Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993
86^ IAM HUOAaUTSO^ GIGA^fW^OHOM
Hvers vegna ekki slökkvmðsmenn?
eftirMagnús
Björgvinsson
Fyrir nokkrum árum var ég
ásamt fleiri fulltrúum frá BSRB í
svokallaðri Kjaradeilunefnd. Sú
nefnd átti að ákveða hvetjir væru
í starfi í verkfalli opinberra starfs-
manna. Ekki urðu vinsældir okkar
fulltrúa BSRB miklar af þessu
starfi, en nóg um það. í nefnd þess-
ari voru frá hálfu hæstaréttar, al-
þingis og viðsemjenda opinberra
starfsmanna hinir færustu lögfræð-
ingar, þar á meðal ríkis- og borgar-
lögmaður. Við urðum þess varir að
í hvert sinn er túlka þurfti laga-
greinar að þessir lögfræðingar lásu
vandlega athugasemdir sem fylgja
venjuléga frumvörpum til laga. Þar
segir kannski betur en í frumvörp-
unum sjálfum hver var hinn raun-
verulegi tilgangur og ætlunarverk
flutningsmanns umrædds frum-
varps.
Það kom reyndar fram eitt sinn
í Kjaradeilunefnd er verið var að
§alla um túlkun lagagreinar að einn
lögfræðinganna komst þannig að
orði að „nokkrar gáfur þyrftu menn
að hafa til að fikta við lagatúlkan-
ir“. Því kom mér þetta í hug að
viðsemjendur slökkviliðsmanna
höfnuðu samningsrétti okkar og
rétti til að stofna fagstéttarfélag.
Þegar lögunum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna var breytt
1986 var Þorsteinn Pálsson fjár-
málaráðherra og flutningsmaður
þess frumvarps.
Þar segir í 3. tl. 5. greinar: „Að
félag taki til a.m.k. % hluta þeirra
starfsmanna sem undir lögin heyra
og eru í starfsstétt með lögformleg
starfsréttindi eða uppfylla skilyrði
um formlega menntun sem jafna
má til slíkra starfsréttinda og að
þeir félagsmenn séu 40 eða fleiri."
„Hvaða skynsemi er í
því að neita slökkviliðs-
mönnum um að virða
stofnun stéttarfélags
þegar fyrir eru stéttar-
félög lögreglumanna,
tollvarða, hjúkrunar-
fræðinga, fóstra, ljós-
mæðra og sjúkraliða?“
Öll þessi ákvæði teljum við óhikað
að við uppfyllum og tilkynntum því
stofnun stétarfélagsins.
Höskuldur Einarsson hefur í
grein í Morgunblaðinu 30. apr. sl.
fjallað vel um lagahliðar þessa
máls og álit lögfræðinga. Einnig fer
Höskuldur mjög vel ofan í menntun-
armál slökkviliðsmanna, svo ég eyði
ekki rúmi í þau þau mál hér.
Það hljóta að vakna ýmsar spurn-
ingar í svona máli eins og hvort
slökkviliðsmenn séu ekki starfs-
stétt. Forsætisráðherra sagði við
okkur í mótmælagöngu okkar 20.
apr. sl. að hann bæri mikla virðingu
fyrir starfi okkar.
Ásetningur að undanskilja
slökkviliðsmenn?
Slökkviliðsmenn eru ein elsta
stétt á landinu enda lög um bruna-
mál hátt á annað hundrað ára göm-
ul og jafnvel þá sáu ráðamenn nauð-
syn þess að hafa gott slökkvilið.
Hvaða menntun er nauðsynleg til
að stofna stéttarfélag? Er virkilega
svo komið að ekki sé hægt að stofna
stéttarfélag nema hafa háskóla-
próf?
Viðurkenndur skóli fyrir slökkvi-
liðsmenn er ekki á íslandi nema hjá
slökkviliðunum sjálfum og farskóli
Brunamálastofnunar ríkisins en
margir slökkviliðsmenn hafa sótt
slíka skóla erlendis og eru mjög
góðir kennarar. Kennsla fer því
fram á námskeiðum og í æfíngum
í starfinu. Svona kennsla tekur
lengri tíma en í skóla en þarf ekki
að vera verri. Slökkviliðsmenn hafa
í áratugi barist fyrir bættri og fljót-
virkari menntun og er slíks skóla
vonandi ekki langt að bíða.
Það vekur samt undrun okkar
slökkviliðsmanna að sveitarstjómir
skuli telja menntun í starfí svo
ábótavant að ekki sé hægt að segja
að um stétt sé að ræða. Því gerðu
ráðamenn ekkert í þessu máli fyrr?
Þá hlýtur maður einnig að spyrja:
Var það einlægur ásetningur Þor-
steins Pálssonar þáverandi fjár-
málaráðherra að undanskilja
slökkviliðsmenn þegar lögin voru
samin og þá hvers vegna? I athuga-
semdum sem fylgdu lagafrumvarpi
þessú segir m.a. „Grein þessi (þ.e.
5. grein) tekur til þeirra starfs-
stétta sem hafa starfsréttindi sem
bundin em í lögum eða reglugerð-
um svo og fagstétta sem þurfa hlið-
stæða sérhæfíngu og sérþjálfun til
þeirra starfa sem þær annast.“
Viðurkenningu þarf ekki til
Kristján Thorlacius, þáverandi
formaður BSRB, segir í 3. tbl.
BSRB frétta 1987 undir fyrirsögn-
inni „Stóraukið starf BSRB“:
„Ný lög um samningsrétt.
— I lok ársins 1986 vom sam-
þykkt'ný lög um samningsrétt opin-
berra starfsmanna. Hvaða breyt-
ingar hafa þau haft í för með sér?
Þessi nýja heildarlöggjöf um samn-
ingsréttinn er byggð á samkomu-
lagi um fmmvarp sem samið var
af fulltrúum ríkisins, Sambands
sveitarfélaga og 3 heildarsamtaka
opinberra starfsmanna þar á meðaí
fulltrúum BSRB.
Helstu breytingar sem hin nýja
samningsréttarlöggjöf felur í sér
em þessar:
Samningsrétturinn er fluttur til
einstakra stéttarfélaga.
Starfsmannafélög þurfa að upp-
fylla tiltekin skilyrði til að fá samn-
ingsrétt. Hins vegar er fellt niður
ákvæði um, að ríki, sveitarfélag eða
aðrir viðsemjendur þurfí að viður-
kenna félag til þess að það öðlist
samningsrétt.
Verkfallsréttur er nú hjá þeim
félögum, sem samningsréttinn
hafa.
Verkfallsrétturinn er í flestum
tilfellum rýmkaður mjög. T.d. hafa
um % starfsmanna í heilbrigðis-
þjónustunni nú verkfallsrétt.
Kjaradeilunefnd, sem úrskurðaði
áður hveijir máttu fara í verkfall,
er lögð niður.
Kjaradómur er úr sögunni.
Samflot félaga við samningsgerð
er heimilt.
Nú er verið að koma á kjararann-
sóknum samkvæmt ákvæði í samn-
ingsréttarlögunum. Þessar kjara-
rannsóknir verða framkvæmdar á
óhlutlægan hátt af sérstakri stofn-
un, sem stjórnað verður af kjara-
rannsóknamefnd, sem skipuð hefur
verið af samningsaðilum."
Eins og kemur fram í þessari
frétt áleit Kristján sem aðili að sam-
komulagi um lög þessi að ekki þurfí
að leita eftir sérstakri viðurkenn-
ingu ríkis eða sveitarfélaga til að
öðlast samningsrétt. Það er líka
m.a. ástæðan fyrir því að við leitum
ekki til Félagsdóms til að útkljá
þetta mál.
Önnur ástæða er rótgróin tor-
tryggni í garð dómstóla um kjara-
og réttindamál og má þar nefna
Kjaradóm og Kjaradeilunefnd en
þau voru lögð niður með lögum
þessum.
Hvaða skynsemi er í því að neita
slökkviliðsmönnum um að virða
stofnun stéttarfélags þegar fyrir
21
Magnús Björgvinsson
eru stéttarfélög lögreglumanna,
tollvarða, hjúkrunarfræðinga,
fóstra, ljósmæðra og sjúkraliða?
Menntunarkröfur þessara stétta er
mjög mismunandi og sumar þessara
stétta hafa fjölda viðsemjenda.
Vera má að einhveijir spekingar
geti „fiktað svo við lagatúlkanir"
að menntun okkar og þjálfun sem
hefur hingað til að mestu farið fram
á vinnustað, verði einskis metin, en
ef svo fer þarf einfaldlega að breyta
lögunum.
Við slökkviliðsmenn vinnum
þessa deilu. Við tökum okkur þann
tíma sem þarf til þess. Meðan deil-
an varir þarf engan að undra þó
óánægju verði vart á vinnustöðum
og er hún reyndar þegar farin að
koma í ijós.
Slökkviliðsmenn, stöndum saman
áfram eins og hingað til.
Baráttukveðjur.
Höfundur er a ðalvsirðs tjóri í
slökkviliði Reykjavikurflugvallur
- tryggja betri endingu í ísskápnum
MJÓLKURSAMSALAN
Nú hafa verið teknar í notkun breyttar umbúðir undir ýmsar
gerðir af jógúrti og skyri til mikils hagræðis fyrir neytendur.
Dósirnar eru víðari en áður sem gerir þær auðveldari í notkun.
Jafnframt eru komin plastlok á stærri dósirnar sem setja má á
aftur að máltíð lokinni ef afgangur verður. - Þú getur því verið
viss um að jógúrt og skyr endist nú betur í ísskápnum þínum!