Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 Aðalfundur stjórnar Digranessóknar Akveðið að borga lögfræðikostnað mótmælahópsins AÐALFUNDUR safnaðarstjórnar Digranessóknar samþykkti a mið- vikudagskvöld að borga lögfræðikostnað mótmælahópsins gegn kirkju- byggingunni á Víghólasvæðinu á sínum tíma. Samtals nemur þessi kostnaður rúmlega 760.000 krónum en áður hafði safnaðarstjórnin greitt 80.000 krónur vegna kostnaðar mótmælenda af málinu. Þegar þessi afgreiðsla Iá fyrir á fundinum áskildi formaður safnaðarstjórn- ar, Þorbjörg Daníelsdóttir, sér rétt til að skjóta málinu til kirkjulaga- nefndar. Að sögn Þorbjargar var það meiri- hluti fundarmanna sem samþykkti að greiða lögfræðikostnaðinn og þótt aðalfundur sé æðsta vald í málefnum safnaðarins vildi hún samt hafa fyrirvara á þessari af- greiðslu. Lögmaður hefði tjáð henni að fundinum væri óheimilt að standa skil á kostnaði sem einstaklingar innan safnaðarins hefðu stofnað til með þessum hætti. Því vildi hún að málinu yrði skotið til kirkjulaga- nefndar. Skylt að Ieita álits „Ég er ekki að segja að þessi sam- þykkt sé útilokuð lagalega séð eri ég taldi mér skylt að leita álits kirkju- laganefndar í málinu," segir Þor- björg. Hvað framhald málsins varðar seg- ir Þorbjörg að ný stjóm hafí verið kosin á fundinum og að hún eigi eft- ir að halda sinn fyrsta fund. Þetta mál verður rætt á þeim fundi og af- greitt þar. Kostnaður sá sem hér um ræðir eru greiðslur til lögmanns mótmæla- hópsins vegna vinnu hans og ráðgjaf- ar meðan á baráttu hópsins stóð gegn kirkjubyggingunni á Víghól, þar með talinn kostnaður vegna lögbannsins sem sett var á framkvæmdir. Góð reynsla af kirkjuskjóli Morgunblaðið/Kristinn SÍÐASTI starfsdagur kirkjuskjólsins í Neskirkju er í dag, föstudag, en þetta var annar veturinn sem skjól- ið starfaði. Toby S. Herman forstöðumaður skjólsins segir að reynslan af því sé mjög góð og bæði börnin og foreldrar þeirra ánægðir með fyrirkomulagið. Segir Toby að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að fleiri sóknir en Nessókn og Háteigssókn taki upp kirkju- skjól á næsta vetri. Kirkjuskjól er ætlað skólabörnum foreldra sem vinna úti. Að jafnaði voru 15 börn i skjól- inu í Neskirkju er staðsett var í safnaðarheimilinu. Bömunum stendur til boða morgunhressing, undirbún- ingur fyrir skóladaginn, ýmsir leikir og föndur og um leið kynnast þau starfi kirkjunnar. Myndin var tekin þegar krakkar úr kirkjuskjóli Háteigskirkju voru í heimsókn hjá bömunum í Neskirkju. Allur hópurinn söng undir stjórn sr. Franks M. Halldórssonar. Innbrot í Neskirkju BROTIST var inn í safnaðar- heimilið i kjallara Neskirkju i fyrrinótt og þaðan stolið ýms- um rafmagnstækjum. Þjófn- aðurinn var ekki upplýstur í gærkvöldi. Þjófarnir spenntu upp hurð og komust þannig inn í safnað- arheimilið. Þeir höfðu á brott með sér nýleg tæki, örbylgjuofn, ryksugu, magnara og seg- ulband. Engar skemmdir voru unnar, aðrar en á hurðinni. Morgunblaðið/lngvar Á slysstað ÖKUMAÐUR slasaðist ekki lífs- hættulega þrátt fyrir slæma veltu. Slasaðist í bílveltu FÓLKSBÍLL valt á Kjósarskarðs- vegi í gærkvöldi. Ökumaður var einn í bílnum. Maðurinn var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Borgarspítalans en er ekki talinn í lífshættu. í dag Hægt á afgreiöslu________________ Líkur eru á töfum við afgreiðslu í bönkum á þriðjudag vegna aðgerða bankamanna 4 Ferðahelgi_______________________ Um helgina liggur straumur unga fólksins í Logaland og á Búðir 27 Yfirheyrslur_____________________ Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu yf- irheyrður vegna morðmáls 29 Leiðari__________________________ Nýskipan í ríkisrekstri 30 Millifærslur á gjaldeyri náðu hámarki á meðan á Persaflóastríðinu stóð Bankaeftirliti ókimnugt um málið í Búnaðarbankanum SPÁKAUPMENNSKA með millifærslum á milli innlendra gjaldeyrisreikninga, sem greint var frá hér í Morgunblaðinu í gær, mun hafa náð hámarki fyrri helming árs 1991, eða eftir að Persaflóastríðið skall á. Þeir sem fjármögnuðu hemaðarkostnað Bandaríkjamanna og annarra sem voru virkir þátttakendur í stríðinu, greiddu sinn hluta í dollurum og við það urðu gífurleg- ar sveiflur á dollar. Því hófust þá sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mjög miklar tilfærslur á milli reikninga, þar sem veðjað var á sveiflur dollars. Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftir- lits Seðlabankans, segist ekki þekkja það míál sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær, um ákveðinn yfirmann Búnaðarbanka íslands, sem hagnast hefur um tugi milljóna króna á kostn- að Búnaðarbankans, með því að stunda milli- færslur á gjaldeyrisreikningum. „Við höfum í tilvikum, sem við höfum talið þess eðlis að við þyrftum að skoða, óskað sér- staklega eftir upplýsingum," sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvort það yrði gert í þessu tilviki sagði hann að það hefði enn ekki verið skoðað. Um síðustu áramót voru innstæður á innlend- um gjaldeyrisreikningum í Landsbanka, Búnað- arbanka og íslandsbanka um 10 milljarðar króna. 3 til 5% ávöxtun á viku Þeir sem fylgdust grannt með sveiflunum frá degi til dags og færðu á milli reikninga í sam- ræmi við upplýsingar Reuters áður en reglum um gjaldeyrisviðskipti var breytt, hafa getað náð 3% til 5% ávöxtun á einni viku, ef þeir færðu alltaf rétt á milli, samkvæmt upplýsing- um blaðsins. Þannig gátu þeir á ársgrundvelli náð því að tvöfalda, eða jafnvel þrefalda höfuð- stólinn. Sjá bls: 26: „Að ávaxta sitt pund“. Biskupínn vill rýmri helgi- dagalöggjöf og færri bönn ÓLAFUR Skúlason, biskup íslands, er því fylgjandi að lög um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar verði rýmkuð og laga- frumvarp sem gengur í þá átt og samið var og samþykkt á kirkju- þingi er nú til meðferðar í dómsmálaráðuneyti. „Kirkjan er búin að lýsa yfir sinni skoðun á þessu og hún er sú því færri bönn því betra,“ sagði Ólafur Skúlason biskup við Morgunblaðið í gær. Fasteignir Daglegt líf ► Vandaðar íbúðir í Vesturbæn- ► -H-dagur I aldarijórðung - um - Setlaugar - Margir velja Sumarfjör á Egilsstöðum - Hús- rautt - Markaðurinn - Þjón- gögn eftir óskum - Nútimastúlka ustupplýsingar fyrir byggingar- og næsta keisarafrú - RHl með aðila tvöfaldan ríkisborgararétt Lokatónleikar Rúrekdjasshátíðar- innar, sem nú stendur yfir, verða haldnir annað kvöld, daginn fyrir hvítasunnu, með samþykki lögreglu- stjóra, með stuðningi biskups og borgaryfirvalda. Upphaflega hafði fulltrúi lögreglustjóra á grundvelli fyrrgreindra laga, sem banna allt skemmtanahald eftir klukkan 18 kvöldið fyrir stórhátíðisdaga, synjað um leyfi til tónleikahaldsins. Djasstónleikar kærðir? Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík hins vegar synj- að öðrum' aðilum um leyfi til skemmtanahalds að kvöldi laugar- dagfsins og viðmælandi Morgun- blaðsins kvaðst búast við því að lögð yrði fram kæra vegna tónleikanna á laugardag þar sem undanþágan frá banni laganna væri óheimil og án stoðar í lögum. Út í hött að mótmæla, segir biskup „Mér þótti algjörlega út í hött að mæla í móti því að þeir fengju þetta leyfi,“ sagði Ólafur Skúlason að- spurður um lokatónleika djasshátíð- arinnar á Iaugardag og sagði að þeim tónleikum lyki fyrir miðnætti og nefna mætti að þar yrðu flutt trúarleg verk. „Vilji kirkjunnar er að einfalda þessi lög. Okkur hefur fundist að það þýddi lítið að hneppa slíkt í fjötra. Oft og tíðum er þetta til þess eins að vekja ergelsi en ekki til að þjóna þeim tilgangi laganna að auka helgihald og frið,“ sagði Ólafur Skúlason biskup. „En þeir sem túlka bókstaf laganna verða náttúrulega að fara eftir honum.“ Herra Ólafur Skúlason sagði að lögin um almannafrið á helgidögum tækju til hvítasunnu, auk páska og jólahátíða. Hins vegar bæri þessar þijár stórhátíðir kristinna manna að með mjög ólíkum hætti og nefndi biskup í því sambandi að dagarnir fyrir hvítasunnu væru nefndir gleði- dagar en á undan páskum væri dymbilvika. „Ég er sammála að ég held meirihluta Islendinga um að það ætti að endurskoða þessa löggjöf en það eru ýmsir sem gætu haft sitt- hvað við það að athuga, til dæmis verkalýðshreyfingin. Kirkjan g®ti t.d. alveg fallist á það að helgi skír- dags hæfist ekki fyrr en um kvöldið en það er ekki víst að þeir sem eru vanir að eiga þá löghelgaðan frídag væru hrifnir af slíkum breytingum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.