Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 14
 Vandi sjóflutninga og áætlanir um stofnun sérstakrar skipaskrár eftir Anders Lindström og Borgþór S. Kjærnested Um þessar mundir fer fram um- ræða á Islandi um harðnandi sam- keppni í flutningum á sjó, um aukna útflöggun kaupskipa og möguleika á að bregðast við þessum vanda með stofnun sérstakrar skipaskrár far- skipa á íslandi. Þegar umræða af þessu tagi fer af stað sjá menn oft í hillingum „patent“-lausnir, sem gefa-viðkom- andi aðilum ómældan arð og styrk- ari aðstöðu. Oft er hér um tálsýn að ræða. En tálsýn er, því miður, oft beitt til að koma á þeirri lausn mála, sem ákveðnir hagsmunahópar í samfélaginu telja sér mestan hag í. Sá „hagur“ hefur þó í flestum til- vikum reynst vera byggður á skammsýnum lausnum. Það er því ástæða til að færa hér fram þau rök, sem fulltrúar farmanna hafa sett fram, bæði á alþjóðlegum og norrænum vetvangi. Þegar útgerð flaggar út og nýtir sér þægindafána er það gert með það fyrir augum að losna undan skattlagningu í sínu heimalandi, lög- boðnum gjöldum og öðrum skyldum. Útgerð, sem tekur upp notkun klæk- indafána (bellibragðafána — sjó- menn gefa þessum þjóðfánum mörg nöfn) skiptir venjulega um áhöfn og mannar skipin sjómönnum frá lág- launaríkjum í Asíu eða Austur-Evr- ópu. Útgerðin greiðir hvorki skatta né gjöld fyrir áhöfnina í eigin heima- landi hennar. Tryggingar áhafnar- innar eru í lágmarki og félagslegt öryggi þessara sjómanna er nánast ekkert. Ríki sem leyfa notkun þjóðfána síns sem þægindafána, eins og Pa- namá, Líberfa og Kýpur, gera litlar kröfur um öryggi um borð og skipta sér ekkert af láuna- og starfskjörum þeirra sem vinna um borð. Saga þægindafána er löng og á rætur að rekja til bannáranna í Bandaríkjun- um upp úr 1920. Þá voru stofnuð fljótandi veitingahús um borð í skip- um undir þjóðfána Panama undan ströndum Bandaríkjanna. Þar mátti veita þá drykki sem bannaðir voru í Bandaríkjunu. Alþjóða flutningamannasamband- ið (ITF) hóf herferð gegn þægindaf- ánum árið 1948 sem stendur enn. „Ríki sem leyfa notkun þjóðfána síns sem þæg- indafána, eins og Panama, Líbería og Kýpur, gera litlar kröf- ur um öryggi um borð og skipta sér ekkert af launa- og starfskjörum þeirra sem vinna um borð.“ ITF setur fram kröfur um að útgerð undir þægindafána skrifi undir al- þjóðlegan ITF-samning og beitir banni og öðrum baráttuaðgerðum til að fylgja kröfum sínum eftir. Þessir alþjóðlegu kjarasamningar ITF hljóða upp á 1.000 Bandaríkja- dali fyrír háseta. Herferð ITF hefur borið árangur og nú finnst ýmsum útgerðarmönn- um samningar ITF of háir. Þessir útgerðarmenn vilja frekar manna skipin áhöfnum frá löndum í Austur- Evrópu sem nýverið hafa _ endur- heimt sjálfstæði og lýðræði. I mörg- um tilvikum eru sjómenn þessara landa tilbúnir að vinna fyrir 300—400 Bandaríkjadali á mánuði. Aðildarsamtök farmanna í ITF standa á bak við stefnu ITF þegar um er að ræða samningsrétt stéttar- félaga í ITF. Samningsrétturinn er samkvæmt þessari stefnu ITF í höndum íslenskra stéttarfélaga um borð í skipum undir þægindafána, sem sannanlega eru í eigu íslenskra hagsmunaaðila og/eða að íslenskir Anders Lindström hagsmunaaðilar ráða útgerð skipsins og ferðum þess (þó að ekki sé hægt að færa óyggjandi sönnur á raun- verulegt eignarhald skipsins). í raun þýðir þetta að íslensk stétt- arfélög geta með fullum rétti krafist þess af viðkomandi útgerð að hún fari að íslenskum kjarasamningum fyrir alla áhöfnina, þó að flestir í áhöfninni kæmu erlendis frá. Þetta er það fyrirkomulag sem í dag tíðk- ast á öllum íslenskum vinnustöðum í landi. Leiðir útgerðarmanna til að kom- ast hjá herferð ITF gegn þæginda- fánum hafa tekið á sig nýja mynd á síðustu árum. í nokkrum löndum hafa útgerðarmenn og ríkisstjórnir í sameiningu komið á fót opnum skipaskrám, sem kallaðar eru, eða aukaskrám (parallell register). Þetta fyrirkomulag gerir einstökum út- gerðarmönnum kleift að skrá farskip sín í sérstakri skipaskrá undir við- komandi þjóðfána. Um leið hefur útgerðin fengið leyfi til að gera kjarasamninga við samtök sjómanna hvar sem er í heiminum. Þetta fyrir- komulag er ekkert annað en ný út- gáfa af þægindafánum og byggist á arðráni og misnotkun á sjómönnum frá Asíu og Austur-Evrópu. Borgþór S. Kjærnested Ef svo færi að slík skrá yrði sett á laggirnar á íslandi mundu íslensk stéttarfélög væntanlega eingöngu eiga rétt á að gera kjarasamninga fyrir íslendinga. Þegar um yrði að ræða gerð kjarasamninga fyrir Filippseyinga yrði samningsréttur þeirra í höndum PSU (Philippine Seafarers Union), sem meira eða minna er stjórnað af útgerðarmönn- um. Reynslan af skipaskrám ná- grannaþjóða okkar á Norðurlöndum, Danmörku og Noregi, talar skýru máli. Sams konar fyrirkomulag á íslandi mundi gera mikinn hluta ís- lenskra farmanna atvinnulausa. Þeir yrðu neyddir til að sækja ný störf í landi eða verða atvinnulausir. ís- lensk sjómannafræðsla mundi drag- ast verulega saman. Áhugi ungs fólks fyrir sjómennsku og sjómanna- menntun mundi minnka þar sem lít- ill áhugi er á að mennta sig fyrir atvinnuleysisskrána. Af augljósum ástæðum hafa ís- lenskir sjómenn sýnt lítinn áhuga á þeim viðræðum sem fram hafa farið um lausn á vanda kaupskipaútgerð- arinnar undanfarna mánuði á vegum samgönguráðuneytisins, þar sem reifaðar hafa verið hugmyndir að Trjáplöntur og runnar Sértilboð á eftirtöldum tegundum: Gljámispill kr. 160, alaskavíðir, brúnn og grænn, kr. 69, gljávíðir kr. 75, hansa- rós kr. 390. 25% afsláttur af öllum sígrænum plöntum , svo sem furu og Himalayaeini ásamt mjög fjölbreyttu úr- vali annarra tegunda á hagstæðu verði. Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi, beygt til hægri við Hveragerði. Opið 10-21 alla daga. GARÐPLÖNTUSALAN Er Harboe á leiðinni? BORG Þelamörk 54, Hveragerði, - einnig inngangur austan EDEN, sími 98-34438. Fallegar garðplöntur Vorverð! Við erum samtals með um 600 tegundir: Tré, runn- ar, garðrósir, íjölær blóm, garðskálaplöntur, matjurta- plöntur, sumarblóm og fleira. Verðdæmi: Stjúpur og fleiri sumarblóm 40 kr. skrautr- unnar frá 375 kr., flestir á 450 kr. Dahlíur, tóbakshorn o.fl. á 160 kr. Garðáburður og og gróðurmold í pokum. • eftir Siglaug Brynleifsson Skömmu fyrir 1740 var mörgum klerkum og kennendum hér á landi og í kirkju og skólamálaráðuneytum stjórnarinnar orðið nóg boðið um ástand og hæfni sumra íslenskra presta og kennara til þess að sinna á sómasamlegan hátt þeim störfum sem þeir skyldu sinna. Sá maður sem ásamt öðrum (þ.m. Jón biskup Árnason í Skálholti) var hvatamað- ur að viðreisn skólanna og kristni- halds var Jón Thorchillius, sá sem síðar arfleiddi fátæk og munaðar- laus börn í Kjalarnesi að eignum sínum, þeim til uppfræðslu, Hausa- staðaskóli var stofnaður í þeim til- gangi 1791. Jón Thorchillius og Lúðvík Harboe prestur við Kastalakirkju í Kaupmannahöfn voru sendir hingað til lands 1741, Harboe sem biskup á Hólum eftir lát Steins biskups. otmarion Reykjavíkurvegi 64 - Hafnarfirði - Sími 651147 Blússur frá kr. 3.600 Streddbuxur frá kr. 2.700 Bómullar-„leggings“ kr. 990 Bómullarpeysur frá kr. 3.400 Bómullarbolir frá kr. 1.200 Sumarkjólar frá kr. 7.900 Rifflaðar „leggings" -buxur, stærðir S-XL, verð kr. 3.500, Lokað á laugardögum „Gagnrýnendur „ný- skólastefnunnar“ hafa ekki síst verið þeir, sem starfa innan skólakerf- isins, kennarar og einn- ig aðrir utan kerfisins, sem er ljós hættan af niðurkoðnun þjóðtung- unnar.“ Þeim var falið að rannsaka kristni- hald og kunnáttu presta í kristnum fræðum og barnauppfræðslu og einnig skólahald á Hólum og í Skál- holti. í erindisbréfinu er því haldið fram „að ýmislegt sé varhugavert í kirkju og kennslumálum landsins. Er sérstaklega vikið að því, að of margir duglitlir kennimenn og kennendur séu í prestastétt og skól- um ...“ (Páll Eggert Ólason: Saga fslendinga VI. bindi.) Þegar fréttist um væntanlega ferð og rannsókn þeirra félaga hingað til lands fór um margan prestinn sem þá voru jafnframt kennarar barna. Ýmsar furðusögur um strangleika þeirra félaga og væntanlegar refsingar gengu og vottuðu það eitt að margur kennar- inn/ presturinn vissu sig hafa gegnt skyldustörfum sínum miður en skyldi. Nú 1993 og á undanförnum miss- erum og reyndar lengur hefur tals- vert verið kvartað yfir lélegum árangri í kennslu innan skólakerfis lýðveldisins, ekki síst í þeirri grein sem er undirstaða allrar uppfræðslu og samskipta manna í nokkurn veg- inn siðuðu samfélagi, sem er þjóð- tungan sjálf. Árangur í greinum sem eru nátengdar íslenskri tungu, þekking á sögu þjóðarinnar og þekking á landinu sjálfu, er einnig talinn ákaflega bágborinn. Þótt margir ágætir og samviskusamir kennarar starfi innan grunn- og framhaldsskólakerfisins, þá virðast þeir fleiri sem gengur eitthvað ann- að til en uppfræðsla og áhugi á að miðla nemendum sínum þekkingu og auka skynjun þeirra á framan- töldum greinum. Gagnrýnendur „nýskólastefn- unnar“ hafa ekki síst verið þeir, sem starfa innan skólakerfisins, kennar- ar og einnig aðrir utan kerfisins, sem er ljós hættan af niðurkoðnun þjóðtungunnar. Menn hafa einnig gagnrýnt þau námsgögn og þær bækur sem ríkisvaldið hefur fengið kennurum í hendur um svonefnda „Námsgagnastofnun“ og talið að þær bækur stuðli lítt að góðum árangri í námi. Á síðasta misseri hafa bæst í hóp gagnrýnenda einstaklingar sem hafa sjálfir unnið að gerð kennslu- bóka, m.a. í íslensku, og átt þar með þátt í þeirri málstefnu sem mótar uppfræðslu í þjóðtungunni. Kvartanir um lélegan árangur í kristnidóms-uppfræðslu hafa einnig heyrst og frá þeim aðila sem hafði mótað kristnidómsfræðsluna með vali námsefnis á vegum „Náms- gagnastofnunar“. Guðfaðir „ný- skólastefnunnar“ kvartar einnig um lélegan árangur kennslu í skólum landsins í erindi fluttu fyrir nokkr- um árum yfir kennurum, en þar sagði: „Það eru námsskiptin (þýðir kennsla) sjálf sem koma til með að valda úrslitum um gæði skólans og áhrif hans.“ Þegar svo er komið að boðberar „nýskólastefnunnar“ gagnrýna eig- in stefnu og árangur kennslu þeirra kennara sem hafa dyggast gengið erinda stefnunnar, þá hlýtur að vakna sú spurning hvort þurfi ekki að huga nánar að þeirri kennslu og kennsluháttum sem stundaðir eru í skólum lýðveldisins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.