Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMay 1993Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 29 Reuter Frá ástarsijörnunni BANDARÍSKA geimferðastofnunin NASA sendi í gær sóknarfarið Magellan hefur tekið á undanförnum átta frá sér nýjar myndir af ástarstjörnunni Venusi sem mánuðum. Meðfylgjandi mynd er af svonefndu Ovda- unnar voru í tölvu á grundvelli ratsjármynda sem rann- svæði á Venusi. Andieotti yfirheyrð- ur vegua morðmáls Rómaborg. Reuter. GIULIO Andreotti fyrrum forsætisráðherra Italíu verður yfirheyrð- ur vegna morðs á blaðamanni sem Tomasso Buscetta, uppljóstrari úr röðum mafíunnar, heldur fram að mafían hafi myrt af greiða- semi við Andreotti, að sögn ítalskra sjónvarpsstöðva. Blaðamaðurinn, Mimo Pecorelli, að honum. Að sögn rannsóknar- var myrtur í Rómaborg 20. mars dómara notaði Pecorelli oft upplýs- 1979. Hann rak fréttastofuna OP ingar frá Micelli til þess að kúga sem þreifst á fréttum sem Vito . stjórnmálamenn. Buscetta heldur Micelli, helsti óvinur Andreottis því fram að mafíuforinginn Gaet- innan leyniþjónustunnar, laumaði ano Badalamenti. hafi sagt sér eitt sinn að Andreotti hafi óttast að Pecorelli kæmist yfir leynilegar upplýsingar varðandi morðið á Aldo Moro fyrrum forsætisráð- herra vorið 1978. Á grundvelli framburðar Busc- etta var rannsóknin á morði Pecor- ellis tekin aftur upp. Andreotti hefur staðfastlega neitað allri aðild að morðinu. Auk hans verður fjöldi annarra vitna yfirheyrður. Lamont auðmýktur NORMAN Lamont eftir að hafa látið af embætti fjármálaráðherra í bresku stjórninni í gær. Uppstokkun- in á stjórninni var talin mikil auðmýking fyrir hann. öðru ráðherraembætti. Það hefði valdið „dómínó-áhrifum" innan stjómarinnar, þannig að uppstokk- unin náði til fleiri ráðherra en Maj- or hefði vonast til. Clarke næsti forsætisráðherra? Kenneth Clarke innanríkisráð- herra tekur við af Lamont sem fjár- málaráðherra. Clarke, sem er 52 ára, er í vinstriarmi íhaldsflokksins og hvað hugmyndafræðina varðar hefur hann lengi verið á svipuðum slóðum og Major. Hann er hlynntur nánu samstarfi við ríki Evrópu- bandalagsins en þykir líklegur til að framfylgja þeirri efnahagsstefnu sem mótuð var eftir hrun pundsins í september. Clarke hefur reynt að koma í veg fyrir að hægriarmurinn innan íhaldsflokksins leggist gegn skipun hans í embættið með því m.a. að leggja áherslu á að ekki sé útlit fyrir að Bretar gangi aftur í ERM fyrir næstu þingkosningar. Hann hefur þótt standa sig vel sem innan- ríkisráðherra og jafnvel þeir sem hafa gagnrýnt hann viðurkenna að hann hafi sýnt meiri dug og þor en aðrir ráðherrar stjórnarinnar. Hann hefur þótt harður í horn að taka í baráttunni við bresk stéttar- félög og af honum fer það orð að hann komi sér aldrei undan erfiðum slag. Clarke þykir metnaðargjarn og talið er að hann hafi augastað á embætti forsætisráðherra. Hann er nú nær því marki eftir að hafa feng- ið næstæðsta ráðherraembættið. Undirróður Japana í Bandaríkjunum Sóttust eftir lið- sinni svertingja Washington. The Daily Telegraph. JAPANIR reyndu að fá svertingja í Bandaríkjunum á sitt band skömmu áður en þeir gerðu árásina á Pearl Harbour árið 1941, sem varð upphafið að þvi að Bandaríkjamenn drógust inn í síð- ari heimsstyrjöldina. Kemur þetta fram í skjölum, sem hafa ver- ið leynileg til þessa, en eru nú gerð opinber samkvæmt lögum um upplýsingaskyldu og dagblaðið Washington Times greindi frá. í skjölunum kemur fram að Jap- anir hugðust beita flugumönnum til að hvetja svertingja til að sinna ekki kalli um herskyldu og til að njósna um stjórnvöld. Kemur fram að Japanir töldu að blökkumenn, sem störfuðu í herstöðvum, væru sérstaklega ákjósanlegir til að veita leynilegar upplýsingar. Ekki er ljóst af skjölunum hversu vel Japönum tókst upp með þessi áform sín. I skjali frá banda- ríska stríðsmálaráðuneytinu, dag- settu í ágúst 1942, kemur þó fram að róttæku blökkumannasamtökin Þjóð íslams hafi hvatt félaga sína til að taka ekki þátt í stríðrekstrin- um á einn né neinn hátt og að leiðtogar samtakanna töldu að það yrði „sigur fyrir hinn svarta kyn- stofn“ ef Japanir ynnu stríðið. og betri bf/asa/a „ ^BÍLASALA GARÐARS) Nóatúni 2, sími 619 615 Opið 10-22 virka daga 10-17 laugard. og 13.30-17 sunnud. Toyota Touring GLI, '91, blár, ek. 60 þ. V: 1.290 þ. VW Vento GL, '93, vínrauður, ek. 10 þ. V: 1.330 þ. Toyota Corolla Special Series, 92, 5 d., hvítur, ek. 8 þ. V: 1.030 þ. MMC Colt GLX, '89, rauður, ek. 67 þ. V: 650 þ. Range Rover Wouge, '87, flöskugr. sjálfsk., toppeintak. V: 1.770 þ. Toyota Corolla, '88, rauður, sjálfsk., ek. 62 þ. V: 560 þ. Fjörug hjólasala - Mikið úrval Vantar bíla á staðinn Stór sýningarsalur Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut.^ Kopavogi, sími S71800 Toyota Ex Cap V-6 m/húsi '90, vsk-bíll, sjálfsk., ek 19 þ. mílur, álfelgur o.fl. 1490 þús. OPIÐ ANNAN í HVÍTASUNNU KL. 13 - 18. Toyota Corolla Liftback GTi '88, svartur, 5 g., ek. 103 þ., álflegur, sóllúga o.fl. V. 730 þús., sk: á ód. M. Benz 280 SE ’82, grásans, sjálfsk., ek. 123 þ., sóllúga, álfelgur o.fl. V. 1250 þús., sk. á ód. Mazda 626 GLX '88, blásans, sjálfsk., ek. 67 þ., rafm. í rúðum, sólluga o.fl. V. 780 þús., sk. á ód. Subaru 1800 GL Coupé 4x4 '87, blár, 5 g., ek. 100 þ., rafm. í rúðum, sóllúga o.fl. V. 590 þús. stgr. Subaru 1800 GL 4 x 4 station '88, hvítur, sjálfsk., ek. 89 þ. V. 695 þús. stgr. Gitót eintak. \ Oldsmobile Calais Supereme '85, V6 3,0L, bein innsp., steingrár, álfelgur o.fl. Skoðaður '94. V. 650 þús., sk. á ód. Buick Electra Park Avenue '85, sjálfsk., m/öllu, ek. 160 þ. Óvenju gott eintak. V. 950 þ. Suzuki Sidekick JX 4 dyra '31, steingrár, 5 g., ek. 10 mílur, sem nýr. V. 1.630 þ. stgr. Fjörug bílaviðskipti Fjöldi bifreiða af öllum árgerðum á skrá og á sýningarsvæðinu. Verð og kjör við allra hæfi. Honda Civic DL ’87, sjálfsk., ek. 78 þ. Fallegur bíll. V. 460 þús. VW Golf '87, ek. 75 þ., aflstýri o.fl. V. 570 þús. Subaru Legacy 1800 GL station '91, 5 g., ek. 52 þ. V. 1400 þús., sk. á ód. Toyota Corolla Liftback '88, sjálfsk., ek. 98 þ. V. 630 þús. stgr. Toyota Carina II GLi '91, sjálfsk., ek. 38 þ. V. 1130 þús.

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55740
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 118. tölublað (28.05.1993)
https://timarit.is/issue/125580

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

118. tölublað (28.05.1993)

Iliuutsit: