Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 15

Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 15
MOKOUNBLAÐIB FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 199? danskri og norskri fyrirmynd. ís- lenskir sjómenn hafa hvorki með góðu eða illu viljað fallast á að verða atvinnulausir og í land rækir til að víkja fyrir öðrum og ódýrari mönn- um um borð í farskipin. Það má ef til vill telja þetta mikla ósvífni af hálfu íslenskra farmanna á sama tíma og helsta útgerðarfyrirtæki landsins skilar hundruðum milljóna 5 hreinum hagnaði á ári. En hveijar verða þá afleiðingarn- ar ef slík skipaskrá yrði stofnuð á íslandi þrátt fyrir allt? Verði ekki apnarra kosta völ fyrir stéttarfélög íslenskra farmanna er mikil hætta á að þau verði að snúa sér til ITF með beiðni um að þjóð- fáni íslands yrði lýstur þæginda- fáni. Slíkt mundi hafa í för með sér verulega neikvæðar afeiðingar fyrir íslenska kaupskipaútgerð. Vonandi kæmi ekki til þess. Ís- lendingar eru þekktir fyrir skynsam- legar lausnir á alþjóðavettvangi og við skulum vona að stjórnmálamenn- irnir taki á þessu máli af þeirri ábyrgð sem hér þarf að koma til. Það getur verið athyglisvert að líta á það sem gerst hefur í Noregi frá stofnun norsku aukaskrárinnar NIS 1987. Um borð í NlS-flotanum starfar fólk af ýmsu þjóðerni. Oft vinnur þetta fólk hlið við hlið við sömu störf, en á mismunandi kaupi. Erlendir menn um borð fá ekki norsk laun. Þetta fyrirkomulag hefur komið hart niður á öllum starfsgreinum far- manna um borð. Mikill hluti und- irmanna og yfírmanna hafa orðið að víkja fyrir láglaunafólki. Það er ekki ofsögum sagt að halda því fram að norska farmannastéttin sé í út- rýmingarhættu. í dag starfa um 30.000 manns í NlS-flotanum. Norskir hásetar eru rúmlega 300 talsins eftir og yfir- menn um 1.700 Norðmenn. Stærsti hópurinn um borð eru Filippseying- ar. Þeir eru um 15.000 talsins um borð í NlS-flotanum í dag. Aðrir fjöl- mennir hópar eru Indverjar og Pól- veijar. Meðal stýrimanna eru Ind- veijar fleiri en Norðmenn. Það er sameiginlegt þessum erlendu mönn- um að laun þeirra í NlS-flotanum eru oft lægri en það sem kjarasamn- Siglaugur Brynleifsson „Það virðist ýmislegt varhuga- vert í kirkju og kennslumálum landsins. Er sérstaklega vikið að því að of margir duglitlir kennimenn og kennendur séu í prestastétt og skólum ...“ (P.E.Ól. Saga íslend- inga VI. bindi.) Þessi umsögn um ástandið í skólum og uppfræðslu presta í kristindómi og öðrum grein- um (þeir sinntu starfí sem samsvar- ar kennslu í skólum nú á dögum) á fyrri hluta 18. aldar á ekki síður við 1993. Og hvað er þá til ráða annað en að rannsaka kennsluhætti og kunnáttu kennara með prófum kennara svo kannað verði ásig- komulag stéttarinnar, kunnátta og skilningur á þeim viðfangsefnum sem henni er ætlað að sinna? Þetta er því augljósara eftir að frumkvöðl- ar og starfskraftar, sem unnið hafa undir merkj.um „nýskólastefnunn- ar“, lýsa yfír „þungum áhyggjum um örlög þjóðtungunnar og kristni- halds". Þá er ekki lengur eftir neinu að bíða nema Harboe og Thorchilli. Höfundur cr rithöfundur. ingar ITF kveða á um, sem algert lágmark. Hvað viðkemur dönsku auka- skránni, DIS, þá hefur Alþjóða vinnumálastofnun Sameinuðu þjóð- anna (ILO) borið fram mótmæli við dönsk stjórnvöld vegna uppbyggingu hennar. Danska skipaskráin kom til sem bein afleiðing af stofnun NIS. Dönsku DlS-lögin eru þó mun lak- ari en NlS-lögin. Dönsku stéttarfé- lögin hafa ekki lengur lögboðinn samningsrétt fyrir alla áhöfnina um borð í DlS-skipum. Samt sem áður hafa danskir farmenn ekki orðið atvinnulausir í sama mæli og norsk- ir starfsfélagar þeirra. Ástæðan fyr- ir því er sú að skráning skips í DIS er ekki lögmæt ástæða fyrir uppsögn á áhöfn. Enn hefur sænskum stjórnvöldum ekki tekist að koma á fót skipaskrá að danskri og norskri fyrirmynd, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir núver- andi ríkisstjómar. Sænska alþýðu- sambandið og jafnaðarmenn hafa lýst yfír því að þeir muni aldrei sam- þykkja lausnir á vanda einstakra þátta atvinnulífsins sem byggjast á félagslegum undirboðum (social dumping). Svo að vikið sé aftur að íslenskum aðstæðum eru sennilega aðrar leiðir en aukaskrá vænlegri til árangurs fyrir kaupskipafiotann. Leiðir, eins og skattalækkun og lækkun skrán- ingargjalda, mundu tryggja atvinnu- öryggi farmanna og efla stöðu Sjó- mannaskólans. Allar aðrar lausnir, sem byggjast á ráðningu erlends láglaunafólks, sem er misnotað og því mismunað, mundi ef til vill auka afrakstur skip- aútgerðar um skamman tíma. Sé hins vegar litið til langs tíma munu slíkar lausnir grafa undan íslensku samfélagi, ekki bara í efnahagslegu tilliti, heldur einnig siðferðilega og siðfræðilega. Anders Lindström er forseti norræna flutningamannasam- bandsins ogforseti Sænska sjómannasambandsins. Borgþór S. Kjærnested er framkvæmdastjóri Norræna flutningamannasambandsins. Bylgja,n ekki brotleg með fréttum af sjóslysum SIÐANEFND Blaðamannafé- lags íslands telur að frétta- stofa Bylgjunnar hafi ekki gerst brotleg við siðareglur blaðamanna með fréttaflutn- ingi af sjóslysum við Akranes þann 17. mars síðastliðinn. í fréttum Bylgjunnar klukkan þijú þann dag voru nefnd nöfn tveggja báta sem höfðu farist við Akranes tveimur klukkustundum áður. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, kærði frétt Bylgjunnar til siðanefndar og taldi að birting bátsheitanna hefði jafngilt birt- ingu nafna sjómannanna þriggja sem með þeim fórust og væri í andstöðu við þá venju að bíða með nákvæmar fréttir af slíkum at- burðum þar til færi hefði gefist til að ræða við aðstandendur. í niðurstöðum siðanefndarinnar segir að Bylgjan hafi frestað birt- ingu fréttarinnar í fréttatíma klukkan tvö en rétt áður en frétt- in var lesin klukkan þijú hafi ver- ið haft samband við lögreglu á Akranesi og eftir það samtal hefði fréttamaður talið að þegar hefði náðst í aðstandendur sjómann- anna. Þessa frásögn fréttamanns- ins kvaðst siðanefndin ekki hafa ástæðu til að efa. „Telur nefndin sýnt að þau mistök sem virðast hafa orðið við tíðindaflutning af þessum atburðum sé ekki hægt að kenna um vinnubrögðum fréttamannsins," segir í úrskurði siðanefndar BÍ. Tilkynning til launagreiðenda og skyldusparenda: Niöurfelling á skylduspamaöi ungmenna l6-26ára. Lagaákvœði um skyldusparnað ungs fólks á aldrinum 16-26 ára hafa verið felld úr gildi með lögum nr. 61/1993. I samræmi við það er hlutaðeigandi aðilum hér með skýrt frá neðangreindum atriðum: Skyldusparendur virisamlegast athugi: 1. Innstæður á skyldusparnaðarreikningum í innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins, er nema allt að 30 þúsund krónum, verða greiddar eigendum þeirra með ávísunum, sem verða póstsendar þeim 1. júlí nk., án þess að sækja þurfi sérstaklega um það. 2. Sparifjáreigendur, sem eiga hærri fjárhæð en 30 þúsund krónur á skyldusparn- aðarreikningum sínum, eiga kost á útborgun fjárins við neðangreindar aðstæður: a) Við 26 ára aldur sparifjáreigandans. b) Skyldusparandinn hafi fest kaup á eða hafið byggingu á íbúð til eigin nota. c) Sparifjáreigandi hafi barn á framfæri á heimili sínu. d) Eigandi sparifjárins hafi stundað samfellt skólanám í 6 mánuði eða lengur, skv. vott- orði skólastjórnar. Endurgreiðsla skv. þessum lið fellur úr gildi um næstu áramót. e) Öryrkjar, sem búa við 75% örorku skv. mati Tryggingayfirlæknis, eiga rétt á endurgreiðslu skyldusparnaðarfjár. 3. Sparifé, annað en það, sem getið er um í liðum nr. 1 og 2 hér að ofan, verður greitt eigendum þann 1. janúar árið 2000. 4. Skyldusparnaðarfé ungmenna, sem launagreiðendur hafa vanrækt að greiða inn á sparifjárreikninga þeirra í innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins, skv. þeim lögum, er í gildi voru til 28. maí 1993, verður greitt eigendum þess þegar eftir að það hefur borist innlánsdeild sjóðsins, eftir því, sem lög standa til. Rétt er að benda sparendum á, að Húsnæðisstofnunin hefur ekki innheimtu sparnaðar- fjár með höndum og ber ekki ábyrgð á að það berist innlánsdeildinni. Er því spar- endum nauðsynlegt, nú sem fyrr, að fylgjast gaumgæfilega með því að launagreiðendur hafi greitt spariféð inn á innlánsreikningana. Verður það best gert með því að launþegar beri saman launaseðla sína og innstæður á skyldusparnaðarreikningum, skv. yfirlitum, sem sparifjáreigendum eru send frá veðdeild L.í. Launagreiðendur vinsamlegast athugi: 1. Launagreiðendur skulu ekki draga 15% skyldusparnað af launum ungmenna á aldrinum 16-26 ára við útborgun launa eftir gildistöku ofangreindra laga hinn 28. maí 1993. 2. Launagreiðendur skulu þegar í stað senda allt það ógreidda skyldusparnaðarfé, er þeir hafa tekið af ungmennum á ofangreindum aldri, skv. þeim lögum, er giltu til 28. maí 1993, til veðdeildar Landsbanka íslands, f.h. Húsnæðisstofnunar ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. CKG HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANOSBRAUT 24 . 108 REYKJAVÍK. SÍMI 69 69 00 (kl. 8-16). BRÉFASÍMI 68 94 22 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.