Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 20
20____________.____MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993_ Efnahagsstefnan o g atvinnulífið eftir Svem Hj. Hjartarson Misvitrar ákvarðanir og afréttarar Burtséð frá ytri aðstæðum, svo sem verðlækkun á afurðum og háum vöxtum, er staða atvinnu- lífsins í dag afleiðing af misvitrum ákvörðunum okkar á undanförn- um árum. Við höfum fyrst og fremst eytt um efni fram á allflestum sviðum þjóðlífsins. Dansinn í kringum gullkálfinn hefur verið í algleym- ingi, en nú er veislan búin, alla- vega í bili. Eftir stendur atvinnulíf- ið á völtum brauðfótum, skuldsett í topp og sömu sögu er að segja um heimilin og hinn sameiginlega sjóð okkar allra, ríkissjóð. Fyrstu viðbrögð margra eftir ótæpilegan gleðskap er að biðja um afréttara til þess að lina verstu timburmennina. Allir vita þó hversu hættulegt það getur verið upp á framtíðina að þiggja afrétt- ara og það á einnig við um afrétt- ara efnahagslífsins. Hver man ekki eftir Atvinnutryggingasjóði, sem stofnaður var til þess að skuldbreyta og lána illa stöddum skuldsettum fyrirtækjum upp úr 1988. Nú er þessi sjóður aðeins einn af myllusteinunum utan um hálsinn á sjávarútveginum. Eða Hlutafjársjóðurinn sem tók skuldir af fyrirtækjum á barmi gjaldþrots og breytti þeim í hlutabréf af sam- eiginlegu fé landsmanna, sem nú eru geymd í Byggðastofnun. Hver kannast við það að Hagræðinga- sjóður hafí hagrætt nokkrum sköpuðum hlut í sjávarútveginum? Það vantar ekki glæstu nöfnin á þessa afréttara atvinnulífsins. Það eiga þeir allir sammerkt. Þróunarsjóður Nú liggja fyrir drög að nýjum sjóði. Sá mun heita Þróunarsjóður. Væntanlegt þróunarhlutverk hans verður að greiða skuldir þeirra, sem fengu lán í m.a. Atvinnu- tryggingasjóði og munu ekki geta staðið í skilum. Þá á sjóðurinn að kaupa upp fiskvinnsluhús og veiði- skip, sem menn vilja losa sig við. Tekjur sínar mun sjóðurinn fá af veiðileyfagjaldi, þ.e.a.s. með sér- stökum skatti á sjávarútveginn og frekari lántökum. Nefna má að Norðmenn komu fyrir nokkrum árum á fót svipuð- um sjóði og Þróunarsjóði. Reynsla þeirra af þeim sjóði var að fyrstir komu til afgreiðslu í sjóðnum þeir aðilar, sem áttu báta og fisk- vinnsluhús, sem þeir voru löngu hættir að nota og voru verðlaus orðin. Þannig gátu þessir aðilar gert sér fé úr afskrifuðum eignum á kostnað norskra skattgreiðenda. Fyrr en varði var sjóðurinn tómur, en starfandi aðilum í sjávarútvegi fækkaði ekkert, enda voru greiðsl- ur úr sjóðnum notaðar m.a.til ný- fjárfestingar sjávarútvegi. Við þurfum ekki einu sinni að leita út fyrir landsteinana. Það er ekkert langt síðan Úreldingasjóð- ur fiskiskipa var lagður niður. Vissulega greiddi hann úreldinga- styrki, en þeir fóru í flestum tilfell- um til þess að fjármagna ný físki- skip. Það er ekki að undra að þeir aðilar í sjávarútvegi, sem reynt hafa að reka fyrirtæki sín af ráð- deild og ekki þegið fyrirgreiðslu úr þessum sjóðum, séu orðnir lang- þreyttir á svona afrétturum. Sértæk aðgerð Sjóðasukk af því tagi sem hér hefur verið Iýst flokkast undir sér- tækar aðgerðir. Þær bjóða upp á óeðlilega mismunun, sem á ekki að líða. En stjórnmálamönnum hefur reynst erfitt að standast þá freistingu að stofna til sjóða af þessu tagi til þess að hafa bein áhrif á aðsteðjandi vanda ein- stakra aðila. Enda má segja þeim til vorkunnar að „þjóðarsálin“ ætl- ast til þess af þeim. Eða eru þeir ekki kosnir til þess að leysa hvers manns vanda? í ævintýrunum gengur þetta upp. En raunveru- leikinn er annar. Greiðar af þessu tagi lenda fyrr en síðar á þeim sem síst skyldi. Fastgengi Það má ekki gleyma því að erf- iðleikar sjávarútvegsins og þung rekstrarstaða hans nú, er ekki ein- vörðungu vegna þess að ógætilega var farið í rekstrinum. Hluti vand- ans er vegna þess að efnahagslegt umhverfi hefur verið atvinnuveg- inum óhagstætt. Þegar genginu er haldið föstu án tillits til tilkostnaðar fyrirtækj- anna skapast misvægi, sem ekki er á færi atvinnurekenda að leið- rétta. Sama á við þegar lánar- drottnar krefjast vaxta, sem eru óeðlilega háir. Viðkomubrestur í hafinu er heldur ekki áábyrgð ein- stakra atvinnurekenda. Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að gengið sé skráð réttlátlega og að skapa jafnvægi á lánamarkaði. Það gerist ekki með því að halda gengisskráning- unni alltaf fastri sama hvað dynur yfir. Þótt ákveðin staðfesta sé samt sem áður sé nauðsynleg. Þrátt fyrir 6% gengisfellingu í lok nóvember sl. dugði hún engan veginn. Enda var hún ekki gerð til þess að hjálpa sjávarútveginum, heldur til þess að aðlaga gengið að þeim hremmingum, sem helstu gjaldmiðlar Evrópu urðu fyrir. Hér ber þó að geta afnáms aðstöðu- gjaldsins, sem vissulega var spor í rétta átt. Bankar og lánastofnanir Það er aftur á móti lánardrottna og hluthafa að ákvarða framtíð einstakra fyrirtækja á grundvelli fyrirliggjandi rekstrar- og fjár- hagsstöðu þeirra. Bankar og aðrar lánastofnanir hafa á undanförnum árum ekki sinnt þessu hlutverki sínu sem skyldi. Um það vitna best miklar afskriftir á útlánum þeirra og ótrú- legt langlundargeð gagnvart of skuldsettum aðilum. Vafalaust eiga bankarnir sínar skýringar á þessu. En andvaraleysi þeirra á undanförnum árum hefur oft verið með ólíkindum. Það hefur ekki verið tekið á málum, þrátt fyrir að þeim mætti vera ljóst að í óefni var komið. Það er ekki óeðlilegt í ljósi reynslunnar að spurt sé, hvort innan banka- og sjóðakerfisins sé til staðar nauðsynleg þekking á málefnum atvinnulífsins. Gengisákvarðanir Við lifum á miklum breytinga- tímum og þróunin í sjávarútvegi hefur verið hægt og bítandi burt frá miðstýringu. í kjölfar þeirra breytinga sem átt hafa sér stað hefur vægi útflutningsatvinnu- greinanna við ákvörðun gengis minnkað óeðlilega og þar með hefur kaupgetan í landinu vaxið um of því að gengi krónunnar hefur verið of hátt skráð og neyslusjónarmiðin hafa ráðið. Um þetta vitna allar hagstærðir. Þessu verður að breyta. Ein hugmynd, sem vert væri að skoða í þessu sambandi er hvort ekki sé eðlilegt að í stjórn Seðlabankans væru skipaðir tveir fulltrúar útflutnings- atvinnuveganna til þess að kynna sjónarmið þessara aðila. Að sjálf- sögðu yrðu þessir fulltrúar að upp- Tilvísanakerfi - sjón- armið neytandans eftir Ástu Möller Heilbrigðismálaráðherra hefur boðað að um mitt sumar verði að nýju tekið upp tilvísanakerfi vegna sérfræðilækniþjónustu. Fyrir nokkrum árum var tilvísunar- skylda á sérfræðiþjónustu við lýði þar sem heimilislæknir var millilið- ur sjúklings til að leita sér sér- fræðiþjónustu og var tilvísun veitt gegn gjaldi. Þetta kerfi var mjög þungt í vöfum; hafði í för með sér mikinn aukakostnað; var óréttlátt gagnvart ákveðnum sjúklingahóp- um og var þegar orðið óvirkt þeg- ar það var lagt af. Úndanfarið hafa birst í dagblöð- um greinar, ályktanir og yfírlýs- ingar um málið sem nær undan- tekningalaust hafa verið frá lækn- um komnar. Mætti af því álykta Umhyggjusamt og reynsluríkt startsfólk 1 Spennandl og skemmtlleglr leikir SÉRFRÆfllWGflB FYRIR BYRJENDUR FRflBÆRT FYRIR YHIGRISEM ELDRl r r r / JilLI & flGUST SÆKJIIM fl FLUGVOLL Ævintýralegt sumarfrí í Devon & Norfolk ÓKEYPIS bæklingur + myndband «t!ft. CftMP BEAUMÖNT Tel; (44)480456123 Fax:(44)480 456907 WEST STfiEET. GODMANCMESTEP. CAVBRIDGESHIRE, U.K. að tilvísanakerfí væri einkamál læknastéttarinnar og þeir einir væru bærir til að ákvarða um rétt- mæti þess. Ekki er hér ætlunin að rekja röksemdir læknanna en ljóst er að framangreindum fregn- um að læknastéttin skiptist í tvo ósættanlega andstæða póla og at- -hyglisvert er að fjárhagslegir hagsmunir virðast þar ekki síður skipta máli, en faglegir. I þessari grein verður leitast við að draga fram áhrif tilvísunarkerf- is á neytandann, þ.e. sjúklinginn sem leita þarf til læknis vegna til- tekins heilbrigðisvandamáls. Sparnaður? Heilbrigðismálaráðherra hefur sagt að tilgangurinn með því að taka upp tilvísanakerfi að nýju sé að leita sparnaðar í heilbrigðis- kerfinu. Ekki hefur þó verið sýnt fram á hvort og þá hve mikill spamaður felst í þessum aðgerð- um. Hins vegar má velta fyrir sér hvaða áhrif þessar breytingar hafa á neytenda heilbrigðisþjónustunn- ar bæði kostnaðarleg sem önnur áhrif. Aukin óþægindi fyrir sjúklinga Það skal tekið fram að ég tel að ekki sé ágreiningur um að fyrsta heimsókn einstaklings vegna nýs heilbrigðisvandamáls ætti að vera til heimilislæknis, sem greinir eðli vandans og vísar síðan sjúklingnum til sérfræðilæknis, sé ástæða til. Fæst heilbrigðisvanda- mál eru hins vegar þess eðlis að úrlausn fáist við eina heimsókn til læknis með sérfræðiþekkingu. Þetta leiðir til þess að sjúklingar ná tengslum við ákveðinn sérfræð- ing sem hefur yfirsýn yfir hið til- tekna heilbrigðisvandamál. I þess- um tilvikum vilja sjúklingar leita beint til viðkomandi sérfræðings án milligöngu heimilislæknis. Dæmi um þetta eru sjúklingar sem hafa gigtarsjúkdóma, hjartasjúk- dóma, sykursýki, eyrnavandamál, kvensjúkdóma eða krabbamein svo fátt eitt sé nefnt. Með tilvísunarkerfi þarf við- komandi að gera sér ferð til heim- ilislæknis í þeim eina tilgangi að afla sér tilvísunar. Að öðrum kosti þarf hann að reiða fram hærra gjald til sérfræðilæknisins. Einnig þarf hann að greiða fyrir komu til heimilislæknisins, en ekki er ljóst hvort hann þarf að greiða fyrir tilvísunina. Hugmyndir um margnota tilvísanir hafa komið fram, en ekki er ljóst hvernig þær hugmyndir verða útfærðar. Þjóðhagslega óhagkvæmt Þessir snúningar eru augljós- lega þjóðhagslega óhagkvæmir, þar sem almannatryggingakerfið greiðir fyrir tvær heimsóknir sama sjúklings til læknis með eitt erindi (þar af hærri upphæð til heimilis- læknisins), en auk þess fylgir ýmis kostnaður vegna snúninga sjúklings og vinnutaps. Þá er fyrir- sjáanlegt að fólk utan af landi lendi í erfiðleikum vegna tilvísunar hafi það ekki haft fyrirhyggju af afla sér hennar í heimahéraði, en eins og kunnugt er stendur sér- fræðiþjónusta lækna til boða nær eingöngu í þéttbýlinu. Ásta Möller „Af framangreindu er ljóst að tilvísanakerfi mun hafa í för með sér aukin óþægindi og hugsanlega aukinn kostnað fyrir þann sem nota þarf heilbrigðis- þjónustu utan sjúkra- húsa.“ 2.000 tilvísanir á dag Velta má fyrir sér hvort heilsu- gæslan/heimilislæknakerfið hafí bolmagn til að anna því aukna álagi sem fylgir tilvísanakerfinu. í því sambandi má benda á að meðaltali leita daglega um 2.000 manns til læknisfræðilegra sér- fræðinga utan sjúkrahúsa, sem myndi þýða um 2.000 uppáskrifað- ar tilvísanir á dag. Við sem notum Sveinn Hj. Hjartarson „Haldi stjórnmálamenn áfram að láta úndan slátra þeir að lokum kúnni og fórna þar með þeim neysluhagsmun- um, sem þeir telja sig vera að vernda.“ fylla önnur ákvæði fyrir setu í stjórn Seðlabankans. Þar með væru í stjórn bankans 7 einstakl- ingar í stað 5 og áfram hefðu pólitískt kjörnir aðilar meirihluta. Lokaorð Sértæku aðgerðimar - afrétt-- ararnir, em á endanum á kostnað atvinnulífsins og þrengja þannig hag mjólkurkýrinnar, sem neyslan byggist á. Haldi stjórnmálamenn áfram að láta undan slátra þeir að lokum kúnni og fórna þar með þeim neysluhagsmunum, sem þeir telja sig vera að vernda. Höfundur er hagfræðingur LÍÚ. þjónustu heimilislækna þekkjum . álagið sem er nú í dag og getum gert okkur í hugarlund hvenig verður að komast í viðtal til heimil- islæknisins þegar hann þarf jafn- framt að afgreiða tilvísanir í stór- um stíl. Aðrar leiðir Að lokum vil ég benda á að aðrar leiðir en tilvísanakerfi eru heppilegri og öruggari til að ná niður kostnaði í heilbrigðisþjón- ustunni. Þær felast m.a. í að gera sjúklingum, jafnt sem þeim sem þjónustuna veita grein fyrir raun- verulegum kostnaði við viðkom- andi þjónustu. í því sambandi má benda á árangur sem þegar er kominn í ljós við breytingar á greiðslum sjúklinga vegna lyfja- mála sem núverandi heilbrigðis- málaráðherra hefur beitt sér fyrir. Einnig mætti endurskoða grunn greiðslukerfis Tryggingastofnun- ar til sérfræðilækna með tilliti til tækniframfara undanfarinna ára í læknisfræði. Af framangreindu er ljóst að tilvísanakerfí mun hafa í för með sér aukin óþægindi og hugsanlega aukinn kostnað fyrir þann sem nota þarf heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Líkleg afleiðing þess er að ýmis sérfræðiþjónusta sem nú er mögulegt að sinna utan spít- ala færist aftur inn á sjúkrahúsin, en innlögn sjúklings á sjúkrahús er sjúklingi að kostnaðarlausu. Ekki þarf að fjölyrða um hvor kosturinn er þá dýrari fyrir þjóðfé- lagið. Þá er vafasamt að prófa aftur kerfi sem hefur þegar reynst ónothæft, því engar forsendur hafa breyst í millitíðinni sem gefa til kynna að það muni virka þetta skiptið. Höfundur er hjúkruimrfrædingur og formaður heilbrigðis- og tryggingnnefndar Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.