Göngu- og skoðunarferðir um þjóðgarðinn og Öræfasveitina. Góð gistiaðstaða í svefnpoka- plássi eða tjöldum að Hofi. Árbókin 1993: Við rætur Vatna- jökuls eftir Hjörleif Guttorms- son var að koma út. Ferðir 2 og 3 eru fyrstu af mörgum ferð- um í sumar sem tengjast efni hennar. Ómissandi í ferðir um Austur-Skaftafellssýslu. 4) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir um Mörkina. Brottför í ferðirnar er kl. 20.00. 5) 29.-31. maí - brottför kl. 08.00: Fimmvörðuháls - Þórs- mörk. Ekið að Skógum og geng- ið þaöan á laugardeginum yfir til Þórsmerkur. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Mörkinni 6. Dagsferðir um hvítasunnu: Sunnudagur 30. maí ki. 13.30: Selvogur - Strandakirkja/ ökuferð. Mánudaginn 31. maí verða tvær ferðir: Kl. 10.30 Fossá - Þrándarstaðafjall - Brynjudal- ur. Gengið á Þrándarstaðafjall frá Fossá og komið niður í Brynjudal. Kl. 13.00 sama dag: Reynivallaháls - Kirkjustfgur. Gengið upp frá Hálsnesi og aust- ur eftir hálsinum og niður Kirkju- stíg. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag fslands. Komdu og skoöaöu gott úrval af notuöum SAAB bílum á mjög góöu veröi I eigu Globus hf. SAAB er einhver öruggasti bfll í heimi sama hvort hann er notaöur eöa nýr. Meö því aö kaupa notaöan SAAB kaupir þú góöan og traustan bíl. Saab 9000 CD, árg. '90 Ekinn 35 þús. km., grár, sjálfsk. Stgr.verð 1.460.000 kr. Saab 9000 Turbo, árg. 86 Ekinn 66 þús. km., beinsk., topplúga, leðursæti. Stgr.verö 1.040.000 kr. Saab 900 Turbo, árg. '88 Ekinn 82 þús. km. grár, beinsk. álfelgur. Stgr.verö 980.000 kr. Saab 900Í, árg. '87 Ekinn 116 þús. km., rauður, beinsk. Stgr.verö 630.000 kr. Saab 900Í, árg. '88 Ekinn 70 þús. km., grænn, beinsk. Stgr.verö 790.000 kr. Saab 900Í, árg. '88 Ekinn 100 þús. km., grár, beinsk., topplúga. Stgr.verö 750.000 kr. Saab 900Í, árg. '88 Ekinn 86 þús. km., silfurgrár, beinsk. álfelgur. Stgr.verö 820.000 kr. Saab 900i, árg. '88 Ekinn 55 þús. km., grár, sjálfsk. Stgr.verö 880.000 kr. Saab 900i, árg. '89 Ekinn 70 þús. km., hvítur, beinsk. Stgr.verö 780.000 kr. SIMI 674949 t>AO ER OPK) HJÁ OKKUR: mánud. til föstud. kl. 9.00 - 18.30 og laugardaga kl. 10.30 * 17.00 GOTT FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.