Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 Forfeðravandi íslendinga eftir Guðmund Jónsson Þá er lokið sjónvarpsþáttunum sem áttu að sýna hugarfar þjóðarinn- ar fyrr á öldum. Nokkuð er það orð- um aukið. Nær sanni væri að tala um sýningu á hugarfari eins manns, huga Baldurs Hermannssonar til ís- lensku þjóðarinnar. Vesaldómur, heimska og mannvonska náði slíkum tökum á þjóðinni að höfundur þátt- anna kemst að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að á íslandi í öndverðu hafi ekki sest að rétta fólkið. Hér er búið að greina nýtt og djúptækt vandamál, land sem situr uppi með vitlausa tegund af fólki. Þetta er forfeðravandi fslendinga. Hlutdrægni og dómgimi Baldurs veldur því að erfitt er að taka hann alvarlega. Móralisminn er á svo háu stigi að jafnvel sauðkindin er illa innrætt. Mér þykir leitt að Baldur dæmir sig nánast úr leik með ólíkind- alátum sínum, vegna þess að í þátt- um hans er vikið að mörgum merki- legustu álitamálum íslandssögunnar sem eiga skilið hispurslausa en jafn- framt vandaða umfjöllun. Látum liggja á milli hluta sannar og lognar groddasögur, allt frá Axl- ar-Birni til Bjama Halldórssonar sýslumanns, umvöndunarsemi Bald- urs í garð einstaklinga, háðsglósur um staði og heil héruð, tilgerðarlega samúð með smælingjum, þó ekki öll- um, því skilyrði Baldurs er að þeir séu kúgaðir af bændum og búa í sveit. Hyggjum frekar að sagnfræð- inni sem hann hjúpar boðskap sinn með. Söguskoðun Baldurs er í sönnum kaþólskum anda miðalda: sagan er eilíf barátta hinna góðu og illu afla í heiminum, en með réttri breytni mannanna mun hið góða sigra að lokum. Hið vonda er auðvitað sér- gæskuleg og menntunarsnauð bændastétt, sem arðrænir vinnuhjú, svívirðir vinnukonur, ýtir vinnu- mönnum útí „kynvillu", úthýsir um- komuleysingjum, drepur ungaböm. Eitt dæmi um animalisma úr sex alda sögu „bændaveldisins" nægir til að draga þá álytkun að slíkt hljóti að hafa verið algengt á fyrri tímum. Hið góða er framsækin borgara- stétt í verslun og útgerð, sem stund- ar leikhús, byggir hallir, málar mynd- ir, yrkir ljóð. Hún færir mönnum Ijós menningar og æðra siðferðis, en nær ekki að upplýsa íslendinga vegna stéttarhagsmuna bænda fyrr en árið 1893. Og eins og góðra sagnritara miðalda er siður vísar Baldur máli sínu til stuðnings í átoríet, óljúgfróða menn sem „mundu langt fram“. í tilfelli Baldurs er átorítetið aðeins eitt, en slík er viska þess að það verður honum sem opinberun. Guð gaf Móse boðorðin tíu, Gísli Gunnars- son gaf Baldri Hermannssyni Upp er boðið ísaland. Á síðustu tveim áratugum hefur söguskoðun þjóðemishyggjunnar verið á hröðu undanhaldi í íslenskri sagnfræði. Grunntónn hennar var íslandssagan sem frelsisbarátta þjóðarinnar gegn yfírráðum og kúg- un Dana. Nýlenduyfírráðin kölluðu yfír landsmenn einokunarhelsi, fá- tækt og stöðnun. Þessi söguskoðun varð til á dögum sjálfstæðisbarátt- unnar og þjónaði ákveðnu pólitísku hlutverki meðan á stappinu við Dani stóð, frelsiskempumar sóttu fyrir- myndir og rök fyrir málstað sínum í sögu þjóðarinnar. En nú er sjálfstæðisbaráttan fyrir bí og við íjarlægjumst æ meir það þjóðfélag sem þessi söguskoðun óx uppúr. Endurmat á íslandssögunni á síðari árum hefur mikið til verið fólg- ið í því að hafna þjóðernishygjunni, draga í efa skaðleg áhrif dönsku_ stjómarinnar á íslenskt þjóðfélag, en greina þess í stað upptök, að ófrelsi, stöðnun og fátækt í íslenskum að- stæðum, ekki síst viðleitni góðbænda til að varðveita félagsskipun bænda- MOTOROLAI dagar í Kringlunni 26.-29K maí Komdu á Motoroladaga í Kringlunni 26.-29. maí og kynntu þér m.a. vandaðan Motorola farsíma, Richo bílafax og þráðlausan síma á kynningarverði. t PÖSTUR OG SÍMI þjóðfélagsins. Menn benda jafnframt á ýmsa umbótaviðleitni dönsku stjórnarinnar hér á landi á 18. og 19. öld sem strandaði meðal annars á andstöðu íhaldssamra bænda. Baldur Hermannsson er greinilega undir áhrifum þessa endurmats, en slík verður útlegging hans að öll neyð einstaklinga jafnt sem samfé- lags er rakin til vistarbandsins. Slík ofureinföldun dæmir sjálfa sig úr leik. Baldur úthúðar þjóðernislegu sagnarituninni, en það skemmtilega er að söguskoðun hans sjálfs er sömu ættar, barnalega einföld átakasaga góðs og ills, hetjurnar gegn skúrkun- um. Aðeins þarf að skipta út orðinu Danir og setja í staðinn bændur. Sú ætlun Baldurs að hér hafi get- að myndast þegar á síðmiðöldum þéttbýlt borgarsamfélag'sem byggði afkomu sína á verslun og útgerð hvílir á veikum grunni. Frá sjónar- hóli samtíðarinnar er auðvelt að sjá að mest fyrirheit fólust í vexti sjávar- útvegs, en málið horfði allt öðruvísi við 18. aldar mönnum, hvað þá for- verum þeirra. Landbúnaður gnæfði yfir aðra atvinnuvegi, en fiskveiðar voru stundaðar í mesta lagi fjóra mánuði á ári, mestmegnis af sveita- fólki. En stöndum engu að síður um stund á herðum genginna kynslóða og njótum útsýnisins sem_ við höfum umfram þá yfir allar aldir íslandssög- unnar. Höfuðmáli skiptir að gera sér grein fyrir mótunaröflum gamla samfélagsins og möguleikum þess til vaxtar og nýbreytni. Stefna góð- bænda og stéttarhagsmunir voru aðeins ein af mörgum hömlum á vöxt sjávarútvegs sem sjálfstæðrar atvinnugreinar. Markmið bænda var ekki í sjálfu sér að hindra auknar fiskveiðar, heldur vildu þeir stjórna því hveijir sóttu sjóinn; sveitabændur og vinnumenn þeirra annars vegar og sjávarbændur og takmarkaður fjöldi tómthúsmanna (nóg til þess að manna báta útvegsbænda) hins vegar. Bændur voru ekki heldur nein- ir sérstakir fjandmenn nýrrar tækni umfram aðra. Það var frekar tregða fískimanna sjálfra (sem stafaði ekki síst af fjárskorti) og alls konar bábilj- ur sem töfðu fyrir innreið nýrra veið- arfæra og veiðitækni. Baldur spyr sig aldrei af hveiju fullmektugir út- vegsbændur við sjóinn réðust ekki í að koma upp nútímalegum fiskveið- um. Vistarbandið heimilaði sannarlega vexti sjávarútvegs og aukinni verka- skiptingu. En Baldur kýs að líta fram hjá öðrum hömlum sem ekki falla inn í sögumynd hans: fólksfæðinni og þar af leiðandi lítilli verslunarum- Guðmundur Jónsson „Höfuðmáli skiptir að gera sér grein fyrir mótunaröflum gamla samfélagsins og mögu- leikum þess til vaxtar og nýbreytni.“ setningu; íhaldssamri danskri versl- unarstétt sem gerði lítið til að miðla til landsins nýjungum í atvinnumál- um; skorti á höfnum fyrir þilskip; árstíða- og aflasveiflum í sjávarút- vegi sem er ein höfuðskýringin á því af hveiju fólki veittist svo erfitt að gera hann að aðal lifibrauði sínu; vítahring fátæktar og vanþróunar sem virtist ómöguiegt að ijúfa nema ytri aðstæður bötnuðu. Að vlsu jókst eftirspurn eftir físki og fískverð hækkaði eftir 1770, en þessi bati var skammvinnur. Eftir Napóleonsstyij- aldir hefst hægur hagvöxtur, en það er ekki fyrr en á síðasta áratug 19. aldar að róttæk umbreyting verður og skiptu þar sköpum ört batnandi viðskiptakjör fslendinga. Ég hef orðið var við að sumir láta landbúnaðar- og byggðastefnuna á okkar dögum hafa áhrif á afstöðu sína til söguskýringa Baldurs Her- mannssonar. Hygg ég líka að ætlun hans sé að spinna einn óslitinn þráð úr íslandssögunni fram til þessa dags þar sem leiðarhnoðið er: til helvítis með bændur. En það væri mjög mis- ráðið að leggja að jöfnu aðstæður nú á tímum við bændaþjóðfélag fyrri alda, þar sem lífsskilyrði voru allt öðruvísi, önnur hreyfiöfl giltu. Vona ég að einnig Baldur Hermannsson taki mið af því. Við þurfum að vaxa frá gömlu þjóðernissinnuðu sögunni, en okkur vantar ekki nýja hjálpræðis- sögu í hennar stað. Höfundur er sagnfræðingur. Hringurinn styrkti bamaspítalann með 10,5 millj. króna AÐALFUNDUR Kvenfélagsins Hringsins var haidinn 28. apríl sl. Fundurinn var vel sóttur. Fé- lagskonur eru 309 og mættu á aðalfundinn 106. í skýrslu stjórnar kom fram að félagsstarfið hafði gengið mjög vel. Félagskonurnar störfuðu af dugnaði við jólabasar, jólakaffi, happdrætti, jólakortasölu og páskabasar, en þetta eru aðalleiðirnar, sem félágið hefur til fjáröflunar. Heildartekjur Hringsins vegna allrar þessarar vinnu voru 5,5 millj. kr. Félagið hefur tekjur af minning- arkortum, leiktækjum og söfnunar- baukum og einnig hafa félaginu borist mörg áheit og gjafir. Sérstak- lega skal minnst á 500.000 króna minningargjöf, sem félaginu barst. Þetta.er ómetanlegur stuðningur við starfsemi félagsins. Barnaspítali Hringsins hefur notið góðs af þessari fjáröflun. Á síðastá ári færði kvenfélagið vökudeild Barnaspítala Hringsins 6 tölvu- monotorsamstæður að andvirði 2,3 millj. kr. Nokkrir ungir einstakling- ar, sem þurftu á læknisaðstoð er- lendis að halda og aðstandendur þeirra nutu ferðastyrkja frá félag- inu. Kvenfélagið Hringurinn færði börnum, sem lágu á Barnáspítalan- um og geðdeild spítalans um jólin glaðning og gjafir, en það hefur verið venja félagsins í mörg ár. Á aðalfundinum var Elísabet G. Hermannsdóttir endurkjörin for- maður félagsins, en fimm konur eru í stjórn og íjórar til vara. Takmarkið hefur verið að efla og bæta tækjakost Barnaspítala Hringsins, en nú er þörf á stærn og fullkomnari spítala og ætlar Kvenfélagið Hringurinn að beina fjáröflun næstu ára til styrktar byggingu nýs barnaspítala. Kvenfélagið Hringurinn vill þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum og ein- staklingum um allt land það traust og þann velvilja, sem því hefur verið sýnt á liðinni tíð og vonast til að njóta áfram velvilja og stuðnings almennings um ókomin ár. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.