Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmai 1993næsti mánaðurin
    mifrlesu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 Húsavík 16 stúdentar útskrifaðir Húsavík. FRAMHALDSSKÓLANUM á Húsavík var slitíð sl. laugardag og útskrifaði hann þá 16 nýstúdenta, 12 nemendur af almennri verkn- ámsbraut sem var ný braut, sem segja má að sé tíl undirbúnings til annars frekara náms og 14 af iðn- og verslunarbrautum, eða alls 42 nemendur. Brautskráningarhópurinn ásamt skólastjórnendum. Morgunbiaðið/Sigurður Jónsson Fjölbrautaskóli Suðurlands 102 nemendur brautskráðir Selfossi. FJÖLMENNASTA brautskrán- ing á Suðurlandi tíl þessa fór fram í Fjölbrautaskóla Suður- lands á laugardag 22. maí er 102 voru brautskráðir frá skólanum. Af þeim .sem brautskráðust voru 62 stúdentar. íjölmenni var við brautskráning- una sem fór fram með hefðbundn- um hætti. Á þessari 24. starfsönn skólans var 671 nemandi innritaður í skólann en 642 tóku próf og um 85% nemenda stóðust þau. I öld- ungadeild skólans voru innritaðir 100 nemendur og af þeim tóku 69 próf. Á Litla Hrauni stunduðu 18 MENNTASKÓLANUM við Sund var slitið laugardaginn 22. maí við hátíðlega athöfn í Háskóla- bíói. Lauk þar með 24. starfsári skólans. Við það tækifæri voru 176 stúdentar brautskráðir frá skólanum og eru stúdentar skól- ans þá orðnir ríflega 3.500 talsins frá því að hann brautskráði fyrsta stúdentahópinn vorið 1973. Stúdentar skiptust á námsbrautir sem hér segir: Máladeild 30 stúd- entar, félagsfræðideild 57 stúdent- ar, hagfræðideild 17 stúdentar, náttúrufræðideild 51 stúdent og eðlisfræðideild 21 stúdent. Hæstu einkunn á stúdentsprófi að þessu sinni hlaut Helga Elídóttir úr máladeild, fullnaðareinkunnina 9,2. Af öðrum nemendum, sem fram úr sköruðu í námi má nefna að Katrín Jakobsdóttir varð dúx í 1. bekk. Hún hlaut einkunnina 9,7 sem er einkunnamet yfir skólann frá upphafi. Dúx í 2. bekk varð Vigfús Bjami Albertsson með einkunnina 9,1 en dúx 3. bekkjar varð Ingi- björg Magnúsdóttir með einkunnina 9,6 sem er jöfnun á fyrra einkunna- meti. I yfirlitsræðu rektors, Sigurðar Ragnarssonar, um skólastarfið kom nemendur nám og auk þess tveir við skólann á Selfossi. Á fískeldis- brautinni á Kirkjubæjarklaustri voru þrír nemendur og 40 nemend- ur á framhaldsskólastigi við skól- ann á Skógum. Við Farskóla Suðurlands, sem starfar í tengslum við Fjölbrauta- skólann, var 221 nemandi á önninn. Skólinn útskrifaði 16 svæðisleið- sögumenn 15. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leiðsögumannanám- skeið er haldið. Á vegum skólans voru auk þess haldin ýmis nám- skeið tengd atvinnulífínu. „Vonir okkar um ykkur lúta fyrst fram, að í vetur stunduðu um 840 nemendur nám við skólann. Kenn- arar voru 75 að tolu. Rektor gat þess einnig, að efnt hefði verið til samkeppni um merki fyrir skólann. Var þátttaka góð, og mun hið nýja merki verða tekið í gagnið frá og með næsta skólaári. Gamlir nemendur skólans settu óvenjumikinn svip á brautskráning- arathöfnina að þessu sinni. Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó- leikari fluttu nokkur lög, en þær luku á sínum tíma prófi frá skólan- um. Tveir fulltrúar afmælisárganga fluttu einnig ávörp og kveðjur við athöfnina, fulltrúi 20 ára stúdenta og fulltrúi tíu ára stúdenta, en fyrsti stúdentahópur skólans fagnar einn- ig 20 ára stúdentsafmæli sínu um þessar mundir. Sá hópur var raunar brautskráður í nafni Menntaskólans við Tjömina, en svo nefndist skólinn til ársins 1977. í tilefni þessara tímamóta lét hópurinn gera sér- stakan minningarskjöld, sem greyptur hefur verið í steinhleðsl- una á tjarnarbakkann við Fríkirkju- veg gegnt gamla Miðbæjarskólan- um, þar sem Menntaskólinn við Tjömina var til húsa á sínum tíma. (Fréttatilkynning) og fremst að því hvernig hjartalag ykkar mun reynast. Gott hjartalag skiptir öllu máli ef heimurinn skal blíva. Undir ykkur og hjartalagi ykkar er framtíð barnabarna okkar komin og elliár okkar,“ sagði Þór Vigfússon meðal annars er hann beindi orðum sínum til nemenda. Við athöfnina voru afhentar við- urkenningar fyrir góðan náms- árangur í nokkrum námsgreinum og fyrir störf í þágu skólans. Krist- inn Jón Amarson fékk viðurkenn- ingu skólans fyrir bestan árangur í námi. Hann flutti ávarp fyrir hönd nemenda. „Framtíðin bíður með þúsundir dyra sem bíða þess að verða opnaðar," sagði Kristinn Jón meðal annars og að erfíðleikarnir í þjóðlífínu blöstu við og biðu þeirra eins og annarra. „Námið gerir okk- ur að öflugri þjóðfélagsþegnum. í námi verður fólk að treysta á sig sjálft," sagði Kristinn Jón Arnarson nýstúdent meðal annars er hann þakkaði starfsfólki skólans sam- fylgdina. Sig. Jóns. Nemendur við skólann í vetur vom alls 214 og vom 12 þeirra aðkomnir og bjuggu í heimavist sem rekin er í samvinnu við Hótel Húsavík. Sérstök námsbraut er fyrir þroskahefta við skólann. Skólameistarinn Guðmundur Birkir Þorkelsson, sagði skóla- starfið hafa gengið vel í vetur, félagslíf nemenda mikið og gott og keppni og samskipti við aðra skóla með meira móti. En eitt nefndi skólameistari sérstaklega sem vekti honum áhyggjur en það væri baráttan gegn tóbaksreyk- ingum en hún væri á undanhaldi því fleiri nemendur reyktu nú en oft áður þrátt fyrir hina miklu baráttu gegn reykingum. Ingimundur Jónsson, yfírkenn- ari, flutti fróðlegt erindi um ungl- ingafræðslu á Húsavík frá fyrstu tíð. En segja má að hún hafí haf- ist 1906 á Húsavík þá Benedikt Bjömsson sfofnaði Unglingaskóla Húsavíkur, sem segja má að sé forveri Framhaldsskólans. Bene- dikt var einn merkasti skólamaður síns tíma. Nemendur hans sem fóru í Menntaskólann á Akureyri þóttu skara fram úr í íslenskun- ámi. Hinni virðulegu athöfn sem var mjög fjölmenn lauk með ávarpi skólameistara til nýstúdenta sem hann afhenti prófskírteini og verð- laun fyrir ýmsa frækna frammi- stöðu. Baldvin Kr. Baldvinsson, söngvari og Juliet Faulkner píanó- leikari settu svip á athöfnina með söng og hljóðfæraleik. - Fréttaritari. Morgunblaðið/Kári Jðnsson Hópur 28 nýstúdenta vorið 1993 frá ML ásamt skólameistara. Menntaskólinn á Laugarvatni Fertugasta brautskráningin Nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Húsavík. Morgunblaðið/Siili MS brautskrá- ir 176 stúdenta Sigurður Ragnarsson rektor afhendir dúxinum, Helgu Elídóttur, prófskírteini hennar. Tuttugu og átta nýstúdentar brautskráðir Laugarvatni. BRAUTSKRÁNING nýstúdenta og skólaslit voru við Menntaskólann á Laugarvatni laugardaginn 22. maí. 28 nýstúdentar voru brautskráð- ir, 12 úr máladeild, 3 úr eðlisfræðideild og 13 úr náttúrufræðideild. Menntaskólinn á Laugarvatni út- skrifar nú nýstúdenta í fertugasta sinn. í skólanum hefur þessara tíma- móta verið minnst með ýmsum hætti í vetur og vor. Kristinn Kristmunds- son, skólameistari, rakti skólastarfíð í vetur. Þar kom fram að 188 nem- endur hefðu stundað nám við skól- ann, þar af 35 við grunnskóladeild- irnar 9. og 10. bekk sem áður til- heyrðu Héraðsskólanum. Náms- árangur var mjög þokkalegur og með miklum ágætum í sumum deild- um. Hæstu einkunn á stúdentsprófí fékk Einar Öm Hreinsson frá Arnar- hólsstöðum í Skriðdal, í eðlisfræði- deild, 8,84. í náttúrufræðideild var hæstur Óskar Hafsteinn Óskarsson frá Laugarvatni með 8,64 og í mála- deild var hæst Sigrún Tómasdóttir frá Litluheiði í Mýrdal með 8,40 í einkunn. Hæstu einkunn yfir skól- ann, dux scholae í ár, hafði Einar Sigmarsson frá Sauðhúsvelli undir EyjaQ'öllum, 9,42. Fram kom þjá skólameistara að miklar lagfæringar þyrftu að verða á vinnuaðstöðu kennara og hús- næðinu öllu. Óskaði hann þess helst á afmælisárinu að sjá þessar lagfísr- ingar verða að veruleika. „Skólahús- in uppgerð og lagfærð hið innra sem ytra, íþróttamannvirkin á staðnum öflug og aðgengileg skólafólki sem öðrum, aðstaða og kjör starfsmanna bætt til muna.“ Sagði hann að þá mundi ekki þurfa að kvíða framtíð- inni hér á Laugarvatni þegar þetta væri orðið að veruleika. - Kári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 118. tölublað (28.05.1993)
https://timarit.is/issue/125580

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

118. tölublað (28.05.1993)

Gongd: