Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 37
Astrid Lindgren skrifaði svo fallega
um í bókinni „Bróðir minn Ljóns-
hjarta“. Það er undarleg tilfinning
að vita að við munum ekki hitta
Helgu oftar hjá Guðríði.
En við hittum hana síðar í
Nangijala og við vitum að þegar
við komum þangað tekur Helga á
móti okkur glöð í bragði og ef til
vill með einn af sínum góðu réttum.
Hún mun líklega ekki vera í „sápu“-
regnkápunni sem hún fékk í Dan-
mörku og allir hrifust af. En
kannski mun hún spila fallega á
fiðluna sem hún æfði sig á sem
krakki, en þá við litla hrifningu
okkar vinkvennanna.
Við vitum að Helgu mun ganga
vel handan stjarnanna, því það var
sama hvað hún tók sér fyrir hend-
ur, hún skilaði því frá sér með mikl-
um sóma. Helga ætti að geta unnið
við það sem var hennar áhugamál
og atvinna, því að það eru líka veit-
ingahús-í Nangijala.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993'—----------------------------------------Sí:
að trúa. Helga var svo vel gerð
stúlka, með sterka lund og hreint
hjarta. Hún var hinn ljúfi vorborði
og í nærveru hennar, við störf og
leik, fundum við lífsgleðina, trúna
á framtíðina.
Ung að árum tilkynnti Helga
foreldrum sínum að hún ætlaði að
læra matreiðslu og 18 ára gömul
hóf hún nám í Perlunni undir stjóm
Snorra B. Snorrasonar matreiðslu-
meistara. Allir höfðu mikla ánægju
af að leiðbeina Helgu því að hún
var námsfús og áreiðanleg og sótt-
ist henni námið afar vel.
Á morgni lífsins brosti ævidagur-
inn við henni. Helga var tilbúin að
takast á við framtíðina. En nú er
heimurinn og umhverfið, sem við
lifum í breytt, lífsviðhorf hafa
breyst. Um alla framtíð mun minn-
ing Helgu fylgja okkur. Á langri
vegferð munu ástvinir staldra við,
rifja upp æskumyndina, sjá ævi-
skeiðið í leiftursýn og drúpa höfði
í söknuði og virðingu fyrir fallega
blóminu, sem fölnaði og dó á vor-
degi lífsins.
Við samstarfsfólk emm harmi
slegin og biðjum Guð að varðveita
Helgu. Við vottum foreldrum,
systkinum og öðmm ástvinum sam-
úð okkar.
Megi fullvissan um framhald,
sem gefur okkur morgundaginn og
trúna á eilíft lílf, létta þungar byrð-
ar sorgarinnar.
F.h. samstarfsfólks,
Stefán og Sigurður.
N
GOLF-MÓT
Opna BÚSTOÐAR-MÓTIÐ \._r haldið á Hólmsvelli í Leiru annan
í hvítasunnu, 31. maí. Punktamót, 7/8 forgjöf, þó aldrei meira en
eitt högg á holu. Ræst út frá kl. 09.00. Skráning í síma 92-14100.
Leðursófasett að eigin vali fyrir holu í höggi. Fari enginn holu í höggi verður dregið
úr nöfnum viðstaddra keppenda við mótslit um vöruúttekt að upphæð kr. 20.000,-.
1. verðlaun vöruúttekt fyrir kr. 25.000,- 4. verðlaun vöruúttekt fyrir kr. 8.000,-
2. verðlaun vöruúttekt fyrir kr. 18.000,- 5. verðlaun vöruúttekt fyrir kr. 5.000,-
3. verðlaun vöruúttekt fyrir kr. 12.000,- Holuverðlaun fyrir að vera næst holu
„eða í" á 3. og 13. braut.
Kynnt verða leðursófasett frá ítalska fyrirtækinu PIQUATTRO í golfskálanum sama dag
Kaffihlaðborð frá kl. 15.00.
PIQUATTRO
Elsku Helgi, Stefanía, Guðríður,
Siggi og aðrir ástvinir, við viljum
votta ykkur okkar dýpstu samúð.
Elín, Berglind, Dúna,
Fríða, Emmý og Rannveig
(Púsla).
Á stundum sem þessum er manni
orða vant. Hún Helga hefur verið
kölluð á brott svo sviplega, að alla
setur hljóða. Það eina sem við get-
um huggað okkur við, er að hennar
bíða kannski önnur mikilvægari
verkefni þar sem hún er núna kom-
in og þar er henni eflaust fagnað,
líkt og þegar hún kom í þennan
heim.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við þakka Helgu kynnin og
samfylgdina í gegnum árin, sem
reyndar varð svo sorglega stutt.
Elsku Helgi, Stefanía, Guðríður og
Siggi, við vonum að algóður Guð
veiti ykkur huggun í þeim mikla
harmi sem að steðjar.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífur hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
Starfsfólk Málningarþjón-
ustunnar, Akranesi.
Ung og efnileg stúlka, Helga
Helgadóttir, starfsfélagi okkar, læt-
ur lífið í hörmulegu slysi. Við fyrstu
fregnir af örlögum hennar ýtum við
staðreyndum frá okkur og neitum
í dag kveðjum við með söknuði
skólasystur okkar og vin Helgu
Helgadóttur. Flest okkar þekktu
Helgu vel frá byrjun skólagöngu.
Hún var vinur vina sinna og mjög
trú sjálfri sér. Hún talaði aldrei illa
um neinn og var aldrei með í að
leika neinn grátt. Sum okkar sem
umgengust hana mest munum að
snemma byijaði hún að taka til
hendinni í eldhúsinu og fórst henni
það einstaklega vel úr hendi. Það
var því engin tilviljun að hún nam
þá iðn.
Erfítt er að sætta sig við að svo
ung, lífsglöð og falleg stúlka sé
tekin burt í blóma lífsins.
Flest okkar urðu þeirra gleði
aðnjótandi að hitta Helgu á fímm
ára bekkjarmóti fyrir sex vikum.
Þar hittum við unga stúlku sem
hreinlega geislaði af lífsgleði, ham-
ingju og heilbrigði. Þetta kvöld var
sýnd upptaka frá fermingarárinu
er við lásum ljóð hvert fyrir annað
upp úr bókinni Skólaljóð. Þar las
Helga stökur eftir Einar Benedikts-
son sem okkur fínnst lýsa henni
mjög vel:
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik fei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.
Við viljum votta foreldrum,
systkinum og ástvinum Helgu inni-
legustu samúð og megi Guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Systkini úr 9-BJ og 9-LJ.
af og síðasta stundin nálgaðist var
alltaf hægt að slá á létta strengi.
í gegnum grímu dauðans teygði
brosið sig.
Og nú hafa þau bæði yfirgefið
þennan heim, komin fjarri striti
mannlífsins yfir í gleði þess fyrir
handan. Ég hugsa til þeirra og ég
veit að nú líður þeim vel.
Kristín Margrét Jóhannsdóttir.
V
Golfklúbbur Suðurnesja, Bústoð hf.,
Hólmsvelli, Leiru, Tjarnargötu 2, Keflavík,
sími 92-14100. sími 92-13377.
..................
Weetabix $
HJARTANS
ferskum
og þurrkuðum
ávöxtum.
-OA ■
Weetabix
Whole Wheal Breakfast Cereal
TREFJARlKUR MORQUNVERÐUR
TREFJARIKT
ORKURÍKT
FITUSNAUTT
HOLLT...
MAL
\
og gott með
mjólk, súrmjólk,
AB mjólk
og jógúrt.
Einnig með sykri,
sultu og hunangi,
eða blandað
ÖRKIN 1012-10